Morgunblaðið - 22.01.1967, Side 21

Morgunblaðið - 22.01.1967, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1«67. 21 — Þotan Framihald af bls. 12 munu sum flugfélög hafa bent flugmönnum sínum á að nota minni vænghemla og meiri hraða ■við lendingu á þessum flugvél- um, sem þýðir jafnframt, að þær þurfa lengri flugbrautir. Er hætt við, að þá væri „draumurinn" um Reykj avikurflugvöll búinn, þótt ekki komi annað til, svo sem varkárni yfirvalda eins og í okk- ar dæmi. Sá, sem þetta ritar, hefur lengi fylgzt með skrifum um Reykja- víkurflugvöli og nokkrum sinn- um tekið þátt í þeim. Formæl- endur vallarins hafa oft tekið dæmi frá útlöndum, sem átt hafa að sýna að hér væri ekki meiri vandi en sums staðar annars staðar. f>egar aðstæður hafa ver- til að kynna sér frekar hin erlendu dæmi, hefur að jafnaði fcomið í ljós, að samanburðurinn hefur ekki átt við nema að tak- mörkuðu leyti. Tempelhof-flug- völlur í Berlín hefur oftast verið nefndur í þessu sambandi. Varð- andi þennan flugvöll má benda á, að Vestur-Berlín stendur og fellur með fluginu, og er því verjandi að taka þar meiri á- hættu en annars staðar, jafn- framt því sem íbúarnir vita, að hávaðinn verður ekki aðskilinn frá þessari lífæð þeirra. Þrátt fyrir þetta mun þotuflug um Temp elhoff lu g völl hafa valdið miklum deilum. Þá eru innan- landsflugleiðir í Þýzkalandi marg falt styttri en flugleiðin milli Reykjavikur og Evrópu. Þar með þarf Boeing 727 ekki að vera nærri eins hlaðin af eldsneyti í fyrra dæminu eins og því síðara, sem munar verulegu varðandi brautarlengd, sbr, það sem áður var sagt um Loftleiðavélar af gerðinni DC-6B á vesturleið. Enn má nefna, að aðflugsljós ná langt út í borgina frá Tempelhof, sem ekki þætti gott í Reykjavík. Niðurstöður Reyjavíkurflugvöllur er í dag ekki viðbúinn því að taka við þotu. Með miklum tilkostnaði mætti gera hann svo úr garði að dygði fyrir þotu af gerðinni Bo- eing 727, en þó væri ráðlegt að lengja flugbrautirnar, nauðsyn- legt að styrkja þær, bæta slökkvi liðið, koma upp aðflugsljósum og gera fleiri ráðstafanir, sem hljóta að kosta stórfé, en samt væri flugvöllurinn ekki fyrsta flokks. Þessi fjárfesting er með öllu ástæðulaus, þar sem við höfum Keflavíkurflugvöll. Sér- vtaklega ber að vara við þeim vinnubrögðum, að smám saman sé fært sig upp á skaftið með því að láta gera þetta og hitt og segja svo að lokum, að nú sé búið að eyða svo miklu, að ekk- ert vk sé 1 öðru en halda áfram. Engin neyð er fyrir ibúa Reykjavikursvæðisins að aka í 40—45 mín. út á Keflavíkurflug- völl. Og ef menn notuðu einka- bíla tæki ferðin 30—45 min. eftir því hvar þeir búa. Menn verða nefnilega að muna, að það tekur líka tíma að komast út á Reykja- víkurflugvöll. Oft 10—20 mín. eftir staðsetningu viðkomandi farþega. Um bostnað Flugfélagis íslands af flutningi suður eftir er það að segja, að verulegur hluti hans er talinn vera vegna flutnings- kostnaðar á farþegum. Áreiðan- lega er auðvelt að koma því svo fyrir, að farþegar greiði sjálfir þennan kostnað, og mundu þá mjög margir nota einkabíla, en ef ábyrgðartilfinningin er svo mikil, að einhverjir vildu fara að reikna út þjóðhaglegan kx>stn- að af þessum flutningum, þá mundi betri nýting Keflavíkur- flugvallar og aðstöðunnar þar vinna upp þann kostnað. Hávaðinn frá þotunni yrði á- reiðanlega mörgum mjög hvim- leiður, svo að ekki sé meira sagt, auk annars ónæðis vegna út- blásturs hreyflanna. Er óvíst að yfirvöld í Reykjavík og Kópa- vogi kærðu sig um að háttvirtir kjósendur liðu fyrir þetta, auk þess sem þeir væru settir í óþarfa hættu vegna þotuflugs yfir húsum þeirra. Að lokum er það svo mórall- inn á bak við allar kröfurnar. Fyrst er farið fram á langstærstu ríkisábyrgð til einkaaðila, sem um getur, svo er beint eða ótoeint ætlazt til, að stórfé sé varið til lagfæringar á Reykjavíkurflug- velli fyrir þotuna. Hvar í heim- inum mundu menn leyfa sér slíka kröfugerð fyrir eina flug- vél? Er ekki kominn tími til, að menn átti sig á, að í þessu sam- bandi þýðir ekki að vitna til Glasgow eðá annarra slíkra staða. í Glasgow búa 12 sinnum fleiri íbúar en á Reykjavíkur- svæðinu og 6 sinnum fleiri en á öllu íslandi. Þetta skapar æði mikinn aðstöðumun. Ef í'búar Glasgow væru ekki fleiri en Reykvíkingar og að öðru leyti í svipaðri aðstöðu, mundu þeir á- reiðanlega nota sinn Keflavíkur- Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu flugvöll, sem er Prestwick, ann- ars væru þeir ekki eins hagsýnir og af er látið. Enda var hinn „nýi“ Glasgow-flugvöllur áður herflugvöllur og kostnaður við hann því ósambærilegur og ef um nýjan flugvöll væri að ræða. Um öryggismálin er það að segja, að mikilvægt er að gera allt, sem hægt er, til að hafa þau í lagi, og öryggistilfinning far þeganna verður vissulega meiri með því að nota Keflavíkurflug- völl. Komi eitthvað fyrir á flug- velli, sem liggur undir gagnrýni, getur verið erfitt að standa und- ir þeirri ábyrgð. Auk þess er mjög erfitt að reka eina þotu, og má engin töf verða um háanna- tímann til þess að allt fari úr skorðum. Einnig af þessum á- -stæðum má ekki taka neuia Óm þarfa áhættu, Að lokum ber að óska þess, a• þota Flugfélags íslands verðl þjóðinni til gæfu og gengis. AS hún verði staðsett þannig, að all- ir geti tekið á móti henni með óblandinni gleði, og að þota númer tvö sigli sem fyrst í kjöl- farið. STÚDENTAR! Aðstoð við skattaframtöl Stúdentaráð Háskóla íslands vill benda stúdentum á að nú koma til framkvæmda nýjar reglur varðandi framtal á námskostnaði. Ber stúdentum að fylla út sérstök eyðublöð þar að lútandi og senda með skattframtali sínu. Eyðublöð þessi fást á skattstof- unni og á skrifstofu Stúdentaráðs í háskólanum. Á vegum S.H.Í. er stúdentum nú gefinn kostur á aðstoð við skatt- og námskostnaðarframtöl sín fyrir árið 1967. Yerða fulltrúar S.H.Í. til viðtals í setustofu í kjallara Nýja Garðs daglega kl. 3—7 sd. frá og með mánudeginum 23.þ.m. til þriðjudags 31. þ.m. að sunnudeginum undanskildum. Gjald fyrir aðstoð er kr. 50.00. S.H.Í. HUSBYGGJENDUR - HUSBYGGJENDUR Spor/ð tima, fé og fyrirhöfn, fáið t<éverk i húsið á einum stað Eigum jafnan til fyrirliggjandi eldhúsinnréttingar, fataskápa, sólbekki, viðarþiljur. Notum einungis fyrsta flokks efni. — Útvegum hurðir. — Eldhús með innbyggðum rafmagnstækj- um og fataskápur uppsett til sýnis á verkstæðinu. Við teikn- um og skipuleggjum íbúð yðar endurgjaldslaust, gerum til- boð í minni og stærri verk. MIÐASTOFAN NYBYLAVEG 52 SlMI 41525 RAGN ARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.