Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1Ö6T. Valdímar Kristinsson: Þotan og flugvellirnir ÍSLENDINGAR hafa sýnt það tun langt skeið, að þeir hafa full- »n hug á að fylgjast með í tækni- þróuninni. Og árangurinn hetfur _Iika orðið furðu góður, þrátt fyr- ir fámennið og aðra erfiðleika. Nútíma tækni hefur reynzt ís- lendingum mikilvægari en flest- tan öðrum þjóðum. Fyrr á öldum var ísland talið á mörkum hins byggilega heims, miðað við þær kröfur, sem vestrænir menn gerðu, en á síðustu áratugum hefur líf manna á Islandi, á flest- um sviðum, færzt í það horf, sem bezt gerist erlendis, og hafa framfarirnar þannig orðið okkur að hlutfailslega meira liði en öðrura. Einn mikilvægasti þátturinn i þessum víðtæku breytingum er fiugið og það alveg sérstaklega fyrir ísland. Eðlilegt er, að tekju- há þjóð fljúgi mikið, þegar hún býr í strjálbýlu landi, þar sem •kki hafa verið lagðir góðir veg- "ir. ísland og hlutar af Kanada og Ástralíu eru gott dæmi þar um. Og millilandaflugið hefur gert eyjuna, sem var úti í regin hafi, að nágranna heimsborganna í austri og vestri. En þróunin heldur áfram, og nú er svo kom- ið, að skrúfuvélar fullnægja ekki lengur fyllstu kröfum. Kaup fyrstu íslenzku þotunnar er því mikill viðburður, og eins konar tákn um hug og getu þjóðarinnar. í>að er af þessum ástæðum, sem svo margir hafa viljað leggja málinu lið, þótt kaupin séu fjárhagslega erfið. Augljóslega er þvi mjög mikið í húfi, að vel takist til. Þótt fyrsta íslenzka þotan verði að- eins eitt af mörgum fjöreggjum þjóðarmnar, verður hún eitt hið viðkvæmasta og dýrmætasta þeirra allra. Þegar málið er skoðað í þessu ljósi, vekur það undrun, að um það skuli vera deilt, hvort Kefla- yíkur- eða Reykjavíkurflugvöll- ur eigi að vera heimavöllur þot- unnar. Annars vegar er um að ræða einn fullkomnasta flugvöll í Evrópu, en hins vegar ófull- kominn flugvöll, sem aldrei get- tu- orðið fyrsta flokks. Farartæki, sem getur borið þúsundasta hvern fullorðinn Íslending verð- ur að reka eins örugglega og nokkur kostur er á. Nútíma flug er orðið mjög öruggt, og byggist það mikið á fullkomnum flug- völlum. Sá hlekkur má því ekki bresta í okkar kerfi, enda er þotuflug háþróuð tækni, þar sem engar áhættur má taka á borð við þær, sem fylgdu frumkvöðl- um flugsins. SkilyrSi rikisstjórnarinnar Margir myndu raunar halda, að eftir að skilyrði ríkisstjórnar- innaur fyrir þotukaupunum voru kunngerð, og eftir endurteknar yfirlýsingar fjármálaráðherra um sama mál, þá væri staðsetning þotunnar á Reykjavíkurflugvelli ekki lengur til umræðu. En á- róðri er áfram haldið uppi fyrir þessu, bæði I viðræðum manna í blöðum og jaíiwel í sjónvarpinu. Væntanlega ber áróðurinn engan árangur, svo mikið sem er í húfi, en hann gefur þó tilefni til þess, að málið sé líka rætt frá annarri hlið. Forráðamenn Reykjavikurflug- vallar leggja áherzlu á, að kost- að sé upp á mfklar endurbætur á vellinum, og að hann sé not- aður sem mest. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt í þessum efnum; þrátt fyrir óljósa framtíð vallar- ins. I þessu sambandi er áreið- anlega mjög misráðin sú skipt- ing, sem er á yfirstjórn Reykja- víkurflugvallar og Keflavíkur- flugvallar. Allt frá þeim tíma er Bret- ar yfirgáfu Reykjavíkurflug- völl, hafa við og við verið mikl- ar umræður og blaðaskrif um hann. Á síðari árum, eftir að farið var að nota flugvélar af gerðinni Cloudmaster, DC-6B, hefur komið í ljós, að völlurinn er varla nógu stór fyrir milli- landaflugvélar Islendinga. Þann- ig þurftu Loftleiðavélar á vestur- leið oft að millilanda á Kefla- vikurflugvelli, til þess að geta tekið nægilegt eldsneyti til far- arinnar. Og ástæða þótti til að lækka fjölda ljóssaura við Hring- braut til að auka öryggi flugs- ins. Gefur þetta til kynna, að völlurinn sé á öryggismörkum, þótt hann hljóti að vera innan þeirra, úr því að flug svo þungra véla er leyft um hann. I skrifum um Reykjavíkur- flugvöll hefur komið fram marg- vísleg gagnrýni, meðal annars mjög ákveðin hjá sumum yfir- mönnum Flugfélags íslands, en ekki er ástæða til að tilfæra þau ummæli hér. En nú hafa verið gerðar end- urbætur á flugvellinum, kunna emhverjir að segja. Það hefur verið grafið töluvert í aðalflug- brautina, fyllt með sandi og mal- bikað yfir. Mig skortir þekkingu til að dæma um árangur, en þessar framkvæmdir virðast hafa verið allsnöggsoðnar. Má þó vera, að þær dugi svo langt sem þær ná og auka til dæmis öryggi inn- anlandsflugsins. En þotur af gerðinni Boeing 727 eru mjög þungar (vega fullíhlaðnar um 20 tonnum meira en DC-6B), og eru þekktar fyrir það hve mikið þær reyna á og jafnvel spilla yfir- borði flugvalla. Fyrir þær dugir því ekkert minna en fyrsta flokks undirstaða og malbikunar- lög, ef öllum kröfum er fullnægt, bæði á lendingarbrautum og flugvélastæðum. Við þetta bæt- ist svo, að aðalflugbraut Reykja- víkurflugvallar, sem hefur verið malbikuð (þó ekki öll lengd hennar), er nú ekki nema 4S metrar á breidd eftir lagfæring- una, en flugbrautir t. d. á Kefla- víkurflugvelli eru 60 metrar á breidd. Fjöldi og lengdir flugbrautanna A Reykjavíkurflugvelli er ekki hægt að tala um nema tvær flug- brautir, því að sú þriðja er með öllu ónotihæf, þegar um stórar flugvélar er að ræða. Flugbraut- in, sem liggur í stefnu frá Öskju- hliðinni út að Skerjafirðinum (SA-NV brautin) er mun lakari en hin og aðeins 1325 m á lengd. Aðalbrautin, sem áður getur, ligg ur í stefnu frá Kársnesi í Kópa- vogi og yfir miðbæinn í Reykja- vík, og er ekki nema 1765 m á lengd. Það á að vísu að duga við venjuleg flugskilyrði, samkvæmt reglunum um Boeing 727, en eng- inn getur neitað þvi, að lengri flugbrautir eru alitaf öruggari, ef eitthvað kemur fyrir. Skal í þessu sambandi bent á myndina hér í síðunni, sem gerir réttan saman- burð á flugvöllunum tveimur, sem um er að ræða. Er augljóst, að munurinn er mikill, bæði varðandi fjölda flugbrauta og lengd þeirra. Tvær lengstu flug- brautir í Keflavík eru 3052 og 2122 m. Hinar tvær eru 2000 og 1740 m, og er sú stytzta nærri því jafn löng og lengri brautin í Reykjavík. Aldrei þarf að lenda í miklum hliðarvindi, þeg- ar brautirnar eru fjórar. Þar sem „önnur“ flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli er mun skárri en hin, er mikil freisting að nota hana sem mest, jafnvel þótt um hliðarvind sé að ræða, en þetta dregur úr örygginu, einkum í bleytu og hálku, og þá segir mjódd nýja malbikslagsins til sín. Á flestum millilandaflugvöll- um, svo sem Keflavík, eru að- flugsljós og fullkomnir stefnu- vitar að blindflugsbrautum, sem auka mjög öryggi við aðflug og lendingu í slæmu veðri og dimm- viðri. Þessi mikilvægu tæki eru ekki á Reykjavikurflugvelli og mundi kosta mikið fé að koma þeim upp, auk þess sem það yrði næsta ömurlegt að hafa raðir af ljósastaurum eftir endilöngum Hljómskálagarðinum og langt út í Tjörn. Enn má drepa á mikilvægt ör- yggisatriði, sem er slökkviliðið. I slökkviliði Reykjavíkurflug- vallar munu að jafnaði 4 menn á vakt. Slökkvibílarnir munu einnig vera fjórir. Eflaust eru harðduglegir menn í liðinu, en þeir eru áreiðanlega of fáir ef meiriháttar óhapp ætti sér stað. Að visu er ekki langt til nýju aðalslökkvisöðvarinnar í Reykja- vík, en við björgun flugvélar er hver sekúnda dýrmæt og enn mikilvægari en í venjulegum eldsvoða og rétt tæki nauðsynleg. Til samanburðar má geta þess, að í slökkviliði Keflavíkurflugvallar munu 22 menn vera á vakt í einu, og hafa þeir 12 bíla til um- ráða, auk krana, sem getur lyft 100 tonnum og getur komið sér vél til hjálpar flugvélum. Þar er ávallt einn slökkvibíll staðsettur við flugbraut, sem er í notkun. Hávaðinn Er þá komið að hávaðanum, sem er eitt mikilvægasta atriðið varðandi heimavöll þotunnar. Meiri hraða fylgir aukinn hávaði. Svo hefur að minnsta kosti reynzt um flugvélar, og síðan þotur komu til sögunnar, hefur hávaðinn víða orðið meiriiháttar vandamál. Á mörgum flugvöllum er þotuflug takmarkað vegna mótmæla borgarbúa. Skólar og sjúkrahús verða fyrir miklum óþæginöum af svona hávaða, og almennt er hann talinn hættu- legur heilsu manna. Það er engin uppgerð, þegar sumum þykir ýlf- ur þotunnar óbærilegt. Hávaðinn hefur áhrif á ósjálfráða tauga- kerfið og maðurinn verður varn- arlaus gagnvart þessum ófögn- uði. Flugmálayfirvöld hafa víða reynt að taka tillit til kvartana borgarbúa, með því að beina flugumferð sem mest yfir óbyggð svæði, og flugmönnum hefur verið sagt að draga úr afli hreyfl anna eins fljótt og kostur er á eftir flugtak. Flugmenn hafa mótmælt þessu og telja, að það geti orðið á kostnað öryggis. Mál- ið er því býsna alvarlegt víða. Ef ríkisstjórnin hefði ekki tekið af skarið varðandi heimavöll þot- unnar er áreiðanlegt, að margir Reykvíkingar og Kópavogsbúar mundu taka á móti henni með blandinni tilfinningu. Hefði það verið illa farið, svo mikilvægt framfaraspor sem þotan verður I samgöngumálum þjóðarinnar. Ekki er allt talið með þessu varðandi ónæðið. Við flugtak þotu myndast gífurlegur blástur langt aftur frá hreyflunum, sera þyrlar með sér ryki og elds- neytisstybbu. Rykið gæti einmitt orðið töluvert mikið á Reykja- víkurflugvelli vegna sandburðar í hálku, sem er þar sérsaklega mikilvægur vegna stuttra og fárra flugbrauta, sbr, það sem áður er sagt. Mætti búast við, að við flugtak til suðausturs yrði að loka veginum út í Skerjafjörð. En íbúarnir þar eru ekki svo góðu vanir frá flugvellinum, að sumum kann að finnast, að þá muni ekki um þetta ónæði í við- bót. Hitt væri þó enn alvarlegra, ef umferðin á horni Hringbraut- ar og Njarðargötu, við Umferðar- miðstöðina, yrði fyrir ónæði og töfum af þotuflugi. Ekki er gott að segja um, hve þetta gæti orð- ið alvarlegt atriði, en víst er, áð sums staðar er komið upp blást- ursheldum girðingum eða veggj- um til að vernda umferð nálægt flugvöllum. Svona mannvirki mundi enn stytta notagildi braut- arinnar og yrði öllu flugi til trafala, sbr. lækkun ljósastaura, sem áður er getið. Aukinn lendingarhraði Boeing 727 mun almennt talin mjög fullkomin flugvél, enda mikið notuð, en hún hefur nokk- uð sérstæða flugeiginleika. Mun þetta fólgið í því, að flugið er lækkað mjög ört í lendingu, þar til komið er rétt niður að flug- braut. Flugmenn hafa ekki varað sig á þessu í nokkrum tilvikura og eru afleiðingarnar öllum kunnar. Til að fyrirbyggja þetta Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.