Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdas tjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22460. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. LEIKFÉLAG REYKJA VÍKUR 70 ÁRA T ei'fefélag Reykjavíkur ^ minntist í gær 70 ára afmælis síns, en félagið er ein elzta menningarstofnun höfuðfoorgarinnar og sú, sem einna drýgstan skerf hefur lagt til menningarmála ís- lendinga, enda njóta ekki önnur félög meiri skilnings og velvilja höfuðborgarbúa og raunar landsmanna ailra en einmitt Leikfélag Reykja- víkur. Er Þjóðleikhúsið hóf göngu síina óttuðust ýmsir, að starf- semi Leikfélagsins mundi dragast saman og afrek þau, sem áhugamenn höfðu unnið, mundu hverfa í skuggann fyrir risanum, sem aðgang hafði að mifclu fjármagni af opinberri hálfu. Hefði þá svo getað farið, að leiklistarstarf- semin yrði einokuð, og hætt er við, að bæði hefði þá get- að dregið úr áhuga leikara og almennings. Reyndin hefur — góðu heilli — orðið sú, að ekki hefur dregið úr starfsemi Leikfélags Reykjavíkur, held ur hefur hún þvert á móti ^verið hin öflugasta, og Davíð hefur oftast haft í fuillu tré við Gol'íat. Á þessum tfmamótum í sögu Leikfélagsins eru þeir fjölmargir, sem hugsa hlýtt tii félagsins og minnast þeirra ánægjustunda, er þeir hafa átt í Iðnó. Morgunfolaðið leyfir sér að færa Leikfélag- inu þafekir og árnaðaróskir ilandsmanna allra. FRAMLEIÐSLA ÚR ÁLI TMng og áður hefur verið ** greint frá, hefur því ver- ið lýst yfir af hálfu íslenzka ólfólagsins, sem reisa mun ál- bræðsluna í Straumsvík, að fólagið sé reiðúbúið til að láta íslendingum í té tæknikunn- áttu og aðstoð við að boma upp verksmiðju til full- vinnslu úr áli, og mundi hún þannig nota sem hráefni vöru þá, sem ísal framleiðir. Væri hér um að ræða hömrunar eða völsunarverksmiðju, sem byggi til plötur og stengur úr áli, sem síðan yrði hráefni fyrir minni iðnað, sem fram- leiddi margháttaðan varning úr þessu mikilvæga efni, sem notað er meir og meir til hvers kyns framleiðslu. Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra hefur getið þess, að æskilegt væri, að iðn rekendur og aðrir áhugamenn hefðu forystu um það, að slík verksmiðja yrði reist í formi almenningshlutafélags, þar sem öllum landsmönnum væri gefinn kostur á eignar- aðiild. Hafa forustumenn iðn- rekenda nokkuð kynnt sér þetta mál, m.a. með utanför á síðasta ári, og er þess að vænta, að brátt verði gerð gangskör að því að hefja undirbúning að stofnun þessa fyrirtækis, því að góður und- irbúningur krefst langs tíma og því hagkvæmara verður fyrirtækið, sem betur er vandað til alls undirbúnings og skipulagningar. Væntanlega yrði ekíki hjá því komizt, að hömrunar- eða völsunarverksmiðjan yrði staðsett í nónd við álferæðsl- una, en hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að þau fyr- irtæki, sem tækju við fram- leiðslu hennar og fullynnu vöruna í hvers kyns Muti til innanlandsnotkunar og út- flutnings, yrðu staðsett úti á landi og mundu þar veita fjölda manns atvinnu og styrkja mjög atvinnulíf þeirra staða, þar sem fyrir- tækin yrðu sett niður. Væntanlega mun hið nýja iðnþróunarriáð einnig taka mál þetta til meðferðar og knýja á um aðgerðir. ALMENNINGS- HLUTAFÉLÖG Qkilningur fer nú vaxandi á ^ nauðsyn þess, að almenn ingi verði gert kleift að taka þátt í meiriháttar atvinnu- rekstri, eins og tíðkast með- al nóllægra þjóða, þar sem allur fjöldinn ver nokkru af fjármumum sínum til hluta- bréfakaupa og gerist þanmg beinn aðili að atvinnurekstri. Plugfélag íslands hefur mjög aukið hlutafé sitt og Eim- skipafélagið hefur ákveðið að gera hið sama. Ýmis önn- ur gróin fyrirtæki hafa uppi áform um að bjóða út nýtt hlutafé og gera almenningi kleift að eignast hlut í félög- unum, og ný félög hafa verið stofnuð með almenningsþátt- töku og skipulagi, sem gerir ráð fyrir meiri áhrifum hins einstaka hluthafa á stjórn fyrirtækisins en tíðkazt hef- ur. Má þar t.d. nefna Hag- tryggingu. Almenningshlutafólög eru einn mikilvægasti þátturinn í atvinnulíifi ýmissa nágranna- landa, þar sem f jöldi hluthaf- anna er geysimikill. Hér á UKYMm Verkaskipting í algleymingi Viðskipti borgara og iögreglu í Caracas AP-grein eftir Clem-Cóhen CARACAS, höfuðborg Suður- Ameríkuríkisins Venezuela, á það sammerkt með öðrum borgum víðast hvar í heim- inum að lendi þar einhver maður í vandræðum, verði fyrir slysi eða sé aðstoðar- þurfi á einn eða annan máta, leitar hann ásjár lögreglunn- ar. En í Caracas er skipulag lögreglumála nokkuð á annan veg en algengast er og getur oi-ðið fáfróðum borgara til mikils trafala. „Hér skipta lögreglumenn svo kyrfilega með sér verk- um að engin tvö mál heyra undir sama lögregiumanninn“ segja langþreyttir Caracas-bú- ar sem gert er að búa við naesta undarlegt skipulag (eða skipulagsleysi að sumra dómi) í lögreglumálum höfuðstaðar ins. Mál þessi eru þar syðra í foöndum ýmissa aðila og yfirstjórn þeirra lýtur eng- um einum manni eða yfir- valdi, heldur forsvarsmönn- um þeirra er hafa yfir að segja aðilum þeim er um mál- in fjalla í uppfoafi. Skipulagið er þannig 1 reynd, svo nokkur dæmi séu til færð, að verði maður fyrir barðinu á foermdarverkamönn um (sem er ekki ótítt þar í borg) ber að kalla út Dige- pol eða stjórnmálalögregluna. Lendi maðurinn aftur á móti í bílslysi er rétt að leita til umferðarlögreglu — nema svo vilji til að slysið beri þar að sem komið er inn í borgina eftir einni af þjóðforautum landsins, þvi þá ber að kalla á vettvang þjóðvarðarliðið. Ef hermaður veldur óbreytt um borgara ónæði eða skaða á einfovern hátt, ber að sjálf- sögðu að tilkynna foeriögregl- unni um það, en hafi innforot verið framið á heimili borg- arans heyrir það undir laga- og tæknilögregluna. Rán á götu úti er aftur á móti í verkaforing borgarlögreglu- þjóna, en áður en náð er í einn slíkan verður aðstoðar- þurfi borgari að gera sér þess ljósa grein, í hvaða lögreglu- umdæmi hann er staddur og hvort honum beri að leita á Forsetahöllin í Caracas. náðir alríkisumdæmislögregl- unnar, sem ræður lögum og lofum í vesturhluta borgar- innar, ellegar Sucre-umdæmis lögreglumanna, sem sjá um mál manna í austurborginni. Ekki er þó öllu lokið með því að kalla á lögregluna, því oft spinnast af minnifoáttar lögreglumálum önnur mál og meiri og eins og áður sagði, heyra foin ýmsu lögreglulið undir jafnmörg yfirvöld önn- ur. Með mál Digepol eða stjórnmálalögreglunnar fer innanríkismálaráðfoerra lands ins; dómsmálaráðfoerrann með mál laga- og tæknilögreglunn ar; umferðalögreglan heyrir undir samgöngumólaróðherr- ann en varnarmólaráðherra fer með mál þjóðvarðarliðs- ins og herlögreglunnar. Borg arlögreglumenn eru að sjálf- sögðu tvískiptir og heyra verðir laga í vesturfoorginni undir yfirvald alríkisumdæm- isins en austanmenn - lúta borgaryfirvöldum í Sucre- umdæmi. Mikil togstreita er með hin- um ýmsu lögregluliðum um áhrifasvæði og afskipti af málum er upp koma, og foafa lögreglumenn oft átt í illdeil- um innbyrðis og stundum svo að skotvopn komu þar helzt til mikið við sögu. Telja ráð- herrar í stjórn landsins það enda helzta misklíðarefni þeirra starfsbræðra að út- kljá deilur lögreglumanna er undir þá foeyra. Gárungar syðra gera óspart gys að skipulaginu í lögreglu málum borgarinnar og segja að gaman væri að vita hversu færi ef upp kæmi verulega flókið mál, eins og til dæmis eftirfarandi: Hermdarverka- menn (foeyra undir Digepol) brjótast inn í hús eitt í vest- urfoorginni (umdæmissvæði al ríkislögreglunnar), flýja það- an í átt til Sucre-umdæmisins austanmegin (mál borgarlög- reglunnar í Sucre) eftir einni af þjóðbrautunum (sem heyra undir þjóðvarðarliðið), sem þeir komast inn á eftir að hafa ekið eftir einni borgar- hraðbrautinni (mál umferðar lögreglunnar). Á leiðinni ræna þeir herlögreglúbíl (foer lögreglumál) og skilja síðan eftir á alfaraleið (mól sem kemur til kasta sérfræðinga laga- og tæknilögreglunnar). Þeim sem til þekkja þykir því engin furða að forseti Venezuela, Raul Leoni, sem fyrir skömmu lýsti yfir neyð- arástandi í landinu, skyldi setja þar efst á blað til úr- bóta í öngþveiti innanríkis- mála samræmingu og samein ingu yfirstjórnar lögreglu- mála. landi er þó enn meiri ástæða til að koma þessu skipulagi á í meirilháttar rekstri. Hér eru ekfei til auðmenn, sem af eigim mætti gætu reist og rekið hin stærri fyrirtæki. Hér er jöfnuður tekna og eigna miklu meiri en ann- ars staðar, og hér er rótgró- in lýðræðishugsun, sem krefst þess, að áhrifavald f jár magns sé í höndum sem allra flestra og dreift á meðal borg aranna. Hvergi er því meiri ástæða til þess en einmitt hér, að upp rísi öflug almenn ingshlutafélög. Löggjöf er nú þannig hátt- að, að ekkert er því til fyrir- stöðu að sfcofna almennings- hlutafélög og reka þau arð- vænlega, svo að unnt sé að greiða hluthöfum ríflegan arð. Mjög mikilvægt væri þó til að örva þátttöku almenn- ings í slíkum félögum að setja ákvæði í lög um það, að ein- hver ákveðin upphæð, sem menn fengju greidda í arð, t.d. fyrstu 10 þúsund krón- urnar, væri Skattfrjáls hjá þeim, sem arðinn fengju, en slíkur háttur er til dæmis á hafður í Bandaríkjunum. Endurskoðun hllutafélaga- löggjafarinnar er að vísu tímabær, en það er misskiln- ingur, að gömlu hlutafélaga- lögin útiloki sfcofnun heil- brigðra almenningshlufcafé- laga. Þess vegna er líka á- stæðulaust — og raunar frá- leitt — að bíða lengur með að hrinda í framkvæmd stofn- un öflugra félaga með ný- tízkulegu sniði. Stykkishólms- kirkja fær góðar gjafir STYKKISHÓLMI. — Við aftan- söng í Stykkishólmskirkju síðast- liðið aðfangadagskvöld var vigð- ur nýr hátíðafoökull sem kirkj- unni var gefinn af hjónun- um Halldóru ísleifsdóttur og Guðmundi Finnssyni, Stykkis- foólmi. Er þetta minningargjöf um tvo syni þeirra sem báðir eru látnir. Er foökullinn gerður í Englandi og foetfur ekkert verið til hans sparað. Þá var þess einn- ig minnzt við aftansönginn að kvenfélagið Hringurinn í Stykk- ishólmi hefur gefið Stykkis- foólmskirkju teppi í kirkjuna en kvenfélagið hefur á undanförn- um árum fært kirkjunni margar góðar gjafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.