Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1067. BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM IMAGIMÚSAR skipholti 21 símar21190 eftir lokun simí 40381 _ Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA biloleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 SMIM TÍMA ^gr nc fybirhofn ÖKUKENNSIA HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLL GÖGN VARÐANDI BÍLPRÖF ÁVALT NÝJAR VOLKSWAGEN BIFREIÐAR 35481 Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. -Ár Kostnaður við refa- og minkadráp o. fl. ,J>éttbýlingTir“ skrifar (og virðist litill vinur strjál- býlinga): „Fyrir nokkrum dögum heyrði ég veiðistjóra lesa skýrslur sínar í Rikisútvarpið. Tekið- var fram, hve mörg gren og dýr hefðu verið unnin í hverri sýslu landsins, og síðan hjó ég eftir því að kostnaður- inn við alla þessa útgerð greið- ist úr hreppssjóðum, sýslu- sjóðum og ríkissjóði. Hvers vegna ríkissjóði? Því skyldum við, sem búum til dæmis í Reykjavík eða á Akur eyri, vera að greiða kostnað við eyðingu refa og minka í fjarlægum sveitum; kostnað, sem kemur okkur ekki nokk- urn skapaðan hlut við? Mér þætti fróðlegt að vita, hvort ríkissjóður og þar með lands- lýður allur stendur undir eyð- ingu meindýra í Reykjavík. Hér er unnið að eyðingu rottna, músa, dúfna, skordýra o. s. frv. allan ársins hring, og þykir mér ólíklegt, að aðrir íslend- ingar en Reykvíkingar greiði kostnaðinn við það. Það er heldur ekkert athugavert við það, en hitt er ámælisvert, ef ég greiði skotmanni kaup, sem verður tófu að bana norður á Melrakkasléttu. — Hræddur er ég um, að þetta sé bara ein lítil útgáfa af þeim furðulega og óréttláta sið, sem háttvirtir alþingis- menn hafa smám saman verið að lögleiðíi, að Reykvíkingar skuli gjalda þess í opinberum álögum og með öðru móti, að þeir skuli leyfa sér að eiga hér heima. Við greiðum niður alls konar kostnað fyrir fólkúti um land, t. d. borgum við flutnings- kostnaðinn á ýmsum vörum þess, svo sem olíu, með alls konar jöfnunargjöldum. Þetta er óhæfa, að í lýðfrjálsu landi skuli það þolast, að níðst sé á íbúum landsins eftir bústað þeirra. Sagan' um refaeyðing- arkostnaðinn er bara lítið dæmi, sem bregður ljósi yfir spillinguna á þessu sviði. Hve- nær verður hætt að láta Reyk- víkinga borga fyrir sérþarfir sveitamanna? — Þéttbýlingur“. 'Ar Hverjir eru mest skammaðir? Velvakandi spjallaði um daginn við góðkunningja sinn yfir kaffibolla. Kunninginn hefur fylgzt með dálkum Vel- vakanda allt frá upphafi þeirra og dálkum Víkverja þar áður, og hann sagðist stundum vera að velta því fyrir sér, hvaða aðili eða aðiljar hefðu fengið flestar aðfinnslur og skammir og mest nöldur í þessum dálk- um. Ekki hafði hann tekið sam an neina skýrslu, en taldi þó, að Ríkisútvarpið, Pósthúsið, Strætisvagnar Reykjavíkur og Mjólkursamsalan mundu taka þátt í keppni um efsta sæti ásamt þremur eða fjórum öðrum opinberum eða hálfopin- berum þjónustufyrirtækjum al mennings, eins og t. d. Græn- metisverzlun landbúnaðarins eða fyrirrennara hennéu-, ýms- um sérleyfishöfum o. s. frv. Þannig hlýtur það náttúru- lega að vera, að kvartanir um frammistöðu almennra þjón- ustufyrirtækja hljóta að verða mest áberandi í dálkum eins og þessum. Hér má skjóta því inn í, að Strætisvagnar Reykja víkur hafa ekki verið skamm- aðir neitt að ráði í þessum dálk um í háa herrans tíð, svo að Velvakandi minnist, en hins vegar hafa ýmsar ábendingar komið hér fram vegna þeirra. Útvarpið hlýtur að vera eilíf og óþrotleg uppspretta nöldurs og kvabbs, þótt ekki verði ann- að með sanngirni sagt en það hafi staðið sig allvel, — hvaða álit sem menn kunna að hafa á vali erlendra frétta. Það mun reynsla Víkverja og Velvakanda Morgunblaðsins, að mjög er það mismunandi, hvernig stofnanir, — stjórn- endur þeirra og starfsmenn —, bregðast við gagnrýni og að- finnsium. Sumir virðast miklu viðkvæmari en aðrir, verða reiðir og sárir, svara ýmist engu eða illu einu til, og fyrir hefur komið, að haft hefur ver- ið í hótunum um málsókn vegna „atvinnurógs“ og níðs um viðkomandi fyrirtæki. Aðrir svara gagnrýni og fá auðvitað svarið birt. 'Ár Ostakynning Samsölunnar Mjólkursamsalan hefur marga gusuna hlotið í þessum dálkum, svo að það er með mik illi ánægju, sem Velvakandi birtir eftirfarandi bréf frá hús- móður, er notcu: stafina „G. J.“ til þess að auðkenna sig. Bréfið er skrifað sl. mánudag. „f síðastliðinni viku auglýsti Mjólkursamsalan fræðslu- og kynningarkvöld fyrir húsmæð- ur í tilbúningi mjólkur- og ostarétta. Ég var svo heppin að heyra tilkynninguna um þetta í hádegisfréttum útvarpsins sama dag, en það mun hafa farið framhjá mörgum hús- mæðrum, eftir aðsókn að dæma. Mér hefir virzt, að hús- mæður láti ekki á sér standa, ef þær hafa tækifæri til þess að auka kunnáttu sína í matar- gerð. En við, sem þarna vorum mætt þetta kvöld í vistlegum húsakynnum Mjólkursamsöl- unnar,‘nulum þeim mun betur hinna ljúffengu rétta, sem fram voru bornir. Þessa fræðslu annaðist frú Elísabet Magnúsdóttir, hús- mæðrakennari, og útbýtti hún bæklingi með uppskriftum að m.. 0víslegum réttum úr súr- mjoik, skyri og ostum. Við fengum heita ostsúpu, krydd- aða með basiliku-blöðum, síðan kaffi og hlaðið borð af réttum þeim, er kynntir voru í bækl- ingnum. Að lokum sýndi frú Elísa- bet tilbúning á kotelettum í rjómasósu með rifnum osti og papriku og súrmjólkur-búðingi Allt var þetta ókeypis. Það væri æskilegt, að þetta yrði endurtekið og auglýst betur, svo að húsmæður geti notfært sér þessa ágætu fræðslu í mat- reiðslu. Ég vil hér með senda Mjólk- ursamsölunni þakkir fyrir þessa myndarlegu framtaks- semi. Með þökk fyrir birtinguna. G. J.“. ÝÝ Póstmeistari svarar Heimabúa Matthías Guðmundsson, póstmeistari, sendir þetta bréf: „Nágranni minn í „Heimun- um“ er ekki alls kostar ánægð- ur með viðskipti sín við póst- inn. Varla getur það tailizt þótt bornar séu fram í blöðum kvartanir um eitt eða annað, ekki sízt, þegar opinber stofn- un á í hlut. Hvernig þetta er svo gert, fer vitaskuld eftir því, hver hlut á að máli og hver smekkur hins sama er í hverju tilfelli. f skrifum „Heimabúa", s.L miðvikudag, koma fram nokkr- ar kvartanir á störfum póstsins, og eru sumar þeirra þannig, að maður gæti haldið, að greinar- höfundur hefði haldið sig inn- an dyra síðustu mánuðina og þar af leiðandi ekki haft að- stöðu til að sjá með berum augum það, sem hann er að ræða um. Það er misskilningur hjá höfundi, að krossbönd fáist ekki lengur afhent í póstúti- búinu við Langholtsveg. Þau, sem ekki eru borin heim til viðtakenda (en það eru krosa- bönd, sem vegna stærðar eða lögunar komast ekki í póst- tösku eða í heimilispóstkassa), eru ávallt tilkynnt skriflega til viðtakenda, sem síðar getur vitjað þeirra eða sent eftir þeim í útibúið. Undantekning frá þessu eru eingöngu þau kross- bönd, sem innihalda tollvöru eða grunur leikur á að svo sé. í þeim tilfellum ber starfs- mönnum póstsins skylda til að senda þau til tollpóststofunnar (tollgæzlunnar) til athugunar. — Þriggja klst. ferðin, sem „Heimabúi“ lenti í vegna kross bandsvitjunar í tollpóststofuna, hlýtur að eiga einhverjar aðrar skýringar en hann lætur uppL Og klukkustundarbið eftir af- greiðslu þekktist ekki í jóla- ösinni, hvað þá aðra daga, að sögn deildarstjóra tollpóststof- unnar. Þá vil ég benda „Heimabúa“ á það, að póstútibúið við Líuig- holtsveg er ekki alveg póst- kassalaust, þótt kassinn sé ekkl á húsi því sem útibúið er í, Vegná þess að frEimhliðin er að mestu úr gleri; hann er nefni- lega á næsta húsi, Langholts- apóteki, en á milli þess og úti- búsins eru um 6 metrar. Úr þessu verður svo bætt strax, þegar gangstétt er tilbúin, en þá mun rísa við hana stór og mikill póstkassi sem auðvelt verður r* Einc.c^ Víc geta þess vegna „vindlakassanna", sem „Heima- búi“ talar um að fólki sé ætlað að láta bréf sín í, að fyrir rúmu ári voru settir upp nýir póst- kassar á þessum slóðum þeir stærstu og beztu, sem settir hafa verið upp í íbúðahverfi hér í borg fram að þessu. Stærð þessara ,vindlakassa“ er nú ekki nema 35 x 45 centi- metrar, en það ætti þó tölu- vert að komast í þá. — Með kærri kveðju til „Heima búa“. M. G.“. FIRMA með góðum verzlimarsamböndum, til sölu. Upplýsingar ekki í síma. Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl. Laufásvegi 2, sími 13243. Rýmingarsala á garni og handprjónuðum peysum. Seljum næstu daga alls konar garnteg- undir einnig handprjónaðar módelpeysur í barna og fullorðinsstærðum á STÓR- LÆKKUÐU VERÐI að HJARÐARHAGA 24 — gengið inn að vestanverðu. Opið kl. 2 — 6 mánudaga til föstudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.