Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967.
(ÞÉHAFRÉTfir
Lokakeppni HM í dag
. • •
OiS 16 lið Bceppninnar leika i dag. Tvísýnasti
leikurinn milli heimsmeistara Rúmena og
A-Þjoðverja
f DAG hefst í Svíþjóð lokakeppni 16 landa í HM í handknatt-
leik. Þessi lið hafa áunnið sér rétt til lokakeppninnar með því að
ná 1. eða 2. sæti í undankcppni sem fór fram í fyrravetur. fsland
var í riðli með Pólverjum og Dönum og var stigalægst í þeim riðli.
En það er mál manna að enginn riðill undankeppninnar hafi verið
jafnsterkur sem þessi og því var það, að tækninefnd Alþjóðasam-
bands handknattleiksmanna setti fsland efst á blað með 5 þjóðum,
sem skyldu vera „varaþjóðir" í lokakeppninni.
En enginn þjóðanna féll úr
— þó „litlu munaði“ um tíma
hvað Túnis við vék, því þeir
sendu ekki tilskilinn nöfn á
réttum tíma, en brugðu við er
þeim var gert aðvart. Hins
vegar hefur komið á daginn,
að þrjár þjóðir sem i loka-
keppninni eru hafa þangað
lítið erindi; sem sé Japan,
Kanada og Túnis. Sýnir fyr-
irkomulag undankeppninnar
að ekki veljast „16 heztu"
þjóðir í lokakeppnina, og að
Ameríka og Asíulöndin kom-
ast létt í lokakeppnina miðað
við Evrópulöndin sum hver.
Væri ekki rétt að HSÍ berðist
fyrir því að ísland myndi
næst riðil með Bandarikjun-
IMámskeið
i judo
Samkvæmt því, sem auglýst
hefur verið eru að hefjast nám-
skeið fyrir byrjendur í judo,
bæði konur og karla .Æíingatím
ar verða sem hér segir:
Mánudagar og fimmtudagar kl.
7—6 s.d. kvenfólk. Þriðjudagar
og fimmtudagar kl. 8—9 s.d.
karlar eldri en 16 ára. Æfinga-
tímar drengja 14 — 16 ára verða
á þriðjudögum og föstudögum
k?l. 7 — 8 s.d. og drengja yngri
en 14 ára á þriðjudögum og
föstudögum kl. 5.30 — 6.30 s.d.
Námskeiðið hefst nk. mánu-
dag, þ. 16. þ.m. Allir eldri fé-
lagar eru velkomnir og er þeim
ætlaður sértími til æfinga, sem
þátttakendur námskeiðsins ganga
svo inn í að því loknu.
Jodokan hefur nú verið endur
Skipulagt að nokkru og heí tr
Sigurður H. Jóhannesson verið
ráðinn framkvæmdastjóri þess,
en þjálfari vefður áfram Alex
Fraser 2. dan svart belti frá
London.
Allar upplýsingar eru gefnar
á æfingastað félagsins, (sem er
í húsi Júpiters & Marz á Kirkju
sandi) á milli kl. 7 og 9. s.d.
um og Kanada? Vrði slíkt
sennilega ekki dýrara en
næstum öruggt ráð til að kom
ast í lokakeppnina.
Fyrirkomulag lokakeppninnar.
En landsliðunum 16 sem nú
eru komin til Svíþjóðar er í
fyrstu lotu skipt' í 4 riðla, og
fer frá innbyrðis keppni í
hverjum riðli. Riðlarnir hafa
skipzt þannig (eftir að dregið
var)
A-riðill Sviþjóð, Pólland,
Sviss, Júgóslavía.
B-riðill V-Þýzkaland, Noregur
Ungverjaland og Japan.
C-riðill Rúmenía, A->ýzkaland,
Sovétrí'kin, Kanada.
D-riðill Tékkóslóvakía, Dan-
mörk, Frakkland, Túnis.
Leikirnir í riðlunuim fara
fram í dag, fimmtudag, á morg-
un og á sunnudaginn.
Tvö efstu lönd komast áfram
í keppninni en hin eru úr leik.
17. janúar fara fram „81iða úr-
slit“. Mætast þá sigurvegarari í
A-riðli og lið nr 2 í B-riðli —
sigurvegari í B-riðli og lið nr.
2 í A-riðli. Og á sama hátt inn-
an C og D-riðils.
19. jan. mætast svo þeir sem
vinna sigur í „8-liða úrslitunum
og hinn 21. jan. verður úrslita-
leikurinn milli þeirra er sigra
19. janúar. Úrslitaleikurinn verð
ur lei'kinn í Vesterás.
Tvísýn keppni
Engin þjóðanna getur reiknað
með öruggum sigri í þessari
keppni — og þvert á móti eru
riðlarnir svo jafnir að erfitt er
að minnsta kosti í sumum til-
fella, að gera sér grein fyrir
hvaða lið komast í 8 liða úrslit.
í A-riðli verður baráttan milli
Nainruglingar
í GÆR var hér á síðunni rang
hermt nafn formanns handknatt
leiksdeildar FH. Hann er Einar
Þ. Mathiesen en ekki Einar
Matthíasson eins og sagt var.
Svía, Pólverja og Júgóslava en
Svisslendingar virðast örlögum
ofurseldir.
í B-riðli munu V-Þjóðverjar
nokkuð öruggir en baráttan
stendur milli Ungverja og Norð
manna. Japan er fyrirfram úr
lei'k.
í C-riðli verður eitt af „topp-
liðum“ Evrópu að falla, þvi
Rúmenar, A-Þjóðverjar og So-
vétrikin eru öll í hópi 8 beztu
handknattleiksþjóða heims — en
eitt landanna er dæmt til að falla
úr.
í D-riðli verða Tékkar að
teljast nokkuð öruggir en bar-
áttan stendur milli Dana og
Frakka.
1 DAG leika öll liðin í loka
keppninni.
í A-riðli leika Svíar gegn
Pólverjum og Sviss gegn
Júgóslavíu.
í B-riðli leika V-Þýzkaland
gegn Noregi og Ungverjar
gegn Jöpönum.
í C-riðli leika Rúmenía
gegn A-Þýzkalandi og Sovét
gegn Kanada.
f D-riðli leika Danir og
Túnismenn og Tékkar gegn
Frökkum.
Aðalleikur dagsins verður
því Rúmenia gegn A-Þýzka-
landi. Rúmenar eru heims-
meistarar í síðustu tvö skiptin
sem keppt hefur verið, en þar
á undan sigruðu Svíar tvíveg
is. Ýmislegt bendir til að A-
Þjóðverjar, Pólverjar og
Framh. á bls. 23.
f dag hefst HM í handknattleik — og eru íslendingar illa fjarri
góðu gammni. Það verður án efa barizt í Svíþjóð næstu vikuna.
Hér sézt einn af efnilegustu leikmönnum Dana, Arne Andersen
reyna að smjúga gegnum vörn Sovétmanna. Það eru ekki dyrnar í
rússnesku vörninni — og gestum ekki tekið með neinum virktum.
Aðcins 5 dðnsku leikmanr.
anna höfðu nægilegt þol
Sumir aí fjeirra gobu mönnum hvila Jbvi i dag
HM í handknattleik hefst í
dag og fylgjumst við að sérstök-
um áhuga með liðunum. Mörgum
þeirra hefur landslið okkar mætt
unnið sum, en tapað naumlega
fyrir öðrum. Það eru því kunn-
ingjar landsliðsmanna fslands
sem í dag og næstu viku taka til
höndunum í ýmsum borgum
Svíþjóðar.
Sérstaklega fylgjumst við með
Norðurlandaþjóðunum. Geta
þeirra skapar áframhaldandi
möguleika fyrir okkur að fá hing
að heim beztu lið Evrópu. Verði
Norðurlandaliðin illa leikin í
þessari keppni, er hætt' við að
Austur-Evrópuþjóðirnar hætti að
leggja leið sína til Norðurlanda
og til íslands því þá er ástæðu-
laust fyrir þær að reyna getu
sína þar, eins og verið hefur,
Norðurlandaþjóðunum til ó-
metanlegs gagns, því enginn
verður meistari nema að reyna
Næstu mótherjar Clay frá Viet-Cong?
Hin Ianga barátta Classius
ar Clay við bandariska herinn
— í því skyni gerð að komast
hjá herþjónustu virðist nú á
enda og allt útlit fyrir að
heimsmeistarinn tapi á stigum
í þetta sinn. Getur þá svo
farið að hann verði kominn
í herbúning i marsmánuði —
og nokkru síðar e.t.v. til
Vietnam.
Dómstóll í Kentucky hefur
einróma hafnað beiðni hans
um að komast hjá herþjón-
ustu en sú beiðni var byggð
á því að af trúarlegum ástæð
um væri hann óhæfur til her
þjónustu.
Takist heimsmeistaranum
ekki að finna upp á haldbetri
ástæðum en þeim trúarlegu,
er allt útlit fyrir að hann
verði kvaddur í herinn í mars.
Skráningardeild hersins í
Louisville hefur síðasta orðið
í málinu og hún er víst ekk-
ert sérlega hlynt Clay og und
anþágubeiðnum hans.
Þetta mál Clays hefur stað
ið á þriðja ár. 1964 féll hann
á gáfnaprófi hermanna og var
talinn óhæfur til herþjónustu.
Tveim árum síðar var þessi
úrskurður afturkallaður og
sagt að Clay væri hæfur. Þá
fann hann upp trúarástæðurn
ar og sagði: Við Múhameds-
menn klæðumst ekki her-
búningi og við förum ekki í
stríð nema Allah sjálfur
kveðji okkur til þess.
En þessi mál koma ekki til
með að hafa áhrif á leik hans
og Terrells sem ákveðinn er
6. feb. n.k. og báðir æfa nú
undir. Clay hefur sagt: Ég
slæ hann niður í 5—10 lotu.
Hann fær að standa 5 lotur
svo fólkið fái eitthvað fyrir
peningana, en eftir það sæki
ég á og geri út um leikinn.
sig við þá beztu.
En margt bendir til að þátt-
taka Norðurlanda verði eklki
glæsileg að þessu sinni. Svíar
hafa átt í erfiðleikum með að
finna sitt bezta lið. Danir hafa
átt við erfiðleika að stríða út af
innbyrðis deilumálum og Norð-
menn eru með ungt og óreynt
lið — sem þó hefur staðið sig vel
að undanförnu en misjafnlega.
Síðustu fregnir frá Dönum
herma að er HM-lið þeirra
var tekið til þolprófunar,
kom í ljós að aðeins 5 leik-
menn höfðu það þol er krefj
ast verður til þátttöku í
strangri HM keppni, þar sem
leikið er dag eftir dag stund
um.
í örvæntingu hafa Danir þvl
fyrst valið lið §itt gegn Frökk-
um sem þeir leika við annan dag
keppninnar, föstudag. Þetta gera
þeir af því, að leikurinn við
Fra'kka er þýðingarmestur fyrir
þá, en þeir ættu að geta unnið
Túnis með einhverju af vara-
mönnum sínum.
Þjiál'farinn segir að enn einu
sinni hafi komið í ljós að jól og
nýár séu hættuleg fyrir þolgetu
dansks íþróttafólks.
Danir eru dálítið uggandi, en
þó vongóðir, þar sem Túnis á
að vera þeim auðunnin bráð á
vettvangi handknattleiksins.