Morgunblaðið - 12.01.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 12.01.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. BILALEICAN FERÐ SÍMI 34406 Daggrjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 siHI 1-44-44 \mm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31100. LITLA bílaleígon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BIIALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 ÖKUKEHNSIA HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLL GÖGN VARÐANDI BÍLPRÓF ÁVALT NÝJAR VOLKSWAGEN BIFREIÐAR 35481 ftAGNAR TÓMASSON HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Auiturstr/CTi 17 - (Silli a> Valdi) sími 2-46-45 MAlflutnincur Fasteig n as ala Almenn lögfrcoistörf BÍLALEIGAN Lækjarkinn 6, Hafnarfirði. Sími 51056. Ár „Danskurinn í Bæ“ í ritdómi um bók þessa, segir svo m.a.: .Höfundi hefur verið óhægt um vik að afla sér heimilda úr mörgum áttum, svo sem hann hefur áður gert við ritun bóka af þessu tagi.“ — Óhægt um vik ætti honum varla að hafa verið venju fremur. Honum hefur bara legið á, að koma bókinni út á jólamark- aðinn. Fjarri fer því, að skrá- setjarinn, Guðmundur G. Haga- lín, nái hinum létta græsku- lausa ,tóni“ Adams, í bók þess- ari, og hin spaugilegu bögu- mæli hans er þar fá að finna. Lýsingin á komu Adams til Gaulverjabæjar minnir á ís- landslýsingu frá 17. — 18. öld. Að torfþök væru á bæjarhús- um í Gaulverjabæ er rangt. Hús voru þar járnvarin, utan fjósið sem var með torfþaki. Kirkjan á staðnum er með stærri sveitakirkjum. En ef- laust hefur hún verið rislág í augum útlendii^gsins! Ekki fer mikið fyrir háttvísi kvenfólks- ins á bænum! Þær ryðjast þarna hver á fætur annarri inn á manninn, þar sem hann stendur nakinn á gólfinu! Að hr. Hagalín skyldi ekki geta komið manninum í rúmið allan þennan tíma! Adam og Brynjólfur gengu ekki til svefns í litlu herbergi. — það var stórt —, svokallað „langaloft". — Voru þar oft ungmennafélagsfundir og skemmtanir, áður en hús til þeirra hluta kom til sögunnar. — Um hornið á því varð að að ganga til að komast inn í herbergi hjónanna, en þar sváfu systur Brynjúlfs. Þessar kring- umstæður gefa þeim — í frá- sögninni — tilefni til að reyna að vera fyndnir! Systir Brynjúlfs, sem minnst er á var ekki 17 ára heldur 14, — Hún var fædd árið 1910 —, en Adam kemur á heimilið 1924. Þá er það jarðarförin, sem fer fram þegar . Adam er ný- kominn. Hinn látni hét Jón Gíslason, bóndi að Eystri-Lofts stöðum, ekki Jón Jónsson. Óviðkunnanleg er lýsingin á sumum húsfreyjum sveitarinn- ar, er við þessa athöfn voru. Fatnaðurinn á þeim hékk og „dinglaði druslulega, líkt og á fuglahræðu í vindi, þegar þær dröttuðust áfram“. Hefur nokk- ur maður leyfi til, að viðhafa slíkt orðbragð um sveitakonur, og íslenzka búninginn? Einar, sem þarna er nefndur, var ekki Hallsson, heldur Guð- mundsson. Ekki er annað vitað en að hann hafi kunnað að nota vasaklút. — Oft komást menn í kröggur í vetrarferð. Frásögn Adams um hina erfiðu rjómaflutninga til Reykjavíkur er ljóst dæmi um það hvílíkt álag á menn og skepnur slíkar ferðir hafa verið. Og þær voru margar farnar, þó ekki væri ætíð á að skipa ágætis kraftkörlum á borð við Adam. Sem betur fer heyrir þessi þáttur, úr lífsbar- áttusögu gömlu kynslóðarinnar nú fortíðinni til. Ólafur í Björk, sem kemur við sögu í einni slíkri ferð, var Gíslason, ekki Ólafsson, hálf- bróðir Guðmundu símstjóra við Ölfusárbrú, eins og hún nefndist þá. Adam rær til fiskjar með Páli á Baugsstöðum, og segir fjör- lega frá því. Má segja, að nokk- ur fengur sé af þeirri frásögn, því nú er fátt sem minnir á hina fornu sjósókn þarna við sandana. Hún heyrir liðinni tíð, og lifir aðeins í minni eldri manna. Ólafur á Brúnastöðum, sem nefndur er mun eiga að vera Ólafur á Baugsstöðum Gunn- arsson. Að lokum óska ég Adam Hoffritz og bókinni hans alls velfarnaðar, — en skrásetjari mætti gjarnan halda ofurlítið í, við Skáldfákinn, er hann ræðst í, að rita slikar endur- minningar. Ingibjörg Dagsdóttir". 'Á Ómar og allir hinir Frá Danmörku er skrif- að: „Ég óska þér og öllum hjá Morgunblaðinu gleðilegs árs og þakka ykkur öllum fyrir gott blað á liðnu ári. Þegar maður er í útlegð eins og ég, kann maður betur gott að meta en áður og mér hefur aldrei líkað Morgunblaðið eins vel og þann tíma sem ég hefi verið erlend- is. Nú sér maður vel, þegar maður hefur erlend blöð til samanburðar, að Morgunblaðið er ótrúlega fjölbreytt af ekiki stærra blaði að vera. Ég stakk nú ekki niður penna til að hæla eingöngu Morgun- blaðinu heldur til að biðja þig fyrir kveðjur og þakkir til Ómars Ragnarssonar. Hann kom fram í sjónvarpsþætti, sem var útvarpað um öll fjögur norðurlöndin á gamlárskvöld, en Finnar stjórnuðu útsend- ingum. t Þessi þáttur var vægast sagt einn sá lélegasti sem hér hefur sézt og þá er mikið sagt. Ómar var eini ljósi punkturinn í þess- ari útsendingu. Hann var sá eini sem eitthvað líf var í og sýndi að hann er skemmtikraft- ur í fremstu röð. Með látbragðs leik sýndi hann um hvað text- inn fjallaði, en fæstir munu hafa skilið hvað hann sagði. Hann féll sem sagt í þá gryfju að fara að tala þessa málleysu, sem einhver hefur fundið upp á að kalla skandinavisku, en enginn skilur hér um slóðir og ókunnugir halda að sé íslenzka. Það er grátlegt áð heyra, þegar íslenzkir menn koma hér fram í útvarpi eða sjónvarpi með þessa máll'eysu. Ef þeir hafa ekki vald á því tungumáli, sem talað er í viðkomandi landi, eiga þeir að tala sitt eigið mál, íslenzkuna, og láta aðra um að túlka. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir málið okkar og eigum að halda þvl á lofti þegar við komum fram opinberlega sem fulltrúar hinn- ar íslenzku þjóðar. Jafnframt eigum við að auka og bæta tungumálakennslu í skólunum og leggja áherzlu á að kenna réttan framburð og leggja minni áherzlu á stilaæfingar og málfræðistagl. Ef þetta verður gert þá þurfum við hvorki túlka éða „skandinavisku" til að koma fram á Norðurlöndum. Með beztu kveðju. Á. J. J.“ Hárgreiðsla Hárgreiðslusveinn óskast hálfan eða allan daginn. Uppiýsingar í síma 12781 frá kl. 6—8 í kvöld og næstu kvöld. BLAÐBURDARFÓLK ji 1 EFTIRTALIN HVERFl: VANTAR Seltjarnarnes — Skjólbraut Skerjafjörður — sunnan flugv. Ásvallagata Túngata Lambastaðahverfi Njálsgata Nesvegur Meistaravellir Seltj. - Melabr. Vesturgata I Kjartansgata Meðalholt Miðbær FáJkagata Snorrabraut Laugav. - efri Talið við afgreiðsluna, sími 22480 ;RIor0tmí)Iði)ií*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.