Morgunblaðið - 15.02.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981.
31
Ráðgeröar hitaveituboranir
fyrir nýju hverfin
£ UM miðjan daginn var S-
kaldi og létt skýjað á N- og
A-landi, en allhvasst eða
hvasst á suðaustan með skúr-
um við S- og V-ströndina.
Hiti var 5 til 9 stig á lág-
lendi, hlýjast á Galtarvita. Á
Hveravöllum var hitinn 2 stig.
Djúpa lægðin suðaustur af
Hvarfi var á hægri hreyfingu
A, svo að suðaustlæg átt og
hlýindi ættu að haldast næstu
daga.
BORANIR eftir heitu vatni
munu hefjast aftur af fullum
krafti í sumar en þær hafa leg-
iS niSri síðan í árslok 1963 fyr-
ir utan tilraunaboranir með litl-
um tækjum. Nú á hins vegar
að dusta rykið af stóra bornum
sem ekki hefur verið notaður síð
an 1964, og bora allt að tíu hol-
ur inn við Elliðaár og kannske
í Mosfellssveit.
Jóhannes Zoega, hitaveitu-
stjóri, sagði Morgunblaðinu að
þeir vildu í sumar leggja aðal-
Sjóðir og eignir Dagsbrúnar
jukust um 4,8 millj. 1966
væri nærri lagi að gizka á þús-
und metra. Þær yrðu fyrst og
fremst forsenda fyrir hitaveitu
í Fossvogs- Arbæjar- og Breið-
áherzlu á boranir eftir heitu 1 holtshverfi. Ekki væri hægt að
vatni, en láta fremur aðrar fram | segja neitt til um hvenær hita-
kvæmdir bíða. Erfitt væri að veitan yrði komið á í þessum
hverfum fyrr en lægi árangur
af borunum.
segja fyrir um hversu djúpar
þessar holur yrðu, en líklega
1,5 milljónir d. kr.
úthlutað úr Menningarsj. Norðurl.
AÐALFUNDUR Verkamannafé-
lagsins Dagsrúnar var haldinn í
Iðnó s.l. mánudag. Formaður fé-
lagsins, Eðvarð Sigurðsson, flutti
skýrslu stjórnar um starfsemi
félagsins á liðnu ári. Á starfsár-
inu gengu 232 menn í félagið en
41 félagsmaður lézt á árinu, og
heiðruðu fundarmenn minningu
þeirra, með því að rísa úr sæt-
um.
Heíldaraukning sjóða og eigna
félagsins varð á árinu krónur
4.826.306,63.
Bókfærðar skuldlausar eignir
félagsins námu í árslok 17,5 millj.
króna.
Á árinu fengu 272 félagsmenn
greiddar bætiu- úr Styrktarsjóði
Dagsbrúnarmanna og námu þær
samtals 1,8 millj. króna.
Að lokinni skýrslu formanns,
▼oru reikningar félagsins lesnir
upp og samþykktir.
Fundurinn samþykkti, að ár-
gjald félagsmanna fyrir árið
1967, skuli vera hið sama og
síðastliðið ár kr. 1.000.00.
Á fundinum var til annarrar
umræðu lagabreyting um staekk-
un félagssvæðis Dagsbrúnar og
var hún samþykkt og fer til alls
her j aratkvæðagreiðslu.
Lagabreyting þessi er fram-
komin, vegna fyrirhugaðrar sam
einingu Verkalýðsfélagsins Esju
og Dagsbrúnar en félagssvæði
Esju er Mosfellssveit, Kjalarnes i
og Kjós. Verkalýðsfélagið Esja ■
hefur þegar samþykkt við alls-
herjaratkvæðagreiðslu samein-
ingu félaganna og er útséð um,
að sameiningin verður fram-
kvæmd á næstunni. Við samein-
ingu félaganna öðlast fullgildir
félagsmenn í Esju allan rétt sem
félagsmenn í Dagsbrún, þar á
meðal rétt til allra sjóða Dags-
brúnar, og háðir skulu þeir sömu
skyldum og aðrir Dagsbrúnar-
menn. Dagsbrún yfirtekur allar
félagseignir Esju, svo sem fund-
argerðarbækur, fylgiskjöl og
sjóði.
Á fundinum var lýst stjórnar-
kjöri, sem fram fór í janúar s.I.
og var stjórnin sjálfkjörin, þar ;
sem aðeins ein tillaga barst um j
stjórn og aðra trúnaðarmenn fé- !
lagsins, tillaga uppstillingarnefnd
ar og trúnaðarráðs.
Sú breyting varð á stjórn fé-
lagsins, að Hannes M. Stephen-
sen lætur nú af störfum í stjórn-
inni eftir tuttugu og fimm ára
stjórnarstarf. Formaður Dags-
brúnar þakkaði Hannesi störf
hans í stjórn félagsins og tóku
fundarmenn undir þakkarorð
formanns, með því að rísa úr
sætum og hylla Hannes Stephen
sen. Þó Hannes láti nú af stjórn-
arstörfum, verður hann áfram
starfsmaður félagsins.
(Frá Dagsbrún.)
— „Öldugjálfur"
Framhald af bls. 2
fyrir 400 manns. Nýlega voru
hér á ferð tveir framkvæmda-
stjórar, sem eiga að sjá um veit
ingarrekstur, og er þegar ákveð-
ið að þeir hafi íslenzka rétti á
boðstólum og ísl. mat svo sem
hangikjöt, lax, humar o.fl. á
kalda borðinu. En þeir réðu til
sín tvo unga ísledninga til starfa
í veitingaskálanum og munu lík
lega einnig fá héðan þjón og mat
svein.
Listmunir úr málmi og viði
Utan við skálann mun verða
Ihöggmynd Ásmundar Sveinsson-
ar, Öldugjálfur, sem hefur ver-
ið steypt í málm í NoregL En
það er mynd sú sem Reykjavík-
ur borg gaf Menntaskólanum og
er hún 1.70 m á hæð. Og í gler-
skápum undir skálanum, sem er
á súlum, verður listiðnaður frá
Norðurlöndum úr málmi og viði,
en ekki er búið að velja íslenzka
muni þar.
Norðurlandadagur 8. júni
Ákveðið hefur verið að hald-
inn verði sérstakur Norðurlanda
dagur 8. júní. Hefst hann á Place
de Nation með hátíðlegri fána-
hyllingu. Aðrar Norðurlanda-
þjóðir en ísland senda herskip
vestur þann dag og mun hljóm-
gveit norska lífvarðarins leika.
Þá verður sameiginlegt létt pró-
gram, m.a. glíma og fimleikar.
Og um kvöldið sinfóníuhljóm-
leikar undir stjórn Sixteen
Ehrling. Norski píanóleikarinn
Riefling leikur og finnska söng-
konan Anita Wállki syngur, en
af hálfu Dana og íslendinga
verða verk eftir höfunda þessara
landa.
Skálholtskortið á frimerki
Ýmislegt fleira er í undirbún-
ingi. fslenzka póststjórnin ætlar
að gefa út frímerki á Norður-
landadaginn og verður á því hið
gamla Skálholtskort og nýtt
kort, þannig að fléttað verður
í þetta landafundi íslendinga í
VestunheimL
Bæklingar og kvikmyndir
Þá verður sem kunnugt er
sýnd kvikmynd Osvaldar Knud-
sen af Surtsey í vísindaskála og
jafnvel hin nýja Surtseyjarkvik
mynd, sem hann er að leggja síð-
ustu hönd á, auk sérstakrar kvik
myndar um hveri og jarðvarma
á íslandL
Fimm ísl. landkynningamynd
ir eru farnar vestur til kana-
díska sjónvarpsins og verður
gerður klukkutima sjónvarps-
þáttur þar. Einnig er starfandi
norræn nefnd ræðismanna í
New York, sem undirbýr kynn-
ingu á Norðurlandasýningunni í
New York og svæðinu þar í
kring. Bæklingar eru í undir-
búningi. Ferðaskrifstofur Norð-
urlanda gefa út sameiginlegan
bækling til dreiíingar þar, nor-
ræna sýninganefndin hefur sam
eiginlegan bækling á boðstólum
og fslendingar munu gera bækl-
ing til kynningar á sinni deild.
Og 25 bækur frá hverju Norður
landa verða til sölu. Sagði Gunn
ar að öll sýningin væri í raun-
inni kynning og allt yrði gert
sem hægt væri til að nota hana
sem bezt.
Áreksfur bíJs
og ríðondi
monns
Á SUNNUDAGSKVÖLD lentu
hestamaðnr og hestur á Akra-
nesi í bifreiðaslysi, en sluppu
báðir ómeiddir, en bifreiðin var
mikið dælduð eftir.
Maðurinn var á ferðinni á hesti
sínum, er bíll ók hratt framhjá
og hefur líklega slett á hestinn,
en hann fældist og stökk yfir
veginn á næsta bíl á eftir, sem
var lítil Renóbifreið. Féll mað-
urinn á þakið henni, svo það
dældaðist, og valt hann svo út
af bílnum, en hesturinn kom
framan á bílinn og dældaðist
hann þar. Hvorki h^st né mann
sakaði.
STJÓRN Menningarsjóðs Norð-
urlanda kom saman til fyrsta
fundar síns, eftir að skipulagi
sjóðsins var breytt, í Gautaborg
dagana 8. og 9. febrúar sl. Á
fundinum lágu fyrir 213 umsókn
ir um styrk úr sjóðnum.
Stjórn sjóðsins er skipuð 10
mönnum, 5 frá menntamálaráðu
neytum Norðurlandanna og 5 frá
Norðurlandaráði. — Formaður
sjóðstjórnar var kjörinn Julius
Bomholt, forseti danska Þjóð-
þingsins. Fulltrúar íslands eru
Birgir Thorlacius, ráðuneytis-
stjóri menntamálaráðuneytisins,
og Ólafur Björnsson, alþingis-
maður, af hálfu Norðurlanda-
ráðs.
Menningarsjóðurinn fær 3
milljónir danskra króna til um-
ráða á ári. Að þessu sinni var
úthlutað 1.5 milljónum danskra
kr. til 27 verkefna. Umsóknir
voru alls 213, en margar þeirra
féllu ekki inn í ramma þann,
sem sjóðnum er settur, svo þær
komu ekki til álita. Um 60 um-
sóknir bárust of seint og var
afgreiðslu þeirra frestað þar til
síðar, en líklega fer næsta út-
hlutun fram í aprílmánuði n.k.
Sjóðsstjórnin veitti nú m.a. 80
þúsund d. kr. styrk til æsku-
iýðsferðar Norrænu félaganna til
Islands nú í sumar.
Þess skal getið, að verkefni,
sem sjóðurinn styrkir, skal varða
a.m.k. þrjú Norðurlandanna. —
Norræna menningarmálanefndin
veitir umsagnir um umsóknir,
sem sjóðnum berast.
SH með sýningar-
skála í Leipzig
— íþróttir
Framhald af bls. 30.
staðan 27-16, þeim í vil þegar
bjallan glumdi til leikhlés. Léku
þeir mjög létt og skemmtilega
og er liðið mjög gott þegar því
tekst bezt upp. í upphafi síðari
hálfleiks var eins og allur dug-
ur væri úr Akureyringum og
söxuðu Snæfellingar mjög á for
skot þeirra. En þegar á hálf-
leikinn leið náðu Þórsmenn sér
á strik og sigruðu örugglega
42-33. Sigurður Hjörleifsson var
eins og áður langbeztur Snæ-
fellinga og áttu Akureyringarn-
ir í vandræðum með að stöðva
hann. Hjá Akureyri voru
Guðni og Magnús sterkastir en
Jón kunni greinilega ekki við
sig í þessum stóra sal. Bjarni
átti einnig góðan þátt í þessum
sigri með nokkrum mjög þýð-
ingamiklum körfum. Eftir þenn-
an sigur er mjög líklegt að Þór
dvelji næsta ár í 1. deild. Þeir
eiga nú aðeins eftir að leika
einn leik, við * Skarphéðin, og
verður hann á heimavelli þeirra
í hinni nýju íþróttaskemmu á
Akureyri. Væru þeir vel að
þeiiri dvöl komnir ef úr yrði
og ánægjuauki í 1. deild. Dóm-
arar í leiknum voru Guðmund-
ur Þorsteinsson og Hólmsteinn
Sigurðsson.
SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihús-
anna mun sýna úrval af fram-
Ieiðslu sinni á vorkaupstefn-
unni í Leipzig dagana 5. til 14.
mara næstkomandi. Á fundi með
fréttamönnum sagði hr. Willy
Baumann, austurþýzki verzlunar
fulltrúinn, að strax í byrjun
þessa árs hefði þýzka alþýðulýð-
veldið gert samninga við lsland
um nokkurt magn af frystri sild
og sildarflökum. 1 janúar voru
afskipuð af þessu magni 1500
tonn af frystri sild og í febrúar
eða marz afgreidd 1500 tonn í
viðbót og 500 tonn af síldarflök-
um.
Hr. Baumann sagði einnig að
kaupstefnurnar í Leipzig yxu
ár frá ári og jafnframt ykist úr-
val og fjölbreyttni þeirra vöru-
tegunda sem þar væru á boð-
stólum. í ár tækju þátt í sýn-
ingunni 10 þúsund sýningaraðil-
ar frá rúmlega sjötíu löndum.
Frá árinu 1962 fram að komandi
vorsýningu hefur sýningasvæði
hinna erlendu þátttakenda stækk
að frá 98 þúsund fermetrum upp
í 120 þúsund fermetra þannig að
þrátt fyrir aukningu sýningar-
Isvæðisins um 55 þúsund fer-
metra árið 1962 er nú svo kom-
ið að eftirspurn er orðin meiri
en hægt er að sinna. Hr. Bau-
( mann gat þess einnig að í smíði
j fiskiskipa væri alþýðulýðveldið
, nú í fjórða sæti í heiminum og
á þessu ári yrði afhent sjö itý
fiskiskip til íslands. Væri þá
tala fiskiskipa sem seld hafa
verið til íslands undanfarin tíu
ár komin upp í sextíu. Utflutn-
ingur frá Vestur-Þýzkalandi til
íslands mun tvöfaldast á þessu
ári og m.a. verður nú aftur
, keyptur hingað tilbúinn áburð-
I ur. það eru um 4000 tonn af
Kali, sem Aburðarverksmiðja
ríkisins kaupir.
Hr. Baumann gat þess að lok-
um að grundvöllur væri fyrir
auknum útflutningi íslenzkra
niðursuðuvara til Austur Þýzka-
lands.
Þyrfti þá að gera vörurnar
þannig úr garði að bragðið félli
í smekk þýzkra neytenda og
hefði komið til umræðu að fá
til íslands sýnishorn af þýzkum
niðursuðuvörum til að hafa til
hliðsjónar hvað bragð snertir.
Wilson til Bonn
London og Bonn, 14. feb. — AP
NTB
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, hélt í kvöld frá
London til Bonn, þar sem hann
dvelur í tvo daga til viðræðna
við vestur-þýzka leiðtoga. I
, fylgd með forsætisráðherranum
| er George Brown, utanrikisráð-
herra, og munu viðraeðurnar að-
; allega snúast um hugsanlega að-
i ild Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Einnig mun Wilson
væntnlega skýra yfirvöldum frá
viðræðum sínum við Alexei
Kosygin, forsætisráðherra Sovét
rikjanna í ný-afstaðinni heim-
sókn hans til Bretlands.
Viðræðurnar í Bonn hefjast
| fyrir hádegi á morgun, mið-
vikudag, og er talið líklegt að
þýzku leiðtogana fýsi að vita
nánar um þau ummæli Browns
í London i gær að Bretar væru
reiðubúnir að viðurkenna Od-
er-Neisse línuna sem landamæri
Þýzkalands og Póllands. Einnig
er búizt við að nokkuð verði
rætt um tilraunir Bretlands,
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna til að koma á s&mningi um
bann við frekari útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Segja talsmenn
stjórnarinnar í Bonn að vestur-
þýzkur iðnaður verði að vera
samkeppnisiær, og ekki megi
grípa til neinna ráðstafana er
hindn tækniþroun Vestur-Þýzka
lands að því er varðar frið-
samlega nottcun kjarnorkunnar.