Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. \ Lydia L....................... hefði þetta ekkert verið, en i myrkri var það talsverð þraut, þar sem maður varð að þreifa fyrir sér með fætinum í hverju spori, og stanza öðru hverju til að hleypa lest framhjá, — lest, sem staðnæmdist svo langt xyr- ir framan. Við gátum séð blik- andi ljósin í henni langt fram undan. Ég lagði arminn um Lydiu. Hún hafði ekki sagt eitt orð, síðan árinn hans Sartoines drapst, og hún reyndi heldur ekki að brydda upp á neinum viðræðum, meðan við vorum neðanjarðar. Lestin til miðborgarinnar kom og við stigum upp í hana. Það var eitt ungt par á pallinum, þegar við komum þangað og það glápti af undrun, þegar ég skaut Lydiu upp á pallinn og klifraði svo upp sjálfur. Unga parið hélt • áfram að glápa, en eins og sönnum New York-búum sæmdi hreyfði það sig ekki að okkur eða frá, hvorki til að hjálpa okkur né til að kalla á lögregluna. Glápti bara. Lydia rak út úr sér tung- una til hjónaleysanna um leið og hún gekk framhjá, og við gengum gegn um hliðið og síð- Eftir m E. V. Cunningham an út á götuna. — Það er nú ekki fallegt af þér að reka út úr þér tunguna til fólks, sagði ég þegar við vor- um komin út. — Þú mátt víst frómt um tala, bjálfinn. Hversvegna berðu ekki byssu, ef þú ert lögreglu- spæjari? — Ég hata byssur og er hræddur við þær. — Já, og sá staður til að kyssa mann! Ég skyldi ekki tala um góða hegðun í þínum spor- um. Og svo fór hún að gráta. 8. kafli. ’ Lydia var enn ekki búin að jafna sig af taugaákafa og var hálfkæfð af ákafa, er hún sagði: — Ég held þú ættir að fara þinnar leiðar Harvey og láta mig fara minnar. Það er ekki af því að ég finni þér neitt sérstakt til foráttu, en síðan ég hitti þig hefur að minnsta kosti allt farið hríðversnandi, og auk þess fæ ég ekki séð, að neitt tengi okkur saman á nokkurn hátt. Þú ert fullgamall. — Ekki nema þrjátíu og fimm ára, sagði ég. — Nei, en ég er ekki nema tuttugu og þriggja. Það er mik- ill aldursmunur. — Þú gengur líka sjálf að of miklu sem vísu, sagði ég. — Þú gerir þér of miklar hugmynd ir um tilfinningar mínar gagn- vart þér, og svo þínar eigin til- finningar eða tilfinningaleysi. En svo maður snúi sér að því hagræna — hvar ætlarðu að sofa í nótt? — Það fer einhvern veginn. — Kannski getum við fund- ið einhver ráð, ef við leggjum saman, svo að við ættum heldur áð fá okkur kaffisopa einhvers staðar og ræða málið. Við vorum nú bæði dálítið úf- in og illa til höfð, svo að við löguðum okkur til eftir föngum og gengum síðan nokkrar hús- lengdir niður eftir Lexington, snerum inn í 57.-götu og alla leið að Sjöttu-tröð, áður en okk ur fannst óhætt að fara saman inn á kaffihús og fá okkur kaffi og snúða. Til að byrja með gátum við ekkert sagt, frekar en á leið- inni, og enga matarlyst höfðum 24 við, svo að hvorugt okkar snerti við góðgerðunum, en gláptum bara hvort á annað. Þá játaði Lydia, að ég væri nú að sumu leyti ekki sem verstur, og ég yppti baira öxlum, svo sem eins og til að samþykkja, að þetta gæti kannski satt verið og svo fór hún að brjóta heilann um, hvort ég mundi hafa bjargað lífi sínu. Ég var ekki á því og lét það í ljós við hana. Ef ég hefði bjargað henni út úr einhverjum vandræðum, væri það bara vegna þess, að ég hefði sjálfur komið henni í þau. — Ég veit svei mér ekki, sagði hún dauflega. — Sjáðu bara til, hvernig ég hef farið að þessu öllu frá fyrstu byrjun. Hver vitleysan hefur tekið við af annarri. Ég kinkaði kolli. Ég gat hvort sem var, ekki borið á móti þessu. — Pabbi var seinasta mann- veran, sem ég átti í heiminum — já, annað átti ég ekki. Þú veizt hvernig fór fyrir honum, er það ekki, Harvey? Ég kinkaði aftur kolli. — Þá geturðu kannski skilið, hvað, ég hataði Sarbine? — Ég býst ekki við, að ég skilji hatrið neitt beíur en ást- ina, sagði ég. — Það er trúlega aðalgallinn á mér. Það er minn einkasjúkdómur, líklega. Þá fór Lydia að skjálfa og ég bað hana að smakka á kaífinu. Hún hristi höfuðið. — Ég þarf eitthvað sterkara, Harvey. — Gott og vel, það geii ég reyndar líka. — Ég er alltaf að hugsa um manninn á neðanjarðarbraut- inni. Hvað ætlarðu að gera í því máli, Harvey? Þarftu ekki að kalla á lögregluna og segja henni frá því? — Ég hef nú einmitt verið að velta því fyrir mér, sagði ég. — Og þessi hjónaleysi, sem sáu okkur á stöðvarpalUnum? Þau tilkynna þetta auðvitað lög- reglunni. Þau þekkja okkur aft- ur, eða heldurðu það ekki? — Það gera þau auðvitað, undir eins og Rotschild fær að vita um þetta. — Ættirðu að hringja til hans, Harvey? Ég lofaði að hringja til hans seinna, en það var nú annars eitt af því, sem við gleymdum. Smám saman vorum við farin að hugsa svo mikið hvort um annað, og vorum svo niðursokk- in í þær hugsanir, að allt annað gleymdist. Ég á við, að við vorum farin að hafa áhuga hvort á öðru. Ég veit ekki, hvort við vorum orð- in ástfangin, eða hvort Við gát- um yfirleitt orðið það, hvort um sig. Við höfðum bæði lifað svo lengi í tilgangslausri eigingirni, en nú urðum við þess allt í einu vör,' að fleiri mannverur voru tll en við sjálf, og í því sam- bandi hafði dimmi járnbrautar- gangurinn átt merku hlutverki að gegna. Við höfðum sloppið út úr einhverju, beinlínis fæðzt út úr einhverju, og við fundum bæði til nýjabrums þess, sem við tæki, þegar við gengum saman eftir götunni. Ég fann þetta á mér og ég vissi, að Lydia gerði það líka? því að hún fór að spyrja mig, hve lengi við hefð- um verið þarna niðri í göngun- um. — Ég veit ekki.... tíu mín- útur eða í hæsta lagi fimmtán. — Ekki meira? spurði Lydia með ákafa. — Ég veit það ekki. Þá tók hún í höndina á mér eða réttara sagt stakk hún litlu hendinni sinni í mína, og vafði fingrunum utan um hana. Hönd in var lítil en sterk og ég fann með sjálfum mér, að svona mundi hún öll vera, limirnir harðir og sívalir, og að allt sam- anlagt væri þetta hugrakkur stelpubjáni. — Ertu einn, Harvey, spurði hún mig. — Hvað áttu við? — Eins og ég er. Áttu engan að? Og veiztu svo nokkuð skrít ið...... þegat bíllinn fór i tjörnina...... veiztu þetta með bílinn, Harvey? -— Já, ég veit það allt. — Þú ert meiri bölvaður snuðrarinn, Harvey. — Já, ég bjarga mér. — Já, það skal ég bölva mér uppá, að þú gerir — en hvað Blómabúð Michelsen Suðurlandsbraut 10 sími 31099 Nú er mikið til að pottablómum. Margar tegundir. Gróðurmold, blómaáburður, af- skorin blóm, blómaskreytingar við öll tækifæri. Blómabúð Miehelsen Suðurlandsbraut 10 sími 31099 Góð bílastæði. CTSALA ÆT Utsalan hefst í dag Mikil verðlœkkun LAUGAVEGI 2 8. Innritun 5-8 e.h. íslenzkir kennarar og erlendir. Naestsfðasti innritunardagur MALASKOLI BUÐIN - DÁTAR - BUÐIN Dansað frá kl. 9-1 STANZLAUST FJÖR Allir í Búðina í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.