Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. Lítill hringurinn trjáteinungum, nægilega stór til að þyrla geti lent í fjöllunum norðvestur af Pleiku. Fremst allra hluta vildi ég, að í mínu valdi stæði, að kafa svo djúpt í þessu bréfi mínu, að það beti miðlað ykkur til- fimnimgu fyrir venuleikanum hér og skilningi á honum, og þó enmþá fremur þeirri gagn takandi tilfinningu að vera til meðal alls þess sem lifir. Og ég geri ráð fyrir, að hluti þessarar næmu lífsvitundar vaxi með þeirri stöðugu til- hugsun, að hvert augnablik geti orðið hið síðasta. Gætum að þessum stað- reyndum. Michael Shaug- hnessy, liðsforingi, D-sveit, fyrstu flugherdeild, 10. ridd- araliðinu frá Tacoma í Was- hington-fylki, er mikill fjör- kálfur á óírskan máta, ef til vill vegna þess að hann hef- ur aldrei til írlands komið. 'Huey-þyrlurnar í flugdeild hans eru málaðar stórum grænum hvítsmárum, sem stafar af því, að kona hans sendi honum dós með grænni málningu. Ég finn á mér hvert erindi hans er, og því, þegar hann hallar sér fram og segir: „Ég heyri, að yður langi á smáálfaveiðar", svara ég að bragði: „Svo er, herra minn.“ „Jæja, það vill svo til, að við höfum fundið álfábústað Bréf úr Vietnamferð Eftir John Steinheck í fjöllunum. Komið inn!“ Ég skreidist upp í þyrluna í hermannaklossum og bún- ingi, sem gerir það að verk- um, að ég verð samlitur jörð- unni. Ég herði að mér sætis- ólina og sit nærri dyrunum, það geðjast mér því þá sé ég beint niður fyrir mig. Ég kinka kolli til skytbunnar við dyrnar og klappa á tvöfalt skefti byssunnar hans, hann miðar niður á við o.g byss- an er óhlaðin. Þegar þyrlan er komin á loft, opnar hann hleðslurúm byssunnar, hleð- ur fyrsta skotinu í skotbelti sínu, öryggislásnum, hreyfir byssuna upp og niður og tii hliðanna, sezt síðan og fylg- ist með hreyfingum á jörðu niðri. Það er gaman að hafa þessa skyttu þarna. Ætið er sá möguleiki fyrir hendi að hann sendi frá sér kúlnahrinu, sem fælt geti frá einhverja leyniskyttuna, sem annað hvort svarar í sömu mynt eða lætur það kyrrt liggja. Ég hef heyrt talað um smá- álfana. f þessu tilviki eru það ’hermenn Viet Cong í frum- skógi-vöxnum fjöllum. D- sveitin hefur fundið gullhreið ur þeirra, að þessu sinni hrís grjónaforðabúr mikið að vöxt um og við ætluð að líta á það. Shaughnessy lyftir þyrl- unni af brautinni, fer aftur á bak í einskonar hneigingu, hún nánast dinglar rófunni, og síðan er haldið af stað. Við fljúgum hratt og lágt, skýlum okkur í vatnsgröfum, snertum limgerði, strjúkumst við trjátoppana og tökum skyndilegt hliðarstökk. Við getum annað hvort flogið svo hátt að leyniskytturnar nái ekki til okkar, eða lágt og í allskonar krókum til að verða ekki auðvelt skotmark þeirra. Við lendum í birgða- stöð, (ég má ekki nefna staði með nöfnum, ef aðgerðir er þar ennþá í gangi). Nú kem ur sér vel sá veikleiki minn, að geta aldrei munað dag- setningu eða nafn né heldur gleymt stað eða andliti. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá þessum flugmönn- um. Þeir gera mig sjúkan af öfund. Þeir stjórna farartækj um sínum á sama hátt og mað ur hefur stjórn á glæsileg- um, velþjálfuðum veðhlaupa- hesti. Þeir vefa sig eftir fljót unum, hækka flugið yfir trjá toppana eins og svölur, þeir leika allskonar llstir í loft- inu og stinga sér eins og múr svala að kvöldlagi. Ég horfi á hendur þeirra og fætur á stjórntækjunum, þessi fín- gerða samhæfing minnir á öruggar en þó hæglátar hend ur Casals á sellóinu. Hendur þeirra eru vissulega hendur hljómlistarmanns og þeir leika á stjórntæki sín eins og hljóðfæri og þeir dansa á þeim eins og ballerínur og þeir vekja öfund mína vegna þess, að mig langar til að gera slíkt hið sama sjáifur. Minnist þess er þið voruð börn og ykkur dreymdi, að þið flygjuð frjáls og lífið var dásamlegt? Þannig er þessu varið, og hryggur í bragði veit ég, að ég get aldrei gert hið sama. Hendur mínar eru of gleymnar og gamlar til að taka á móti skipunum frá flugbækistöðvum, sem tala um uppstreymi og hliðarvind, um meðvind og skiftivind, um skothríð frá jörðu, sem einungis er hægt að merkja af fáeinum glömpum, og öll- um þessum skipunum verð- ur hönd hljómlistarmannsins að hlýða, sjálfvirkt. Ég verð að fullnægja þrá minni með því einu, að horfa á þá. Mér þykir fyrir að hafa gleymt mér í hrifningunni, en ég varð að fá útrás, ann- ars hefði ég sprungið. Ykkur skilst nú, að við er- um á landsvæði Viet Copg, þar sem sérhvSrt tré getur skyndilega hafið skothríð á okkur og gerir oftsinns. Þyrla okkar stingur sér niður að fljóti, sem fossar niður hlykkj ótta gjá og ég sé nú, að þessi lága, græna ábreiða, sem ég sá að ofan, er frumskógur svo þéttur, að sólarljós hádegisins nær aldrei að brjótast í gegn niður á jörðina. Fljótið hjykkj ast eins og snákur og við hlykkjumst yfir því og síðan hæ'kkum við flugið eða sneið- um kringum tré á sama hátt og góður hestur í dreifðri nautgripahjörð sneiðir í kring um stakan kálf. Óðfluga hækkum við okkur vegna þess, að þessi fjöll eru há og brött og leið okkar er í fossum og hlykkjum. Ég furða mig á því hvernig flugmenn- irnir fara að þvf að rata. í fjalishlíðunum eru auðar skákir, þar sem frumskógur- inn hefur verið ruddur fyrir einni eða tveimur árstíðum. Og þessar auðu skákir eru dreifðar og tilviljanakenndar og þykkur gróður á milli. S'kyndilega birtist purpura- litur reykur fyrir ofan og framan okkur, það er merki um að við eigum að lenda og við komum að einni þessara auðu skáka, svo þröngri að skrúfublöðin næstum hreinsa ofan af risavöxnum bambus- trjánum. Út úr gróðrinum, þykkri en ég hef nokkru sinni aug- um litið, koma andlit eða reyndar einungis augu. búningar birtast. Svört and- lit eða hvít hafa sökum svita og ryks orðið nokkurveginn rauðgrá. Aðeins augun eru lifandi og fjörleg. Þyrlan lendir og blöðin hætta að snúast, þeir opna munninn og í Ijós kemur að þetta eru menn og þvílíkir menn. Getið þið skilið hinn snögga hreykn isblossa, sem kviknar innra með manni, þegar hann skynj ar, að hann tilheyrir sama kynstofni og þessir menn? Ég býst við að sú tilfinning sé andstæða þess skammar- hrolls, sem ég hef fundið til, er ég sé Vietnikkana heima í skítugum fötum, illa innrætta, súrþefjandi auðnuleysingja og hina ógeðslegu og eyði- merkurlegu göngufélaga þeirra. óhreinlynd mótmæli þeirra þessefnis, að samvizka þeirra banni þeim, að drepa fólk eru dálítið heimsikuleg. Þeir eru ekki í þeirri hættu. Fjandinn hafi það að þeir geti lumbrað á neinum. Ég býst við, að aðaláhyggjur þeirra séu, að einhentur, hálf'blind- ur 12 ára drengur í Viet Cong- hreyfingunni geti lamið þá með knippi af þroskuðum banönum. Ég ætlaði ekki að missa taumhald á mér þeirra vegna. Ég býst við, að D-sveitin hafi komið mér úr jafnvægi. Þeir lyktuðu af svita, sveita síns andlitis. Bak við sérhvern hjálm, undir ólinni, er plast- flaska með skordýraeitri. Ég fór eftir slóð Viet Cong svo djúpri og hulinni frumskógi, og ég var í eilífú sjóðandi myrkri. Þetta var ein af sam- leiðum Víet Cong. Þeir neyða íbúana til að bera birgðir þeirra eftir þessum slóðum. Hrísgrjónaforðabúrið var til- tölulega stórt og vendilega falið. 'Hinir þreyttu menn voru að flytja hrísgrjón í þyrlurnar, sem þær áttu síð- an að flytja til flóttamanna- miðstöðvanna. Þetta voru um 300-400 pokar af hrísgrjónum. Einu sinni hefði það allt ver- ið eyðilagt. Nú er það í örygg um höndum, og því dreift meðal sama fólksins og því var rænt frá af Viet Cong. Ég ætlaði niður í einn þess- ara dimmu hella frumskógar- ins og hávaxinn liðsforingi lcallaði: „Farðu ekki of langt. Þarna eru jarðsprengjur." PjS. Ég fór ekki of langt. Ykksu John. Afar ódýr frímerki frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg, mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verð- mmti um 320 mörk en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 ísienzkar krónur, gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRALE, Dempschergasse 20, 1180 Wien. Eggert E. Laxdal. Laust starf Kópavogskaupstaður vill ráða arkitekt til skipulagsstarfa. Nánari uppl. veitir Bæj- arverkfræðingur. Umsóknir sendist undir rituðum fyrir 1. febrúar n.k. 11. janúar 1966. MIIUIR Næst síðasti innritunardagur ENSKA DANSKA ÞÝZKA FRANSKA ÍTALSKA SPÁNSKA NORSKA SÆNSKA RÚSSNESKA ÍSLENZKA fyrir útlendinga. Síðdegistímar — kvöldtímar. Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. símar 1 000 4 og 2 16 55. IVBALASKOLIiMIM IVSIiiilR Brautarholti 4 og Hafnarstræti 15. Öldur lífs og lita NÝLEGA er komin út ný íslenzk skáldsaga eftir Eggert E. Lax- dal. Heitir hún Öldur lífs og lita, og hefur höfundur mynd- skreytt söguna sjálfur með svart listarmyndum. Bókin er 90 blað- síður að stærð, prentuð í 500 eintökum í Víkingsprenti, Reykjavík,, en Laxdalsútgáfan í Kópavogi gefur bókina út. Höfundurinn er, eins og fyrr segir, Eggert E. Laxdal listmál- ari og skáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær bækur, Ijóða- bókina' „Píreygðar stjörnur" og myndskreytta barnabók, „Æfin- týri Péturs litla“. Þetta er fyrsta skáldsaga hans og segir frá lista- mönnum í Reykjavík. Bókina tileinkar höfundur syni sínum Sigurði, 10 ára göml- um. Hún er smekklega útgefin. BÆJARSTJÓRINN í KÓPAVOGI. Bréfritari Viljum ráða stúlku til bréfritunarstarfa. Þarf að hafa góða kunnáttu í ensku og norðurlandamálum. Upplýsingar á skrifstofu okkar. Eggert Kristjdnsson & Co. hf. Hafnarstræti 5. — Sími 11-400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.