Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. Utlendingur sem talar ensku, frönsku, ítölsku, spænsku og portúgölsku óskar eftir at- vinnu. Hefur unnið í 2% ár við skrifstofu- störf. Nánari upplýsingar gefnar í síma 50487 eftir kl. 5. Verzlunin opnar aftur snemma á morgun (fimmtudag) í nýjum húsakynnum að Suðurlandsbraut 10 Eins og í Lækjargötu 2 verða sömu gæða- vörurnar og þjónustan eins og áður. IMýir ávextir ávallt ferskir og kaldir. IMiðursoðnir ávextir JUICE í flöskum og dósum. Gosdrykkir kaldir Sælgæti daglega nýtt. Konfektkassar ávallt í miklu úrvali. Tóbaksvorur allar tegundir, ávallt fyrirliggjandi sem fáanlegar eru í Tóbakseinkasölunni hverju sinni. Kexvörur allar beztu tegundir ásamt K|eldsen4s kökum IMýlenduvörur Hreinlætis- og snyrtivörur Ronson gaskveikjarar o. fl. tegundir ásamt tilheyrandi. Reykjarpípur glæsilegt úrval allar helztu tegundir. Tóbaksveski og allt annað tilhevrandi FYRIK PÍPUMENN. HJARTARBIJÐ Suðurlandsbraut 10 — sími 15329 (áður Lækjargötu 2 — Næg bílastæði). — Vistgjöld Framhald af bls. 14. um vilja ríkisstjórnarinnar til aðgerða vegna vaxandi dýrtíð- ar. En þá var hinsvegar enn ekki orðið ljóst hvaða leiðir væru færar á því sviði, hvort hugsan legt væri t.d. að færa niður verðlag. í „frétt“ Þjóðviljans segir að lokum orðrétt: „Sjómaðurinn taldi það mik- inn galla á rekstri Hrafnistu að þar væri ekki _ nema nokkur hluti vistmánna sjómenn og sjó mannskonur, en við allan áróð- ur fyrir happdrætti DAS væri einvörðungu slegið á þá strengi að Hrafnista ætti að vera dvalar heimili sjómanna. Taldi hann að oft yrðu sjómenn að bíða lengi eftir plássi þar, vegna þess að dvalarheimilið væri fyllt af fólki sem ekki hefði verið ætlazt til að þar yrði“. Erfitt er að sjá hvaða tilgangi slíkur fréttaflutningur á að . þjóna, nema um illvilja sé að | ræða og vísvitandi tilraun til að I skaða þær nú skertu tekjur sem sjómannasamtökin hafa af happ drætti DAS til uppbyggingar Hrafnistu. Vegna þessa vill stjórn Hrafn istu taka eftirfarandi fram: í reglugerð fyrir Hrafnistu segir að tilgangur stofnunarinnar sé að taka til vistar: a. sjómenn og sjómannskonur, er sökum elli- eða örorku þurfa á vist að halda. b. öðru öldruðu fólki, ef rúm leyfir. Fyrst eftir að Hrafnista tó'k til starfa var ekki hægt að full- nýta fyririggjandi húsnæði, ef a-lið hér að framan hefði einum verið fylgt. En full nýting þess húsnæðis, sem er fyrir hendi, er eitt grundvallarskilyrði hag- kvæms reksturs. Nú og hin síðari ár er ekki nema eðlilegt að einhverjir séu óþreyjufullir eftir vist að Hrafn istu, því við höfum í langan tíma haft allt að 300 umsækjend ur á biðlista, þrátt fyrir stöðug- ar byggingarframkvæmdir síð- ustu ára. Fram til þessa hefur ekki ver- ið krafizt að gamall sjómaður Til leigu í Miðborginni, 3ja herb. íbúð, gegn fæðissölu til tveggja pilta. — Tilboð er greini fjölskyldustærð ásamt símanúmeri, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „íbúð 1967 — 8862“. Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fvrir árið 1967 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með 12. janúar. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 6 e.h. föstudaginn 13. þ. m. þar sem stjórnarkjör á að fara fram 21. og 22. þ. m. KJÖRSTJÓRN DAGSBRÚNAR. færði sönnur á einhvern lág- marksstarfsaldur. Hins vegar hefur alltaf hin síðari ár, er nýtt húsrými hefur verið tekið í notkun að Hrafnistu, þess verið gætt, þegar ekki hefur tekizt að fullnægja umsóknum, að auk aldurs umsóknar væri tekið til greina hve lengi viðkomandi aðili hefði stundað sjómanns- störf. Hvort hlút sjómanna hafi ekki verið haldið, sést bezt á því, að síðast er könnun fór fram á innbyrðis skiptingu vist mánna, reyndust karlar um ! helmingur vistmanna og saman- | lögð tala þeirra karla er ekki | höfðu stundað sjó og þeirra j kvenna sem ekki voru sjómanns jekkjur aðeins nema 6—7% af heildarvistmannatölu Hrafnistu. Og hvaða hópur er þetta? Méðal þeirra eru ekkjur, sem áttu syni sína að fyrirvinnu, er voru sjómenn, en höfðu drukkn að eða látizt af slysförum á sjó. Ennfremur ekkjur með 4 —6 syni á lífi, alla starfandi sjó menn, þótt eiginmaðurinn hafi ekki gegnt þeim starfa. í þessum takmarkaða hóp eru ennfremur þeir sem velunnarar okkar samtaka hafa beðið fyrir, I velunnarar sem hafa jafnvel um I áratuga skeið stutt uppbyggingu Hrafnistu með háum fjárfram- lögum og fórnfýsi í sjálfboðaliðs starfi. Þá eru þar ennfremur þeir, sem beðið hefur verið fyrir af einstaklingum, þ.á.m. aðstand- endum Þjóðviljans, og Reykja- víkurborg. í flestum tilfellum er hér um að ræða algjöra ein- stæðinga, sem engan eiga að og hafa oft og tíðum búið við skil- yrði, sem eru með öllu ómann sæmandi, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir slíkir einstaklingar hafa fengið inni á Hrafnistu. Óll íslenzka þjóðin hefur stuðlað að uppbyggingu Hrafnistu með vel- vild sinni og stuðningi við happ- drætti DAS, gjöfum og fjárfram lögum. Stjórn samtaka okkar hefur haft þá skoðun, að þar á móti hlyti að koma sjálfsögð þjónusta við þjóðfélagið. Sú — að hlaupa undir bagga af takmarkaðri getu okkar og veita húsaskjól sín síð ustu æfiár, einstaklingum, sem hart hafa orðið úti í lífsbar- áttunni og eiga hvergi höfði sínu að halla. Annað væri ekki sæmandi fyrir þau samtök, sem að þess- ari starfsemi standa, enda þótt Þjóðviljinn og „fréttamenn“ hans séu á annarri skoðim. Fleira mætti um þessa „frétt“ Þjóðviljans segja, en hér skal staðar numið. Stjóm Sjómannadags ráðs og Hrafnistu. SÚTUNARVERKSTÆÐI BOGA JÓHAIMIMESSOIMAR er til sölu. Allar helztu vélar verkstæðisins eru svo til nýjar. Til greina kemur að selja vélarnar sér- staklega. Tilboð séu send undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar (þó ekki í síma). HORÐUR EINARSSON, IIDL., Aðalstræti 9. KJÖTBUÐ SUÐURVERS TILKYNNIR: Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar og Hamralilíðar. — Sími 35645. - Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.