Morgunblaðið - 18.11.1966, Page 5

Morgunblaðið - 18.11.1966, Page 5
Föstudagur 18. növ. 1986 MORGU N BLADID 5 íslendingar fagna merkisdegi Greint frá vibbrögöum fólksins er fréttin um dómsniðurstööuna i handritamálinu barst Árnasafns, en brýn nauðsyn er á að hún séð góð í sam- bandi vi'ð lán á báða bóga. Handritin munu og hafa mikla þýðingu fyrir allar rannsóknir okkar og gjörbreyt ingu á aðsitöðu Háskóla ís- Jóhannes Haraldsson lands. Nú er þess að vænta að stúdentar geti í framtíð- inni lagt fram prófverkefni, sem felast í rannsóknum á handritunum. Ef um ein- hverja formlega afhendingu verður að ræða tökum við sjálfsagt á móti handritunum, en nú er full ástæða á að hafizt verði handa um bygg- ingu handritahússins. Við kolakranann eða „Hegrann" eins og hann hef- ur oft verið kallaður mætum vi'ð lögregluþjóni, kuldalega búnum, og er hann að gegna skyldustörfum. Við tökum hann tali og spyrjum hann um málið, en hann segist heita Jóhannes Haraldsson: — Ég gleðst mjög yfir því að við fáum handritin, og mér hefur alltaf fundizt sjálfsagt, að við fengjum þau, en þar sem búið var að segja að mál- ið gæti farið á hvorn veginn sem er, er mun skemmtilegra að menntamálaráðuneytið skuli hafa unnið máli'ð. Fyrir framan vöruskemmu okkur virtist fólkið brosandi yfir gleðitíðindunum. Okkur datt í hug að líta í fyrstu inn á Landsbókasafn og hittum þar fyrir landsbókavörð, dr. Finnboga Guðmundsson og þá stuttu stund, sem við dvöld- um hjá honum hringdi sim- inn án afláts. Loks gafst dr. Finnboga tækifæri á að svara okkur, og hann segir: — Ég fagna úrslitum hand- ritamálsins í Hæstarétti Dana og þeirri öruggu vissu, sem Ólafur Halldórsson LAUST eftir klukkan tíu í gærmorgun hringdi síminn á ritstjórnarskrifstofum Mbl. — Símastúlkan á talsambandinu við útlönd tilkynnti að Kaup- mannahöfn vildi tala við Mbl. í símanum var Bent A. Koch, ritstjóri Kristilegt dagblad. Hann bað blaðamanninn, sem svaraði, um samband við rit- stjóra Mbl. en áður en blaða- maðurinn gerði það gat hann ekki stillt sig um að spyrja um málið, sem var efst á baugi, dóminn í handritamálinu. „Den er i orden“, svaraði Koch, hinn kunni íslandsvin- ur og eitt er víst að blaða- manninum var hlýtt um hjartaræturnar, er hann lagði Dr. Finnbogi Guðmundsson út í dumbunginn og rigning- una til þess að leita viðbragða fólksins. Viðbrögð fólksins urðu góð. Hvarvetna um alla borgina voru fánar diegnir að hún og með þeim er fengin um af- hendingu handritanna. Ég spái því, að 17. nóvem- ber 1966 verði, þegar fram líða stundir, talinn merkis- dagur í sögu beggja þjóðanna, drjúgur áfangi á leið þeirra til vaxandi samstarfs og vin- áttu. í Landsbókasafnsbygging- unni er Handritastofnunin til húsa. Forstöðumaður hennar er Ólafur Halldórsson og við spyrjum hann um álit hans á málinu. Hann svarar: - Ég er afskaplega feginn að þessu leiðindamáli er nú lokið. Það hefur haft slæm áhrif á samvinnu okkar og Ingibjörg Gunnarsdóttir EimSkips stendur hressileg- ur, en roskinn maður, og leik- ur við hvern sinn fingur. Hann heitir Þórður Erlends- son og er verkstjóri. Við leggjum fyrir hann spurning- una, og hann segir stutit og laggott: — Ég er fjarska lukkuleg- ur. Og svo er hann rokinn út í veður og vind, er hann sér ljósmyndarann munda myndavélina: — Nei Sveinn, þú tekur ekki af mér mynd. Á Vesturgötu er ung stúlka, sem virðist vera að flýta sér vestur götuna. Hárið flaksast í rokinu og við röbbum við hana stundarkorn, en hún seg- ist heita Ingibjörg Gunnars- dóttir: — Jú, ég er mjög ánægð með úrslitin og ég vildi óska íslendingum til hamingju með endurheimt handritanna og hún brosir sínu blíðasta um leið og hún gengur á braut. Og þannig hefur íslending- um sjálfsagt verið innan- brjósts um allt land. Menn hafa glaðst yfir sigri málstað- ar íslendinga í málinu, sem loks er til lykta leitt eftir margra ára þref. Þá er það einnig ekki síður gleðilegt að í Danaveldi eiga íslendingar hóp vina, sem einnig gleðjast, Danir, sem skilið hafa sann- gjarnar kröfur íslendinga. Langvarandi ágrein- ingsmál Or sögunni segir Gunnar Thoroddsen sendiherra MOHGUNBLAÐIÐ átti stutt við- tal við Gunnar Thoroddsen, sendiherra íslands í Danmörku, nokkru eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm sinn. Sendiherrann sagði: „Það er mikið fagnaðarefni, að nú er loksins endir bundinn á þetta langvarandi og viðkvæma ágreiningsmál. Þetta hefur verið um langan aldur erfitt mál milli Danmerkur og Islands, og varp- að nokkrum skugga á sambúð þjóðanna, sem að öðru leyti er ákaflega vinsamleg. Málið hefur líka skapað veruleg sárindi og ýfingar til Dana innbyrðis. Nú þegar endanlegur dómur er fail- inn vona ég, að allar erjur hjaðni skjótlega. Mér er kunnugt um, að ýmsir þeirra manna, sem hafa verið andvígir afhendingu séu stað- ráðnir í því að sætta sig við orð- inn hlut, og hætta frekari deil- um. Allmargir hafa lagt á það áherzlu, að afstaða þeirra hafi engan veginn falið í sér andúð gegn íslenzku þjóðinni, eða eðli- legum óskum hennar, heldur ein- göngu verið gagnrýni á máls- meðferðinni. Um leið og við þökkum dönsku þjóðinni drengskap hennar, og ríkisstjórn og þjóðþingi Dana forgöngu og fyrirgreiðslu, vil ég láta í ljós þá eindregnu von, að sambúð þessara tveggja bræðra- þjóða fari héðan í frá sívax- andi.“ „Hvað viljið þér segja um þau ummæli Berlingske aftenavis að e.t.v. verði málið tekið upp að nýju í þjóðþinginu?" „Það tel ég alveg útilokað, þó að Hæstiréttur að meirihluta til teldi handritalögin eignar- réttarlög, og segist ekki í þessu máli geta dæmt um hugsanlegar skaðabætur tekur hann það skýrt fram í forsendunum að ekki verði séð að Árnasafn bíði neitt það tjón sem geti verið grundvöllur skaðabóta." Gunnar Thoroddsen, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, yfir- gefur réttarsalinn eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í handritamáiinu. (Nordfoto). A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Skógafoss 24. nóv. Dux 3. des. Mánafoss 13. des.** Skógafoss 22. des. HAMBORG: Dux 19. nóv. Skógafoss 29. nóv. Goðafoss 8. des. Askja 14. des.** Seeadler 16. des. Skógafoss 28. des. ROTTERDAM: Askja 18. nóv.** Skógafoss 25. nóv. Goðafoss 5. des. Seeadler 13. des. Askja 16. des.** Skógafoss 23. des. LEITH Mánafoss 21. nóv. Gullfoss 25. nóv. Gullfoss 16. des. LONDON: Mánafoss 18. nóv.** Agrotai 28. nóv. Dux 6. des. Mánafoss 16. des.** HULL: Askja 21. nóv.** Agrotai 2. des. Dux 9. des. Askja 19. des.** GAUTABORG: Vega de Loyola 18. nóv. King Star um 26. nóv. Bakkafoss 14. des.** KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 23. nóv. King Star um 24. nóv. Gul.foss 14. des. Bakkafoss 16. des.** NEW YORK: Selfoss 23. nóv. Fjallfoss 29. nóv. Tungufoss 8. des.* Brúarfoss 23. des. KRISTIANS AND: Bakkafoss 18. nóv.** Gullfoss 24. nóv. Bakkafoss 17. des.** KOTKA: Dettifoss 1. des. Rannö 8. des. LENINGRAD: Dettifoss 30. nóv. VENTSPILS: Dettifoss 3. des. GDYNIA: Dettifoss 5. des. * Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- AILTMEÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.