Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 19«7. Iðnlánasjóður býður út sérskuldabréfal án Bréfin skaftfrjáls með IO°/o vÖxtum SKV. lögum um breytingu á lög- um n r. 25/1966, sbr. lög nr. 90/ 1966 um Iðnlánasjóð, heimilast Iðnlánasjóði, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, að taka allt að 100 milljón króna lán til þess að mynda nýj- an lánaflokk í því skyni að veita sérstök hagræðingarlán til viðbótar almenum lánum, er að mati sjóðsstjórnarinnar teldust stuðla verulega að því að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðn- fyrirtækja til þess að aðlaða sig nýjum viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tolla- breytinga og fríverzlunar. Mega lón þessi vera með betri kjörum en lán sjóðsins almennt, svo sem lægri vöxtum, lengri lánstíma eða afborgunarlaus fyrst í stað. Nú hefur stjórn Iðnlánasjóðs Skíðaþingið SKÍÐAMNG (aðalfundur Skíða- sambands íslands) verður hald- lnn á Siglufirði 24. marz (föstu- daginn langa) nk., en Skíða- landsmótið verður haldið á Siglufirði um páskana. From — Valar í kvölo SUNNUDAGINN 19. febrúar kl. 20.15 í Laugardal^höllinni verð- ur 1. deild karla fram haldið og leika þá þessi félög: Ármann — FH og Valur — Fram. Staðan í 1. deild karla er þessi: F.H. 5 5 0 0 10 11«- 74 Valur 6 4 0 2 8 128-109 Fram 5 3 0 2 6 109- 75 Víkingur 5 2 0 3 4 90- 92 Haukar 5 2 0 3 4 92-100 Armann 6 6 0 0 6 89-176 ákveðið að nota þessa lagaheim- ild og býður út sérskuldabréfa- lán til hagræðingarlána að fjár- hæð 24,5 milljónir. Gefin verða út sérskuldabréf er hljóða á handhafa í þremur flokkum, flokkur A er verður 7.000.000.00 — sjö milljónir flokkur B er verður 7.000.000.00 — sjö milljónir flokkur C er verður 10.500.000.00 — tíu milljónir og fimm hundr uð þúsund. f A-flokki verða 70 sérskulda- bréf að fjárhæð kr. 100.000.00. f B-flokki verða 140 sérskulda- bréf að fjárhæð kr. 50.000.00. í C-flokki verða 2100 sérskulda bréf að fjárhæð kr. 5.000.00. Sérskuldabréfin ávaxtast með 10% vöxtum og endurgreiðast á næstu 7 árum, á árunum 1968— 1974. Gjalddagi útdreginna bréfa og vaxta er 1. maí ár hvert, í fyrsta sinn 1. maí 1968. Sérstök athygli skal vakin á því, að skuldabréfin svo og vext- Unglingameist- ninmótið í dng klukknn 2 Unglingameistaramót fslands í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í dag í fþróttahúsi Háslkólans og hefst kl. 2 e.h. undir lei'kstjórn Þórðar B. Sigurðsson- ar. Keppnisgreinar eru langstökk hástökk og þrístökk án atrennu, hástökk með atrennu og kúlu- varp. Þátttaka í mótinu er mjög góð t.d. 22 í langstökfki, en fæstir í kúluvarpi, 7 talsins. Fimmtugur í dag: Friðfinnur ÓBafs- son forsfjóri NÚ tíðkast að komungir menn verða fimmtugir og komast á sextugsaldur. Þessi ósköp henda 1 dag Friðfinn ólafsson viðskipta fræðing og forstjóra frá Strand- seljum í Ögursveit við Djúp. Veit ég að hann mun taka því með karlmennsku eins og öðru og ganga glaður og reifur móti framtíðinm. Friðfinnur er fæddur á Strand seljum í Ögudhreppi 19. febrúar árið 1917. Voru foreldrar hans Ólafur Þórðarson bóndi þar og kona hans Guðríður Hafliðadótt- ir. Friðfinnur var ungur settur til mennta og þótti snemma hinn efnilegasti maður. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólan- um á Akureyri árið 1938 og kandidatsprófi í viðskiptafræð- um við Háskóla íslands árið 1942. Gegndi hann síðan ýmsum störfum, var starfsmaður við- skiptanefndar, forstöðumaður innflutningsdeildar viðskipta- ráðs, átti sæti í viðskiptaráði, og gerðist síðan forstjóri Tjarn- arbíós árið 1949. Hefur hann gegnt því starfi síðan og verið forstjóri Háskólabíós eftir að það tók til starfa. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagismálum m.a. hefur hann um langt skeið verið formaður Djúpmanna- Hríseyingar ÁRSHÁTÍÐ Félags Hríseyinga sem vera átti 25. þ.m., fellur niður af óviðráðanlegum ástæð- um. ir af þeim, eru undanþegin framtalsskýrslu og skattlagn- ingu á sama hátt og sparifé, sbr. 21. gr. 1. nr. 90 1965 um tekju- og eignaskatt. Um nánari skilmála bréfanna vísast til útboðsauglýsingar sem birt verður í dagblöðunum 21. febr. nk. en þann dag hefst sala þeirra. Iðnaðarbanki íslands hf. ann- ast sölu bréfanna, bæði aðal- bankinn og útibú hans í Reykja- vík, Hafnarfirði og á Akureyri. Rafvirkinn úr lífshættu RAFVIRKINN á Bolungarvík, Guðmund Jónsson, sem slasaðist í fyrradag er hann datt milli skips og bryggju er mikið skadd- aður en úr lífshættu, samkvæmt upplýsingum læknisins á staðn- um. Guðmundur féll fyrst á bryggj- unia af skipinu og höfuðkúpu brotnaði, en síðan í sjóinn, um þriggja mannhæða fall. Sjóréttur vegna Júpiterslyssins PATRHKSFIRÐI, 18. feb. — Sjóréttur vegna slyssins á Jupet- er fór fram á Patreksfirði. Kom þar fram, að skipið var statt kl. 7 í gærm°rgun 45 sjómilur V-NV af Látrabjargi. Á vakt í vél voru tveir menn, 2. vélstjóri, Bjarni Pálsson, og aðstoðarmaður. Varð aðstoðarmaður ekki var við er slysið varð. Er hann kom að var 2. vélstjóri fastur í tannhjóli og var látinn. Var umsvifalaust lagt af stað til Patreksfjarðar og kom skipið þangað kl. 2. Sjópróf fór fram hjá Jóhannesi Árnasyni í fjarveru sýslumanns og var þeim lokið um kvöldið — Trausti. • KVEIKTI í SÉR Nýju Delhi, 16. febr. (AP). INDVERJI nokkur brenndi sig til bana fyrir framan bústað frú Indru Gandhi frorsætisráðherra í gærkvöldi. Hellti maðurinn yfir sig steinolíu og kveikti í eftir að honum hafði verið neitað um inngöngu til að ræða við frú Gandhi. Dagskrá Alþingis EFRI DEILD: 1. Fávitastofnanir. 2. Vernd barna og ungmenia. 3. Stýrimannaskóli í Vest- mannaeyjum. 4. Jarðræktarlög. NEÐRI DEILD: 1. Námslán og námsstyrkir. 2. Uppsögn varnarsamnings. 3. Læknaskipunarlög. 4. Lögtak. 5. Utanríkisráðuneyti fslands. Jón gamli og Eins og þér sáið Einþáttungar Matthíasar Johannessen, Éins og þér sáið og Jón gamli, hafa nú verið sýndir 12 sinnum á litla sviðinu í Lindar- bæ og ávallt fyrir fullu húsi. Næsta sýning á einþáttungunum verður í dag, sunnudag, kl. 8,30. Myndin er af leikurunum, Vali Gíslasyni, sem leikur Jón gamla, Lárusi Pálssyni, sem leikur Kalla bakara, og Gísla Alfreðssyni, sem leikur Frissa fleyg. (Frá Þjóðleikhúsinu). Forsetinn heiðursdoktor við Edinborgarháskóla FORSETI Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, var sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót í lögum við háskélann í Edinborg í gærmorg un, að viðstöddum prófessorum og háskólaráði. Michael Swann, aðalrektor háskólans og vara- kanzlari, bauð forsetann velkom inn en síðan tók til máls T.B. Smith, forseti Iagadeildar, mælti fyrir doktorskjöri og veitti for- seta íslands nafnbótina heiðurs- doktor í lögum við Edinborgar- háskóla. í ræðu sinni sagði hann m.a.: — Herra varakanzlari. Ég hefi þann heiður að tilnefna sem heiðursdoktor í lögum herra Ásgeir Ásgeirsson, forseta ís- lands. Þó að Englendingar hafi haft tilhneigingu til að álíta að hafið aðskildi þá frá Evrópu teljum við í Skotlandi, og sér- staklega á Orkneyjum, að hafið sameini okkur, menningarlega og efnalhagslega, nágrönnum okkar í norðri. Tengsl okkar við ísland ná yfir meira en þúsund ár — alla sögu landsins. Forseti íslands býr yfir svo virðingaverðum hæfileikum sem stjórnandi og sem maður að hann verðskuldar sína eigin sögu á stundu sem þessari og slikur virðingarvottur væri verð ugur fylginautur doktorsnafn- bótar í lögum þar sem svo mtk- ill hluti þekkingar okkar á hinni hrífandi sögu íslenzkra laga kemur einmitt úr íslandssögun- um. Smitlh fór mörgum viður- kenningarorðum um forsetann og sagði að lokum, að þó að þeir væru að heiðra, væri heiðurinn þedrra. félagsins í Reykjavík og rækt ■ það starf af miklum skörungs- skap við almennar vinsældir félagsmanna sinna. Friðfinnur Ólafsson er prýði- lega starfhæfur maður, gáfaður og skemmtilegur. Skáld er hann gott og landsfrægur fyrir fyndni sína. Friðfinnur er þéttur á velli og þéttur í lund, traustur mað- ur og góðgjarn. Hann er gleði- maður og góður drengur, sem virðist öllum vel. Kona Friðfinrjs er Halldóra Sigurbjörnsdóttir frá Grimsey, hin ágætasta kona og eiga þau sex mannvænleg börn. Ég óska þessum æskuvini mín- um og sveitunga innilega til hamingju með fimmtugsafmæl- ið og vona að hann haldi æsku sinni langt fram um árin. S. Bj. í upphafi ræðu sinnar þakk- aði forsetinn þá sæmd, sem Há- skóli Edinborgar sýndi honum með doktorskjörinu. „Er það greinilegur vottur vináttu i garð þjóðar minnar", sagði for- setinn. Þá gerði hann nokkra grein fyrir löggjöf íslendinga og stjórnahháttum. í því sambandi minnti hann á, að þótt oft hafi róstur verið miklar, einkum á síðustu árum þjóðveldisins, hafi hin forna norræna einkunn „með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“ átt við um þetta þjóðfélag í ríkum mæli. Síðar í ræðunni gat hann þess m.a., að í frelsisbaráttu þjóðar- innar á 19. og 20. öld hafi lög og lagarök verið grundvöllur undir kröfum fslendinga um sjálfsforæði. Eftir að lagasetn- ingarvaldið fluttist inn í landið hafi íslendingar leitað sér ým- issa fyrirmynda um lög sín. Þar hafi fyrst og fremst gætt sam- starfs við hin Norðurlöndin, en einnig hafi brezkra fyrirmynda nokkuð gætt í einstökum lögum: Forsetinn lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Eigin reynsla þjóðar er ávallt haldbezt, þegar setja skal þjóð- inni lög, en mikilvægt er að skyggnast um og gera sér grein fyrir reynslu annarra þjóða. Hornsteinar íslenzks þjóðfélag3 eru lýðræði og þingræði. Þegar konungssambandið við Dan- mörku lauk árið 1944, voru ís- lendingar að kalla á einu máli um að stofna lýðveldi í landi sínu, þeim kom ekki til hugar fremur en forfeðrum þeirra á þjóð'veldistímanum að stofna konungsveldi. fsland hefir hasl- að sér völl meðal annarra vest- rænna lýðræðisríkja, en fyrst og fremst telur land vort sér þó skjól í góðu nágrenni og sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Land vort vill ástunda góða og friðsamlega samvinnu við öll önnum lönd, og hefir hvorki her né herskyldu. Samvinnan við næstu nágranna verður vita- skuld alltaf nánust, og í því efni má minna á, að ekkert þjóðland er nær íslandi land'fræðilega en Skotland. Megi samivinnan milli þessara tveggja landa, sem eiga svo margt sameiginlegt eflast, ekki sízt á sviði menningar og vísinda. Ég endurtek þakklæti mitt, vinarhug og virðingu fyrir hinni skozku bióð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.