Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 10
10 MORCUNB LADIÐ Laugardagur 3. des. 1966 AB íerðast. Flestir ferðast þegar þeir eru búir að koma sér upp húsi, konu og barni. Þá er farið 1 sólskinsauka- ferðir til hlýrri landa en ís- land er, dvalizt á í meðal- lagi dýrum hótelum, og farn- ar allar þær ferðir, sem ferða- skrifstofan hefur upp á að bjóða .til að sjá merkisstaðx og undarlegar fígúrur. Nokkr- ir ferðast á annan hátt. Þeir eru einhleypir og tíðast ungir, óráðnir og með sevintýraþrá í brjóstinu. Þessir ferðalangar hafa margir það markmið að sjá sem mest af heiminum á sem ódýrastan hátt. Þeir dveljast sjaldan á dýrum hót- elum. Kannske sjá þeir ekki þá staði, þar sem tíu þúsund menn féllu í einhverju stríð- inu og minnismerki hefur ver- ið reist, en þess í stað kynn- ast þeir oft þjóðlífi landanna sem þeir heimsækja betur en venjulegir ferðamenn. Ofan- greindir ungir menn eiga Frá vinstri, talið frá fremstu röð: Chris McDermott frá Englandi, Brendon Whitehead frá Rohedesíu, Pat Prinsloo, Brian Malcolm frá Kanada, Erik Marcussen frá Rhodesíu, Derek Mengel frá Rhodesíu, Andrew Newland frá Englandi, Michael Barlow, Scott Clark. brjóstinu Ævintýraþráin brennur í INiíu hnattferðalangar i Reykjavík venjulega bakpoka og svefn- poka á baki sér, en litla aura í vasanum. Þeir ferðast gjarna á puttanum, eins og það er kallað, og hljóta af því heiti: puttaferðalangar. Puttaferða- langar vinnan jafnan fyrir sér á ferðum sínum — taka það verk, sem hendinni er næst til þess að eiga fyrir brauði og fargjaldi til næsta áfcvörð- unarstaðar. Stundum eru þeir heppnir með vinnu, erfiða mjkið og hafa gott í aðra hönd; stundum eru þeir ó- heppnir: fá ekkert að gera. Síðast þegar Gullfoss kom til landsins stigu þar af skips- fjöl níu ungir menn að skoða veröldina. Fjórir þeirra eru Rhódesíubúar, tveir eru frá Kanada, tveir enskir og einn frá Suður-Afríku. Allir eru þeir á hnattferðalagi, og vinna fyrir sér í þeim löndum, sem þeir ákveða að hafa viðdvöl í. Þrír þeirra hafa áður komið til Islands, einn sem ferða- langur, hinir í atvinnuleit. Nokkrir þeirra hafa reynslu sem fiskjmenn, og ætla þeir sér að fá slíka vinnu, ef hún er fyrir hendi. Því miður komu þeir á þeim tíma til landsins, sem óheppilegur er fyrir atvinnulausa menn, því svo virðist sem haustþorskur sé tregur og frystihús að- gerðalítiL Á bar í London fyrir nokkr- um vikum hittu þeir norskan sjómann, sem sagði að mikil vinna væri á íslandi, og kaup- ið gott. Þeir hoppuðu þvi um borð í GuHfoss 1 Edinborg og sigldu til íslands. En norski sjómaðurinn reyndist ekki hafa gefið níu-menning- unum eins staðgóðar upplýs- ingar og æskilegt hefði verið — og eru þeir nú atvinnu- lausir og fjárliitlir í ókunnu landi. Þeir höfðu heyrt, að íslend- ingar væru óvinsamlegir og kaldir í viðmóti. Einnig höfðu þeir fregnað, að 30% barna fæddra væru svo utan hjóna- bands. Það var því bæði gott og illt að koma til íslands. í London voru tveir þeirra rúma vilku og fengu lítinn beina hjá tjallanum. Þó voru nokkrir vingjarnlegir þeim 1 þeirri stóru borg, en því mið- ur aðeins sjálfum sér í hag: þeir voru helzt kynvillingar, sem voru á mannaveiðum. Þeir gistu í salerninu á Picca- dilly Cirous, og voru svo svangir, að það fór um þá, þegar fólk henti brauði til fuglanna í skemmtigörðunum. Fyrir utan Buckjngham Pal- ace er gosbrunnur, sem ferða- fólk fleygir í smápeningum. Eitt sinn um miðja nótt óðu þeir út í gosbrunninni og náðu þar í peninga fyrir brauði. Þetta voru sannkall- , aðir lukkupeningar. Það sem er gkemmtilegt við þessa ungu menn er sérstak- lega lífsvjðhorf þeirra. Þeir eru þess vitandi, að menn eru ekki ungir nema einu sinni, og að tækifæri æskuáranna boma ekki aftur. Þeir eru ekki að þrælbinda sig venjum þjóðfélagsins hvað snertir það lífsins lögmál að festa sjtt ráð í innbúi og bonu til að geta orðið „borgari“ undir þrítugsaldurinn. Nokkrir þeirra eru skólamenn, en ail- ir hafa þeir það sameiginlegt að sækja ekki aðeins ævjn- týri í öðrum löndum, heldur og frelsi og menntun. Nlræð i dag: Agnes Jónsdóttir ísólfsskála I Grindavik 1 dag 3. desember 1966, er Agnes Jónsdóttir húsfrú á ís- ólfsskála í~Grindavík 90 ára — og mun hún nú elzti borgari Grindavíkur. Agnes er fædd að Þorkötlu- stöðum í Grindavík 3. des. 1876, dóttir hjónanna Jóns Þórðarson j ar og Valgerðar Gamalíelsdóttir, 12 fórust 16 saknað 1 bjargað Harbor Beaoh, Michigan, 1. des. — NTB. ÓTTAST er um líf sextán manna, sem saknað er af flutn- ingaskipinu „Daniel J. Morrell", er sökk á Huron vatni sl. þriðju- dag. Rok og kuldi hafa torveldað leitar- og björgunarstarf og er óttast, að mennirnir hafi allir farizt. Þegar hafa fundizt tólf lík og einum manni var bjargað lif- andi. Skipið „Daniel J. Morrell“ var «0 ára að aldri. Það sendi frá sér neyðarskeyti á þriðjudag, en það heyrðist ékki — og var ekki vitað um slysið fyrr en 34 timum eftir að skipið sökk. Þetta er mesta sjóslys á Huron vatni frá því H9Ö8, sem lengi bjuggu þar að Þor- kötlustöðum. Agnes byrjaði búskap með Vilhjálmi Jónssyni að Miðhúsi í Grindavík og átti með honum 5 börn, þau slitu samvistum og fór hún þá aftur í foreldra- hús. Árið 1910 tók hún saman við seinni mann sinn Guðmund Guðmundsson og byrjuðu þau búskap að Hrauni í Grindavík árið 1910 — og var þar stundað jafnhliða útgerð og landbúnað- ur. Guðmundur maður hennar var að mestu leyti uppalinn á ísólfs- skála, sem nokkur undanfarin ár hafði verið í eyði, en árið 1916 fluttust þau hjón þang að en þar var eingöngu hægt að stunda landbúnað, þau tóku við jörðinni að mestu húsa- lausri svo að heita mátti að byrja yrði á því að byggja skýli yfir fólkið, en þarna hafa þau hjón nú búið saman full 50 ár. Þau hjón Agnes og Guðmund- ur áttu 6 börn og ólu upp 2 barnabörn að mestu og einn Moskva, 2. des. — AP. Sovézsk skáldið Nikolai S. Thikonov, sem er formaður Sovézku friðarnefndarinar átti í dag sjötugsafmæli. í tilefni þess voru honum veitt Leninorðan. Hann hefur áður fengið ýmis af æðstu verðlaunum Sovétríkjanna bróðurson Guðmundar frá 6 ára aldri. Öll börn hennar 11 eru á lífi, en flutt í burtu nema yngsti sonur þeirra ísólfur býr á ný- j býli þar á ísólfsskála og Val- I gerður dóttir þeirra er og heim- ilisföst hjá þeim, en meiripart ársins eru þau hjón orðin ein- sömul og ennþá getur Agnes hugsað um sín hæsn og hús- 1 hald fyrir sinn karl Guðmund en hann er nú 83 ára og sér um heyskapinn og hirðingu 70 fjár. Samkvæmt því sem að ofan er sagt má geta nærri að á þeirri hálfu öld sem þau hjón hafa nú búið á ísólfsskála, hafi þau ekki gert mikið að því að sitja aðgerðarlaus, þar sem nú er á jörðinni gott íbúðarhús úr steinsteypu, og stærstu tún sem nokkurri jörð tilheyrir í Grinda vík, þetta allt má þakka sér- stakri samheldni þeirra hjóna, en líHa góðri verkaskiptingu, 1 því Agnes virtist hafa garð- rækt alla í sinni umsjón og þar á meðal skrúðgarð við íbúðar- húsið, sem bezt sýnir hve Agnes hefir verið óþreytandi í starfi en jafnframt að hún hafi haft næmt auga fyrir fegurð og skipulagi. Guðmundur maður hennar hefir svo séð um aðal- frámkvæmdir en allt í samráði við konu sína. Jörðin Isólfsskáli er ca. 5 km. frá sjálfri Grindavík og því nokkuð útúr, en vegurinn til i Krísuvíkur lá þar um og var því oft gestkvæmt, vitanlega var það húsfreyjan, sem fyrst og fremst sá um móttökurnar, sem rómaðar voru, enda einskis til sparað með veitingar, eftir því sem til var, og hið glaða sinni húsfreyjunnar mun og hafa gert sitt til að gera mót- tökur svo að eftir væri munað, Nú þegar Agnes er að verða 90 ára og hún getur gengið að sínum daglegu störfum eftir þörfum, má og geta þess að and- lega er hún það heilbrigð a8 síðustu 30 árin hefir hún skrifað dagbók um veðurfar og helztu atburði heima við og það gerir hún enn, og kunningjunum I skrifar hún ennþá, þegar hún þarf á að halda. Þannig stendur Agnes nú 90 ára og vonum við kunningjar hennar og venzlafólk að þannig megi hún standa, þar til hinzti skaflinn kemur. Guðsteinn Einarsson. Vörumarkaður / Listamanna- skálanum Opið til kl. 4 Listamannaskálanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.