Morgunblaðið - 18.11.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.11.1966, Qupperneq 19
Föstudagur 19. nóv. 196ö MORGb NBLAÐIÐ 19 y Henrik W. Ágústsson Minningnrorð HENRIK W. Ágústsson var fædd <ur í Rekjavík þann 19. marz 1905. Foreldrar hans voru þau ihjónin Ágúst Sigurðsson prest- smiðjustjóri og Ingileif Bartels, eru ættir þeirra eldri Reykvík- ingum kunnar. Henrik ólst upp f ástríki á heimili foreldra sinna ásamt bræðrunum Sigurði raf- virkjameistara og Haraldi iðn- skólakennara. Á yngri árum tóku ellir bræðurnir mikinn þátt í skátafélaginu. Ríkti þá oft mikið íjör og glaðværð kringum heim- llið. Mun Henrik ekki hafa átt minstan þáttinn í því, vegna gamansemi sinnar og hug- kvæmni. Skátahreyfingin mun snemma hafa heillað hann, enda átti útilíf og ferðalög ávallt rik ftök í honum, var hann og úr- ræðagóður og skemmtilegur ferðafélagi. í>egar Ágúst faðir bans setti á stofn sína eigin prentsmiðju árið 1922 hóf Henrik þar nám, sem hann lauk árið 1926 og hafði því starfað óslitið við prentiðn í 40 ár frá því hann lauk námi. Prentsmiðjan var fyrst til húsa í Pósthússtræti, þar sem Hótel Borg stendur nú, en fluttist þaðan í Austurstræti 3)2 í hús Júlíusar Björnssonar raf Virkjameistara. Þegar verzlun Júlíusar þurfti á auknu hús- rými að halda árið 1951 flutti prentsmiðjan öðru sinni og þá S Mjóstræti 6. Ætla mátti að sú breyting kynni að draga nokkuð ár viðskiptunum, svo reyndist þó ekki, þvert á móti varð þetta mikið gæfuspor, bæði fyrir við- gang prentsmiðjurnnar og Hen- rik sjálfan, sem þá hafði tekið við stjórn fyrirtækisins eftir föður sinn. Húsráðendur í Mjó- Btræti 6 reyndust Henrik frábær- lega vel og mat hann það alla tíð mikils. Þeir gerðu honum iært að festa kaup á húsnæði því, sem prentsmiðjan er í og sköpuðu með því aukið öryggi fyrir rekstri fyrirtækisins. Áreið anleiki og orðheldni Henriks öfl wðu fyrirtækinu traust og virð- íngar. Ef hann lofaði einhverju verki, var óhugsandi að því yrði ekki lokið á réttum tíma, algeng ara var, að verkið væri tilbúið fyrir umsamdan tíma. Varla er eð efa, að þessir góðu eiginleikar munu fylgja sonum Henriks, sem báðir starfa við prentsmiðjuna Og taka nú við rekstri hennar að föður sínum látnum. | ■ Henrik var fyrir margra hluta sakir óvenjulegur og sérstæður maður. Af mörgum mun hann hafa verið talinn sérvitur. Satt er það, að í ýmsum efnum fór hann sínar eigin götur og lét sig þá engu skipta hvað aðrir höfðu um það að segja. Ef hann hafði tekið fasta ákvörðun fylgdi hann sannfæringu sinni og gerði það eitt, sem hann taldi rétt vera. Skoðun sína setti hann fram hik- laust og án allra umbúða við hvern þann, sem hann átti skipti við. Áberandi þáttur í lífi Hen- riks var góðvilji og löngun til að liðsinna og leiðbeina öðrum. Benti hann þá oft á það, sem hann taldi að betur mætti fara. Ýmsir munu hafa misskilið þessa framkomu hans og talið hana óviðeigandi afskiptasemi. Frændrækni hans var alveg sérstök. Honum var það mikið áhugamál að stuðla að því að bönd frændseminnar rofnuðu ekki. Sjálfur heimsótti hann frændalið sitt oftar en nokkur annar og sýndi skyldfólki sínu sérstaka umhyggju. Nýverið heimsótti hann heimili mitt vegna þess, að langþráður draum ur hafði orðið að veruleika. Fögn uður hans af þessu tilefni var svo barnslega einlægur og inni- legur, að því var líkast að hon- um sjálfum hefði fallið eitthvað stórt í skaut. í þessu sambandi fékk ég líka eins og svo oft áður, að reyna frábæra hugsunar semi og hugkvæmni hans. Mér varð þá að orði við hann: Eng- um ertu líkur Henrik Ágústsson, það hygg ég að satt muni vera. Fáa eða enga hefi ég þekkt, sem heimsótt hafa sjúka og aldr- aða eina og hann. Mörgum mun hann hafa rétt hjálparhönd, án þess að aðrir vissu. Sjaldan mun Henrik hafa verið glaðari en þeg ar hann lék við börn, las fyrir þau og sagði þeim sögur. Þótti mörgum þeirra því gott til hans að leita. Henrik hafði yndi af bókum og las töluvert. Kærust bóka var honum Biblían og vildi hann í einlægni tileinka sér boð- skap hennar. Útbreiðsla hennar og lestur var honum mikið áhuga og alvörumál. Sjálfur átti hann þátt í útgáfu smárita, sem hvöttu til lesturs Orðsins. Sitt trúarsam félag átti hann aðallega hjá Hjálpræðishernum, þar sem hann naut margra góðra stunda og eignaðist þar vinL Henrik kvæntist þann 9. maí 1936 eftirlifandi eiginkonu sinni Gyðu Þórðardóttur Geirssonar, lögregluþjóns. Eignuðust þau hjón þrjú börn: Nönnu Guðrúnu, Ný skósending Fjölbreytt úrval. SÓLVEIG, Hafnarstræti. MENNEN SKIIM BRACER I# ÁVALLT EFTIR RAKSTURINN! gifta Gísla Svanbergssyni; Ragn- ar Jóhannes og Þórð Ágúst, sem báðir hana numið prentiðn og starfa við prentsmiðju þá, sem Henrik svo lengi veitti forstöðu. Sjö ára gömul kom til þeirra hjónanna Guðrún Björgvinsdótt- ir, bróðurdóttir frú Gyðu, og gengu þau henni í foreldrastað. Guðrún er gift Jóhannesi Eiríks- syni. Henrik var góður heimilsfaðir og lét sér mjög annt um hagi heimilisins, fóru barnabörnin heldur ekki varhluta af því. — Hann var og gestrisinn og góður hjónin mjög samhent í þeim efn heim að sækja, enda voru þau um, sem flestum öðrum. Henriks mun lengi verða minnzt og hans saknað, ekki aðeins sem sérstæðs og sjálf- stæðs persónuleika, heldur sem ættrækins frænda og góðs vin- ar. Söknuður nánustu ástvinanna mun að vonum verða sárastur við hið sviplega fráfall hans, en hann lézt í Borgarspítalanum þann 11. þessa mánaðar. Efst í huga þeirra mun þó fyrst og fremst búa þakklæti, sem bezt mun túlkað með þessum orðum Ritningarinnar: Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafnið Drottins. Frændi. HENRIK frændi minn lézt hér í bæ föstudaginn 11. þ.m. 61 árs að aldri. Henni frændi, eins og hann var ávallt kallaður, var einkar frændrækinn, og gætti þess vel að muna afmælisdaga hinna mörgu frændsystkina sinna; hafði gaman af að hitta frænd- fólk sitt, og fylgjast með því í gleði og sorg. Mér er hann sér- staklega minnisstæður fyrir hina sérstaklega skemmtilegu frásagnargáfu hans, sérstaklega lét honum vel að endursegja sögur, er hann hafði lesið á yngri árum okkar, og man ég nokkrar þeirra enn. Henrik frændi var alla tíð hinn góði drengur, sem í öllu vildi rétt gera, stundum svolítið barnalegur, og mun oft hafa verið misskilinn vegna hrein- skilni sinnar og ákveðni. Hann hafði mjög gaman af ýmsu föndri, safnaði ýmsu sem nú máske er ekki talið til verald- legra verðmæta, átti t.d. gott safn ýmissa bifreiðalíkana og þessháttar. Henrik starfaði í mörg ár innan skátahreyfingar- innar, og átti ég þar samleið með honum og bræðrum haris um tíma. Snemma byrjaði Henrik að vinna við prentiðnina hjá föður sínum, Ágústi Sigurðssyni, sem var með fyrstu prenturum hér í bæ, hann eignaðist síðan prent- smiðjuna, sem hann rak síðan til dauðadags. Ég held að á engan sé hallað ef ég staðhæfi að Hen- rik hafi verið einhver allra samvizkusamasti í þeirri iðn, prentiðninni. Fór þar saman vandvirkni, orðheldni og heið- arleiki, og ekki hvað sízt reglu- semi sem hvarvetna blasti við er komið var í prentsmiðju P.Á.S. Synir hans tveir Ragnar Jóhannes og Þórður hafa nú 1 nokkur ár starfað í prentsmiðj- unni, báðir útlærðir prentarar, og hafa að því er bezt verður séð, alla hina mörgu og góðu kosti föðurins. - Henrik giftist hinni ágætustu konu, Gyðu Þórðardóttur, og áttu þau auk sonanna eina dótt- ur, Nönnu Guðrúnu, sem er út- lærð hjúkrunarkona, gifta, settx á tvö börn. Heimilislíf fjölskyld- unnar var með slíkum ágætum, að sjaldgæft mun vera, reglu- semi í hvívetna, og ekki hefi ég séð samhentari bræður en þá Ragnar og Þórð, svo og alla fjöl- skylduna. Eina fósturdóttur ólu þau hjón upp, Guðrúnu, frænku Gyðu. Öllum ástvinum Henriks sendi ég hlýjar samúðarkveðjur, eu mlnningin um góðan og heil- brigðan dreng mun lifa í hugum margra, um leið og við kveðjum hann í dag. Vertu sæll frændi, hafðu þökh fyrir samfylgdina. Sigurður Jónsson. yFarfuglinn4 Tíu árgangar komnir út Út er komið blað Bandalags ísienzkra Farfugla, Farfuglinn 2. tbl. 10. árg. Af efni blaðsins má nefna: Myndatökur á þremur fótum, Flórulisti úr Þórisdal, Ref irnir á Hveravöllum, Keypti öku leyfi fyrir tíu shillinga (viðtal við Bjarna í Túni), Örnefna- þáttur um Búrfell o. fl., Úr mal- pokanum, skýrslur um alþjóða- þing og Norðurlandamót Far- fugla og skrá um ferðir Far- fugla á síðastliðnu sumri. Með þessu tbl. lýkur 10 árg. Farfuglsins og fylgir ítarlegt efnisyfirl.it yfir allt, sem birzt hefur í blaðinu. Frágangur blaðs ins er vandaður. i> Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Haxa • Chicken Noodle • Cream o£ Chickea • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Svíss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hiniun átján fáanlegu tegundum. MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.