Morgunblaðið - 18.12.1966, Síða 7

Morgunblaðið - 18.12.1966, Síða 7
SuTMWdagur 18. des. 1966 MORGUNBLAÚIÐ 7 Rauðakros&mál voru rædd af kappi á meðan kaffi var drukkið. bæði þessi viðfangsefni munu etuðla að bættri þjónustu við sjúklinga hér á landi. RKÍ hefux smám saman vaxið fiskur um hrygg og starfið breiðzt út um landið og nú eru | iRKií-deildirnar alls 31. Þeirra íang stærst er Reykjavíkurdeild- ín, stofnuð lítöO. Fyrsti formað- «ir var sr. Jón Auðuns dómpróf- «stur og gegndi starfinu til j JOÖ5 að Óli J. Ólason kaupmaður ' *ók við. Aðrir í stjórn deildar- ínnar eru, sr. Jón Auðuns dóm- prófastur, varaiformaður; Jón Helgason, kaupmaður, gjaldkeri; Ragnheiður Guðmundsdóttir, iæknir, ritari og meðstjórnendur Jónas B. Jónsson fræðslustjóri, Páll Sigurðsson tryggingaryfir- læknir og Eggert Ásgeirsson, Éulltrúi Verkefni Ueykjavíkurdeildar- innar hafa aðallega verið fjór- þætt: 1) Rekstur sumardvalarheim- ila fyrir Reykjavíkurtoörn (í ILaugarási og Efri-lBrú í Gríms- nesi). Þar hafa þúsundir barna dvalið og deildin á starfsfólki eínu, sérstaklega ágætum for- Btöðukonum, mikið að þakka. 2) Rekstur sjúkrabílanna, sem Reykjavikurdeildin á og sér hún *im rekstur þeirra, en Reykja- vikurborg hefur lagt til starfs- menn sem annast aksturinn. Verkefni þeirra og nytsemd þekkja allir. 3) Útlán á hjúkragögnum. Bjúkrarúm og dýnur hafa verið Jánuð bæjarbúum endurgjalds- laust í samráði við lækna. Þetta er mikilsverð þjónusta og hefur íjárskortur háð endurnýjun hjúkrunangagna og útfærzlu starfseminnar. 4) Kennsla — þ.e. námskeið 1 ttijálp í viðlögum, mörg á ári, kennsla í blástursaðferð, við iífg iin úr dauðadái, sem allir hafa étt kost á að sækja endurgjalds- laust. Þessi námskeið hafa bjarg- að mannslífum. Ef hægt verður — ef fóík fæst, verða haldin íiámskeið, þar sem fólki er leið- beint um hjúkrun í heimahús- Um. Og síðan sagði frú Ragnheiður orðrétt: „Verkefni á sviði hjúkrunar- ©g líknarmála eru mörg, eink- um í ört vaxandi bæjanfélagL Btjórn Reykjavíkurdeildarinnar befur oft rætt um að ef hægt eigi að vera að sinna auknum verk- efnum, eða jafnvel þeim, sem deildin 'hefur þegar með hönd- fffl, en vaxandi kröfur gerðar til *neð ári hverju, þurfi aukinn mannafla. Það þurfi að vekja éhuga fleiri á Rauða kross starfL Okkur hefur fundizt, að lang vænlegast til árangurs væri að Ifá konur til starfa, sem sjálf- Stæða heild innan Reykjavíkur- deildarinnar. Slíkar deildir hafa gefizt mjög vel og má nefna Kvennadeildina innan SVEÍ og kvennadeildir safnaðarfélag- enna. Eftirtektarvert er hve konur erlendis eru fjölmennar í öllu RK-starfi. Mér var þetta enn einu sinni sérstaklega ljóst, er ég á sL vori heimsótti aðai- atöðvar brezka RK í London. Ritari samtakanna tjáði mér, að mikili meirihluti ailra sjélfboða- Iiða við RK-starfið væru konur. Margt beri til, þó kannske fyrst og fremst að hvers konar líknar- mál standa þeim mjög nærri hjarta sem má vafalaust bæði rekja til upplags þeirra og upp- eldis. Ef það tekst hér að laða konur til RK-starfa og þær taka að sér að vinna saman, skapast grund- völlur að auknu starfi og jafn- framt að ákveðinni verkaskipt— ingu í starfinu. Stjórn Reykjavíkurdeildar- ar telur það tímabært verkefni að taka að sér ýmiss hjálpar- og þjónustustörf við sjúklinga og gamalt fólk, sem ekki hefur ver- ið hægt að sinna fram að þessu. Þess konar líknarstörf eru þeg- ar orðin víðtæk og vel skipulögð í nágrannalöndunum, t.d. Norð- urlöndum og Englandi. Þar sem aðstœður fólks í þessum löndum eru að mörgu leyti svipaðar og hjá okkur, t.d. hvað við kemur tryggingum, væri vel ráðið að kynna okkur skipulag slíks líknarstarfs og aðlaga að okkar aðstæðum. Því betur sem slíkt starf er undirbúnið, þeim mun meiri árangurs má vænta. Á þessu sviði bíða áreiðanlega mörg verkefni kvennadeildarinn ar. Þá hefur RKÍ þegar gert ráð- stafanir til að reka sérstakar sölubúðir við sjúkrahús hér í borginni, þar sem á boðstólum á að vera ýmiss varningur fyrir sjúklinga, þeim til gleði og þarfa. Þessi mál eru enn ekki fullfrágengin, en þarna bíður sjálfboðastarf, sem konur munu áreiðanlega rækja með prýði. Öll verkefni Rauða krossins eru fjárfrek. RRÍ er ætlað fé í fjárlögum og það fé hefur gert honum fært að hafa opna skrif- stofu og þar starfa nú Ólafur Stephensen framkv.stj. og frú Margrét Gunnarsdóttir, Mikils fjárs hefur því þurft að afla með sjálfboðastarfi. Við erum þess fullviss að kvenna- deildin muni reynast mikil hjálp arhella í þessum efnum. Nokkrar ungar konur í deildinni söfnuðu á sl. ári miklu fé til RK-starfs með fjársöfnun hjá fyrirtækj- um og skemmtun á Hótel Sögu. Þær frú Klara Stephensen og frk. Fjóla Tryggvadóttir áttu frumvæðið að þessu. Við vitum því að engu þarf að kvíða í þess- um efnum þegar kvennadeildúí er tekin til starfa. Það er sannarlega ekkí verk- efna vant ef mannafli er til að sinna þeim. Það er fólk sem hef- ur skort fram að þessu, ekki verkefnin. í ýmsum almennum málum eru RK-deildir vel til foryztu fallnar — eðli félagsins saxa- kvæmt. Konur innan BK-félag- anna ættu að geta tekið höndum saman við konur í öðrum félög- um, svo sem íSVEÍ og safnaðar^- Framhald á bls. 29 NÝR 1967. TAUNUS 12M OG 15M. Stærri vél - 63—75 hestöfl. Samskonar stýrisgangur og fjöðrun og í 17M. Framhjóladrif. — Mikið farangursrými. Loftræsting með lokaðar rúður. Breiðari og rúmbetri en öður. NYR TAUNUS12M og15M NY CORTINA 1967 NÝ CORTINA 1967. Nýjar lírtve, Breiðari og rúmbehi. Ný gerð af vél. 5 höfuðlegue. 57.5 hestöfL Stýrisskipting, gólfskipting ■ eða sjölfskipting — yðar er valið. Mynda- og verðlistar fyrirliggjandi. Reynsla þessara bíla er ótvíræð hér á landi. _____ SVEINN EGILSSON H.E UMBOÐIÐ LAUGAVEG105 SÍMI 22466 UMBOÐSMENN OKKAR ÚTI Á LANDI: AKRANES: BERGUR ARNBJÖRNSSON BOLUNGARVÍK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL VESTM.EYJAR: BÍLALEIGAN A.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.