Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbók 54. árg. —18. tbl. SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breytingar a stjorn- inni í Suöur Vietnam Saigon, 21. jan. (AP) IÁKL.EGT er talið að gerðar verði breytingar á ríkisstjórninni í Suður Vietnam þegar Ky mar- skálkur, forsætisráðherra lands ins, kemur heim úr heimsókn sinni til Ástralíu og Nýja Sjá- lanðs. Ekki er vitað með vissu hverj ar breytingar verða gerðar, en búizt við að forsætisráðherra geri hvort tveggja að skipa í laus ráherraembætti og skipta Brezkir rithöiundor mótmælu London. 21. jan. AP. NOKKRiR brezkir rithöfund- ar og sérfræðingar um erlenð málefni hafa mótmælt þeirri skoðun, sem þeir segja ríkj- andi, að meirihluti brezkra menntamanna sé andvígur stefnu og stöðu Bandaríkj- anna í Vietnam. Eru þarna á meðal nokkrir ungir rithöf- undar, til dæmis Kingsley Aims. Menn þessir hafa skrifað dagblöðunum brezku bréf, þar sem segir, að mikið af þeirri gagnrýni sem fram komi á stefnu Bandaríkj- anna sé illgirnisleg. Mikið af henni eigi rætur að rekja til vafasamra upplýsinga, sem haft hafi áhrif á áhrifagjarna menn, sem ekki hafi til að bera nægilega gagnrýni. Aims og félagar hans segj- ast mæla fyrir munn miklu víðtækari skoðanahóps en þeirra, sem standa að því að endurvekja andbandiarískan áróður í BretlandL Meðal annarra, sem skrifa undir bréfin, eru Robert Conquest, Edmund Crispin, Iain Hamilton, Anthony Hart- ley, Bernard Levin, Simon Raven, David Rees og Pere- grine Worsthorne. um ráðherra I öðrum. Embætti aðstoðar utanríkisráðherra losn- aði þegar fráfarandi ráðherra og einn nánasti ráðgjafi forsætis- ráðherrans, Bui Dieom, var skip- aður sendiherra í Bandaríkjun- um. Er talið að Dinh Trinh Ch- inh, sem á sæti í ríkisstjórninni, eða Nguyen Ngoc Linh, yfirmað ur hinnar opinberu fréttastofu landsins, verði skipaðir i þetta embættL Þá er talið að yfirmaður lög- reglunnar í landinu, Nguyen Ngoc Loan hershöfðingi, taki sæti í ríkisstjórninni, sennilega sem öryggismálaráðherra. Hefur hershöfðinginn valdið nokikrum deilum vegna lögreglustarfanna, og hlotið gagnrýni opinberra starfsmanna, aðallega i suður- héruðum landsins. Fleiri breytinga mun von, en ek'ki verður neitt látið uppi um hverjar þær verða fyrr en Ky forsætisráðherra keonur heim hinn 27. þ.m. Kínverskur drengur horfir á brúðuleiksýningu, sem hann vinnur við í Ungverjahöllinni í Shang- hai. Er verið að sýna kínverska verkamenn kyrkja Johnson, Bandaríkjaforseta. — Mynd þessa tók danskur blaðamaður, Jens Bjerre, er hann var á ferð i Kína nú fyrir skömmu. HAFT EFTIR LIN PIAO AÐ BORGARASTYRJÖLD GEISI Sagt að fylgismenn IVIao missi tökin í Kanton Tókíó, Peking, 21. jan. — NTB — Ó ÞÆR fregnir berast nú frá Kína, að á veggspjöldum Rauðu varðliðanna í Peking sé haft eftir Lin Piao, land- varnarráðherra og öðrum helzta ráðamanni landsins, að þar geisi nú borgarastyrj- öld. Standi þar á veggspjöld- um: „Það geisar alger borg- arastyrjöld. Við verðum að berjast af heilum hug en Rektor Berkeley háskóla vísað frá — efiir ágreining við Ronald Reagan rikisstjóra Kaliforníu Berkeley 21. jan. - AP-NTB: MIKIÐ öngþveiti varð í Berke- ley háskóla í morgun, þegar það fréttist að rektor skólans, dr. Clark Kerr, hefði verið vikið frá störfum. Hefur að undan- förnu verið uppi ágreiningur milli Kerrs og hins nýja ríkis- stjóra Kaliforniu, kvikmyndaleik arans Ronalds Reagans. Ágreiningurinn er fyrst og fremst út af fjármálum, en stjórn mál munu eiga þar einhvern þátt. Reagan er sagður hafa lýst því yfir í kosningaræðu í haust ,að Kerr hefði leyft and- stæðingum sínum í stjórnmálum að hafa uppi stjórnmálastarfsemi í skólanum. Fjármáladeilan á rót að rekja til þess, að fyrirsjáanlegur er 400 milljón dollara halli á fjár- lögum Kaliforníu og er það hlut verk Reagans að finna leiðir til að bæta þar úr. í því skyni hefur hann m.a. ákveðið að innleiða skólagjöld í Berkeley, sem ekki hefur tíðkazt þar fyrr. Því var Framtha'ld á bls. 31 jafnframt reyna að forðast að beita valdi, nema brýn á- stæða sé til“. Ó Þá herma fregnir frá Hong Kong, að fylgismenn Mao Tse-tungs séu að verða undir í baráttunni þar. Hafi birzt þar myndir af Mao, afmynd- aðar á ýmsan hátt, aðrar hafi verið rifnar niður og her- menn og lögregla skeyti því engu þótt verkamenn herji á Rauðu varðliðunum. Ó í frétt þessari segir, að verkamenn séu nú hættir að óttast flokksyfirvöldin eins og þeir áður gerðu, and- staða gegn Mao fari vaxandi innan lögreglu og hers og fylgi hans dvinandi meðal almennings. Ferðamenn, sem koma frá Kanton, segja frá æ fleiri atvik- um, þar sem myndir af Mao og veggspjöld með tilvitnunum í bækur hans hafa verið tekin niður, verkamenn sýni þreytu sína á Rauðu varðliðunum og andstöðu í vaxandi mæli og hafi komið til harðra átaka þar, sem varðliðarnir urðu undir. Haft er eftir konu einni, sem nýlega kom til Hong Kong, að Rauðir varðliðar hafi komið í skrifstofu verksmiðju einnar í borginni og krafizt þess að fá skoða hana. Hafi þá þyrpzt að þeim skrifstofufólk og verka- menn með hamra, skrúfjárn og tangir að vopnum og hrakið þá burt hið skjótasta. Einn maður hafi verið drepinn í átökunum og nokkrir meiðzt, en lögregla og hermenn hafi engu sinnt hrópum varðliðanna á hjálp. Annar maður segir frá ungl- ingasveitum, sem fari eftir Rauðu varðliðunum og rífi jafnóðum niður myndir og spjöld, sem þeir hengi upp. Þá berast frengir um myndir af Mao sem afbak- aðar hafi verið með ýmsum hætti, stundum hafi verið teikn- að á hann skegg, stundum svart- ur leppur fyrir auga hans, sér- staklega skerptar útlínur tann- anna, og einn kveðst hafa séð mynd af Mao með hring í nefi. IVIorð að yfirlögðu ráði Panmunjom, 21. jan. NTB: YFIRMAÐUR gæzluliðs S.Þ. í Kóreu hélt því fram í dag, að verknaður N-Kóreumanna, er þeir skutu 200 sprengikúlum úr strandvirki á S-kórenskan varð- bát sl. fimmtudag og sökktu honum með þeim afleiðingum að 40 menn biðu bana, hafi verið samvizkulaust morð af yfirlögðu ráði. Yfirmaðurinn sagði þetta á fundi hjá vopnahlésnefndinni í Kóreu. Sagði hann að verknað- inn væri á engan hátt hægt að afsaka með gagnásökunum. Varð báturinn hafi verið 2 sjómílur utan við hlutlausa svæðið og að eins verið að fylgja til hafnar S-kóreskum fiskibátum. Chung Kuk-puik hershöfðingi frá N-Kóreu sagði að varðbátur inn hefði byrjað skothríðina. — Hann vísaði á bug beiðni S.Þ. um rannsókn á atburðinum. Ekki hefur frétzt um slíkar * afbakanir á myndum af Mao í öðrum borgum, enda segja kunnugir eðlilegt, að Kanton búar verði fyrstir til slíkra verka þeir séu örari og uppreisnar- gjarnari en aðrir Kínverjar og hafi mjög á móti hinum miklu áhrifum Norður-Kínverja í suð- urhluta landsins. Ágangur Rauðu varðliðanna hafi og farið mjög í taugarnar á þeim. Þese utan á Liu shao chi forseti miklu fylgi Framh. á bls. 2. „Undarlegir rekkjunautar44 Washington, 20. jan. (NTB). EVERETT Dirksen, leiðtogl republikana í öldungadeild banda riska þingsins, sagði í ræðu í gær að bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu væru „undar- legir rekk.junautar", hélt því fram að hrörnun væri hlaupin í Atlantshafsbandalagið, og vildi að Bandaríkin gæfu sig meira að stríðinu í Vietnam. Mælti Dirksen með meiri ein- beitni í styrjaldarrekstrinum í Vietnam, og sagði að undánhald þar væri óhugsandi. „Við skulum gera umheimin- um það ljóst að okkur er alvara" sagði hann. Dirkson dró upp skuggalega mynd af sambandi Banda- ríkjanna við Vestur-Evrópu, og gagnrýndi stefnu Bandaríkjanna gagnvart ríkjunum í Suður-Ame ríku og Afríku. „Bandaríkin verða að hafa meiri gát á eigin styrkleika, og hugsa minna um þær þjóðir, sem líta á okkur sem vingjarnlegan, kátan og viðkvæman jólasvein, sem má níða eftir þörfuim og sparka í án ótta við refsingu“. r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.