Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. Pefrína Sigrún Guðmundsdóttir MEÐ Petrínu Guðmundsdóttur frá Kjós er jarðsett verður á morgun frá Fossvogskirkju, er gengin ein mikilsvirtasta kona sinnar sveitar, Árnesshrepps í Strandasýslu. Hún var fædd 1. okt. 1879 að Reykjarfirði í Árneshreppi og t Móðir okkar, Katrín Guðmundsdóttir, andaðist 20. janúar að heimili sínu, Grettisglötu 32. Elín Guffbjörnsdóttir, Anna Guðbjörnsdóttir. t Mó'ów okkar og tenigdaimóð- ir, Hólmfríður Jónsdóttir, Undirfelli, Vatnsdal, andaðdst á sjúkralhiúsi Blöndu óss þann 20. jan. Jarðarxörin ven ður auglýst síðar. Ásta Magnúsdóttir, Jón Hannesson, Ásta Hannesdóttir, Gissur Kristinsson, Hjördís Pétursdóttir, Páil Hannesson, Bjarni Hannesson. t MaSurinn minn, Jóhannes Arngrímsson, fyrrverandi sýsluskrifari, Mávahfíð 19, andiaðist í Landsspítalamim 21, jairtúar. Guðrún S. Helgadóttir. t Jarðarför eiginmanns míns og fiöður okkax, Jóns Runólfssonar, fer íram frá Fossvogskirkju ikJ'. 1,30 þriðjudaginn 24. jan. nk. Btóm eru vinsamlegast af- beðin en þeim sem vi'ldu minnast hans er bent á líkn- arstofnanir. Auffbjörg Guðnadóttir, Guðni Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir. t Jarðarflör sonar míns og uppeldisöonar, Kristjáns Más, Kjartansgötu 4, Reykjavík, íee1 fram frá Fossvogskirkju á mongun, mánud. 23. jan., kl. 1,30. Þorsteinn Sölvason, Guffbjörg 'Kristjánsdóttir, Einar Jónsson. andaðist 15. þ.m. að Sólvangi í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Ólason og kona hans Sigríður Péturs- dóttir og bjuggu þau í Bæ og að Krossnesi í Víkunsveit. Sigríður var um langt skeið ljósmóðir í sveitinni, var hún farsæl í starfi, orðlögð fyrir hjálpsemi og hjarta gæzku. Petrína var eimbirni, en foreldrar hennar ólu upp nokk- ur fósturbörn að mestu eða öllu leyti, meðal þeirra frú Ragn- heiði Jónsdóttur, sem er gift hér í borginni. Dóu báðir foreldrar Petrínu á heimili hennar og nutu umhyggju hennar til hinztu stundar. Hinn 12. sept. 1900 giftist Petrína Ágústi Guðmundssyni í Kjós í Víkursveit, hinum mesta atorku- og dugnaðarmanni. Hann var happasæll formaður, ágætur smiður og víkingur til allra verka. Kjós er lítil jörð og kosta- rýr og aðaltekjur heimilisins voru af sjónum. Afkoma heim- ilisins mátti teljast góð á þeirra tíðar mælikvarða. Keypti Ágúst jörðina skömmu eftir aldamótin og húsaði hana vel upp. Heim- ilið einkenndist utan húss og inn t Hijartkæri, litJi drengurinn okkar, Hilmar Óðinn, sem lézt að heimiM okkar, Skipasundi 44, 16. þ. m. verð- ur jarðsunginn frá Ftesvogs- kirkjiu þrdðjudiaginn 24. þ, m. kl. 10,30 f. h. Ingibjörg Magnúsdóttir, Halldór Arason og systkini. t Innilegar þaklkir til altlra þeirra er auösýndu samúð og vináttu við andiát og jarðar- fiör móður mirknar, Guðbjargar ÁrnaHóttur. Fyrir hönd systkina, terugdia bai na og bamabarna, Tómas Vigfússon. t Okikar innMegustu þakkiir sendum við öllum þekn. sem sýndu okkur samúð við frá- fal okkar elskutegu eiigin- manna, feðra, unnusta, sona og tengdasona. Guð blessi ykkur öl'l. Jóhanna Jóakimsdóttir og böm, Fanney Finnbogadóttir og börn, Ingibjörg Hjartardóttir og börn, Guffrún Karlsdóttir, Kristjana Hjartardóttir, Karl Sigurðsson, Hjörtur Guðmundsson, Daníela Jóhannesdóttir, Lárus Sigurffsson, Gabríela Jóhannesdóttir, Jóakim Páisson, Anita Friðriksdóttir, Finubogi Jósefsson og affrir aðstandendur. an af frábærri snyrtimennsku. Biirn Ágústs og Petrínu voru sex, eitt dó nýfætt, hin fimm eru á lífi: Sveinsína, húsfrú í Djúpavík, Símon Jóhannes, próf essor í Reykjavík; Sigríður, ekkja á Akureyri; Sörli sjómað- ur á Flateyri og Guðmundur fiskimatsmaður í Hafnarfirði. Ágúst andaðist úr lungnabólgu á bezta aldri, tæplega fimmtug- ur, vorið 1915 og stóð þá Petrína eftir með ungan barnahóp sinn. Þrengdist þá mjög hagur heim- ilisins, en Guðmundur, faðir Petrínu, þótt aldraður og slitinn væri, tók þá að sér forsjá heim- ilisins og eldri börnin hjálpuðu til eftir megni. Haustið 1917 giftist Petrína aftur Jóni Daníelssyni, ættuðum úr Eyjafirði, mesta dugnaðar- og framkvæmdamanni. Eignuðust þau þrjár dætur, Ingibjörgu, Ágústu og Guðrúnu. Hafa þær allar lengst af unnið sem síma- stúlkur og eru nú búsettar í Reykjavík. Jón Daníelsson átti einn son í fyrra hjónabandi, Sigurð, kaup- mann á Sauðárkróki. Var sam- band Petrínu og hans alltaf hið ástúðlegasta. Hagur heimilisins var góður fyrstu hjúskaparár þeirra, en brátt dró ský fyrir sólu. Hin 3—4- síðustu æviár sín kenndi Jón mikillar vanheilsu og and- aðist hann eftir langvarandi veik indi haustið 1929. Stóð þá Sörli sonur Petrínu fyrir búinu um hríð. Hætti hún skömmu síðar búskap og dvaldist lengst af síð- an á heimili Guðmundar sonar síns og konu hans, Esterar Magnúsdóttur í Djúpavik, og fluttist með þeim til Hafnarfjarð ar haustið 1959. Reyndist Ester tengdamóður sinni sem hin bezta dóttir, ekki hvað sízt eftir að heilsu og kröftum hennar fór að hraka. Heimilið í Kjós, var jafnan frek ar mannmargt, 12—14 manns. Bærinn stendur í þjóðbraut undir Trékyllisheiði, sem er langur og erfiður fjallvegur, og var þar jafnan mjög gestkvæmt og var öllum látin í té sá beini sem unnt var. Oft bar þar að garði hrakta menn af heiðinni, sem þörfnuðust góðrar aðhlynningar. Allur beini var veittur ókeypis og önnur fyrirgreiðsla að þeirra tíðar sið og með glöðu geði. Gest- risni sinni hélt Petrína alla tíð með aðstoð Esterar tengdadóttur sinnar. Ég kom oft í Kjós og átti þar margar skemmtilegar stundir, en aldrei var betra að koma þangað en þegar maður kom þreyttur og hrakinn úr illviðrahamnum á Trékyllisheiði. Gleymdust þá fljótt ferðaraunirnar við góðan beina og skemmtilegar samræð- ur við gestrisna húsbændur í hreinlega og hlýlega gamla bæn- um. Góð vinátta með frændsemi var milli foreldra minna og Kjósarfólksins. Man ég enn, hve innilega mér þótti vænt um „ljósu“ mína, Sigríði Pétursdótt- ur, og minnist enn hinnar móð- urlegu blíðu og nærgætni, sem hún sýndi okkur unglingunum og fannst mér alltaf, að allir hlytu að vera góðir __ í návist hennar. Skin og skúrir skiptust á í lifi Petrínu. Hún var hamingjusöm í einkalífi sínu, en varð að þola þær sorgir að missa báða eigin- menn sína fyrir aldur fram. öll börn hennar eru vel gefin og urðu þau, barnabörn og barna- barnabörn hennar, henni til mik- illar gleði í ellinni. 89 afkomend ur hennar munu nú vera á lífi. Hún var húsmóðir á stóru heimili og auk hins stóra barna- hóps síns ól hún upp þrjú um- komulaus börn að miklu eða öllu leyti. Petrína var lítil vexti, grönn, fíngerð, létt á fæti og rösk til verka á yngri árum sínum. Þrá hennar til mennta og menningar var mikil, en tækifæri lítil til þess að svala henni. Öll sú kennsla, sem hún fékk, var sú, að hún naut á unglingsárum sín- um einn vetur tilsagnar ágætis- konunnar Margrétar Jónsdóttur konu Jóns Auðuns alþingis- manns, að Ögri við ísafjarðar- djúp. Lærði hún m.a. af henni svo mikið í dönsku, að hún varð síðar allvel læs á það mál og átti það án efa sinn þátt í því að víkka andlegan sjóndeildar- hring hennar. Héldu þær Margrét vinfengi sínu til ævi- loka. Petrína las mikið, einkum á efri árum sínum, hún var sér- staklega ljóðelsk og kunni ó- grynnin öll af ljóðum eftir mörg helztu skáld þjóðarinnar. Hún var vel hagmælt, en flíkaði ekki skáldskap sínum. Þegar hún fór alfarin úr sínum kæru heimahög- um, kómin fast að áttræðu, kvað hún þessa vísu: Finn ég minni förla og sýn, farin hverfa árin. G eym nú blessuð byggðin mín brosin mín og tárin. Petrína var mjög trúuð kona og grandvör í öllu líferni sínu. Trúin var henni sjálfsagður hlut ur en deildi aldrei um trúmál, var umburðarlynd og allar kreddur og ofsatrú voru fjarri skapi hennar. Hún las mikið af guðsorðabókum, en Passíusálm- arnir og sálmabókin voni henni allxa kærust. Aldrei hvarflaði að henni kveljandi efi um trúarat- riði. Traust hennar á forsjón Guðs var henni inngróið, hún treysti handleiðslu hans og kveið í engu mæðu og hrelling dauð- ans. Hún hélt íullu minni, ráði ög rænu allt fram til hins síðasta, en 1—2 síðustu Vikurnar féll hún í þjáningarlaust svefnmók mest allan sólarhringinn, sem ágerðist, unz hún vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Blessuð sé minning þessarar mikilhæfu og góðu konu. Ólafur A. Guffmundsson. PETRÍNA Sigrún Guðmunds- dóttir frá Kjós í Strandarsýslu, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju á morgun. Petrína var fædd í Reykjar- firði í Árneshreppi 1. okt. 1879. Hún var einbirni, dóttir hjón- anna Sigríðar Pétursdóttur og Guðmundar Ólasonar. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu fjögur árin í Reykjarfirði, síðan fluttist fjölskyldan að Bæ, og síðar að Krossnesi í sama hreppi, þar sem hún dvaldist til ársins 1900, en það ár giftist hún Ágústi Guðmundssyni frá Kjós, miklum athafna- og dugnaðar- manni, og stórgáfuðuim, og flutt- ist hún þá að Kjós þar sem þau hjónin tóku við búsforráðum, og farnaðist vel, enda bæði gáfna- og mannkostamanneskjur. Árið 1915 andaðist Ágúst, og var það þungur harmur fyrir Petrínu, sem stóð þá uppi með fhnm ung börn, en þau eru: Sveinsína, húsfrú á Djúpavík; prófessor Símon Jóhannes, búsett ur í Reykjavík; Sigríður, ekkja búsett á Akureyri; Sörli búsett- ur á Flateyri; Guðmundur, verk stjóri, búsettur í Hafnarfirði. Næstu tvö árin stýrir Petrína búinu, með aðstoð föður síns, sem reyndist henni þar til halds og trausts. Árið 1917 giftist Petrína Jóni Daníelssyni, aðflutt um dugnaðar- og gáfumanni, sem kynnti sig vel, enda fljót- lega framámaður í hreppsmái- um og síðar hreppstjóri. Með Jóni eignaðist hún þrjár dætur: Ingibjörgu, Ágústu og Guðrúnu sem allar vinna hjá Landssím- anum og eru búsettar í Reykja- vík. Auk þess taldi Petrína Sig- urð stjúpson sinn sem sitt barn (hann var sonur Jóns frá fyrra hjónabandi, Jón var ekkjumað- ur), og fór vel á með þeim, og reyndisf Sigurður stjúpu sinni vel þegar mest á reið. Jón andaðist 7. sept. 1929. Litlu síðar fer hún að Vífilsstöð- um, til lækninga enda farin að heilsu, eftir erfitt lífsstarf, urðu eldri börnin móður sinni til hjálp ar með búskapinn, en yngri dætr unum var komið til vanda- manna. Eftir nokkra dvöl á Vífils stöðum fer Petrína aftur heim að Kjós, og lætur hún búið í hendur Sörla syni sínum, sem þá er nýgiftur. Síðar flyzt hún til Símonar sonar síns, og fyrri konu hans, Aðalheiðar, sem bú- sett voru í Reykjavík. Seinna fluttist hún til Guð- mundar sonar síns og Esterar konu hans, sem höfðu reist sér heimili að Djúpavík. Þar undi hún sér vel í skjóli fjalla og náttúru æstoustöðvanna. Hún átti við góða aðhlynningu og öryggi að búa þar hjá syni og tengda- dóttur, og var hún hjá þeim til hinztu stundar, að undanskildum tveim síðustu árunum, að hún dvaldist að Sólvangi í Hafnar- firði, þar sem hún lézt 15. þ.m. Það hefur þurft mikinn dugn- að, og góð forráð hjá ungu kon- unni, sem 21 árs gerðist hús- móðir í Kjós. Þetta er bærinn, sem stendur næst Trékyllisheiði að norðan, og mátti því segja, að þetta væri endastaður flerða- manna, sem toomu norður heiðl, og eins þeirra sem ætluðu suður yfir heiðina, og þurfti því marg- ur ferðalangurinn að njóta góðr- ar aðhlynningar, og umönnunar húsmóðurinnar í Kjós, ekki hvað sízt í vetrarferðum, sem reynd- ust oft mestu svaðilfarir, sem voru þó óumflýjanlegar vegna legu hreppsins. Þurfti oft að sækja lækni til Hólmavíkur, en sími var ekki lagður norður i Árneshrepp fyrr en 1923, svð segja mátti að Kjós væri miðstöð ferðamanna fyrir heiðarferðir. Petrína var góð kona í orðsins fyllstu merkingu, þótt efni væru ekki mikil, þá var gestrisni og hjartahlýja einstæð og ávallt fyrir hendi. Aldrei sagði hún styggðarorð um neinn, en var ætíð málsvari þeirra sem minna máttu sín, ef svo bar undir. Petrina var fróðleiksfús og vel lesin, og fylgdist vel með, og átti ég (sem þessar línur skrifa) oft skemmtilegar stundir í við- ræðum við hana, um landsins gagn og nauðsynjar, ávallt var sama um hvað var rætt, hún virtist hafa ígrundað allt sem máli skipti, og frásagnarhæfileik ar hennar voru þannig að maður hreyfst með sjálfur, sem væri maður þátttakandi I atburðun- um sem hún lýsti. Mátti því segja með sanni, að hún miðlaði öðrum fróðleik í stórum mæli, svo sem bezt sést á velheppnuðu uppeldi stórs barnahóps, á lífs- leið sorgar og erfiðis. En hún trúði á guð og handleiðslu hans til bjargar sér og barnalhópnum stóra, og henni varð að trú sinni, börnin uxu og döfnuðu og urðu að góðum þjóðfélagsþegn- um, og henni skapaðist þar af leiðandi meira öryggi og ró. Af- komendur Pe ínu (það er að segja börn, ba labörn og barna- barnabörn) ei u nú 89 talsins á lífi. Við hjónin sendum börnum hennar og öðrum ástvinum okk ar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall elskulegrar og umhyggju samrar móður, ömmu og lang- ömmu. Blessuð sé minning hennar. S. Pétursson. Jarðskjálfti í Mongólíu Moskvu, 20. jan. NTB. KRÖFTUGUR jarSskjálfti varð í Mongólíu í dag. Voru upptök jarðskjálftans um 270 km. vestur af höfuðborginni Ulan Bator. Styrkurinn mæld ist milli 8—9 stig á jarð- skjálftamæli, sem mest sýnir 12 stig. Engar upplýsingar liggja fyrir enn um tjón af völdum jarð- skjálftans. Jafnkröftugur jarð- skjálfti varð í Mongólíu 5. jan- úar s.l. í óbyggðu fjallahéraði og urðu þá engin slys á flólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.