Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. 3 Sr. Jón Auðuns, ddmprófastur; VEGLYNDI „Verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu“. Þessi er ein af þeim lífsreglum, sem Páll postuli setti kristnum mönnum, og áreiðanlega ekki ein atf þeim auðveldustu. Til þess þarf veglyndi, sem er fágætt. Til þess þarf sálareigind, sem okkur verður flestum mjög erfitt, að til- einka okkur. i. „Veglyndi", — hvað er það? í>að er m.a. þetta, að fagna flærðarlaust yfir velgengni ann- arra. Horfa gremjulaust á aðra öðlast það, sem þú gazt ekki öðlazt sjálfur. Horfa öfundar- laust á það, að hjá öðrum sé það, sem ekki er I þínum ranni, þótt þú hefðir feginn viljað. Horfa vonzkulaust á það, að einhver annar hlaut það, sem þú hafðir keppt að og óskað sjálfum þér. „Veglyndi", — hvað er það? M. a. þetta, að halda hjarta þínu hreinu af öfundinni, að láta ekki þá hugsun smækka þig og gera þig að ómerkilegri manni, að það sé tekið frá þér, sem ein- hver annar hlaut en ekki þú sjálfur. Slíkt veglyndi er fágætt, en það er ómetanleg blessun þeim, sem það á. Það er eitt fyrsta skil- yrði sálarfriðarins. Það er eitt fyrsta skilyrði þess, að þú getir átt frið við sjálfan þig, frið við Guð, frið við umhverfi þitt. Veiztu, hvers þú gengur á mis, meðan þú átt ekki þennan frið? Þetta er fágætt, jafnvel hjá þeim, sem ekki verða taldir miðlungsmenn. Miohelangelo Var viseulega ekki meðalmaður. Hann var langt fyrir ofan það. Samt freist- aðist hann til að hefna sín með verknaði, sem honum var ósam- boðinn. Siðameistari páfans sagði um eina af nektarmyndun Mic- helangelos, að hún hæfði betur saurlifnaðarhúsi en kapellu páf- ans. í reiði sinni málaði hann siðameistarann meðal fordæmdra í víti, með horn og höggorm vaf- inn um lendarnar. Og þegar veslings siðameistarinn kvartaði við páfa yfir þessari meðferð, varð hann enn að spotti, þegar páfinn svaraði: „Hefði meistar- inn málað yður í hreinsunareld- inum hefði ég gert allt, sem á valdi mínu var til að leysa yður þaðan, en ég hefi ekkert vald í helvíti". Hefnd Michelangelos var full- komnuð, en hann óx ekki af henni. Hann átti ekki veglyndi til að fyrirgefa. Lúter átti ekki ævinlega þetta veglyndi. Fjarri því. En á beztu augnablikum sínum átti hann það. Og þá var það, að hann sagði: „Nú er sál mín of glöð og of stór til þess, að ég geti verið nokkrum manni reiður". Arfurinn allar götur aftur til Kains segir tíðum til sín þótt margir virðist frá honum vaxnir. Einn þeirra var Maeterlinck. Hann var ekki aðeins mikið skáld. Hann var líka mikill mað- ur. Honum var fyrstum allra Belgíumanna boðinn sá heiður, að verða meðlimur Frönsku akademíunnar. Það er talin sæmd, sem örfáum einum hlotn- ast. En hann svaraði með opnu bréfi, þar sem hann óskaði þess, að heldur yrði fyrir þessurn sóm* „minn gamli vinur, Emile VeF- haeren. í fyrsta lagi vegna þese að hann er eldri en ég. í öðrw lagi vegna þess að hann er mjög mikið skáld en ég aðeins lúsiðinn og samvizkusamur höfundur A óbundið mál. Með iðni og ástund- un gæti hver sem er skrifað þaði, sem ég hefi skrifað, en enginn annar gæti gert það, sem Verhíu eren hefir gert“. Það væri hægt að bregða sum- um höfundum um það, að slikt bréf skrifuðu þeir af einskærum hégómaskap, til að stækka sjálfa sig á kostnað mannsins, sem þew lofa. Engum datt i hug að bregða Maeterlinck um það. „Verið hver öðrum fyrri til a8 veita hinum virðingu“, — segir postulinn. SjáMir lærisveinar Jesú brutu þetta boð. Og þó e* þetta krafa, sem til innsta kjarna fagnaðarerindis Jesú Krists verð-. ur nakin. IIR VERINU EFTIR EINAR SIGURDSSON Landað að loki nni veiðiferð Reykjavik 2 sömu línubátarnir réru frá Reykjavik og áður. Gæftir voru góðar fram á föstudag, en þá spilltist sjóveðrið og gerði aust- an rok, og lögðu bátarnir ekki nema helminginn af línunni. Aíl inn var eftir því. Annars var afl inn heldur góður framan af vik- unni, 6—8 lestir í róðri. Krist- björg fór 4 róðra og Magnús 5. f síðasta róðrinum var aflinn mest þorskur. Víkingur er enn með ýsunetin, en nú hefur tekið fyrir aflann, og má segja, að hann hafi ekki orðið var síðustu dagana. Enginn togari kom til Reykja víkur í vikunni til löndunar á fiski. Hins vegar komu nokkrir togarar úr söluferð til að taka ís og aðrar nauðsynjar. Togararnir hafa aflað sæmi- lega upp á síðkastið, 140-180 lest ir. Þeir eru nú flestir að veiðum fyrir Vestfjörðum. Þessir togarar seldu afla sinn erlendis í vikunni: Karlsefni 141 lest £ 15.308, Egill Skalla- grímsson 126 lestir £ 10.564, Ingólfur Arnarson 180 lestir £ 15.087 og 11 lestir af frosnum fiski £ 1.051. Keflavík Róið var 4 daga vikunnar, og var afli 4—5 lestir. Engir bátar hafa bætzt við. Akranes Afli var mun minni sl. viku en vikuna áður, algengast 4—6 lestir, mest þorskur. Sjóveður voru ekki nema 4 daga. í vikunni komu þessi skip með •íld: Haraldur með 70 lestir og Höfrungur III einnig með 70 lest ir, báðir af Eyjamiðum, og Ólaf ur Sigurðsson að austan með 140 lestir. Síldin fór öll í flökun. Sandgerði 14 bátar róa með línu, og fer eflinn mest í Garðinn og Sand- gerði, þó fer fiskurinn af einum bát til Keflavíkur. Bátarnir réru 4 daga í vikunni, og var aflinn algengast 4—5 lestir og komst upp í 7 lestir. Á föstudaginn var aflinn með afbrigðum tregur, komst hjá einum bátnum niður í Ví lest Aflinn hefur verið tregur það •em af er árinu, þannig var með- alaflinn fram í miðjan janúar ekki nema 3,6 lestir á bát í róðri. Tveir bátar eru með troll, og hefur afli verið rýr hjá þeim, þó kom Steinunn gamla á föstu- daginn með 10 lestir. Sigurpáll kom í vikunni með 107 lestir af síld frá Eyjum og Guðbjörg með 25 lestir. Fór þessi síld í bræðslu. V estmannaey jar Róið var framan af vikunni og fram á fimmtudag. Þá gerði afspyrnurok af austri, sem hélzt út vikuna. Aflinn var sæmilegur hjá línu bátunum framan af vikunni, 5— 8 lestir, en dró mjög úr honum á fimmtudaginn, enda spilltist þá sjóveðrið, og féll þá almennt niður í 3—6 lestir. Aflinn er mest langa, þó var meira af ýsu í aflanum á fimmtudaginn en áður. Þorskur er ekki nema 1%—2 lestir í róðri hjá bát. Afli hefur verið sæmilegur hjá trollbátunum og góður hjá sumum eins og Ver, sem kom inn í vikunni með 17 lestir, og Andvara með 11 lestir, og er mestallur ýsa, þó eru alltaf nokkrar lestir af flatfiski í hon- um hjá þessum bátum, 3—4 lest- ir. Góð síldveiði var framan af vikunni eða þangað til hann rauk upp, 500—600 lestir á dag og stundum meira. Nú hefur öll heilfrysting verið stöðvuð á síld, þó nóg sé af þessari ágætu síld við bæjardyrnar, síld, sem fer öll í fyrsta flokk. Frystihúsin hafa flakað eitthvað af þessari síld, en komast yfir lítið. Metágóði hjá Ross Ross-fyrirtækið í Bretlandi hafði í ágóða sl. reikningsár sem svarar tæpum 400 milljónum króna áður en skattur var greidd ur, sem er nýtt met. Greiddur arður var 7%. Það, sem er eftirtektarvert við þessa frétt, er, að þetta skuli vera togarafélag, þótt fyrirtæk- ið hafi að vísu ýmislegt a.inað með höndum, svo sem fisk- vinnslu og dreifingu á fiski. Dóttur-fyrirtækið, Renovía, sem Ross á, selur mest allan fisk, sem íslenzku togararnir landa í Bretlandi. Stórhuga Norðmenn í Suður-Þrændalögum hefur verið gerð áætlun um verksmiðj ur til fisk- og síldarvinnslu íyr ir sem svarar tæpum 50 miiljón- um króna. Þessum framkvæmJ- um á að vera lokið fyrir árslok 1968. Þeir ætla, að byggja 575 rúm metra af kæligeymslum, 2766 rúmmetra af frystigeymslum, frystigöng, sem hægt er að frysta í 41 smálest á sólarhring, frystiskápa, sem frysta 55 lestir af flökum á sólarhring og 14 fisk- og síldarflökunarvélar af ýms- um gerðum. Of mikill sjávarhiti fyrir sildina við Norður-Noreg Finn Devold hefur verið í síldarleiðangri fyrir Norður- Noregi án þess að finna eina ein Ustu torfu. Hafði hann sagt fyr- ir, að of mikill hiti væri í sjón- um, til þess að hin réttu skil- yrði væru þar fyrir stórsíldina. „Hugmyndabankinn" Norðmenn hafa myndað í sam bandi við sjónvarpið „banka" með 300.000 króna sjóði, sem fara á til yngra manna, er koma með nýjar hugmyndir á ýmsum sviðum, einkum sem gætu orðið dreifbýlinu að gagni. Eitt af fyrstu verkefnum „hug myndabankans" var í sambandi við sjávarútveginn. Hleypt var af stokkunum fyrsta fyrirmynd- ar bátnum af mörgum samskon- ar, sem smíðaðir eru í Mandal í Noregi. Frá þessum bátum hef ur áður. verið sagt hér og nve ótrúlega ódýrir þeir eru. Dökkt útlit Athuganir, sem Hafrannsókn- arstofnunin norska hefur gert, leiða í Ijós, að þorskklak áranna 1965 og 1966 virðist hafa brugð- izt gjörsamlega af einhverjum óþekktum ástæðum. Þetta gæti haft í för með sér, að þorsk- veiði við Noreg brygðist á ár- unum 1969 og 1970. Takmörkun fiskveiða? Fulltrúar Breta í nefnd þeirri, sem fjallar um fiskveiðar í Norð ur-Atlantshafinu, hefur sett fram tillögu um takmörkun fisk veiða á norðaustanverðu Atlants hafinu. Löndun útlendinga i Noregi 1. janúar sl. gengu í gildi lög í Noregi, sem heimila erlendum togurum löndun á fiski í Noregi eftir vissum reglum. Austurviðskipti Norðmanna Noregur hefur nú gert samn- ing við öll kommúnistalöndin í Austur-Evrópu nema Austur- Þýzkaland um greiðslu í hörðum gjaldeyri, þar sem áður voru vöruskipti. Þetta hafði þær af- leiðingar að útflutningur til þess ara landa gekk saman á sl. ári um 25%, en innflutningur frá þessum löndum hafði aðeins aukizt, það sem það var. Það munaði engu, að þessi sama leið yrði farin í haust gagn vart Sovétríkjunum hvað ísland snerti og var farin, að því er Pól land og Tékkóslóvakíu varðar, með sömu afleiðingum og hjá Norðmönnum sem bitnar nú m.a. á síldarfrystingunni hér. Til atvinnujöfnunar Það eftirtektarverðasta nú hjá hinum stærri fiskveiðiþjóðum er útgerð stórra frystitogara, þar sem fiskurinn er heilfrystur um borð. Fiskurinn er síðan þíddur, er í land kemur, og flakaður og frystur aftur. í Bretlandi eru einkum þrjár aðferðir notaðar til að þíða fiskinn, rakt, heitt, loft, volgt vatn eða sjór og svo- nefnd di-elektrisk hitun. Fyrir utan hráefnisskortinn, sem er stærsta vandamál frysti- húsanna hér, er hin óstöðuga at- vinna. Komið geta langir kaflar, þegar ekkert er að gera í frysti- húsunum, bæði vegna ógæfta og eins árstíðabundinna veiða. Þennan vanda mætti leysa með nokkrum frystitogurum, sem sæktu afla sinn á fjarlæg mið eins og til Grænlands, þar sem helzt er nú fisk að fá. Kauphöll Almenna byggingarfélagið (ABF) hefur ákveðið að auka 'hlutafé sitt og bjóða það. almenningi. Þetta getur orð- ið eitt af þessum stærri hluta- félögum, sem fer þá leið að gefa hverjum, sem vill, kost á að eign ast hlut í félaginu. Eimskipa- félag Islands (EÍ) hefur fyrir nokkru ákveðið að fara þessa. leið. Hið almenna fiskveiðihluta- félag (HAF) bauð upp á þetta* sama í fyrra. Þá fyrirhugar Flug félag fslands (FÍ) að bjóða ai- menningi nýtt hlutafé. Það einkennir flest hlutafélög á fslandi, að þau eru fjölskyldu- hlutafélög, sem kallað er. Annað einkenni hlutafélaga hér er, hva hlutaféð er yfirleitt litið. Hlutafélagsformið er ætlað tH þess, að margir geti sameinazt í einu félagi, þegar um stórt átak er að ræða, en síður sem f°rm á firma, þegar um fáa er að ræða. Þá er eðlilegra, að firm að sé einka- eða sameignarfyrir- tæki. Frá þjóðfélagslegu sjónar- miði er ekkert unnið við það að ýta undir, að fyrirtæki, sem geta verið einkafyrirtæki, séu hluta- félög, sem eru með takmarkaðií á'byrgð, sem kunnugt er. Þó er þetta misjafnt hjá stærri þjóð- um. í Bretlandi geta menn stofn að hlutafélag eftir svipuðum reglum og hér, minnst 5 menn og með hvaða hlutafjárhæð, sem er. 1 Þýzkalandi geta menn hin* vegar ekki stofnað hlutafélag nema með verulegu hlutafé. Mjög algengt er erlendis, að almenningur sé þátttakandi I stórum hlutafélögum, og þykir þar eins eðlilegt að eiga hluta- bréf og sparisjóðsbók hér. Þetta skapar áhuga hjá fólki á atvinnn lífinu. Það er t.d. talið mjög mikilvægt fyrir bílaframleiðend ur í Bandaríkjunum, að þátttaka hins almenna borgara í félagin* sé sem víðtækust, því að hlut-’*' hafarnir skipti frekar við sitt félag og stuðli með því að við- gangi þess. En frumskilyrði þess, að hluta félög meðal almennings nái nokkurri verulegri útbreiðslu, er, að hér sé starfandi kauphöll. í lögum um Seðlabanka íslanda er gert ráð fyrir, að bankinn Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.