Morgunblaðið - 18.12.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.1966, Qupperneq 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1966 Verð kr. 140.00 (án söluskaus) Bráðskemmtileg íslenzk skáldsaga handa telpum á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta er bók, sem óhætt er að mæla með. BÓKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR MBL. hefur borizt úrdráttur úr skýrslu um störf Fangahjálpar- innar fyrir 17. starfsár hennar frá 1. janúar 1965 til 1. janúar 1966. Segir þar að á þvi ári hafi 12 mönnum verið veitt aðstoð til þess að losna úr fangelsi og til umsóknar um náðun, og hefur aðeinn einn þeirra framið afbrot aftur. Samkvæmt skýrslu stofnunar- innar er árangurinn af þessari grein starfseminnar um 7ð%, eða mjög líkt því og árið áður, þar sem 115 afbrotamenn af þeim 146, sem fyrir milligöngu Fanga- íhjálparinnar hafi fengið lausn úr fangelsum eða verið náðaðic. hafi ekki fallið í sekt aftur. Ennfremur er greint frá því, að er flestir sakamenn í landinu voru náðaðir 1963 í tilefni Skál- [ holtshátíðar, hafi þar á meðal j verið 31 skjólstæðingur Fanga- I hjálparinnar. Hafi enginn þeirra - gerzt brotlegur aftur, og megi nú heita nýtir þjóðfélagsþegnar, sem vinna að staðaldri og rækja allir borgaralegar skyldur sinar, sem bezt má vera. Fangahjálpin hefur þau 17 ár, sem hún hefur starfað, fengið 180 sakamenn náðaða eða feng- ið reynslulausnir handa þeim úr fangelsum. Hefur þessum mönn- um verið látin í té meiri og minni aðstoð af ýmsu tagi, þegar þeir hafa þurft þess með. í>ess er getið í skýrslunni að við áramótin 1965-66 hafi árangur- inn af náðun sakamanna verið 22% betri en fyrir tíu árum, þann ig að það gerist mun fátíðara að sakamenn, sem hlotið hafa náð- un, gerist brotlegir aftur. Athygli er vakin á því í skýrslunni að á árunum 1961- 1985 hafi 44 sakamenn verið náð aðir eða látnir lausir fyrir milli- Varsjá, 15. des. NTB. FYRRUM SS-foringiim Paul Otto Gaibel, sem verið hefur í fangelsi í Varsjá hefur framið sjálfsmorð í fangelsinu. Hann var 68 ára og afplánaði lífstíðar- fangelsi. Hann hafði þegar verið í fangelsinu í 12 ár. göngu Fangahjálparlnnar, og að- eins þrír þeirra hafi framið af- brot aftur, eða yfir 90% árangur, sem er mjög glæsilegt ef tekið er tillit til hliðstæðrar starfsemi, t.d. á Norðurlöndum. Þérarinn frá Steintúni ÚT er komin ljóðalbókin Litir f laufi, eftir Þórarinn frá Sleina- túni. Er þetta önnur ljóðabók hans, en hin fyrri koma út 1964, — Úrval ljóða. í þessari nýju bák Þórarins eru mörg ljóð og stökur, sem allt er nýtt frá hendi höfundar. Fyrri ljóðabók Þórarins fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Litir 1 laufi er tæplega 70 síðna bók prentuð í Félagsprent- smiðjunni og er höfundurinn sjálfur jafnfraimt útgefandi hena 1 at Fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélags síns safn- ast við inngöngudyr Earls Court í Lundúnuf, mörgum klukku- stundwm áður en samkoma BiHy Grahms hefst. 22.000 manns voru að jafnaði á hverri samk®mu, og sjónvarpað var til 10 borga víðs vegar í Englandi. BÓKAFORLAGSBÓK — Krossfari Framhald af bls. 1 taki á náttanþeli og þreyta kapp- akstur við kunningja sína. Hann reis öndverður gegn allri trú, eins og unglingum er gjarntt á vissu skeiði, en sannfærðist, er hann var 16 ára gamaH; um sann- leika boðskaparins um Krist og tók ákvör'ðun um að fylgja Kristi. Hann hefur predikað í miörg ár og vekur alls staðar ó- skipta athyglL Hann talar mjög oft í útvanp og hefur fasta sjón- varpslþætti í Bandaríkjunúm. Ár- angur starfs síns þakkar hann ekki sjálfum sér, heldur kveðst hann aðeins vera þjónn Krists. Um 150 daglblöð í Bandartíkj- unum cg víðar um heim birta daglega þátt, er nefnist Svar mitt. Þar svarar Billy Graham spurningum, sem honum hafa toorizt um hin óliíkustu efni. Svör hans eru jafnan stutt og kjarn- yrt, og sýnir útlbreiðsla þessa iþáttar, hverra vinsælda predik- arinn nýtur. ---O---- Morgunblaðið hefur fengið einkaleyfi á þessum þáttum hans og munu þeir birtast hér i blað- inu. Fyrsti þátturinn er hér á sið- unnL Benedikt Arnkelsson. Gullvægar setningar ÁÐUR FYRR, þegar náms- deildimar voru smáar, skrif- uðu börnin sem voru að læra að skrifa, heilar síður eftir kennaranum. Hann skrifaði setningu á töfluna. Nemend- urnir skrifuðu setninguna í bækur sínar. Á þessu grædd- ist tvennt. Nemendurnir lærðu að skrifa þokkalega og þeir lærðu setningu sem hef- ur mikilvæga þýðingu eða sannleik að færa. Ég held, að við mundum hagnast á því að skrifa slíkar setning- ar. Það gleður mig þegar kona punktar hjá sér, er hún les, þær gullvægu setningar, sem hún vill muna, hún get- ur leitað til þeirra þegar þörf kallar, og þessar hugsanir vit urra manna l.jálpa henni til að lifa. Ég er með fyrir framan mig eina slíka minnisbók konu, sem ég dái mjög. Hví ætti ég ekki að gefa ykkur nokkr ar setningar, spakmæli, sem hún safnaði af svo mikilli natni? Á fyrstu síðu stend- ur: „Maður skal gefa fortíð sína á vald miskunnsemi drottins, líðandi stund á vald trúar sinnar, og fram- tíð sína á vald guðlegri for- sjón.“ Það er ekki nauðsyn- legt að vera trúaður til þess að geta skilið þessa speki Heilags Francois de Sales. Vissulega verður maður að gefa fortíð sína á vald náðar Drottins, vegna þess að mað ur getur efeki breytt henni, vissulega verður maður að treysta guðlegii forsjón fyr- ir framtíð sinni á meðan hann reynir að undirbúa sig fyrir framtíðina með trú sinni, sem er það eina, sem hann getur ráðið. „Tilveran er dásamleg, en ósköpuð. Tilgangur listanna er að skapa hana.“ Þetta sagði Jean Anopuilh, og það er vissulega rétt, að tilver- an hafi enga sköpun. Hlutir gerast og endurtaka sig i öll um áttum. Oftast skiljum við ekki neitt. Hví stríð, hví byltingar? Hví ást, afbrýði- semi, rifrildi, hatur? Við er- um vitni að öllu þessu og tökum þátt í því, en við er- um svo mitt á meðal þess, að við höfum ekki tíma til að hugsa um það. Það er sama hvort list er tjáð í skáld- sögu, leikriti, eða málverki — hún er iðandi af fólki og atburðum. En listamaðurinn hefur gefið þeim ákveðna rás, en það sem skiptir meg- inmáli er að við verðum hlutlausir áhorfendur. Þá fyrst verður tilveran augljós. Racine, Moliere og Musset kenna okkur að elska, Balzac kennir okkur að fyrirgefa. í stuttu máli sagt: list býður manni það sem veröldin neit- ar honum um: sambland at- burða og íhugunar. Þess vegna gerði vinkona mín rétt þegar hún skrifaði niður þessa setningu. Að lokum finn ég í þessari mætu minnisbók setningu eft ir Giredoux: „Lokauðu augunum, allt sem þú sérð er þitt.“ Hvað þýðir þetta? Það þýð ir, að þeir fátækustu meðal vor, bæði efnalega og and- lega séð, eiga meira en þeim er kunnugt. Því glaðvakandi maður, sem lokar augunum getur séð þúsund hluti. End- urminningar hans flykkjast fram; sumar þeirra eru dá- samlegar, og það er honum ánægja að njóta þeirra á ný. Jafnvel slæmar endurminn- ingar hafa kennt honum. Með augun lokuð getur hann séð þá sem hann elskar, og það sem mest er um vert, hann getur séð sjálfan sig. Þegar hann er með opin aug un sér hann þúsundir hluta sem skipta hann engu máli, endalausa veröld, sem aldrei mun verða hans eign, menn og konur sem hann mun aldrei þekkja. En með augu lokuð, allt sem hann sér er hans. Þetta er goð og hugg- andi hugsun. Slíkt finnur maður við end urskoðun gamalla minnis- bóka. Byrjaðu á þinni strax í dag. (Endursagt eftir grein Andrei Maurios). 75% jseirra sem fá náðun gerast ekki brotlegir aftur Úrdráttur úr skýrslu Fangahjálparirmar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.