Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1«. FEBRÚAR 1967, 21 EYJAN Tasmanía, sem liggnr fyrir sunnan meginland Ástralíu, hefur komiff tals- vert við sögu að nndanförnu. Ástæðan fyrir því eru ofboðs- legir skógareldar, sem valdið hafa geysilegum skaða og miklu manntjóni á þessari annars friðsælu eyju. Fyrir helgina var talið, að um 60 manns hefðu misst lífið, og yfir 3500 manns hefðu misst heimili sin í eidunum, sem ekki hafa þyrmt neinu, þar sem þeir hafa farið yfir, held- nr skilið eftir sviðna jörð og flutt mönnum og málleysingj um dauða og tortimingu. Má halda". telja víst, að tölur þær, sem nefndar voru hér að framan, eigi enn eftir að hækka, því að ennþá hefur ekki tekizt að vinna bug á eldunum, þrátt fyrir það, að flestum hugsan- legum nýtízku aðferðum sé beitt í baráttunni gegn þeim. Þá hefur epla- og humalupp- skeran á Tasmaníu, sem er mjög mikil, farið nær algjör- lega forgörðum í eldunum, en einnig hefur orðið mikið tjón á mörgum verksmiðjum og á öðrum atvinnutækjum. Er þvi líkast því, sem eyjan hafi verið slegin plágu. Eric Reece, forsætisráðherra Tas- maníu: „Þetta hefur flutt Hjón horfa á heimili sitt brenna í Sorrell á Tasmaníu, eftir að það hafði orðið skógareldun- um að bráð. Mynd þessi gefur glögga hugmynd um þá eyðileggingu, sem skógareldamir hafa valdið, en yfir 3.500 manns hafa misst heimili sín með þessum hættL Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á eyjunni. Skögareldarnir á Tasmaníu manns hefur farizt — Gífurlegt tjón Ein helzta ástæðan fyrir skógareldunum er, hvernig hinum algenga Ástraláurunna er farið. Þetta er tré, sem brennur afar auðveldlega, Þegar tréð vex, fellur af því talsvert af berki, sem leggst eins og lag í kring. Börkur- inn er einnig mjög eldfimur og er þvi ljóst af þessu, hversu ofboðelegir skógareld arnir kunna að verða, en ástralskur kjarreldur getur orðið eitt hið ægilegasta, sem mannleg vera stendur frammi fyrir. Ekki bætir það úr skák, að þegar eldarnir á einlhverju svæði hafa náð vissu stigi, þá valda þeir sterkum vind- blæstri, sem svo aftur auka enn á bálið. Á meðal þeirra vopna, sem beitt er gegn eldinum eru flug vélar, sem beitt er til þess að kanna eldsvæðin en ekki sízt til þess að varpa sérstök- um gerðum sprengja á eld- inn, sem eiga að slökkva í hon um. Einnig er beitt ýmsum gerðum ökutækja, sem dreifa vatni eða efnum sem slökkt geta í eldinum. En samt er það enn svo, að það eru fyrst og fremst einstaklingarnir, sem vinna með öllum hugsan legum ráðum að því að hefta útibreiðslu eldsins, er skipta mestu máli. Enn hefur ekki tekizt að ráða niðurlögum eldanna á Tasmaníu, enda þótt farið sé að draga úr þeim. Ljóst er þegar, að þarna hefur orðið mikill harmleikur, sem enn verður ekki séð fyrir endann á. Tjónið eir gífurlegt, eins og minnst var á hér í upphafi og hætt er við, að langur tími líði, að Tasmanía og fbúar hennar nái sér að fullu eftir Tasmaníu 10 ár aftur á bak. I guðanna bænum, við þurfum á bráðri hjálp að Grimmúðleg náttúra. íbúar Tasmaniu, sem er svipuð að stærð og Stootland, eru noktouð á fjórða hundrað iþúsund, og heitir hötfuðborg- in þar Hobart með um 60.000 Ibúa. Nafn sitt dregur eyjan af hollenzka sæfaranum Abel Tasman, sem fann eyna árið 1642. Skógareldarnir nú haft fært heim sanninn um, að Tasman- ía og Ástralía yfirleitt, sem þrátt fyrir auðæfi þau, er hún lætur börnum sínum í té, er land, þar sem náttúran getur verið með afbrigðum grimm- úðleg og erfið viðureignar. Skógareldarnir eru oft kjarr- eMar eins og nú eða geisa á svæðum, þar sem trén eru hærri, og valda þá auk ann- ars tjóns, einnig miklu tjóni fyrir skógarihögg landsins og þann iðnað, sem á þvi bygg- ist. Yfirleitt koma upp kjarr- og skógareldar 15-17 þúsund sinnum á ári, og enda þótt oftast takist að kæfa þá í fæð- ingunni, valda þeir á hverju ári feiknarlegu tjóni. Kemur ekki fyrir aftur. Ástralíumönnum ætti að vera fullljóis sú hætta, sem stafar af skógareldunum, en samt er það svo, að þegar ógæfan skellur yfir, kemur hún oft sem reiðarslag. Ástæð an fyrir því er sú, að þrátt það að fólk gerir sér grein fyrir háskanum af skógáreld- unum, eru menn ektoi alltaf viðbúnir. Eitt svæði enda þótt það sé alltaf í einhverri hættu, kann að vera svo hepp ið, að vera laust við stoógar- elda í fimm, tóu eða jafnvel tuttugu ár. Bjartsýnd fólks gagnvart hættunni vex, og það slakar ómeðvitað á var- úðarráðstöfunum. „Þetta mun ekki koma fyrir aftur“, er al- gengur talsháttur á þeim Eins og röð af grafsteinum. Reykháfarnir, sem myndin sýnir, eru raunverulega hið eina, sem eftir stendur, eftir að skógar eldarnir höfðu farið yfir svæðið, þar sem þessi heimili stóðu að- eins 1 mílu frá Hobart, höfuðborg Tasmaniu. Gerðist það hinn 7. febrúar sl. Þjónustukönnuninni að Ijúka gagnakönnun hefst ÞÁTTTAKA i þjónustukönnun Neytendasam takanna hefur ver- 19 góð, og mun betri en ýmsir höfðu spáð. Hefur hún þegar náð því marki, sem stjórn samtak- anna setti sem lágmark, til þess að hægt væri að birta niðurstöð- ur könnunarinnar. Neytendasam tökin í Bandaríkjunum hafa í áratugi haft hliðstæðar kannanir árlega, og hafa svörin orðið flest um 10% af útsendum eyðublöð- um. Það var sett sem lágmark hér, og hefur það einmitt náðst. FLEIRI SVÖR MJÖG ÆSKILEG Þrátt fyrir það eru það ein- dregin tilmæli Neytendasamtak- anna til allra þeirra, sem Neyt- endablaðið haifa með höndum, að þeir sendi svör sín hið allra fyrsta, svo að þau nái að styrkja og breikka enn þann grundvöll,1 wm niðurstöðurnar verða byggð-, ar á. Vegna fámennis þjóðarinn- ar, en þó fjölbreytni heimilis- tækja, er brýn nauðsyn, að svör- in verði sem flest að tölu. Neyt- endasamtökin íslenzku eru marg faldlega hin fjölmennustu í heimi miðað við fólksfjölda, en um leið hin fámennustu að höfðatölu. Fulltrúar á síðasta þingi Al- þýðusambandsins og kennarar um land allt, sem blaðið var sér- staklega sent til, eru eindregið hvattir til að leggja þessu hags- munamáli alþjóðar lið með þátt- töku sinni, en tilgangur þjón- ustukönnunarinnar er sá einn að stuðla að bættri þjónustu og auknu öryggi til handa neytend- um, og í þessu tilfelli sérstak- lega þeim, sem kaupa og nota heimilistæki, sem ætlað er að gegna mikilvægu hlutverki um langt árabil á hverju heimili. Þeir sem ekki hafa fengið Neytendablaðið, en gerast félags- menn næstu daga, fá það sent um hæl í pósti og gætu þá tekið þátt í könnuninni. Innritunar- símar Neytendasamtakanna eru: 1 97 22 og 21 666. AF HVERJU ÞESSI TÍMI VAR VALINN Rétt þykir nú að skýra frá því, af hverju annatíminn fyrir jólin var valinn. Það þótti ýmsurn óhyggilegt með tilliti' til þátt- töku. Ástæðan var sú, að könn- uninni var ætlað að haifa áhrif þegar í upphafi með því að fara fram einmitt á þeim tíma, sem fles* kaup eru gerð á þessurn hlutum. Þess vegna var minnt á þjónustukönnunina með auglýs- ingum í útvarpi og á annan hótt nær daglega allan nóvember og fram að jólum. En það sem mun- að hefur í þátttöku vegna jól- anna, er nú hægt að bæta upp næstu viku. (Frá Neytendasamtökunum). SAMKOMUR Kristni boðssam bandið Almenn samtooma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Séra Frank M. Halldórsson, talar. Allir velkomnir. Samkomuhúsið Zion, Óðipsgötu 6 6. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboðið. Kvenkápur Dacron-efni (hliðstætt terylene). Verð kr. 995 ••NtMMMHM...................—.uuuuum.éíu«imíí tMMWIMNHW I HMMtHHMtMl flnmniHiinttl •.<<•« I. **' ” <VnV. i N ■" " l" "M.M MNN.mÍh." N.""« O HM" • **»»» ’ ’ * Lækjargötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.