Morgunblaðið - 22.01.1967, Side 8

Morgunblaðið - 22.01.1967, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD’AGUR 22. JANÚAR 1067. Tryggingarfélög - Atvinnurekendur Ungur viðskiptafræðingur með staðgóða reynslu í vátryggingarstörfum og almennum skrifstofustörf um óskar eftir vellaunaðri ábyrgðarstöðu. Tilboð, merkt: „Framtíð — 9657“ sendist afgr. MbL fyrir 29. þ. m. Somat í allar tegundir uppþvottavéla íítiendLngar í atvinnuleit snæða í Uafnarbúðum. FRÁ SUÐUR-AFRIKU TIL ISLANDS í ATVINNULEIT eftir Asithony IVIorris BORGARLJÓS Reykjavíkur lágu vítt og breitt fyrir framan okkur þegar kallað var á okkur til fyrsta farrýmis á feullfossi svo reisupassar okkar yrðu skoðað- ir. Um leið og eftirlitsmaðurinn lagði blessun sína á reisupass- ann minn, sagði hann: „Þú verð- ur að hafa atvinnuleyfi áður en þú byrjar að vinna á íslandi“. Þó ég hefði ferðamannaland- vistarleyfi, hafði ég ekki hingað komið til landsins sem ferðamað- ur — og það vissi hann líka. Við vorum 20 saman,_ þar af fímm stúlkur: Bretar, Ástraliu- menn, Suður-Afríkúbúar, Ród- esíumenn. Við komum undir því yfirskini að vera vetrarferða- menn. f raun og veru höfðum við komið til að vinna. Við höfðum komið til íslands á hjara verald- ar til þess að græða peninga í fiski. Við höfðum komið, eins og svo margir á undan okkur, með ævintýraþorsta æskunnar í brjóstum okkar og draum um að yfirgefa ísland með nokkrar þúsundir í vasanum. Margir, sem komu seinna, munu komast að raun um að ævlntýraþrá þeirra var aðeins að nokkru leyti fullnægt, og að draumar þeirra voru — aðeins draumar. Ég heyrði fyrst fiskisögur frá íslandi þegar ég var staddur í London fyrir nokkrum mánuðum í Útlendingaklúbbnum í Jarla- bæli (Overseas Visitors Club, Earls Court). í þessum klúbb hittast flestir enskumælandi út- lendingar í London öðru hverju, og þá er aðalumræðuefnið oftar en ekki ferðalag til íslands. Það kom ekki öllum saman um hve mikið gull væri að græða á því landi. Jafnvel ís- lenzkar stúlkur, sem unnu á heimilum í London, vissu ekki hvað segja skyldi. Ég ákvað að bezt væri að skera úr þessu sjálfur með því að koma til landsins. Ef ég fengi ekkert að gera, þá mundi ég að minnsta kosti sjá ísland. Og nú er ég hér. Og þó útlitið sé hvorki gott í fiskinum eða á öðrum vigstöðvum, sé ég ekki eftir því að hafa komið. í>að fyrsta sem vakir fyrir þeim unga útlendingi í atvinnu- leit er að komast á togara. Ef það tekst ekki, þá er það frysti- húsið. Og á meðan hann bíður eftir slíkum höppum, þá leitar hann fyrir sér um atvjnnu hvar sem er, einungis til að svelta ekki. Þessi vetrarvertíð virðist ekki ætla að reynast útlendingum hliðholl — þriggja hluta vegna: íslendingarnir, sem ég hef talað við, eru almennt svartsýnir um góða vertíð, einnig virðist svo vera, að fleiri íslendingar fari nú á vertið sjálfir en undanfar- in ár og þar að auki eru fleiri út- lendingar nú um þau störf, sem verða fyrir hendL Eins og stendur eru milli 30 og 40 útlendingar að leita sér að atvinnu í Reykjavík. Og að ég held, 40 víðsvegar um lands- byggðina og Vestmannaeyjar. Fjöldinn allur á eftir að koma næstu vikurnar, alls staðar að: frá Bretlandi, Ástralíu, Suður- Afríku, Ródesíu, Kanada og Bandaríkjunum. Nokkrir hafa komið hér áður einu sinni eða oftar. En nú virðumst við allir standa jafnfætis hvað snertir atvinnumöguleika. Ungur Englendingur, sem er búinn að reyna í tvo mánuði án árangurs að fá vinnu, segir, að hekningur útlendinga, sem koma hér í atvinnuleit, halda heim á leið eftir viku dvöl, en áf þeim helmingi, sem eftir verð- ur fái þriðji hluti atvinnu með tímanum. Þeir sem hafa litla peninga en þeim mun meira viljaþrek þrauka á Islandi meðan unnt er Aðrir, enn fátækari að aurum, en kannske eittthvað viturri, halda heim á leið, við fyrsta tækifæri, þegar atvinna bregzt. Þriðji flokk urinn verður að dveljast í land- inu þar til þeir fá vinnu, að öðr- um kosti eiga þeir ekki fyrir far- inu til baka. Dýrtíðin er versti fjandmaður okkar. Fyrir Suður-Afrikubúa, sem er vanur að kaupa þrjár tylftir af appelsínum fyrir jafn- virði 30 króna og éta ódýrt kjöt og mikið af því, er verð á mat- vöru hér algjörlega óskiljanlega hátt. Brauð og mjólk er nú hjá okkur í alla mata f Hafnarbúðum — þar sem matur fæst ódýrastur í Reykja- vík — koma saman þeir, sem vilja komast á togara. A máltíð- um þyrpast þeir að samliggjandi borðum — talandi — hlægjandi — stundum þöglir — en alltaf á höttunum eftir atvinnumöguleik um. Við dveljum fLestir á Hjálp- ræðishernum, sem gengur undir nafninu „SaUy Arms“. Þeir sem ekki geta dvalið þar — annað hvort vegna rýmisleysis eða fjár skorts (það kostar 75 krónur yfir nóttina), sofa á lögreglustöðinni eða á hverjum þeirn stað, þar sem skjól er fyrir nóttu og regnL Vissulega er veðurfarið óvinur okkar. Ég kem t.d. frá Suður- Afríku, þar sem hitinn fer sjald- an niður fyrir 15 gráður á vetr- um, og þar sem meðalsumarhiti er um 30 gráður. „Skarpt bítur vindurinn" þegar maður hefur þrammað götur Reykjavíkur í marga daga og engu mætt nema neitun: Hér er enga vinnu að fá. Maður getur fundið vissa óvin semd í fari íslenzku sjómann- anna. Þetta er auðskilið. Við er um að reyna að komast inn í þeirra atvinnuveg. Nokkrir eru þó ennþá vingjarnlegir. Þeir fslendingar, sem ég hefi haft af kynni, eru einstaklega hjálpsamir og vingjarnlegir. Lög reglumennirnir eru sérstaklega skilningsríkir og hjálpsamir: Lögreglustöðin hefur orðið hæli mörgtun svöngum og köldum út- lendingi Aðalskrifstofan líkist stundum stað þar sem geymdir eru týndir hlutir og fundnir, svo mikið er þar af hafurtaski manna sem hvergi hafa í annað hús að venda með pjöggur sínar. Hvort sem ég yfirgef Island eftir nokkra mánuði með pen- inga, eða eftir nokkrar vikur, peningalaus, mun ég aldrei sjá eftir að hafa komið hér. Yndisþokka Reykjavíkur líður mér ekki úr minni — hvítur kuldi hennar, ferskt loft hennar, bókhlöður hennar, nýtízkulegar en þó aðlaðandi; fjöll og firnindi, fólkið, dúðuð börn að leik í Afeð uppþvottarefni fáiS þér alltaf skínandi hreint leirtau. Átthagafélag Sandara heldur árshátíð og þorra- blót í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 28. janúar n.k. kl. 8V2 sund- víslega. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN. Höfundur þessarar greinar er Anthony Morris, 24 ára Suður-Afríkubúi, og hefur hann starfað við blaða- mennsku í heimaborg sinni, Durban. Sem stendur er hann á ferðalagi um heiminn „til að öðlast reynslu", eins og hann segir. Hingað til lands kom hann með síðustu ferð Gullfoss í þeirri von að geta fengið atvinnu í fiskiðnaðin- um og þannig kostað heim- sóknina. Segir hann hér nokk uð frá atvinnuleit sinni og annarra útlendinga, sem eru hingað komnir sömu erinda. snjónum, fagrar stúlkur með ljóst hár og andlit hreinleikans, aRt er þetta Reykjavík. Saga þessa lands, í landslagi, tungu, og at- burðum, heillar mig og að ég held, flesta unga ævintýramenn, sem hingað hafa komið eða munu koma. Hrafnista þakkar HRAFNTSTA, D.A.S. óskar eftir að koma á framfæri þakklæti til hinna mörgu aðila, sem með gjöfum, heimsóknum eða öðr- um hætti glöddu vistfólk á Hrafnistu nú um jólin og ára- mótin og oft endranær á nýliðnu éui. Blindravinafélagið, stúkan Rebekka, ýmis átthagafélög og margar fleiri stofnanir og ein- staklingar hafa í verki sýnt hlý- hug sinn til stofnunarinnar. En ekki hvað stót skal minnst starfs séra Gríms Grímssonar, sóknarprests og séra Magnúsar Guðmundssonar, sjúkra'hús- prests fjrrir hin miklu störf þeirra á kvöldvökum og við fjöl- mörg önnur tækifæri. Fyrir alla slíka auðsýnda vin- semd eru hér með fluttar alúðar þakkir í nafni vistfólks og stofn unarinnar. Auðunn Hermannsson. Skólavörðustíg 13. ★ ÚTSALAN hefst á mánudagsmorgun. ★ Veitum mikinn afslátt af margs konar fatnaði. ★ Komið strax meðan úrvalið er mest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.