Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. Rakari Kennedys i segir sitt á!it Washington, 21. jan. AP: hans. Z ALEXANDER Culver, rakari Culver sagði, að Kennedy ; Roberts Kennedys, er eindreg- hefði raunar þegar verið bú- i» þeirrar skoðunar, að hár inn að kalla hann til sín til ; öldungadeildarþingmannsins að láta klippa sig, þegar pen- : sé alveg hæfilega mikið og ingasendingin barst, — en ; hæfi honum einkar vel. hann hefði eftir sem áður lát- : Blaðamenn sputðu rakar- ið sig sjálfráðan um það, ; ann álits á þessu, í tilefni þess, hvernig hann væri klipptur. : að maður einn frá Ossining, Culver hefur klippt hár ■ Emanuel F. Manheimer, sendi Kennedys í 34 ár og segir — ; þingmanninum nýlega tvo „hann hefur aldrei sagt mér : dollara í bréfi og bað hann hvernig ég eigi að klippa ; endilega láta klippa sig, því hann — hann lætur mig alltaf : að hann væri íöngu orðinn sjálfráðan um það og þessi i leiður á að sjá hárlubbann á greiðsla herítár honum bezt, : honum flaksast fyrir vindin- að mínu áliti. Aðrir kunna þó ; um og hanga ofan í augum að vera á öndverðum meiði“. : Margt dylst í hraðanum AXEL Thorsteinsson, rithöf- undur, flutti erindi í útvarpinu s.l. haust sem hann nefndi „Margt dylst í hraðanum". Fjall aði það um nútíma vandamál. Erindið verður endurtekið í dag klukkan 15.20 í þættinum Endur tekið efnL R!e£tað um atvinnuleyfi Kaupmannahöfn, 21. jan. — NTB: — BANDARÍSKA jassleikaranum, Dexter Gordon, hefur verið neit að um atvinnuleyfi í Danmörku á þeirri forsendu, að hann hafi brotið gegn löggjöf um eiturlyf í Frakklandi og verið dæmdur til hegningar fyrir þær sakir. Skotlandsvínofélogið minnist Roberts Burns nð skozkum sið 121 skipaslys á hálfu ári London, 21. jan. — NTB: SAMKVÆMT skýrslum Lloyds fórust eða eyðilögðust 40 kaup- skip, samtals 176.601 lestir á fyrra helmingi ársins 1966. Er þar aðeins reiknað með skipum stærri en hundrað brúttólestir. Fjórtán skipanna sukku, ellefu eyðilögðust í bruna, níu í árekstr um, fjórtán strönduðu og brotn- uðu þannig og eitt skiþ týndist. Hefur hvergi fundizt af því tang- ur eða tetur, sem gefið gæti til kynna hvað um það varð. Alls voru skráð hjá Lloyd slys á 121 skipi samtals 546.683 brúttó lestir. SKOTLANDSVINAFÉLAGIÐ í Reykjavík, sem stotfnað var sl. vor, ætlar að minnast 208 ára afmælis skozka skáldsins Ro'berts Burns með „Burns-Supper“ þann 27. janúar, eins og siður er með- al Skota. Verður þar tilheyrandi sekkjapípublástur, þjóðarréttir Skota „haggis" framreiddur, en hann er sérstaklega sendur frá Skotlandi, lesin upp kvæði Bums, skozkir þjóðdansar stign- ir o. fl. Þann 25. eru 208 ár liðin frá fæðingu skozka þjóðskáldsins Roberts Burns, sem gaf þjóð sinni ljóð sín og söngva til ævar- andi varðveizlu og sem hrært hafa hjörtu Skota og unnenda skozkra siða og söngva um víða veröld. Skotar líta á Robert Burns sem sanna þjóðhetju og hefur fæðingardagur hans lengi verið haldinn hátíðlegur meðal þeirra með svokölluðum Burns- Supper. Sagt hefur verið um Burns að hann hafi verið mikið skáld, sem á hætturnar stund hafi bjargað frá tortímingu, minningum og erfikenningum Skota og gefið þjóð sinni þannig aftur sál sína, sem hún var að glata. Stjórn íslenzk-skozka félagsins nk. þriðjudag. Næsta sýning leiksins verður annað kvöld, sunnudag 22. janúar. Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Krist- björgu Kjeld í aðalhlutverkunum. skipa nú: Einar Tjörvi Elíasson, verkfræðingur, formaður, Albert Guðmundsson, forstjóri, varafor- maður, Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri ritari, William McDugall, gjaldkeri, og Rita Steinsson, meðstjórnandi. Félags- menn eru um 60 og voru tveir fjölmennir semmtifundir haldnir á árinu 1966. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Allt fólkið í keisaraveld- inu vaknaði við ósköpin, og þar á meðal Isabella sjálf. Hún skildi hvorki upp né niður í því, hvað hún var að gera undir rúminu sínu. Hún skreið fram og þá voru allir litki þjónarnir hennar komnir aftur. Hún tók ekki strax eftir því, að Puta vantaði, svo að hún segir: „Puti geturðu sagt mér, hvernig stendur á því að ég var undir rúm- inu mínu í nótt?“ En Puti var uppáhalds-þjónn inn hennar og þess vegna. yrti hún á hann, en ekki hina þjónana. Þeir féllu allir á kné og báðu hana að fyrirgefa sér og sögðu henni hvað hafði skeð. Isábella fór að hágráta er hún hafði heyrt alla sög- una. „Heyrið þið bara hvern ig Pomkilus gýs nú hef- ur risinn komist að hinu sanna og nú drepur hann Puta minn.“ En ekki dug- ar að sitja svona og vola. Ég ætla að fara og bjarga Puta. „Nei, nei,“ hrópuðu þjónarnir, „það gerir að- eins illt verra. En prinsess an var þotin út áður en þeir vissu af. Þeir hlupu út á eftir henni en hún var hvergi sjáanleg. Þjón arnir hófust nú handa um að leita en prinsessan hafði falið sig svo vel, að þeir gátu ekki með nokkru móti fundið hana. Þeir fóru því grátandi heim til kóngsins til að segja honum frá þessari hörmunganótt. En á með- an læddist Jsabella inn í skemmuna sína, klæddi *ig vel, tíndi til eitthvað smávegis sem hún átti til matarkyns, og því næst fór hún út i hesthús og þar stóð hesturinn henn- ar með söðli og öllu og var eins og hann hefði verið að bíða eftir henni. Prinsessan sté á bak og þeysti burt. Keisarinn sendi hermenn sína og riddara út um allt ríkið í leit að dóttur sinni, en hún fannst hvergi. Ríkti þá alger sorg um allt rík ið en ekkert var hægt að gera nema leita og það var gert alveg óspart. Jafnvel keisarinn sjálfur og konan hans fóru að leita. En nú víkur sögunni til Puta. Þegar risinn sá, að hann hafði stolið hirð- meyju — eftii- því sem hann hélt — í staðinn fyr ir Isabellu, ætlaði hann að drepa Puta. En hann baðst vægðar þangað til risinn sagðist skyldi hlífa honum, ef hann gæti leyst þrjár þrautir, sem hann ætlaði að leggja fyr ir hann, en annars yrði Puti að vera vinnukona hjá risanum alla ævL „Fyrsta þrautinn er sú, þrumaði risinn, að þú átt að búa mér til hafra- graut úr lofti.“ Einnig sagði risinn að þessu yrði að vera lokið áður en hann kæmi heim um kvöldið, — en nú ætlaði hann að fara og ná í Isa- bellu. Puti fór að há- gráta þegar risinn var farinn. Nú myndi ekkert gagn verða að því, að hann hafði látið risann taka sig í staðinn fyrir Isabellu. En hvað var nú þetta! Þarna var pínulítill dvergur sem var að spyrja hann af hverju hann væri að gráta. Puti sagði honum alla söguna. Dvergurinn spurði, hvort Puti væri ekki góður drengur, svona yfirleitt. Puti sagðist vona, að svo væri. Nú ætla ég að hjálpa þér með þennan bannsetta graut“, sagði dvergurinn. „Hvernig er það hægt?“ spurði Puti steinhissa. „Farðu inn í skápinn, sem er bak við marglita steininn þarna og lokaðu að þér.“ Puti gerði það með hálfum huga. Sérðu ekki sjálf- lýsandi hnapp á veggn- um til hægri." „Jú,“ sogði Puti inni í skápn- um. „Togaðu hnappinn út“, sagði dvergurinn. Puti gerði það. „Opnaðu svo skáphurðina. Sérðu ekki hillu, sem hefur komið út úr veggnum?“ „Jú“. „Og eru ekki tveir pakkar og ein flaska á hillunni?" „Jú". „Taktu það og komdu með það“. Puti kom þá með tvo pakka og eina flösku og það stóð LOFT á öllu. „Náðu nú í pott“, sagði dvergurinn. Puti gerði það. Þá hellti dvergur- inn loftinu úr pökkunum og flöskunni, hrærði í og viti menn, þarna var lystilegasti hafragrautur í pottinum. Puti var all- ur eitt spurningamerki. „Ójá, svona einfalt var það nú,“ sagði dvergur- inn.„ En farðu nú og gangtu frá þessu aftur. Svo skaltu fá þér hafra- graut, það er alveg ó- hætt, þessi hafragrautur verður drjúgur í skammt inn“. Puti fór með pakk ana og flöskurnar í skáp inn, en þegar hann kom aftur, var dvergurinn horfinn. Hann sá bara lít inn miða á gólfinu. Hann tók hann upp og las: „Ég gleymdi að segja þér, a8 þú þarft ekki að vera ar hann kemur heim, þótt hann verði í vondu hræddur við risann, þeg skapi. Gefðu honum bara svolítinn hafragraut og þá sofnar hann undir eins og verður i góðu skapi, þegar hann vakn- ar. Ég hafði ekki tima til að segja þér þetta áð- an, vegna þess að ég hverf alltaf á kvöldin og næturnar og þá get ég ekki talað. Vertu sæll, þinn vinur, Mesúmínus. E.S. Reyndu að sjá í dag bókina risans, en hann mun fara að skrifa 1 hana, þegar hann vakn- ar. Þinn M.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.