Morgunblaðið - 15.02.1967, Síða 32
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967
íbúar landsins
196.5491. des sL
Karlar 2.193 fleiri en konur
HAGSTOFA íslands hefur sent
frá sér bráðabirgðatölur um
íbúafjöldann þann 1. desember
1966. Tala karla var þá 99.371
og kvenna 97.178, eða alls 196.549.
Hér fara á eftir tölur um íbúa-
fjöldann í Reykjavík, kaupstöð-
um og sýslum:
Reykjavík
Karlar Konur AUs
38.530 40.452 78.982
Kaupstaðir
Karlar Konur Alls
27.661 27.169 54.830
Sýslur
Karlar Konur Alls
33.107 29.536 62.643
Óstaðsettir
Karlar Konur Alls
73 21 94
Kópavogur
Karlar Konur Alls
5.029 4.904 9.933
Forsetino
í brúðkoup
Morgrétor
FORSETA Islands hefir borizt
boð frá konungshjónum Dan-
merkur um að sitja brúðkaup
Margrétar prinsessu, dóttur
þeirra, hinn 10. júní n.k.
Heftir forseti þekkzt boðið.
*:• *:• •:* *:••:* v*:• *:• •:**:* *:• *:• *:* *:* •:•
Hafnarf jörður
Karlar
4.255
Keflavík
Karlar
2.751
Akranes
Karlar
2.068
Konur
4.291
Konur
2.645
Konur
2.077
Alls
8.546
Alls
5.396
Alls
4.145
Framhald á bls. 12.
Forseti Islands fer á heims
Montreal
synmguna i
Karlakór Reykjavíkur syngur og
ísl. glímumenn sýna listir sínar
real og sýni 10 menn glímu á
svonefndu þjóðatorgi, þar sem
almenn skemmtiatriði fara fram
Munu glímumennirnir sýna á
I
Á sunnudag varð harður
árekstur nálægt Leirvogsá
milli tveggja bifreiða. Jeppi
valt, en slys urðu ekki á
fólki.
(Ljósm. Steindór Steinþórs
son).
Norðurlandadaginn 8. júlí. Og
þá til skiptis við finnskan fim-
leikaflokk stúlkna.
Þetta kom m.a. fram á fundi
með allsherjarnefnd til undir-
búnings heimssýningu, þar sem
skýrt var frá gangi mála, eins
og er frá annars staðar í blað-
inu.
RIKISSTJÓRN Kanada hefur
boðið forseta íslands til Kanada
í tilefni af 100 ára afmæli þjóð-
arinnar. Fer hann til Ottawa
11. júlí, og mun heimsækja
heimssýninguna í Montreal 13.
júií. En alls er hann boðinn til
fjögurra borga í Vesturheimi.
í sambandi við heimssýning-
una hefur verið ákveðið að
Karlakór Reykjavíkur fari vest-
ur. Heldur kórinn tvenna hljóm-
leika í 1200 manna samkomu-
húsi á heimssýningarsvæðinu
23. og 24. júní. Fer 40 manna
hópur vestur um haf, en ekki
er ennþá ákveðið hvort hljóm-
leikarnir í Montreal verða liður
í lengri hljómleikaför kórsins.
Þá hefur sýningarstjórnin ís-
lenzka ákveðið að íslenzkir
grímumenn fari vestur til Mont-
Lézt af völdum
umferðarslyss
Fjórða banaslysið á þessu ári
♦> ♦’♦ ♦:♦ ♦’♦ ♦> ♦*♦ ♦*
%
JAKOB Jakobsson, sem slasað-
ist mikið í umferðarslysi á Sund
laugavegi sl. föstudag, lézt í
Landakotsspítala í gær af völd-
um slyssins. Jakob var 79 ára
að aldri, til heimilis að Nökkva
vogi 41.
Þetta er fjórða banaslysið á
þessu ári, og híð fyrsta sem verð
ur í þessum mánuði. Hafa þau
fjögur, sem beðið hafa bana í
umferðarslysum á þessu ári, öll
verið yfir sjötugt að aldrL
W. H. Auden spjallar við Gunnar Gunnarsson,
veizlu sem menntamálaráðherra hélt honum í
Sigurð Nordal og Tómas Guðmundsson í
Ráðherrabústaðnum 1964.
Jarðskjálfti sui-
vestur af Islandi
Mœldist í Bergen, Uppsölum og Reykjav.
NORSKA fréttastofan NTB skýr
ir frá því kl. 00.19 eftir mið-
nætti að norskum tíma aðfara-
nótt þriðjudags hafi jarðskjálfta-
W. H. Auden vinnur að þýðingu
Völuspár á enska tungu
SKÁLDJÖFURINN W. H.
Auden vinnur nú að þýð-
ingu Völuspár á enska
tungu. Við það verk nýt-
ur hann aðstoðar Bretans
Paul Taylor, sem er nor-
rænufræðingur. Auden
sem er helzta núlifandi
skáld á enska tungu verð-
ur sextugur í þessum
mánuði.
Morgunhlaðið hefur átt
samtal við Kristján Al-
bertsson, sendiráðunaut,
sem dvelst í New York um
þessar mundir, en þeir
Kristján og Auden eru
góðir vinir.
Kristján tjáði blaðinu, að
hann hefði snætt hádegis-
verð með Auden fyrir um það
bil mánuði, en skáldið hafi
um það leyti verið að leggja
upp í fyrirlestraferð um
Bandaríkin.
Hann sagði, að Auden hafi
mikið dálæti á íslenzkum
fornbókmenntum, og þann 27.
janúar sl. hafi birzt þýðing
Audens á Völundarkviðu í
bókmenntaritinu „The Nevr
York Review of Books."
Kvað Kristján Auden hafa
kallað kviðuna á enskri
tungu „The Lay of Völund“,
en þá þýðingu hefði hann
gert í samvinnu við Bretann
og norrænufræðinginn Paul
Taylor. Auden kunni ensk-
una, en Taylor íslenzkuna.
Þá kvað Kristján Auden
hafa sagt sér, að hann sé að
þýða Völuspá á enska tungu
og það sé ésk sín, að hún
verði gefin út í snoturri sér-
prentun. Þessi þýðing sé einn
ig gerð af þeim Auden og
Taylor saman.
Kristján sagði, að sér væri
einnig kunnugt um, að Paul
Taylor hafi nú í undirbún-
ingi nýja enska útgáfu á
Eddukvæðum í þýðingu Aud-
ens og fleiri.
Að lokum gat Kristján AI-
bertsson þess, að W. H. Aud-
en ætti sextugsafmæli þann
21. febrúar n. k. og afmælis-
ins minnst á ýmsan hátt
vestra, m.a. hafi skáldið les-
ið nokkur ljóða sinna inn á
segulband til fiutnings í út-
varpi á afmælisdaginn.
►*♦ ♦*« •{♦♦{♦ •{♦ ♦{♦♦{♦ ♦{♦ »J* ♦{• •{♦ ♦{<
f
I
.*♦
1
x
2
2
2
í
|
Ý
?
f
X
|
X
’♦ ♦*♦ •> ♦'• •*♦ ♦
stöðin í háskólanum í Bergen
mælt sterkan jarðskjálfta á
Norður-Atlantshafi, um 3000 km.
vestur frá Noregi, sem er þá
suðvestur af Islandi.
Frá Uppsölum í Svíþjóð mæld
ist þessi jarðskjálfti einnig á
sama tíma og svipuðum slóðum.
En þar kom einnig fram annar
kippur kl. 2.47 um nóttina. Og
var sá sagður í 8.600 km.. fjar-
lægð.
Islenzka veðurstofan fram-
kallaði filmur á sínum mæli í
Reykjavík í gær, og kom þá
greinilega fram fyrri kippurinn,
sem hér hefur verið aðeins
seinna á ferð. Er hann hér á
mælinum kl. 2218 eftir íslenzk-
um tíma.
Upptök jarðskjálftans mæld-
ust í 1750 km. fjarlægð frá
Reykjavík, að því er Hlynur Sig
tryggsson, veðurstofustjóri, tjáði
Mbl. Eru þau á 50 gráðu norð-
ur breiddar og 30 gráðu vestur
lengdar. Eru upptökin því á At-
lantshafshryggnum, en langt
suður frá. Að styrkleika er kipp
urinn 6,5 eftir Richterskala. Er
hann álíka sterkur og Skaga-
fjarðarjarðskjálftinn um árið, en
miklu lengra í burtu, svo lík-
lega hefur fólk hér ekki getað
fundið hann.