Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2& JANÚAR 1967. 31 Jeremy Thorpe formaður þingflokks frjálslyndra Joe Grimond lét af störfum eftir 10 óra formennsku ÞAÐ kom flestum nokkuð á óvart þegar Josep Grimond sagði af sér formennsku þing- flokks Frjálslynda flokksins brezka sl. þriðjudag. Hafði Grimond gegnt þessu embætti um nærri tíu ára skeið og not- lð vinsælda meðal flokks- manna. Strax og Joe Grimmond hafði sagt af sér hófust um- ræður um væntanlegan eftir- mann hans. Og sólarhring seinna var tilkynnt að Jeremy Thorpe, þingmaður flokksins frá Norður Devon, hefði verið einróma kjörinn efirmaður Grimonds á fundi þingflokks- ins. Þótti ýmsum flokksmönn- um kosningu eftirmannsins hafa verið hraðað um of, þótt ekki væri þær umkvartanir fram bornar vegna óánægiu með valið. Thorpe, sem er 37 ára, er talinn búinn flestum þeim kostum, sem embættið krefst, og er sérstaklega vin- sæll meðal yngri flokks- manna. Hann er ungur að ár- um, stundaði nám við Eton og tók síðar lögfræðipróf við Oxford, er mjög mælskur og skemmtilegur ræðumaður, og kemur afbragðsvel fram í sjónvaipi. Það síðastnefnda er talið mjög ákjósanlegur kost- ur við leiðtoga smáflokks, þvi sjónvavpið er eina örugga leiðin fyrir flokkinn að ná til kjósenda um land allt. Þótt tilkynnt hafi verið að Thorpe hafi verið ein- róma kjörinn eftirmaður Grimmonds, gekk það ekki fyrr en við aðra atkvæða- greiðslu. Þingmenn frjáls- lyndra eru 12 og við fyrstu atkvæðagreiðslu féllu atkvæði þannig að Thorpe hlaut sex atkvæði, Eric Lubbock þrjú og Eirf/n Hooson þrjú. Eftir fyrstu umferð óskuðu báclr hinir þingmennirnir eftir að fá að draga sig í hlé, og til að sýna samstöðu innan þing- flokksins var það Luccock, sem við aðra atkvæðagreiðslu lagði til að Thorpe yrði kos- inn, og Hooson lýsti stuðningi við þá tillögu. Hlaut Thorpe þá öll greidd atkvæði. Þegar úrslitin voru kunn- gerð, brugðust ýmsir flokks- menn illa við og sendu aðal- stöðvum flokksins í London mótmæli. Töldu þeir að leita hefði mátt álits flokksmanna um þessa mikilvægu kosn- ingu, og vel hefði verið unnt að bíða með formannskjörið í tvo til þrjá daga. Um tíma leit út fyrir að þingmenn flokksins ætluðu að taka þessi mótmæli til greina og efna til nýrra kosnirf i, en frá því var horfið, því talið var að frest- un gæti skaðáð flokkinn út á við. Eins og fyrr getur greindi menn ekki á um það hvort Thorpe ætti að taka við for- ustu þingflokksins, því hann nýtur mikilla vinsælda. Um hitt var deilt hvað form skyldi haft á kjöri formanns þingflokksins. Verður það eitt fyrsta verk Thorpes í forseta- embættinu að semja nýjar reglur varðandi formannsk.Lr ið. Hann verður einnig að eiga forustuna að því að marka stefnu flokksins yfirleitt, og er talið að hann feti þar mjög í fótspor Grimmonds, eða verði eitthvað róttækari en fráfarandi formaður. Fyrst um sinn mun Thorpe leggja höfuð áherzluna á að marka stefnu flokksins í efna- hagsmálum. Lagaákvæði Har- olds Wilsons forsætisráðherra varðandi bindingu kaupgjalds og verðlags fellur úr gildi i júlí, og lítur Thorpe þannig á málið að þar liggi ríkisstjórn Verkamannaflokksins vel við höggi. Fjöldi kjósenda hefur snúið baki við Verkamanna- flokknum vegna kaupbinding- arinnar, að því er Thorpe tel- ur og hyggst hann reyna að tryggja sér fylgi þessara ó- ánægðu kjósenda. Thorpe var fyrst kjörinn á þing árið 1957, er hann vann núverandi kjördæmi sitt af frambjóðanda íhaldsflokksins. Síðar varð hann talsmaður flokksins varðandi nýlendu-, samveldis- og innanríkismál. Jeremy Thorpe :neð hcillaóskir frá flokksbræðrum eftir að hann var kjörinn formaður þingsflokks Frjálslynda flokks- ins sl. miðvikudag. Forfeður Thorpes langt aftur í tímann hafa jafnan verið eindregnir fylgismenn íhalds- flokksins, og voru t. d. bæði faðir hans og afi þingmenn íhaldsflokksins. En Thorpe, þótt hann væri uppalinn i kenningum íhaldsmanna, sneri baki við þeim í skóla og gekk í lið með rót- tækari fylgismönnum FrjáV- lynda flokksins. Sumair af skoðunum Thorp- es hafa valdið ágreinin'gi inn- an flokksins, ag þá ekki sízt sú, sem hann barðist fyrir sl. haust, þegar Rhodesíudeilan var á allra vörum. — Vilidi Thorpe að gerðar yrðu loft- áráisir á járnbraiutina rrúlti Rhodesíu og Suður-Afríku trl að stöðva vöruflutninga tii stjórnar Ian Smiths. Ennfrem ur dró hann þa'ð í efa að efna hagsaðgerðir einar nægðu til að hrekja Smith frá völrium í Rihodesíu, og vitdi að Bret- ar væru reiðubúnir til að beita hervaldi geg.n Smith. Thorpe hefur fengið mikið lof fyrir mæiskul-ist sin® og fyndni í máifilutningi. Á hann þá oft ti.1 að verða hetet til illskeyttur, eins og má marka af ummælum hans um Lávarðadei'ld brezka þingsins. Um hana sagði hann að þar væri að finna beztu sönnun- ina fyrir því að líf væri til eftir dauðann. Svala Nielsen Framhald af bls. 5. sóna. Einkum voru móðirin í óperu Menottis og Antonia í Æfintýrum Hofifimanns mér hugstæðar. Ég hafði svo mikla samúð með þeim. Og mér fannis-t ósikapLega gaman að vera japamska stúlkan með knóbeygjurnar og skrýtna gönguilagið í Madame Butterfly. í fyristu fékk ég harðsperrur, en það hvarf. Marta er ólík þessum drama- tísku óperum. Það er gaman- ópera og efnið eins og geng- ur og gerist í þeim. Og það er öðruvifii að syngija svo mik- ið me'ð öðrum. Þá verður að falla meira inn í rammann, en er ekki eins frjáilst um að túlka persónuna. — Þitt íyrsta hlutverk, móð Irin í „Amal og nætungestirn- ir“, er þér auðheyrilega huig- Stætt? — Já, það var mjlög ckemmtilegt. Musica Nova setti það á svið. Við vorum um 50 manna hópuT, sem unnum í sjál'fiboðaliðsvinnu við Mtil skólyrði, en vimnu- gl.eðin var avo mikil. Ég var ekki komin að neinu ráði í hóp einsöngtvara og ég var svo hrædld við að taka þetta hflutveiik að mér. Hlubverkið er nmér því mjög minnisstœtt. Amal og næturgesitirnir er jólaleikur, skrifaður fyrir ejónvarp. Mér fiinnst _ð reyna ætti að tæra það upp á hverj- um jólum, því það er svo mik ið íyrir börnin, Á því er þó nok'kur hænigur. það er skil- yrði að 10—12 ára ga.mall drengur syngi, bannað að haía sbúilku 1 hlubverkinu og svo músikalskur sönglvari á þeim aldni, sem sá sem við höfð- um, er eklki á hverju strád. — Nú er fólki gefinn kost- ur á fjöl'skyldumið uim á Mlörtu I Þjóðleikhúsinu, svo þá er sjálfsagt meira um börn á sýiningunum. Eru nokkur Óþægindi af þvl að hafa mik- ið aif börnum á éperusýnirvgu? — Nei, siður en svo. Mér finnst sérstakllega gaman að syngja fyrir börn. Þau fylgj- ast svo ved me'ð. Auguin verða svo stór _ og gleðimerki sijiást á þeim. Ég féklk að reyna það þegar við vorum með „Amal og næturgestina“ hér um ár- ið. Þó einhver svol'ítiLl háv- aði verði, þá er hann af þvi taigi að aðeins er ánægjulegt að hafa börnin. Og það eru þau sem verða óperugestir fram tíða rinnar og gott að geta veitt þeim tæki'Pæri til að kynnast óperuflutningL Framhald af bls. 32. — Hann er í stuttu máii þannig, að De Sanctis sér mér fyrir bíl hverja keppni í for- múla III, sem þeir vilja að ég taki þátt í. Þeir láta mér í té bifvélavirkja, sjá um alla flutninga á milli keppnis- staða, hafa alltaf til reiðu alla þá varahluti sem með þarf og sjá um að bíllinn sé alltaf í fullkomnu lagi. M.a. má nefna, að ég hef þrjá vara- mótora og við hverja keppni verða tveir til þrír vélamenn mér til aðstoðar. Það þarf vart að taka fram hvílík gífur leg viðbrigði þetta eru fyrir, mig frá því í fyrrasumar, er ég þurfti að sjá um allt sjálfur og varð hvað eftir annað að hætta keppni vegna bilana og skorts á varahlutum. Það má segja að nú fyrst geti ég farið að keyra. — Hvað um fjármálahlið- ina? — Allt keppnistímabílið verð ég á föstum launum, auk ákveðins hluta af startpening- um, greiðslum frá fyrirtækj- um og verðlaunum, sem ég kann að vinna. Ég fæ nú ítalskt keppnisskírteini, en verðlaunagreiðslur til ítalskra leyfishafa eru miklu hærri en til erlendra skýrteinishafa. — Að lokuoj Sverrir. Hvernig leggst sumarið í þig: — Auðvitað mjög vel. Nú þarf ég ekki lengur að hafa áhyggjur af að eitt eða annað bili, því að nú hef ég trausta stuðningsmann á bak við mig. í stuttu máli, ég get keyrt eins og mig langar ,'il og ég er fullur óþreytu ef*ir að geta byrjað. - ÚR VERINU Fra.mhald af þls. 3 komi á fót kauphöll, en ein- hverra hluta vegna hefur það ekki verið talið fært ennþá. Ekki myndu nema fá, stór, viður- kennd fyrirtæki fá hlutabréf sín skráð þar. Þar yrðu líka til sölu ríkisskuldabréf, skuldabréf sveitafélaga o.s.frv. Til þess að almenningur fáist til að kaupa hlutabréf að nokkru marki, verður tvennt að vera fyrir hendi: Hann verður að geta gengið nokkurn veginn úr skugga um, hvers virði hluta- bréfið er, sem hann ætlar að kaupa, en það getur hann ekki, nema verðið sé skráð af aðila, sem hann getur treyst, eins og kauphöll. Hitt er það, að kaup- andi hlutabréfs geti hvenær sem er selt bréf sitt, ef hann þarf á peningunum að halda. Það er því nánast óhjákvæmi- legt, á meðan ekki er hér starf- andi kauphöll, að stór hlutafélög sem vilja fá almenning til þess að kaupa hluti, séu sjálf nokk- urs konar kauphöll, þar sem hluthafar geta hvenær sem er selt bréf sín fyrir sannvirði. Ein hver mundi hugsa sem svo, að þetta væri óframkvæmanlegt fyrir hlutafélögin. En það er ekki sannvirði á bréfunum, ef hlutafélagið getur ekki svo til strax selt þau aftur fyrir sama verð og það keypti þau á. Al- menn þátttaka fæst ekki í hluta- félögum, fyrr en bréfin geta gengið viðstöðulaust kaupum og sölum. „Verið kemur ekki um næstu helgi vegna fjar- veru höfundar. — Rektor Framhald af bls. 1 dr. Kerr algerlega andvígur og lauk deilunni svo, að á stjórnar- fundi skólans í gærkveldi sam- þykktu fjórtán stjórnarmenn gegn átta, að dr. Kerr skyldi víkja úr embætti. Dr. Kerr sagði á blaðamanna- fundi í morgun, að Reagan ríkis- stjóri hefði verið meðal þeirra 14, sem greiddu atkvæði gegn honum. Hann sagði, að stjórn háskólans bæri skylda til að láta ekki pólitískar sveiflur í Kali- forníu hafa of fljótt áhrif á störf skólans og það hefði aldrei gerzt við háskóla í Bandaríkjunum, að skipta þyrfti um rektor jafn- framt því sem skipt væri um rík- stjóra. Reagan lét svo ummælt við blaðamenn, að stjórn skólans hefði farið skynsamlega að ráði sínu, og bætti við, að dr. Kerr hefði leitt þess ákvörðun yfir sig sjálfur, því að hann hefði sjálfur óskað eftir traustsyfirlýsingu skólastjórnarinnar. Dr. Kerr hefur verið rektor Berkely háskólans frá því árið 1958. Berkeley háskóli, sem nú telur um 87.000 stúdenta, hefur verið eitt helzta stolt Kaliforníuríkis. Skólinn er talinn meðal hinna beztu í öllum Bandaríkjunum, enda hefur verið varið miklu fé til hans. Stúdentar hafa aldrei þurft að greiða skólagjöld, en nú vill Reagan innleiða 400 dollara skólagjöld á ári. Jafnframt vildi hann draga úr fjárveitingu rík- isins til skólans, sem dr. Kerr segir, að verði til þess að neita þurfi 10.000 nýjum stúdentum og 12.000 núverandi stúdentum um skólavist og auk þess draga úr kennslu í ýmsum greinum. Dr. Kerr lýsti því yfir, að hann ætlaði ekki að horfa á það þegj- andi að hálfrar aldar þrotlaust uppbyggingarstarf í Berkeley yrði að engu gert með tilkomu hins nýja ríkisstjóra. Belgrad, 21. jan. — NTB-AP. TILKYNNT var í dag, að Josip Broz Tito, foi-seti muni fara til Sovétríkjanna í lok þessa mán- aðar í boði Leonids Brezhnevs, aðalritara sovézka kommúnista- flokksins. Heimsóknin verður ekki opinber. Síðustu vikur hefur verið uppi orðrómur um það í Belgrad, að Tito færi til Moskvu á næstunni. Muni tilgangur ferðarinnar að ræða samskipti kommúnista- flokkana í Júgóslavíu og Sovét- ríkjunum, sem stirðnuðu nokkuð á ný við að Júgóslavar neituðu að taka undir tillögur Sovét- manna um að efna til heimsráð- stefnu kommúnistaflokka þar sem endanlega verði skorið úr um deilur flokkana í Kína og So vétrik j unum. Brezhnev kom til Belgrad I september sl. og ræddi málið við Tito en enginn árangur virðist hafa orðið af þeim fundi. Síðan hafa Sovétmenn haldið áfram áróðri sínum fyrir því að heims- ráðstefna verði haldin og orðið nokkuð ágengt. Júgóslavar hafa hinsvegar staðfastlega mælt gegn slíkri ráðstefnu — nú síðast fyrir tíu dögum birtist tilkynn- ing frá miðstjórn júgóslavn- eska flokksins þar sem sagði, að hún teldi ekki timabært að halda heimsráðstefnu. Sagði þar enn- fremur að Júgóslavar gætu ekki sætt sig við neinar bindandi samþykktir sem leiða myndu til þess, að aftur yrði komið á einni forystu og miðstöð fyrir mál- efni kommúnista um heim allan. „Slíkt samræmist ekki sjálf- stæðishugmyndum Júgóslava“, sa™ði í tilkynningu miðstjórnar- in..ar. — Sverrir i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.