Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 2
« 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. Gangstéttir hreinsaðar HL.ÁKAN er nú að hreinsa snjóinn og ísinn af gangstétt- um og götum en hinsvegar verður eftir á þeim mikið af óhreinindum, sandi og leðju. Þetta er mjög til baga fyrir fótgangendur sem skilja eftir sig forarslóð þegar þeir koma inn fyrir dyr. Til þess að bæta úr þessu hafa vinnuflokkar borgarinnar verið á ferðinni með kraftmiklar vatnsdælur og hreinsað stéttarnar. Hafizt var handa klukkan fimm í fyrrinótt, meðan umferð var minnst og teknar fyrir helztu göturnar í miðbænum. Á með fylgjandi mynd er Albert Gunnlaugsson að hreinsa gang stéttina við Hverfisgötu. Tækniútbúnaður fyrir heyrnardaufa í Iðnó Einnig til sérkennslu í barnaskóla KONUR í Zontaklúbb Reykja- víkur hafa keypt frá Svfþjóð tvö merkileg tæki fyrir heyrnar- daufa, svokallaða síma-magnara- kerfi, og færðu þær Leikfélagi Reykjavikur annað að gjöf á 70 ára afmæli þess. Verður þvi 'kom- ið fyrir í Iðnó, þannig að heyrn- ardaufir geti stillt heyrnartæki sín á þau og notið sýninga. Hitt sámamagnarakerfið gefa konurn- ar í skóla í Reykijarvík, í þeim tii- gangi að það verði notað til sér- kennsilu heyrnarlítilLa barna, svo þau geti hlotið kennslu í venju- legum skólum. Mbl. fékk upplýsingar um símamagnarakerfi þetta hjá Fri- — Johnson Framhald af bls. 1 þeirra, sem vilja auknar styrj- aldaraðgerðir eða hinna, sem vilja, að tekinn verði upp var- kárari stefna í því skyni að binda endir á Víetnamstyrjöld- ina. Gerði hann það Ijóst, að markmið hans væri að halda áfram núverandi stefnu sinni í Víetnam. Republikanar í öldungadeild bandaríska þingsins eru ekki taldir hrifnir af þeirri áskorun ' Johnsons að samþykkja lög um verzlun milli vesturs og austurs og að samþykíkja samning um ræðismenn milli Bandaríkjanna og Sovétrikjanna, sem þegar er búið að gera. Sagði leiðtogi repu- blikana í öldungadeildinni, Ever- ett Dirksen við blaðamenn í dag, að hann gæti ekki séð samhengi milli þess að efla verzlunarvið- skipti austurs og vesturs og að gera sovézk-bandarískan ræðis- mannssamning og þeirrar stað- reyndar, að bandarískir piltar væru sendir í dauðann í Víetnam á hverjum degi. Svo virðist einnig serrí tillaga, er Johnson kom líka fram með, um að gera núverandi verka- mála- og viðskiptamálaráðuneyti að einu ráðuneyti, muni mæta mótstöðu af hálfu ýmissa iðn- félaga og annarra stéttarfélaga. Flest ummæli, sem fram hafa komið enn um ræðu forsetans, lúta samt að skattahækkunum þeim, sem stungið er upp á og að hinni eindregnu ákvörðun forsetans að berjast gegn sér- hverri tilraun til þess að dregið verði úr fjárframlögum til þess að framkvæma áætlun hans um „hið mikla þjóðfélag". ede Briem, formanni Zonta- klúbbsins. Við notkun þess er magnara komið fyrir á leiksviði t. d. og þráður síðan lagður allt í kringum áhorfendasalinn. Fólk, sem notar heyrnartæki, getur þá tekið sér sæti hvar sem er og stillt heyrnartæki sín á síma- kerfið, en öll nútíma heyrnar- tæki hafa þann útbúnað. Heyrir hann þá uppmagnað allt sem sagt er á sviðinu, en ekki auka- hijóð úr salnum. Margir sem nota heyrnartæki kvarta annars undan því að klapp og annar aukahávaði sé óþægilegur. Zontakonur færa Leikfélagi Reykjavíkur þennan útbúnað á afmælinu, m. a. með tilliti til þess að í þeirra hópi er ein af merkustu eldri leikkonum leik- leikfélagsins, Arndís Bjömsdótt- ir. Bæði símamagnarakerfin eru komin til landsins, en hafa ekki enn verið sett upp. Hefur fræðslustjóra Reykjavíkurborg- ar verið boðið hitt tækið, og þáð það fyrir hönd s'kólanna. Zontakonur vilja með þessari gjöf til skólanna vinna að því að heyrnardauf börn geti átt sæti í skólum fyrir venjuleg börn, ef þau hafa nokkrar heyrnarleifar. Njóta þau þá kennslu í sérbekk, þar sem tækinu er komið fyrir í skólastofunni, en sækja sund og leikfirmi og eru að lei'k með öðrum börnum í frímínútum. En nú eru 22 þriggja ára gömul börn með bilaða heyrn í landinu og koma í skóla. Þarf þvi að gera það sem hægt er með tilliti til þeirra. Tangarsókn Bandaríkja- manna hafin í Vietnam Beinist gegn einu mikilvægasta svæðinu á valdi Vietcongs Saigon, 11. janúar. - NTB. í SKJÓLI viðstöðulausrar skot- hríðar með sprengjum, eldflaug- um, napalmsprengjum og fall- byssukúlum hafa Bandaríkja- menn haldið áfram sókn sinni inn í hinn svoallaða jámþríhyrn- ing Vietcongs á óshólmasvæði Mekong árinnar norðvestur af Saigon. Skýrt var frá því, að 165 skæruliðar hefðu verið felld- ir, er þeir vörðust á þessu svæði, sem er um 160 ferkílómetrar og hefur verið eitt öruggasta virki Vietcongs til þessa. Þrjú þúsund flóttamenn, sem fluttu með sér allar eigur sínar, voru á meðan þetta gerðist. á leið burt frá svæðinu í vögnum og smábátum. Bandarískar þyrlur, sem út- búnar voru öflugum hátöluruim, flugu lágt yfir frumskógasvæðið í því skyni að hvetja bænduxna til þess að flytja sig til tryggari svæða, eftir því sem þessar mestu hernaðaraðgerðir Víetnamstríðs- ins jukust, hvað afl og umfang snerti. Að baki fótgönguliðasveitun- um, sem fram sóttu, drundi í í jarðýtum, sem héldu í gegnum frumskóginn og skildu alit eftir flatt að baki sér. Allt þetta svæði hefur verið öruggt athvarf fyrir skæruliða Vietcongs í bráð- um 20 ár. Hernaðaraðgerðir þessar hafa hlotið lykilnafnið „Cedar Falls“ og taka þátt í þeim 26 sveitir hermanna frá S-Víetnam og Bandaríkjunum eða alls 15.000 manns. Markmið þessara aðgerða er að eyðileggja hernaðarskipu- lagninguna á fjórða svæði Viet- congs. Samkvæmt þvi sem talið er, þá er öllum stjórnmála- og hernaðaraðgerðum Vietcong’s á Saigonsvæðinu stjórnað þaðan. Sókn Bandaríkjamanna hefur verið mjög studd árásum flug- véla, ef til vill meir en nokkru Ráðherrar á fundi með fulltrúum hraðfrystihúsanna BJARNI Benediktsson, forsætis- ráðherra, og Eggert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmálaráð- herra, áttu í gær fund með full- trúum hraðfrystiiðnaðarins. Samtök hraðfrystihiúsaeigenda hlöfðu skrifað ríkisstjórninni bréf og ósikað eftir viðræðum vogna re'ksturserfiðleika, sem þau telja a‘ð steðji að hraðfrystihúsunum. Á fundinum með láðherrun- um mætti aðalstjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, 9 menn, og 5 fulltriúar frá hrað- frystihúsum innan Samibands ísi. samvinnufélaga. í GÆR var SV átt hér á landi, úrkomulítið austan lands, en ýmist súld eða rign ing um vesturhluta landsins. Lægðin var mjög skammt norður af landinu og snjó- 1 koma og frost skammt und- an, þótt hitinn væri yfir 5 stig á Norðurlandi. sinni fyrr I styrjöldinni. Var skýrt frá því í dag, að gerðar hefðu verið meira en 400 loft- árásir á stöðvar Vietcongs. Rétt fyrir hádegi komu hinar stóru B-52 flugvé'lar frá Guam-eyju og létu sprengjur sínar falla yfir skotmarkinu í ellefta sinn, síðan Drengur fyrir híl SEX ára gamall drengur marð- ist allmikið er hann varð fyrir bifreið í Bólstaðarhlíð í gærdag, en hlaut ekki önnur meiðsli. — Hann var að koma úr strætis- vagni og á leið í ísaksskóla, hljóp beint yfir götuna og í veg fyrir bifreið, sem kom vestur götuna. Ökumaður hemlaði sam- stundis en það var um seinan, drengurinn lenti framan á bif- reiðinni og kastaðist í götuna. Hann var fluttur í Slysavarð- stofuna en fékk fljótlega að fara heim til sín. þessar hernaðaraðgerðir hófust fyrir 4 dögum. ■ Af hálfu bandarísku hernaðar- yfirvaldanna er sagt, að hér sé um tangarsókn að ræða gegnum frumskógavirki Vietcongs. Syðstu mörk „járnþríhyrningsins" liggja í aðeins 34 km fjarlægð frá Saig- on og er þar um samgöngu- og birgðastöðvanet að ræða. Herlið Bandaríkjamanna hefur þegar náð miklum árangri, að því er frá var skýrt. Teknar hefðu verið herfangi 216 hergögn af ýmsu tagi, 6.800 einkennisbún- ingar Vietcong og miklar birgðir hrísgrjóna og skotfæra. Þá hefðu verið sprengd í loft upp fjölmörg virki og leynigöng Vietcong hreyfingarinnar. Frá öðrum vígstöðvum í Vi- etnam segir, að hermenn frá S- Vietnam hafi fellt 172 skæruliða siðustu þrjá daga. Níu Banda- ríkjamenn týndu lífi, er þyrla, sem þeir voru í, hlaut vélarbilun og steyptist í Suður-Kínahaf í dag um 560 km fyrir norðan Saigon. Tvær aðrar þyrlur voru skotnar niður af Vietcongmönn- um í gær, en aðeins tveir her- menn særðust þar. Vart við ís skammt undan Vestfjörðum SNEMMA í gærmorgun tll- kynntu skipverjar á v.b. Frið- bert Guðmundssyni að bátur- Þýzkur sjómaður slasast ÞÝZKUR sjómaður varð fyrir slysi um borð í togaranum Hammi, þar sem hann var að veiðum út af Vestfjörðum. Fékk hann hlera á sig miðjan og slas- aðist. Var farið með manninn inn tii Patreksfjarðar og fór sjúkra- flugvél frá Birni Pálssyni eftir honum þangað, og læknir frá Landakoti með. Hinn slasaði maður heitir Henrik Evers. Var hann fluttur a Landakot. Meiðsli hans voru ekki full'könnuð í gærkvöldi. inn væri fastur í ísspöng um 17 sjómílur NA af Sauðanesi og báðu um aðstoð. Nokkrum tím- um síðar var tilkynnt frá bátn- um að hann hefði losnað af sjálfsdáðum úr ísnum, og þyrfti ekki frekari aðstoð. Eitt af varðskipum Landhelg- isgæzlunnar fór þó á staðinn og kl. 14 í gær tilkynnti það, að það hefði komið að isspöng, sem væri um 20 sjómílur NA af Sauða- nesi, en þaðan lægi ís út rétt- vísandi í norður. Sigldi varð- skipið um 7 mílur í norður með ísspönginni, en þaðan liggur ís- inn aftur út réttvísandi í vestur. Sáu varðskipsmenn talsvert af línubaujum inni í íspönginni. Kl. 15.15 tilkynnti varðskipið aftur að það hefði komið að ís- spöng, sem væri um fimm sjó- mílur að lengd samkvæmt rad- sjánni. Var þessi ísspöng rétt- visandi 302 gr. frá Rit, og enn- fremur sáu varðskipsmenn í rat- sjánni íshrafl upp að 19 sjómíl- um frá sama stað. Reynt að hindra lög- fræðing í fjárnámsgerð SL. mánudagskvöld varð sá at- burður í lögfræðiskrifstofu Haf- þórs Guðmundssonar samkvæmt upplýsingum Hafþórs að tveir menn reyndu með yfirgangi að fá hann til þess falla frá fjár- námsgerð, er hann hafði fram- kvæmt hjá öðrum vegna van- skila. Hinn maðurinn var hæsta- réttarlögmaður hér í bæ. Hafþór sagði í samtali við Mbl. í gær að löigmaður þessi hefði hvað eftir annað hringt í sig og reynt að fá sig til þess að falla frá fjárnámsgerðinni, þar sem hún væri ólögleg. Fyrrgreint kvöld hafði lögmaðurinn hringt til Hafþórs og gert boð á undan sér og skjólstæðingi sínum, og kvaðst Hafþór hafa haldið að þeir ætluðu nú að greiða skuld- ina. Þvert á móti höfðu þeir þann hátt á, að skjólstæðingur lög- mannsins hélt dyrunum, meðan hinn síðarnefndi réðist að Haf- þóri með óþvegnu orðbragði, og krafðist þess að fallið yrði frá öllum kröfum, að því er Hafþór sagði. En er Hafþór vildi ekki fallast á það réðist lögmaðurinn á hann og stimpuðust þeir um hríð, þar til Hafþóri 10101 að komast út á ganginn. Leigjandl á neðri hæð heyrði hávaðann 1 skrifstofunni, og kom Hafþóri til aðstoðar. Stimpaðist hiann við lögmanninn meðan Hafþó fór og sótti frekari aðstoð. Engin lík- amsmeiðsl urðu þó af þessum stimpingum. _ Hafþór skýrði blaðinu frá því, að hann hefði kært mennina tvo. Hann sagði ennfremur, að lög- maður þessi hefði hvað eftir annað ógnað sér, konu sinni og starfsfólki með svívirðulegu orð- bragði, bæði vegna þessa máls og annarra, og kvaðst hafa J hyggju að kæra hann fyrir Saka- dómi Reykjavíkur, þannig að þessir aðilar yrðu ekki fyrir frekari óþægindum aí hans völd- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.