Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. 23 i Jóhanna J. Zoéga Húsfrú og fyrrv. kaupkona Jóhanna Jóhannesdóttir Zoéga Ingólfsstræti 7B, andaðist laug- ardaginn 14. janúar sl. tæplega áttræð að aldri, eftir langa og erfiða legu. Hún var glæsileg kona, hjálpfús og drengur góð- ur. Jóhanna fæddist 23. febrúar 1887 í Reykjavík, dóttir hjón- anna Jóhannesar Zoéga trésmiðs Jóhannessonar Zoéga útgerðar- manns í Nýjabæ í Reykjavík, Jó hannessonar Zoéga glerskera, borgara og fátækrafulltrúa í Reykjavik, og Guðrúnar Jóns- dóttur bónda og smiðs Ingi- mundarsonar bónda í Arnarstöð um í Flóa af Bergsætt. Jóhanna giftist ung að árum, 23. febrúar 1907, eftirlifandi eig- inmanni sínum Magnúsi S. prentara Magnússyni steinsmiðs í Qfanleiti í Reykjavík, lundlétt- ur ágætismaður. Eignuðust þau hjón sjö börn, af þeim eru tvö dáin. Elzti son- urinn Jóhannes, prentsmiðju- Kristjdn Mór Þorsteinsson F. 19. 1. 1937. D. 14. 1. 1967. Klökik í hugfl kæri vinur vi'ó komium hér á kveðjustund, fajartað þungt af harmi stynur þú hniiginn ert í sýðsta blund. En hann sem ræður öllu yfk' einn á jiarðvist hefur völd, upphaf lirfe og einnig endi er alivaldis bak vóð huliðs tjöl.d. Við minja arinn mynd þiín lifir mun hún greipt í hugar sjóð* tdjiart er kynnum öllum yfir örvar lundin hlý og góð. Af góðum hug þú gleðja viildir og gjarnan fæira birtu og yl, Bjúkum þeim og særðum öllium sem að hönd þán náði til. Þeirn Kristi sem á krossi foirðum kivadldá fyirdr oíkkur Líf, felum við nú forajá þína faans faðmiur sé þitt skjiól og hlif. Eilífðar í landsfas Ijóma •vo Mfsins hLjótir sigurkrans, þair þín megi hanpa hljóma fareiin af göf.gi kærleikans. >; vrwwf-. ftrw- ó ••• ss '■ yí/wx'^s stjóri dó uppkominn, mikill at- hafnamaður og hvers manns hug ljúfi. Þá misstu þau þriggja ára yndislega dóttir Bryndisi. Varð barnamissir þeirra þeim mjög mikið áfall eins og gefur að skilja. Eftir lifa fjórir synir, allir giftir og margra barna feð- ur og dóttirin Guðrún, sem hef- ur séð um heimili foreldra sinna af mikilli rausn og myndarskap og alið upp bróðurdóttur sína Kristínu. Jóhanna var mikið fyrir sitt heimili og sína fjölskyldu, hvergi undi hún hag sínum bet- ur en með fjölskyldu sinni og á heimili sínu. f>að var hennar heitasta ósk og von að fá að sofna svefninum langa heima hjá sér, þar sem hver hlutur, hver mynd á vegg, vakti minn- ingar frá langri og stundum strangri ævL Þangað komu litlu barnabörn- in og barnabarnabörnin til að hjala við ömmu og langömmu sína og njóta ástar hennar og umhyggju. Jóhanna fékk ósk sína upp- fyllta, um að dvelja á heimili sínu til hinstu stundar, var það dóttur hennar Guðrúnu að þakka, sem í langvarandi veik- indum Jóhönnu stóð við sjúkra- beð hennar og hjúkraði henni af einstakri fórnfýsi, umhyggju og ást. >að var erfitt verk, eftir fyrri heimsstyrjöldina að koma á legg stórum barnahópi, ekki sízt ef launin voru lág. Af miklum dugnaði og samheldni þeirra hjóna. Jóhönnu og Magnúsi tókst þetta giftusamlega. >eim tókst með aðstoð elza sonarins að koma upp fallegu heimili að Ingólfssræti 7B hér í bæ. >angað kom fjölskyldan og vinir þeirra og nutu gestrisni þeirra hjóna og þeirrar fölskvalausu glað- værðar er hjá þeim ríkti. Húsmóðirin var hrókur alls fagnaðar, aðsópsmikil, gaman- söm og glettin og skyldi svo vel ærsl æskunnar og athafnaþrá hennar. >egar börnin fóru að fara að heiman til að stofnsetja sín eig- in heimili. minnkuðu störf hús- móðurinnar mjög verulega. Fór þá hin starfsglaða og dugmikla kona að leita að nýjum leiðum Sigurunn Konráðsdóttir. Stálofnar Ódýru tékknesku stálofnarnir 150/500 eru nu til hjá okkur. — Ódýrustu ofnar sem fáanlegir eru. Pantið strax. BURSTAFEI.L, byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3 — Sími 38840. Handavinnubúðin auglýsir: Kaupið garnið hjá okkur. Við prjónum ef óskað er. Ryateppin komin. HANDAVINNUBÚÐIN, Laugavegi 63. til fullnægingar athafnaþrá sinni Stofnsetti hún þá Litlu Blóma- búðina, sem hún rak við miklar vinsældir og myndarskap í tugi ára eða þar til hún treysti sér ekki vegna heilsubrests að reka hana lengur. Var Litla Blóma- búðin þá orðin ein stærsta og vinsælasta blómabúð bæjarins, því Jóhanna var einkar lipur og sanngjörn kaupkona, sem laðaði að sér æ fleiri viðskipta- vini, með þægilegu viðmóti og smekkvísi. Fórnarlund og hjálpsemi Jó- hönnu var viðbrugðið. Var hún ávallt reiðubúin til að vinna öðrum gagn og leysa hvers manns vanda. Hjá henni dvaldi móðir hennar Guðrún í hárri elli og farin að heilsu, umvafin ást og umhyggju Jóhönnu, til hinstu stundar. Maður fann alltaf ylinn af fórnarlund henn- ar og hjálpfýsi. Jóhanna var mjög félagslynd kona og tók virkan þátt í mörg- um félögum og félagssamtökum. Voru henni falin þar ýms störf, sem hún vann ávallt með prýði, m.a. var hún í fjölmörg ár í stjórn kvenfélagsins Hringsins, lengst af sem gjaldkeri. Var hún kjörin heiðursfélagi Hringsins í þakklætis og viður- kenningarskyni fyrir langt og heilladrjúgt starf um langan tíma. Nú er Jóhanna öll, horfin — dáin. Eftir lifa minningar um tápmikla hjartahlýja heiðurs- konu, sem seint mun gleymast. Kæra frænka, far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Z. MÖREPLAST NETAHRINGIR ÞOLA 220 FAÐMA DÝPI. LÁGT VERÐ. RÉTT STÆRÐ — REYNAST ÓVENJU VEL. „MOVLON“ NETATÓG — NETKÓSSAR — NETALÁSAR NETADREKAR — NETAKEÐ J UR — NETABELGIR BAMBUSSTENGUR — BAUJULUKTIR — BAUJUFLÖGG. VERZtUN O. EHIHCSEM lítsaía á karlmannaskóm Ötsaía á kuldaskóm karimanna Karlmannaskór úr leðri, stærðir 37—46, verð frá kr. 198,00. — Kuldaskór úr leðri, lágir, stærðir 38—42, verð kr. 295,00. — Kuldaskór úr leðri, háir, kr. 598,00. — Kuldaskór úr leðri fyrir drengi og kvenfólk, stærðir 35—40, kr. 150,00. — Inniskór karl- manna, verð kr. 100,00. — Notið þetta sérstæða tækifæri. Skóbúð Austurbæfar Laugavegi 100. Samvinnuskóliim Bifröst Stúlku vantar að Samvinnuskólanum. Upplýs- ingar í símsstöðinni að Bifröst, Borgarfirði. Samvinnuskólinn Bifröst. Slysavarnardeild Kópavogs óskar að taka á leigu húsnæði, fyrir björgunarsveit félagsins. Margt kemur til greina — verður þó að vera upphitað. >eir, sem vildu sinna þessu, vinsamlegast sendi tilboð' ásamt upplýsingum í pósthólf 130, Kópavogi fyrir fimmtudaginn 26. jan. SLYSAVARNADEILD KÓPAVCGS Pósthólf 130, Kópavogi. Félag hárgreiðslumeistara Árshátíð félagsins verður haldin í Lídó, sunnudaginn 12. febrúar. Hefst með borð- haldi kl. 6,30 síðdegis. Uppl. í símum 14656, 36775 og 32935. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.