Morgunblaðið - 28.10.1966, Side 24
24
MORCUNBLADID
Föstudagur 28. okt. 1968
Eric Ambler:
Kvíðvænlegt ferðalag
kinkaði kolli, dræmt, og sagði
„Enchanté, Monsieur“ með svip
þess mannr., sem verið er að
tefja.
— José kann ekki ensku, sagði
hún, til skýringar.
— Það er engin ástæða til að
kunna hana. Gleður mig að sjá
yður, senor Gallindo, hélt hann
áfram á spænsku. — Ég var
mjög hrifinn af dansinum hjá
yður og konunni yðar.
José hló ruddaiega. — Það var
ekkert. Þetta var ómögulegur
staður.
— José var reiður allan tím-
ann, af því að Coco — svarta
stelpan með höggorminn —
fékk meira hjá Serge en við,
enda þótt við værum nú heizta
aðdráttaraflið.
José sagði eitthvað óprenthæft
á spænsku.
— Hann Serge hélt nefnilega
við hana, sagði Josette. >ér bros
ið, en var það ekki satt, José?
José gerði eitthvert afkára-
legt hljóð með vörunum.
— Hann José er svo dónaleg-
ur, sagði Josette. En þetta er
satt um hann Serge og hana
Coco. Það er afskaplega skrítin
saga. Það var mikið gaman hent
að Fiji, höggorminum. Coco
þótti svo vænt um Fiji, að hún
hafði hann alltaf hjá sér í rúm-
inu. En Serge vissi það ekki fyrr
en hann var farinn að halda við
hana. Coco segir, að þegar hann
fann Fiji i rúminu hjá henni,
hafi liðið yfir hann. Hún lét
hann tvöfalda kaupið áður en
hún samþykkti, að Fiji skyldi
bara sofa í körfunni sinnt Serge
er enginn bjáni og það viður-
kennir jafnvel José, en Coco
fer skammarlega með hann. Það
vegna þess, hvað hún er skap-
stór, að hún getur það.
— Hann þyrfti að gefa henni
einn á hann, sagði José.
— Ah! Salop! Hún sneri sér
að Graham. — En þér? Eruð þér
sammála honum José?
— Ég er alveg óvanur slöngu-
dansmeyjum.
— Nú? Þér svarið ekki. Þessir
karimenn eru svoddan skepuur.
Hún var sýnilega að skemmta
sér á hans kostnað. Hann fór hjé
sér. Hann sagði við José: — Haf-
ið þér farið þessa leið áður?
José starði á hann, tortrygg-
inn. — Nei. Hafið þér það?
— Nei, nei.
José kveikti sér i vindlingi. —
Ég er strax orðinn þreyttur á
þessu skipi, sagði hann. — Það
er leiðinlegt og óþrifalegt og
hristist afskaplega mikið. Svo
eru káeturnar okkar rétt við
snyrtiherbergið. Spilið þér pók-
er?
— Ég hef eitthvað spilað. En
ég spila ekki vel.
— Ég var búinn að segja þér
þetta, sagði Josette.
— Hún heldur, að af því að
ég græði, þá muni ég hafa rangt
við. En mér er fjandans sama,
hvað hún heldur. Það er engum
skipað með lögum að spila við
mig. Til hvers ættu þeir að vera
að hrína eins og grísir þó þeir
tapi?
i— Nei, það væri órökrétt,
sagði Graham.
— Jæja, við skulum spila núna
ef þér viljið, sagði José, rétt eins
og hann væri að taka áskorun.
sem einhver hefði sakað hann
um að þora ekki að taka.
— Ef yður væri sama, vildi ég
heldur bíða með það til morg-
uns. Ég er þreyttur í kvöld. Ég
held þér verðið að hafa mig af-
sakaðan, af því að ég er að
hugsa um að fara í rúmið.
Josette setti á sig stút. — Svo
snemma? sagði hún á ensku.
Bara einn almennilegur maður
á skipinu og hann fer strax i
rúmið. Það er slæmt. Já, mér
finnst þér vera slæmur. Hvers-
vegna sátuð þér hjá þessum
Þýzkara við matborðið?
14
— Hann hafði ekkert á móti
því, að ég sæti hjá sér. Og hvað
ætti ég þá að hafa á móti því?
Hann er viðkunnanlegur og
greindur karl.
— Hann er Þýzkari. í yðar
augum ætti enginn Þýzkari að
vera viðkunnanlegur eða greind
ur. En það er eins og Frakkarnir
voru að segja. Englendingum er
engin alvara með þessu.
José sneri sér snögglsga á
hæli. — Það er leiðinlegt að
hlusta á ensku, sagði hann, — og
mér er kalt. Ég ætla að fara að
fá mér konjak.
Graham var eitthvað farinn
að afsaka sig, þegar stúlkan tók
fram í fyrir honum .— Hann er
leiðinlegur í dag. Það er af því
að hann hefur orðið fyrir von-
brigðum. Hann hélt, að hér
mundi verða einhverjar lagleg-
ar stelpur, handa honum að gefa
auga. Honum gengur alltaf svo
vel við laglegar litlar stúlkur —
og gamlar kellingar.
Hún hafði talað hátt og á
frönsku. José, sem var kominn
að stiganum niður, ropaði hátt
áður en hann lagði af stað niður.
— Hann er farinn, sagði Jos-
ette. — Ég er fegin. Hann er svo
illa siðaður. Hún dró snöggt að
sér andann og leit upp og á ský-
in. — Þetta er indælis veður.
Ég skii ekki, hversvegna þér
viljið fara í rúmið. Það er ekki
svo framorðið.
— Ég er bara orðinn þreyttur.
— Þér getið ekki verið ofþreyít
ur til að ganga með mér um þil-
farið. Hún stanzaði þar sem hún
var komin, hallaði sér aftur á
bak á grindverkið og sneri nú
beint að honum.
— Ég held að þér séuð mér
reiður.
— Hjálpi mér, nei! Hvers-
vegna ætti ég að vera það?
— Af því að ég var dónaleg
við litla Tyrkjann yðar.
— Hann er enginn litli Tyrk-
inn minn.
— En þér eruð reiður.
— Vitanlega ekki.
Hún andvarpaði. — Þér eruð
mjög dularfullur. Þér hafði enn
ekki sagt mér, hversvegna þér
eruð að ferðast með þessum
dalli. En ég er forvitin að vita
það. Það getur ekki verið af þvl
að það sé ódýrara. Þér eruð i
dýrum fötum.
Hann sá ekki framan í hana,
en aðeins móta fyrir henni, en
hann gat fundið, hvaða ilm-
efni hún nötaði, og hitt, að loð-
kápan hennar var mygluð. Hann
sagði: — Ég skil bara ekki, hvaða
áhuga þér getið haft á þessu.
— En þér vitið mætavel ,að
ég hef áhuga á því.
Hún hafði fært sig ofurlítið
nær honum. Hann vissi vel að
ef hann kærði sig um, gæti hann
vel kysst hana, og að hún mundi
svara þeim kossi. Hann vissi
líka, að það yrði aldrei neinn
snöggur koss, heldur uppá-
stunga um frekari samskipti
þeirra. Hann varð hissa, að hann
skyldi ekki taka þessu fjarri i
huga sínum, og að tilhugsunm
um þykku varirnar hennar,
væri honum alls ekkert. um geð.
Honum var kalt og hann var
þreyttur, en hún var þarna hjá
honum og hann gat skynjað lík-
amshita hennar. Það gat engum
gert neitt til þó að . . . Hann
sagði: Farið þér til Parísar um
Modane?
— Já, en hversvegna spyriið
þér? Það er beinasta leiðin til
Parísar.
— Þegar við komum til Mod-
ane, skal ég segja yður nákvæm-
lega frá því, hversvégna ég
valdi þessa leið, ef þér hafið þá
enn áhuga á því.
Hún sneri við og þau gengu
ófram. — Það er nú kannski ekki
áríðandi, sagði hún. Þér megið
ekki halda mig forvitna. Þau
voru nú komin að stiganum.
Framkoma hennar við hann
hafði tekið greinilegum breyt-
ingum. Hún leit á hann, vin-
gj arnlega en með nokkurri
áhyggju. — Já, svei mér ef þér
eruð ekki þreyttur. Ég hefði
ekki átt <að vera að halda yður
hérna uppi. Ég ætla að Ijúka
göngunni minni ein míns liðs.
Góða nótt.
— Góða nótt, frú?
Hún brosti. Frú? Nei, svo
slæmur megið þér ekki vej a.
Góða nótt.
er fyrirtaks fæda !
i alla mata!