Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967.
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. £,50 á ekinn km.
SENDU M
MAGIMÚSAR
SKIPHOtTI 21 SÍMAR 21190
eftir lokutvsimi 40381
^ sími 1-44-44
Hverfisfötn 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sím/14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 13. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
==*BHA.lftGAM
RAUÐARÁRSTÍG 31 SlWI 22022
BÍLALEIGAN
EKILL sf.
Kópavogi.
Sími 40145
• Páfagaukarnir
verðlaunaðir ?
Móðir skrifar:
„Kæri VelvakandL
Mig langar til þess að biðja
þig að birta eftirfarandi:
Ég get ekki orða bundizt
vegna umferðakeppninnar í
barnaskólum borgarinnar, sem
fram fór í gær. Það vill svo til,
að ég hefi fylgzt nokkuð með
undirbúningi þessarar keppng
vegna þess að sonur minn var
í hópi bama, er kepptu fyrir
skóla sinn. Þessi hópur var bú-
ínn að vinna mikið í málinu og
búa sig vei undir að taka þátt
í keppninni. Mér er kunnugt
um, að sum þeirra kunnu megn
ið af umferðalögunum utan að,
voru búin að lesa lögreglusam-
þykktir, umferðalög, spurning-
ar úr gömlum ökuprófum og
þar fram eftir götunum. Þau
voru 7 í hópi og skipulögðu
námið vel og m.a. þannig, að
hver þeirra skyldi hafa eitt
atriði eða tvö sem sína „sér-
grein“, enda átti að haga keppn
inni þannig, að hópurinn svar-
aði sem einn þátttakandi. En
hvað skeður svo? Þegar á hólm
inn kom, er bömunum sagt, að
þau megi ekki vera fleiri en 5.
Þá var tekið það ráð að láta
tvo vikja og var þar íarið eftir
úrslitum I prófi um efnið, sem
áður hafði farið fram í skól-
anum.
En það hróplegasta i þessu
máli er svo prófið sjálft og með
ferð umferðalögreglunnar á
þessum greindu bömum. Þeim
er m.a. hvað eftir annað sýnd-
ar myndir úr umferðinnL og
þá er ekki tekið gilt, þótt börn-
in viti hið rétta, heldur spurt
um ómerkilegar vLsur i kveri
nokkru, sem umferðalögreglan
dreifði í barnaskólana í vetur.
Það nægði sem sé ekki að vita
það rétta og segja það með sín-
um orðum, heldur varð að fara
með bögurnar, og þau börn,
sem kunnu þennan kveðskap,
án þess að nokkur trygging
væri fyrir því að þau gerðu sér
ljósa grein fyrir merkingu vís-
unnar, þegar út í umferðina
væri komið, fengu sem sé rétt
svar. Hin, sem gerðu grein fyr-
ir málinu með sínum eigin orð-
um og skilgreindu, hvers vegna
þetta eða hitt væri ekki leyfi-
legt, fengu núll.
Allir hljóta að sjá, hve furðu
leg vinnubrögð eru hér á ferð
og, að greindum börnum er
misboðið á hinn herfilegasta
hátt með slíku „prófi“.
Mig furðar eiginlega á því,
að skólastjórar barnaskólanna
skyldu ekki mótmæla þessu, en
það tjóar líklega ekki að deila
við yfirvaldið og „Allir hlýða
löggunni, sem vaxnir eru upp
úr vöggunni!“ eins og segir í
fyrstu grein umrædds kvers.
En hrædd er ég um, ao virðing
barnanna fyrir umfreðalögregl
unni hafi beðið mikinn hnekk
við þessi samskipti og það er
afleitt, ef ekki er hægt að finna
menn innan lögreglunnar, sem
eru starfi sínu vaxnir til þess
að vinna að þessu ágæta og
mikilvæga máli.
Með þökk fyrir birtinguna.
Móðir".
• Vítin, sem
varast ber
Einar skrifar:
„Velvakandi!
Þriðjudaginn 7. febrúar 1967,
skrifar „16 ára skólastúlka" í
dálkinn „um unglingavanda-
mál“.
Telur hún sig, að eigin sögn,
málsvara æskunnar!, og vonar
að þrátt fyrir það taki einhver
mark á sér, skinninu. Ég er
sjálfur æskumaður, innan við
tvítugt og námsmaður, eins og
hún, en ég vona hjartanlega, að
æskan eigi sér einhvem betri
málsvara en telpuna þessa.
Hún virðist alls enga reynslu
hafa, ekki einu sinn þá reynslu
sem þeir „13—17 ára ungling-
ar“, sem hún talar um, venju-
lega hafa. Allt bréf hennar ber
vott um bamaskap og lélegan
utanaðlærdóm, og er æskunni
sem hún telur sig útvalinn mál-
svara fyrir, nánast til skamm-
ar. Er ég henni alls ósammála
um að orð hennar eigi erindi
til allra.
Orðrétt segir hún: „En því
miður eru ekki allir frá góðum
heimilum, og þeir unglingar,
sem eru svo „óhamingjusamir“
að vera frá óregluheimilum,
eru auðvitað eins og þeir, sem
gefa þeim fordæmið." Þokka-
legt það. Og síðar: „En það er
tilgangslaust að prédika, að
þetta eða hitt sé bannað, það
verður að sýna unglingunum
fram á þetta vandamál með
áþreifanlegum dæmum.“ Hver,
hver af öllum mönnum hefur
áþreifanlégra og voðalegra
dæmi um þær afleiðingar, sem
ofdrykkja getur haft í för með
sér en einmitt sá, sem kemur
frá heimili, sem er undirlagt
af ofdrykkju? Enda er það stað
reynd að slíkum unglingum óár
sífellt við að feta í spor
drykkjumanna, og eru miklu
síður í hættu vegna áfengis-
nautnar.
Enn segir stúlkutetrið, að
prestar, skátaforingjar og fleiri
postular láti mikið til sín taka,
og sé árangurinn sá, sem raun
ber vitni! Aumingja mennirn-
ir.
Fleira segir hún, margt tóm-
an barnaskap og annað úttugg
inn og jagaðan sannleik, sem
aldrei hefur verið komið í fram
kvæmd, en það litla, sem virð-
ist koma frá henni sjálfri, ber
ekki vitni um þroska eða þekk-
ingu á því vandamáli, sem hún
er að ræða. Vona ég, að ef aðr-
ir telja sig útvalda málsvara
æskunnar, hafi þeir örlítið
meira til síns máls en stúlkan,
og fari betur með hugmyndir
sinar opinberlega í nafni æsk-
unnar.
Einar".
• Vinstri - hægri
Ein 18 ára skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég las grein sem birtist i
Velvakanda, þann 7. febrúar sL
sem 16 ára skólastúlka hafði
skrifað inn vandamál ungling-
anna. Greinin var mjög vel
skrifuð og ég er henni alveg
sammála.
Það var mikið rætt og rit-
að um ólætin í unglingunum,
aðfaranótt 28. janúar sl. En það
er alls ekki nóg að „ræða og
rita“ um vandamál ungling-
anna!!
Það á að gera eitthvað í þess
um málum ! !
Það er ákaflega lítil fyrir-
höfn að setjast niður með
penna og skrifa að æskan sé
gjörspillt.
Af hverju ekki að reyna að
gera eitthvað imglingunum til
hjálpar?
Hvert eiga Unglingar á aldrin
um 14—17 ára, að fara til að
skemmta sér, á laugardags-
kvöldum ? ?
All flest veitingahús hafa vín
veitingar og þar af leiðandi er
þar aldurstakmark.
Og að lokum.
Það er jpisjafn sauður i
mörgu fé.
Það eru ekki allir unglingar
eins og þeir, sem héldu uppi .
skrílslátunum í miðbænum, að-
faranótt 29. janúar sl.
Ein 18 ára.“
• Meira um æskuna
Bifreiðaeigandi skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Er ég hef lesið grein séra Áre
liusar Níelssonar, er birtist í
Velvakanda þann 8. þ.m. verð-
ur eigi hjá því komizt að hafa
fleiri orð um þá framkvæmd,
sem nú er á döfinni. Það er að
segja, hægri handar aksturinn.
Ég er í fullu og öllu sammála
séra Árelíusi um þau atriðL
sem hann bendir á í grein
sinni, og veit að svo mun vera
um fleiri.
Og skora því á alla bfireiða-
eigendur, sem hlut eiga að máli
að taka höndum saman og sam-
einast í einu stórátaki sem mið
ar að því að fyrna okkur þeim
vandræðum, sem slik fram-
kvæmd á eftir að hafa í för
með sér. Grein séra Árelíusar
Nielssonar þarfnast ekki skýr-
inga. Hún skýrir sig sjálf. Þvi
hver hugsandi maður hlýtur að
láta þessi mál til sín taka, nú
á síðustu og verstu tímum.
— Bifreiðaeigandi.“
PÁSKAFERDIR
1967
RHODOS
16 DAGAR . 19. MARZ
NOREGUR
9 DAGAR . 21. MARZ
LONDON
S DAGAR . 25. MARZ
^ERDASKRIFSTOFAN iðND 9, Lé»0IR «
<.DA'.5Tg«TI 8 8ÉTKJAVIK SlMA* J4jll 2Cói
Eyrbekkingar og
Stokkseyringar
Þökkum ágæta sambúð í rúm tuttugu ár, sýnda vel-
vild ásamt veglegum gjöfum fyrr og nú.
Við óskum ykkur alls góðs.
Sigr. og Bragi Ólafsson.
Sjónvarpsloftnet
Nýkomin sjónvarpsloftnet, kapall o. fl. loft
netsefni fyrir Reykjavik, Keflavík og Eyrar
bakkastöðina. Þeir smásalar, sem pantað
hafa hjá okkur loftnet, gjöri svo vel að end
umýja pantanir, sem fyrst.
Radíónaust
Laugavegi 83 — Sími 16525.
Atvinna óskast!
Ungur maður óskar eftir atvinnu frá og með 1. marz
nk. Hefur „Skandinaviska" verzlunarskólamenntun
og þekkingu á inn- og útflutningi, hefur einnig góða
kunnáttu í ensku og á enskum verzlunarbréfaskrif-
um. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. með upplýsingum
um kaup og framtíðarmöguleika, merkt: „Reglusam-
ur — 8880“.
SVEFNBEKKIR
SVEFNSÓFAR
D 1 V A N A R
Allt á verkstæðisverði.
Svefnbekkjaiðjan
Laufásvegi 4 (gengið inn sundið).
Sími 13492 (15581).