Morgunblaðið - 28.01.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.01.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, 5 Lífið verður bara blæbrigðarík- ara ef öll áformin rætast ekki Rætt við Guðbrand í Rroddanesi HANN er lágur maður vexti, þétt ur á velli og svo kvikur og rösk- legur að enginn skyldi trúa að þar færi áttræður bóndi norðan af Ströndum. Þetta er Guðbrand ur Benediktsson í Broddanesi í Fellshreppi á StrÖndum. Hann hefur undanfarna tvo vetur sést mikið á ferli í Reykjavík, því nú hefur hann fengið sér atarf í höfuðborginni og það á sjálfu Alþingi. Við tókum Guð- brand tali skömmu eftir átt- ræðisafmælið hans um daginn. — Þegar ég lít til baka, þá sé ég að ýmsar mínar fyrirætlanir hafa brugðizt og aðrar rætzt. En þó maður komi ekki öllu fram, sem maður ætiai sér, þá getur það líka verið ávinnirwgur í líf- inu, sagði Guðbrandur. Maður leitar bara annað, þegar eitt bregzt, og við það verður lífið fjölbreyttara og fleiri blæbrigði á því. — Þú hefur ef til vill ekki ætlað þér að verða bóndi? — Ja, ég hefði nú kannski gjarnan viljað vera á annarri hillu. Ég hefi aldrei talið mig mikinn bónda. En á þeim tíma, sem ég byrjaði að búa, um líföO, var ekki margra kosta völ. Ég byrja þá búskap í Garps- dal í Geirdalshreppi, norðan megin Gilsfjarðar. Þetta kom svona af sjálfu sér. í Garpsdal var ég í yfir 30 ár. Ég var á fyrsta misserinu tekinn í fóstur af hjónunum, sem þar bjuggu, Birni Björnssyni og Sigríði Þor- valdsdóttur. Foreldrar mínir voru unglingar og varð ekkert á milli þeirra annað en þetta. En ég lenti hjá mjög góðu fólki, sem ég var svo hjá upp frá því og þau arfleiddu mig sem eitt af sínum börnum. Og 1920 kivænt- ist ég svo bóndadóttur úr Geira dalnum. Hún var einmitt dóttur dóttir fóetru minnar. Það var því ekki nema eðlilegt að við færum að búa þarna. — Þú hefur semsagt orðið ást JCanginn þarna heima á æskusióð unum og það sett þig fastan. — Ég var nú kominn yfir þrí tugt og þá löngu búinn að verða ástfanginn. Farið að snjóa yfir sumar gömlu ástirnar. En svo var það mín meðfædda hagsýni. Ég sá að ekki var gott að vera svona alla ævi. Það er víst kall- að núna að vera raunsær. Og þetta lánaðist ágætlega. En fyrri konu mína missti ég eftir fjögur ár. Hún dó úr mislingum árið 1924. Ég var nærri- dauður úr þeim líka, ag það er eina rúm- legan sem ég hefi átt um æv- ina. Það hefur verið mér til mik ils léttis á langri ævi, hve heilsu hraustur ég hef verið. — En þú hafðir ekki ætlað þér að setjast svona um kyrrt heima? — Það var ákaflega mikil út- þrá f mér og eitthvert eirðar- leysi. Og ég fór i Flensborgar- skólann árið 1910 og var þar í tvo vetur. Það var þó nokkurt fyrirtæki að fara norðan úr landi og í skóla suður í Hafnar- fjörð þá. Skólastjóri var Ög- mundur Sigurðsson og kennarar sr. Janus Jónsson og Helgi Val- týsson, sem allt voru mjöig góð- ir kennarar. Ég hefi ekki notið mikillar kennslu, en Helgi var hvað mig áhrærði einíhver sá allra bezti kennari sem hugsast gat. Hann var einn af fyrstu ungmennafélagsmönnunum og ég varð fyrir miklum áhrifum af þeirri hreyfingu. Helgi hafði ver ið í lýðháskólum í Noregi og kom með þessar hugsjónir heún og hann framfylgdi þeim með mælsku og áhuga. Ungmenaa- félagsandi var því mjög ríkjandi í skólanum í Flensborg. Skólaté- lagið okkar var líka kallað ung- mennafédag. Þetta gerði mann víðsýnni, og þegar ég kom heim frá þessu námi, voru þar fleiri sama sinnis. Það var stofnað ung mennafélag, sem er enn við liði. og hefur oft verið mikið líf í því. Á fyrsta ári var ráðist í að byggja samkom-uhús, bæði með gjöfum og sjálfboðaliðsvinnu Það var mikill eldmóður í okk- ur og hefur þess alltaf gætt hjá mér síðan. Yfii'leitt var líka rikj andi mikill féiagsandi meðal eldri kynslóðarinnar á þessum tíma og því góður jarðvegur fyrir þessa nýju hreyfingu unga fólksins. Ungmennafélagshreyf- ingin hafði mikil áhrif á okkar kynslóð alla, og ég held að við höfum notið hennar alla ævi, þannig að fyrir hana höfum við átt betra með að taka þeim gíf- urlegu breytingum, sem orðið hafa á þessum tíma. — Eftir að ég kom heim frá námi í Flensborg, þá vann ég á búinu heima í Garpsdad og við barnakennslu á veturna. Þá var farkennsla í sveitinni og kennt heima á heimilum og í samkomu húsum. — En hvernig lentir þú svo í Broddanesi? — Eftir að ég missti fyrri kon una, leiddist mér einlífið. Að tveimur árum liðnum fer ég að hugsa til að kvongast aftur. Ég hélt þá þeirra erinda yfir Stein- dalsheiði, að Broddanesi, þvi þar var ung heimasæta ólofuð, Ing- unn Þorsteinsdóttir. Hún hafði verið alin upp hjá Sigurði Magn ússyni og Ingunni Jónsdóttur í Broddanesi. Og af því svona var ástatt um okkur bæði, við vor- um uppalningar hjá öðrum, þá áttum við nokkuð sameiginlegt. Sigrún, fyrri kona mín, var líka búin að segja jnér að þetta væri prýðisstúlka, en þær voru skóia- systur. Og ég komst að raun um að það var rétt. Ég iðrast vissu- lega ekki eftir að hafa leitað í Broddanes þarna um árið. Við Ingunn erum búin að vera sam- an í 40 ár og eigum 6 börn. En þannig flutti ég sem sagt í Broddanes, og undi þar vel í 40 ár. Ég hefði ekki breytt til eftir að ég kom þangað. Búskapurinn í Broddanesi er fjölbreyttari en var á fyrri búskaparárum mínum. Þetta er mikil jörð, þríbýli þá og hefur verið fram á þennan dag. Broddanes er mikil hlunninda- jörð, bæði dúntekja og selur. Og það er mjög gaman að svodeiðis búskap. Dúntekjan er skemmt.i- leg búgrein, ef menn leggja rækt við hana. Ég hefi lifað margar góðar vornætur í sambandi við dúntekjuna í Broddanesi. — Yfirleitt hefi ég verið mik ið barn náttúrunnar og liðið bet ur úti en inni. Ég er nokkuð hrif næmur og nýt þess sem fyrir ber, þó ekki sé það nema augn'a blik. Svo hefi ég verið svo hepp inn að vera í fögru umhveríi, bæði við Húnaflóa og þá ekki síður við Breiðafjörð. En góður bóndi hefi ég aldrei þótzt vera. Bæði var nú það, að fóstri minn var á sínum tíma mikill bóndi og ég fann að ég var ekki hans jafnoki og svo hefur áhuginn ekki verið jafn mikill hjá mér. ÚR ÖLLUM ÁTTUM En það hefur gengið sæmilega. Þetta hefur allt verið ákaflega hversdagslegt og ég hefi eklú frá neinu sérstöku að segja. Ég hefi verið svona hæfilega hrif- næmur og hæfilega hagsýnn, eins og ég sagði um kvenval mitt. — Guðbjörg í Broddanesi skrifaði um heimkynni sín, var það ekki? — Jú, Guðbjörg var afasystir mín. Hún skrifaði skemmtilega æskuminningar sínar frá Brodda nesi. Kannski var það fremur eins og hún vildi hafa það en eins og það var. En það er sjálf- sagt ekki óvanalegt. 1 Brodda- nesi bjuggu þrjár systur með mönnum sínum. Guðbjörg, Ragn heiður og Ingunn, fóstra konu minnar. Afkomendur Ragnheið- ar og Guðbjargar búa þar enn, en Ingunn arfleiddi fósturbörn- in að sínum hluta og dóttir okk- ar Sigríðar býr nú á þeim parti, Framihald á bls. 19 Guðbrandur Benediktsson í Broddanesi. B1FREIÐAEIGENDUR HAGTRYGGING HEFUR FORUSTUNA, MEÐ LÆGSTU IÐGJÖLD FYRIR GÖÐA ÖKUMENN TJÓN ALLT AÐ KR. 2.500 VALDA EKKI IBGJALDAHÆKKUN Á ÁBYRGÐARTRYGGINGU HAGTRYGGING vctr sem kunnugt er, stofnuð fyrii tilhlutan bifreiðaeigenda um land allt, vegna óeðli- legra hœkkana á bifreiðatryggingariðgjöldum, vorió 1965. HAGTRYGGING hafði þá forustu um lœkkun bifreiðatryggingariðgjalda, með breyttu iðgjaldakerfi, sem önnur tryggingafélög hafa síðan að nokkru leyti tekið upp. Lœgstu ársiðgjöld ábyrgðartrygginga biireiða írá 1. maí 1967. 4 m. bifr. t.d. Skoda, Volkswagen...... 5 m. bifr. t.d. Opel, Taunus, Jeppar .... 6. m. bifr. t.d. Rambler, Ford, Chevrolet Vörubifreið (sendif.) til einkaafnota.. Vörubifreið til atvinnureksturs ....... 1. áh.sr. 2. áh.sv. 3. áh.sv. 1.900,— 1.100,— 800,- 2.100,— 1.100,— 1.000,- 2.600,— 1.600,— 1.300,- 2.200,— 1.500,— 1.000,- 5.300,— 3.200,— 2.100,- FARÞEGA- OG ÖKUMANNSTRYGGING Tekin með ábyrgðartryggingu bifreiðar. — Tryggir gegn örorku og dauða lyrir allt að 300.000 krónur. Arsiðgjqld aðeins 250 krónur. ALÞJÖÐLEG BIFREIÐATRYGGING —GREEN CARDS— iyrir þá viðskiptavini, sem fara með biíreiðir sinar til útlanda. HAGTRYGGING býður viðskiptavinum sínum einnig KASKÖTRYGGINGAR með mismunandi eigin- ábyrgð, á mjög hagstœðum kjörum. Höfum einnig haft frá byrjun HALF-KASKÖ tryggingar gegn hvers konar rúðubrotum, bruna- og þjófnaðartjóni á bifreiðum. Skrifstofan er opin f hádeginu tH þjónuslu fyrir þá, sem ekki geta komið á öðrum tíma, — Reynið viðskiptin. — Góð bílastœói. HAGTRYGGING HF AÐALSKRIFSTOFA - TEMPLARAHÖLLINNI EIRÍKSGÖTU 5-SÍMI 3 8 5 8 0 5 LÍNUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.