Morgunblaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNB LAÐIÐ ^ ..................................................-—................ ....v ............ ,..............^ 'qv • •: :^í iii n r i ' Keppt í 600 m. hlaupi í (þróttahöllinni í dag IR og KR með samelgínlegt mót f DAG fer fram í Iþróttahöll- inni fyrsta innanhússmótið í frjálsum íþróttum og fara nú ÍR- og KR-ingar að haetti stórþjóða og efni til keppni í hringhlaup- um. Verður í dag keppt í 600 m. hlaupi á hringbraut í stóra salnum, auk annara greina. Mótið hefst kl. 4 og verða keppniegreinar 600 m. hlaup, 3x40 m. grindahlaup (þ.e. vega- lengdin hlaupin þrisvar og sam- anlagður tími ræður úrslitum). >á er keppt í hástökki með at- Danir koma ■ o ÍSLENDINGAR og Danir heyja landsleik í körfuknatt- leik í fþróttahöllinni í Laugar dal 2. apríl n.k. Hafa Danir tekið boði Körfuknattleiks- sambands íslands um að koma hingað. Munu Danir koma L april, leika landsleik sunnu- daginn 2. apríl og við íslands meistarana 3. apríl. Þeir halda svo utan 4. apríl. Fundur um knatt- spyrnumál á Akra- nesi Knattspyrnuráð Akraness gengst fyrir fundi um knatt- spyrnumál í Rein n.k. sunnudag kl. 3. Reynir Karlsson landsliðs þjálfari mætir á fundinum og auk þess verða sýndar knatt- spyrnukvikmyndir. Knattspyrnumenn á Akranesi í meistaraflokki, 1. 2. og 3. flokki eru beðnir að mæta (stundvís- lega). Knattspyrno í íþróttn- hölllnnl f TILEFNI af 55 ára af- ' m mæli Vals heldur knattspyrnu ; deild félagsins „innanhúss“- • knattspyrnumót n.k. fimmtu- ; dags- og föstudagskvöld. I Keppnin fer fram i Laugar- ; dalshöllinni, og taka þátt í ■ henni 16 lið. Öll Reykjavíkur ; félögin, Valur, K.R., Fram, ! Víkingur og Þróttur, enda 1 ; lið hvert til keppninnar, einn ! ig koma 2 lið frá Keflavik og ; Akranesi og eitt frá Breiða- ! bliki og Haukum. ■ Leikið verður eftir nýjum ! reglum frá K.S.f., og er leik- ; tími 2x7 mín., og keppendur ! í hverju liði 7, þar af 4 í leik ■ hverju sinnL rennu og í þrístökki og lang- stökki án atrennu. Möguleikar frjálsíþróttamanna til innanihúskeppni hafa að sjálf sögðu stórbatnað með tilkomu Laugardalshallarinnar. Hefur þó til þessa skort ýmis tæki en væntanlega hefur þegar úr þvi rætzt. Á fyrsta innanfélagsmót- inu sem þar fór fram varð Jón Þ. Ólafsson að hætta keppni er hann hafði stokkið rúma tvo metra — því ekki var hægt að hækka frekar af því að súlurnar voru of stuttar. Vonandi skeður slíkt aldrei aftur í Laugardals- hölL Það er alger nýlunda að sjó hér keppni í hringhlaupum inn- anhúss. Að vísu er hringurinn þröngur og mun þurfa um 4 hringi til að ná 600 m. vegalengd og þröngi hringurinn gerir kröf- ur til hlauparanna. En gaman verður að sjá hvernig til tekst í þessari fyrstu tilraun með þetta hér á landL Framkvæmdastjórn fsf ásamt framkv.stjóra. Frá vinstri: Hermann Guðmundsson framkv.stj^ Gunnlaugur J. Briem, Sveinn Björnsson, Gísli Halldórsson forseti, Guðjón Einarsson, Þorvarð- ur Árnason. Iþróttasambandið 55 ára f DAG eru 55 ár liðin frá því að fþróttasamband íslands var stofn að. Minnist stjóm ÍSÍ támamót- anna með því að hafa opið hús í Tjarnarbúð í dag frá kl. 3.30 til 5 síðdegis og væntir þess að sjá þar vini og forystumenn íþrótta- hreyfingarinnar. Með stofnun ÍSÍ sameinuðust íþróttafélögin á einskonar „æðra Að ofan: Jón Árnason og Óskar Guðmundsson. Að neöan: Gunn- ar Felixson (t.h.) og Friðleifur Stefánsson. plani“ til að vinna að framgangi íþróttamálanna án þess að félags rígur eða dægurþras réði ríkj- um. Samtökin sýndu það þegar í verki að þeirra var nauðsyn. ÍSÍ hefur ætíð staðið á verðin- um. Samtökin hafa haft forystu um öll þau framfaramiál sem mest og bezt hafa elft íþrótita- líf í landinu. Að sjáHsögðu hefur sótzt misjafnlega hratt, en ávallt miðað að markinu. Löngum hef- ur fjárskortur verið starfi sam- bandsins fjötur um fót, og er það að vissu leyti enn, þó aldrei hafi verið bjartara £ þeim efnum en hin síðustu ár er íþró'ttahreyfing in fékk nokkurn veginn fastan tekjulið. íþróttahreyfingin er nú fjöl- mennasta æskulýðshreyfing landsins, og ótaldir eru þeir, menn og konur, sem með þakk- látum huga geyma minningar um íþróttaiðkanir og ánægjuleg- ar stundir meðal íþróttafólks. Það eru því margir, sem renna þakklátum huga til þeirra sem hafa fórnað starfi og tíma í þágu ÍSÍ, því það starf, sem þar er unnið, er upphaf og endir að eflingu Mkamlegrar menntar þjóðarinnar. Fram sigraöi Víking í jöfnum leik 23:19 FRAMARAR máttn sannarlega þakka fyrir að hljóta bæði stig- in í viðureign þeirra við Viking á fimmtudagskvöld. Víkingar komu mjög ákveðnir til leiks og léku þeir yfirvegað, til að byrja með. Skutu ekki nema svo til ör- uggt væri að nötturinn lenti í netinu og vörn þeirra var frem- Jón Árnason og Gunnar Fel. sigruðu í einliðaleik — á hinu opna móti TBR JÓN ÁRNASON frá T.B.R. sigr- aði í meistaraflokki, og Gunnar Felixson frá KR í 1. flokki í skemmtilegu og fjölmennu ein- liðaleiksmóti, sem Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur stóð fyrir nú nýskeð. 1 keppninni tóku þátt um 30 manns, og voru margir leikirnir skemmtilegir og tvísýnir. Mesta athygli vakti frammistaða Jóns Árnasonar frá T.B.R., sem nú virðist skara mjög framúr öðr- um íslenzkum badmintonleikur- um. Hann bar hærri hlut í úr- slitaleik meistaraflokks gegn Óskari Guðmundssyni frá KR, með 12:15 — 15r9 og 15:4. Það er jafnan viðburður fyrir badm- intonunnendur þegar þessir menn hittast á keppnisvelli, og hefur um margra ára skeið oltið á ýmsu um úrslitin. þó Jón hafi að vísu borið hærri hlut í flest- um viðureignum þeirra á sl. ári og eins nú. Af öðrum keppendum meista- araflokks vakti einna mesta og eftirtekt frammistaða Reynis Þorsteinssonar frá KR, sem í löngum og hörðum leik bar sig- urorð af Steinari Petersen frá T.B.R. Eins og áður segir vann Gunn- ar Felixson frá KR 1. flokkinn. Hann er kunnari af knattspyrnu velli en badmintonvelli, enda mun harðsnúnari á þeiim fyrr- nefnda, og á hann sigur sinn í þessu móti fyrst og fremst að þakka góðu þoli, — sem hann hefur trúlega öðlazt í knattspyrn unni. Gunnar hefur svipfallegan badmintonstíl, en virðist sjaldan spila til sigurs, og er ekki árásar- gjarn. Friðleifur Stefánsson frá KR, sá er háði við hann úrslitaleik- inn var kominn mjög nálægt sigrinum, en skorti útthald á enda sprettinum á móti hinum þol- góða knattspyrnukappa. Gunnar vann með 15:10 — 7:16 og 18:14. Af öðrum 1. flokks mönnum ber að nefna Harald Kornelíus- son frá T.B.R , sem nú þegar er eldri og sterkari mönnum mik- ill ógnvaldur, og svo Kolbein Kristinsson T.B.R., hinn gamal- kunna stangarstökkvara, sem sýndi ágæta frammistöðu, en skorti nokkuð á í þolL Keppni þessi var einskonar inngangur að stærri og meiri or- ustum, sem nú eru á döfinni hjá badmintonfólki, en keppnir eru nú margar framundan, enda æf- ingar stundaðar af miklu kappi. Mótsstjóri var Kristján Benja- mínsson. ur þétt. Árangurinn var líka sá, að eftir 10 mínútna leik var stað- an orðin 5:1 þeim í vil. En þá var líka draumurinn búinn fyrir þá. Fram setti hraða í spU sitt og Víkingarnir gættu ekki að sér og svöruðu með hinu sama. Fóru þeir þá að skjóta í ótíma og lögðu ekki heldur nógu mikla áherzlu á vörnina. Og taflið snerist við, — Fram tók öll völd í sínar hendur og skoraði hvert markið á fætur öðru og voru í hálfleik búnir að ná yfirburðastöðu 15 mörkum gegn 9. En Víkingar létu ekki mótlætið á sig fá og spiluðu skemmtilega í síðari hálfleik, sem þeir unnu með 10 mörkum gegn 8. Breyttu þeir vörn sinni og settu menn tfl höfuðs þeim Gunnlaugi og Ing- ólfi og var þeirra það vel gætt, að þeir „hurfu" alveg í hálfleikn- um. Með þessum varnaraðgerð- um tóku Víkingar alveg brodd- inn úr sókn Fram, og máttu Framarar heppnir heita, að Vík- ingur beitti ekki þessari aðferð frá upphafi. En árekstralaust gekk þetta ekki fyrir sig. Mikið var um stimpingar og pústra og nokknun Víkingum var vísað út af leikvelli, — einu sinni tveim- ur í einu. Stórskyttur Víkings, þeir Jón og Einar, nutu sín vel í hálfleiknum og skoruðu þeir mörg falleg mörk með föstuim skotum af löngu færi. Þegar 10 mínútur voru eftir af leik höfðu svo Víkingar næar unnið upp þá 6 marka forustu sem Fram hafði í hálfleik. Va» þá staðan 18:17 og þegar 6 míu. voru eftir var aftur 1 marka munur 19:18. Þá skoruðu Fram- arar 3 mörk í röð og gerðu þtur Framhaid á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.