Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. 15 Breytingar á ríkisstjórninni — Jóhann Hafstein Framhald af bls. 13 arri af Atlantshafsríkjunum og bæði um styrk og hjálp og lán, þá var það sáraltíið, sem hún hafði upp úr krafsinu, en smán þjóðarinnar var þeim mun meiri. Einmitt sú stjórn, sem hafði ætlað að svíkja NATO, leggst svo lágt að biðja sérstaklega meðlimaríki NATO um að hjálpa sér nú um svo- litla peninga, svo að hún geti haldið áfram að skrimta í sam starfi við kommúnista hér á landi ,sem heimtuðu að varn- arliðið væri rekið burt af Keílavíkurflugvelli. Sama stefnan áréltuð Út í hina margþætbu við- reisnarstefnuskrá þarf ég ekki að fara, hún er svo kunn og verð ég aðeins að vitna til hennar. En ég sagði áðan, að stjornin hefði jafnan haldið áfram sama striki. Hún árétt- aði mál sitt með nýrri gengis- fellingu 1961 — lítilli að vísu, — þegar hún taldi, eins og ég sagði áðan, að kaupgjald væri of hátt, sem þá hafði ~verið samið um við atvinnuvegina. x hegar kom fram á árið 1963 Voru kosningar og stjórnar- flokkarnir unnu traustan og góðan sigur í þeim kosningum, höfðu 55.6% kjósenda í landinu, öruggan meirihluta. En þegar leið fram á síðari hluta þess árs, hafði skapazt sú þensla í þjóðfélaginu, að menn voru hræddir um, að viðreisnin væri að fara út um þúfur. Kjaradómur hafði fallið þá um mitt sumarið í launamálum opinberra starfsmanna, en því var haldið fram, að þeir væru orðnir langt á eftir, og þessi dómur væri leiðrétting þar sem þeir hefðu beðið þolin- móðir miklu lengur heldur en aðrar stéttir, enda urðu gjör- breytingar á launakjörum þeirra. Þannig varð meðaltals hækkun hjá opinberum starfs- jnönnum um 45%. Aður en dómurinn féll, voru allir sammála um þetta sjónarmið. Dómurinn yrði til leiðréttingar á móts við þær kjarabreyting- ar, sem orðið hefðu með launa hækkunum hjá öðrum stétt- um. En um leið og dómurinn var fallinn, þá sögðu all- ir: Nú verðum við að, fá hækkanir til samræmis og til jafns við þær hækkanir, sem orðið hafa hjá opinberum starfsmönnum, Stöðvunarfrumvarp 1963 M.a. af þessum sökum báru flestar stéttir fram kröfur um gífurlegar launahækkanir. Kröfur um hækkanir voru frá 30, 40 og upp í 100%. Þá var það sem ríkisstjórnin bar fram stöðvunarfrumvarp á Alþingi 1963, að stöðva bæði kaupgjald og verðlag. Hún bað um, að það yrði ákveðið af þinginu að stöðva kaupgjald og verðlag fram að áramótum, svo að ekkert skeði á þessu tveggja mánaða bili, meðan stjórnin undirbyggi tillögur, sem hún teldi nauðsynlegar að gera, til þess að ráða bót á þeim vanda, sem við blasti, vegna hinna miklu verðhækkana, sem þá stöfuðu fyrst og fremst af launahækkunum í landinu. Um þetta var mikil deila í þinginu. í dag, segja stjórnar- andstæðingar, fyrst ríkisstjórn- in er með verðstöðvunarstefnu núna, af hverju hefur henni ekki hugkvæmst þetta áður. En ríkisstjórninni hefur einmitt hugkvæmst þetta áður. En því var bara ekki sérstaklega vel tekið af stjórnarandstæðingum. Og það endaði með þvi, að það var síðasta verk Ólafs Thors sem forsætisráðherra, að láta ekki fara fram lokaaf- greiðsluna í þessu máli 1963, þ.e.a.s. síðustu atkvæðagreiðsl- una í síðari deild, og þá í Jóhann Hafstein trausti þess, að frjálst sam- komulag gæti náðst um kjara- samninga í landinu, sem væru viðhlítandi. Það voru sett grið, en Ólafur Thors fór þá frá, sárlasinn og þreyttur, eftir mikið stríð, sem hann ekki sízt á síðasta sprett- inum hafði átt í við stjórnar- andstæðinga, sem ekki með nokkru móti vildu stöðva í bili kaupgjald og verðlag, meðan aðrar ráðstafanir væru athug- aðar. Það tókst svo eftir víðtæk verkföll að ná samningnum rétt fyrir jólin á frjálsum grundvelli, en hins vegar með þeim hætti, að ríkisstjórnin sagði strax, að þetta fengi ekki staðizt. Þá höfðu meðaltals kaupgjaldshækkanir í landinu orðið um 30%, en hjá öðrum þjóðum, efnuðum og iðnþróuð- um þjóðum, þykir mikið ef kaupgjaldið hækkar að meðal- tali um 3% á ári. Og hvernig getur þá þessi litla þjóð tekið svona stökk, 30%, öðruvísi held ur en að eitthvað illt hljótist af, ef ekkert er aðhafst? Rík- isstjórnin sagði: „Þetta er of hátt, það er ekki grundvöllur í þjóðfélaginu eins og á stend- ur til slíkra hækkana og við munum strax og þingið kemur saman eftir áramótin gera gagnráðstafanir". Þetta gerði ríkisstjórnin. Hverjar voru þessar gagnráðstafanir? Það voru söluskatturinn, álögur á almenning, til þess að standa undir auknum útgjöldum hjá ríkissjóði, sem skapaði svo aft- ur verðhækkanir í landinu, og kjarabæturnar urðu engar eða sáralitlar. Júní — samkomulagið Þá þótti mörgum gengið svo valt, að nú mundi krónan ekki standast, og það yrði að koma til ný gengisfelling. En þá var það, sem enn einu sinni átti sér stað árétting á upphaflegri stefnu ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan og forustu fosætisráðherra. Það er engum einum manni meira að þakka, júní-samkomulagið svo- kallaða, sem náðist sumarið 1964, en Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en að sjálf sögðu eiga fulltrúar launþega og vinnuveitenda einnig sinn heiður af því. En júní-sam- komulagið byggði á því, að leggja megin áherzlu á það, að reyna að ná einhverjum raunhæfum kjarabótum. Hækka kaupið ekki, en fá viss fríðindi, sem ríkisstjórn- in beitti sér fyrir og lofaði jafnfamt, að hún skyldi lög- bjóða og gerði svo, bæði með bráðabirgðarlögum um sumar- ið og á þinginu, þegar það kom saman. Þá var einnig fallist á það að greiða skyldi verð- lagsuppbót á laun, vegna þess að það var eina ráðið til að fá samninga gerða til eins árs. Júní-samkomulagið hafði stöðvunaráhrif, mikil stöðv- unaráhrif, eins og því var ætlað, og það sannast bezt af Magnús Jónsson. því, að framfærsluvísitalan hækkaði aðeins um 3% næstu 9 mánuði eftir júní-sam- komulagið, en hafði hækkað um 18%, næstu 9 mánuði fyrir júní-samkomulagið. Síðan var gert júlí-samkomu lag 1965, nokkuð í svipuðum dúr, en þó lausara í böndunum og leiddi það af sér meiri verðhækkanir í landinu og aukna verðbólgu. Á s.l. sumri standa svo sakirnar þannig, að gerðir eru samningar milli vinnuveitenda og fulltrúa laun- þega, og þá fyrst og fremst hinna lægst launuðu, um 3,5% kauphækkun, og síðan er samn ingum frestað þar til 1. október. Síðan hefur ekkert gerzt frá 1. október og þar til nú hefur verið rólegt á vinnumarkaðn- um, en samningar • eru allir lausir. Hins vegar náðist sam- kom-ulag um búvöruverðið í september og það þótti mjög hóflegt. Áhrifa ríkisstjórnar- innar gætti þar svo úr skar. Það náðust hóflegir samningar um síldarverð í haust og á ýmsum öðrum vettvangi hefur þess gætt að undanförnu, að bæði hjá fulltrúum verkalýðs og atvinnurekenda er samstillt- ur skilningur á því, að nú sé vissara að fara sér varlega. V erðstöðvunarlögin Loks lagði svo ríkisstjórnin fram frumvarp til verðstöðv- unar. Þetta er framhald á því, sem áður hefur ver- ið, en það er nauðsyn hins veg- ar að grípa nú til ákveðnari aðgerða heldur en áður, og það er m.a. og fyrst og fremst, eins og ríkisistjórnin hefur skýrt frá, vegna þess, að útflutningsat- vinnuvegirnir gátu borið uppi hinar miklu kauphækkanir á undanförnum árum, vegna mik illa hækkana á helztu útflutn- ingsafurðum okkar erlendis. Þetta skapaði að vísu mjög mikla erfi'ðleika fyrir innlend- an atvinnurekstur eins og iðn- aðinn, sem fékk ekki slíkar verðhækkanir, og þess vegna hefur verðbólgan verið honum mestur þrándur í götu á þessu tímabili. Nú hefur það hins vegar breytzt þannig, því miður, á árinu 1966 að helztu útflutn- ingsafurðir okkar hafa lækkað í verði mjög alvarlega, síldar- afurðimar 20-30% og fiskafurð irnar líka mikið, kannski 10- 20%, óvísit er um þetta enn, hversu lækkanirnar verða mikl ar, hvort þær verða aðeins tíl bráðafoirgða. Við skulum vona, að þær verði að- eins til stuttts tíma og bráða- foirgða, en um það veit enginn, og við verðum að hafa fulla gát í þessu sambandi. En þegar slík breyting hefur orðið, að hækkandi /érðlag hverfist niður í lækkandi verð- lag í mjög stórum stíl, þá hef- ur það verið skóðun ríkisstjórn arinnar, að á meðan svo stend ur mundi vera aukinn og vaxandi skilningur í þessu landi fyrir þvtí, að nú beri okkur sjálf Eggert G. Þorsteinsson. um að staldra við. Standa þar sem við erum. Okkur liíður hvort eð er ekki svo illa í þeim sporum, sem við stöndum. Það hefur aldrei verið meiri vel- megun í þessu landi. Atvinnu- ílífið hefur verið í fullum blóma og atvinna hefur í raun og veru verið miklu meiri heldur en þær vinnandi hendur, sem hægt hefur verið að grípa til, gætu vfð ráðið. Því skyldum við ekki á slíku augnafoliki staldra við og una í foili við okkar hag? Og því stöðvið þið þá ekki kaupgjaldið, er spurt. Það er einfaldlega vegna þess, að það hefur alltaf mis- tekist. Það hefur mistekizt að setja gerðardóm í kaupdeil- um. Það hefur mistekizt áð reyna að binda kaupgjaldið með lögum, eins og ætlað var 1963. Með þessum lögum er ætl unin að binda allar verðhækk- anir í landinu, þ.e.a.s. kaup- sýslumenn, heildsalar, smásal- ar, iðnrekendur, atvinnurekend ur, þeir mega ekki hækka verð sinnar vöru, eða þeir, sem inna af hendi þjónustustarfsemi í landinu, hverrar tegundar sem er. Sveitarfélögin megi ekki hækka útsvörin og aðstöðu- gjöldin þ.e.a.s. gjaldstigarnir mega ekki vera hærri heldur en á s.l. ári. Ríkisstjórnin hef- ur úr ríkissjóði lagt fram stór- fé, til þess að halda niðri verð laginu með niðurgreiðslum, þar sem hækkanir voru óhjá- kvæmilegar, þó að hóflegar væru, eins og á búvöruverð- inu í september og aukið fjöl- skyldubætur, og haldið vísitöl- unni þannig niðri í því sem hún var í ágústmánuði sl. Ríkisstjórnin hefir lýst því yfir, að það er forsenda fyrir því, -að hægt sé að halda í gildi reglum verðstöðvunarfrum- varpsins, að kaupgjaldið hækkí ekki almennt. Það kann aS vera, að í einstökum undan- tekningartilferium þurfi a’ð gera einhverja lagfæringu og um það þarf að ræða og það mál þarf að athuga, en þær mega engar vera almennar eða þess eðlis, að þær skerði stöðv- unartilgang verðstöðvunar- laganna. Nú skal ég ekki hafa um þetta fleiri orð, en ég vil álíta, að um meginstefnuna í efna- hagsmálum og peningamiálun- um hafi viðreisnarstjórnin mót að ný viðhorf. Fylgt þeim fram ár eftir ár með áréttingum eftir því, sem við átti, og nú síðast með verðstöðvuninni. Drengir og stúlkur geta fengið starf við skeytaútburð, 2 — 3 tíma á dag', fyrir eða eftir hádegi. Upplýsingar í síma 22079. RITSÍMASTJÓRINN. VAÐSTÍGVÉL I tíð viðreisnarstjómarinnar hafa orðið ráðherraskipti, og þrír nýir menn komið inn í stjóm ina. Jóhann Hafstein varð dóms- og kirkjumálaráðhera, og heilbrigðis- og iðnaðarmálaráð- herra frá sept. 1961 til áramóta og aftur frá 14. nóv. 1963 og síðan. Magnús Jónsson tók við embætti fjármálaráðherra 9. maí 1965 og Eggert G. Þorsteinsson við embætti sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1. sept. 1965.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.