Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 18. FEBRÚAR 19«T. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.. Ritstjórar: Sigui'ður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjðrn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjaki kr, 105.00 7,00 eintakið. UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL Djarni Benediktsson, for- sætisráðherra, flutti yfir- gripsmikla ræðu á Al'þingi á dögunum um utanríkis- og varnarmál, þar sem hann rakti þróun þessara mála um nær þriggja áratuga skeið, samskipti ístlands við aðrar þjóðir á þessu sviði og tæki- færisstefnu kommúnista hér á landi í öryggismálum þjóð- arinnar. Forsætisráðlherra ræddi einnig hin nýju við- horf, sem skapazt hafa í Ev- rópu og sagði, að enginn vafi léki á því, að Atlantsihafs- bandalagið ætti meginþátt í því, að nú horfði mun frið- vænlegar í þessum heims- hluta en verið hefði um langt skeið: „Við vitumK, sagði Bjarni Benedi'ktsson, „að Atlants- hafsbandalagið og þátttaka íslands á einum úrslitastað í vörnum bandalagsins hefur átt þátt í því að friða þennan heimshluta og það, að Sovét- stjórnin sýnir Vesturveldun- um þá vinsemd og virðingu, sem hún nú gerir, kemur af því, að þau virða þeirra samheldni og þeirra vald. Þess vegna væri það mesta fjandskaparbragð við friðinn, við framfarir, við heill al- mennings, við framtíð heims- ins, ef menn nú ryfu þessi aamtök og hættu að vilja leggja fram þann skerf, sem enn þanf til þess að öruggum friði verði áður en lýkur náð“. Forsætisráðherra ræddi síðan sérstaklega viðhorfin í varnarmál'um íslendinga og sagði um þau mál: „Nú er að ýmsu leyti orðið mjög breytt frá því, sem áður var. Ég held, að það séu engar ýkjur, þó að við segjum, að ísland sé nú ámóta sett og það væri í Mið-Evrópu. Svo mikiÆ er umferð af allskonar farar- tækjum í lofti, á hafinu um- hverfia landið, að ef menn kynna sér það er það svipazt því, að maður væri staddur á fjölmennum umferðarstað í stórborg, ef svo má segja. Við komumst þess vegna ekki hjá því, að meðan hættu- ástand er í heiminum — og ótvírætt er svo ennþá — eru það fjörráð við íslenzku þjóðina að skilja landið eftir varnarlaust. Hitt er svo al'lt annað mál, hvernig menn vilja koma þeim vörnum fyr- ir nú, hvort menn telja á vissu stigi, að varnarábyrgð Atlantshafsbandalagsins á- samt vissum framkvæmdum og aðgerðum hér innanlands sé nóg til þess, að við þurf- um ekki að hafa erlent varn- arlið. Þetta er atriði, sem sjálfsagt er að skoða og kynna sér til hlýtar. En ég legg áherzlu á hitt, að meðan við þurfum á raunverulegum vörnum að halda, skulum við ekki vera að reyna að blekkja sjálfa okkur eða aðra með því að halda, að þær varnir hætti að vera hernaðarlegar, þó að við skírum mennina, sem eiga að taka við störfun- um upp og köl'lum þá sér- fræðinga. Það sem við verð- um að gera okkur ljóst er: Viljum við hafa varnir? Telj- um við að varnir séu nauð- synlegar, ekki vegna annarra heldur vegna okkar sjálfra? Og ef við teljum að svo sé, verðum við að hafa kjark til að segja það og framkvæma það. Þá verðum við annað hvort að semja við aðra um það eða taka að okkur varn- irnar sjálfir. En við komumst ekki hjá því á þann hátt að stinga höfðinu í sandinn eða með því einfalda ráði að fara að kal'la þá, sem eiga að ann- ast störfin, sérfræðinga. Ef við teljum að ísland verði eins og önnur þjóðlönd, að hafa varnir, verðum við að hafa manndóm til að segja: Annað hvort tökum við varn irnar sjálfir og þá getið þið farið, eða við verðum að semja við þann, sem við treystum til þess að annast varnirnar". SJÚKRA- FLUTNINGAR CJtefnf er að því, að Slysa- varðstofan, sem nú er til húsa í Heilsuverndarstöðinni flytjist í Borgarsjú!krahúsið nýja og mun aðstaða hennar batna mjög við það. Slysa- varðstofan mun þá hafa yfir 32 rúmum að ráða og enn- fremur verður þar svonefnd „intensive-care‘<-dei'ld, sem annast meðvitundarlausa sjúklinga. Með tiHiti til þessara fyr- irhuguðu breytinga hefur borgarstjórn Reykjavíkur að ti'l'hlutan borgarfulitrúa Sjálf stæðisflokksins samþykkt að skipa nefnd til þess að kanna hvort nauðsynlegt sé að koma á nýskipan sjúkraflutn inga í borginni. Úlfar Þórðarson, borgar- fU'lltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti athygti á því í umræð- um í borgarstjórn, að aðbún- aður á slysastað og flutning- ur þaðan væri mi'kilvægur liður í þeirri öryggiskeðju, sem reynt væri að treysta til þess að búa vel að þeim borg- •urum, sem fyrir slysum Verður Mendes - France næsti forseti Frakklands? í NÆSTA mánuði eiga að fara fram þingkosninsar í Frakklandi og er kosninga- baráttan að sjálfsögðu þegar byrjuð. Eitt hið athyglisverð- asta varðandi þessar kosning- ar er, að Pierre Mendes- Franee, fyrrum forsætisráð-' herra Frakklands er að nýju kominn fram á stjórnmála- sviðið og býður sig nú fram eftir að hafa dregið sig í hlé um árabil frá stjórnmálum. Ef hann nær kjöri, hefur hin klofna stjórnarandstaða Frakklands eignazt foringja, því að hann nýtur hylli bæði til hægri og vinstri og er kunnur fyrir að vera ákveð- inn og röggsamur stjórnmála- maður. Strax eru uppi al- mennar raddir um, að Mend- es-Franee stefni nú þegar markvisst að því að verða næsti forseti Frakklands, er forsetakosningar fara þar fram næst 1972. Frá því að Mendes-France skýrði frá því, að hann hyggð ist nú að nýja hefja virka þátttöku í stjórnmálum og bjóða sig fram 1 komandi þingkosningum, hefur enn skapazt nýtt viðhorf í kosn- ingabaráttunni, því að í Frakklandi þykjast menn gera sér grein fyrir einu: Þeg- ar Mendes-France hefur að nýju þátttöku í stjórnmálum, þá er það ekki fyrst og fremst til þess að verða þingmaður á nýjan leik, heldur gert í þeim ásetningi að flytja í El- yséehöllina 1972 sem forseti Frakklands. >á verður annað sjö ára kjörtímabil de Gaulle forseta á enda og hann mun þá varla bjóða sig fram til forseta einu sinni enn. Hann verður þá 82 ára að aldri en Mendes-France 65. Kjördæmið, sem Mendes- France hefur valið til þess að ná kosningu á nýjan leik sem Þingmaður, er borgin Gren- oble í ölpunum. Hún er á meðal þeirra borga Frakk- lands, þar sem framfarir hafa verið hvað mestar. Þar er mikiíl iðnaður í sambandi við raforku og kjarnorku- vísindi, sem veldur því, að þar er búsettur tiltölulega mikill fjöldi menntaðra manna og háskólinn í Gren- oble nýtur mikils orðstírs. Mendes- France varð for- sætisráðherra Frakklands ár- ið 1954, þegar 19. ríkisstjórn landsins, frá því að heims- styrjöldinni síðari lauk var steypt og landið stefndi rak- leiðis út í öngþveitið bæði efnahagslega og stjórnmála- lega. Orsakir þessa voru margar en ekik hvað sízt styrj öldin í Indókína. Mendes-France skuldbatt sig til þess að binda endi á styrjöldina i Indókína innan eins mánaðar frá því að hann ttók við völdum. Hann vann svo ákaft að þessu verkefni, að hann mætti stundum í smoking til vinnu sinnar á morgnana, til þess að hann þyrfti ekki að fara heim til þess að skipta um föt, ef hann átti að mæta í samkvæm isklæðnaði við eitthvert hátíð legt tækifæri að kvöldi. Hinn 21. júlí — tveimur klukku- stundum áður en fresturinn var liðinn — gat hann kunn- gjört, að samið hefði verið um frið í Indókína. Síðan kom hann í veg fyrir varnarbandalag Evrópu (Kon rad Adenauer þá: Þessi mað- ur verður að fara) og þá von Frakka að halda Saarhérað- inu. Þegar hann að lokum hét Túnis sjálfstæði, felldi þingið stjórn hans. Enginn Frakki hafði áður vogað að vekja þjóð sína upp af stórveldisdraumum henn- ar, eh þegar Charles de Gaulle kom til valda 1958, hélt hann þar áfram, sem Mendes France hafði orðið að hætta. Enda þótt þessir stjórnmálamenn séu persónu- lega ólíkir, þá er stefna þeirra beggja ekki ósvipuð: Við þær endurbætur, sem fram fóru 1958 á efna hagskerfi landsins, fylgdi de Gaulle ráðleggingum frá Mendes-France. Með Eviansamningnum svonefnda losaði de Gaulle eins og Mendes-France hafði áður gert í Genf, sig að mestu við þá byrði, sem nýlendurnar voru. Hann veittl Alsír sjálfstæði, í því skyni að Frakkland gæti að nýju tekið að sér forystuhlutverk í Evrópu. Bæði Mendes-France og de Gaulle virðast telja það helzta markmið franskra stjórnmála að vekja hina fornu dýrð Frakkalnds að nýju. Hvernig sem kosningarnar 1 næsta mánuði kunna að fara er talið nær víst, að Mendes France muni verða foringi stjórnarandstöðunnar og að hann muni nota tímann fram til 1972 til þess að leggja grundvöllinn að því að verða þá forseti. Sem hugsanlegur eftirmaður de Gaulles er hann jafnvel Gaullistum, þ.e. stuðningsmönnum de Gaulle að skapi. Hinir fremstu í hópi þeirra eru þegar farnir að láta vel að honum. Pompidou forsætisráðherra: „Ég met hann mjög mikils". Plerre Mendes-France. — Hyggst hann verða næsti forseti Frakklands? verða, en slys eru svo sem kunnugt er tíðasta dauðaor- sök frá barnæsku og fram yf- ir miðjan aldur. í þessum efnum, sem öðr- um, verðum við að fylgjast með tímanum og aðlaga okk- ur breyttum aðstæðum, þeg- ar þörf krefur. USTAÁHUGI UNGS FÖLKS Ástæða er til að vekja at- hygli á blómlegri starf- semi Listafélags Menntaskól- ans í Reykjavík, sem nú hef- ur komið á fót sýningu högg- mynda, þar sem helztu mynd höggvarar þjóðarinnar sýna verk sín. Listafélagið hefur áður gengizt fyrir margs kon- ar listkynningu, sem vakið hefur almenna athygli í borg- inni. Það er atíhyglisvert, að unga fólkið í Menntaskólan- um skuli hafa frumkvæði um slíka starfsemi og bendir það ótvírætt til þess, að lif- andi áhugi sé á lista- og menningarmálum í Mennta- skólanum. Það er og mjög við hæfi, að svo er, í hinni gömlu og virðulegu stofnun við Lækjargötu og er þess að vænta, að menntaskólanemar haldi áfram á þessari braut, sem hefur þegar orðið þeim ti'l verðsku'ldaðrar sæmdar. Vilja leggja björgunorskútn sjóð í þyrln BjörgunarskútusjóSur Austur- lands hefur lagt til að sjóður þess verði látinn ganga til kaupa á þyrlu, sem notuð verði við björgunar- og hjálparstörf og staðsett á Egilsstöðum. Hefur verið lagt til að Slysavarnafélag ið gangi í félag við Landhelgis- gæzluna um kaupin á flugvél- inni, en landhelgisgæzlan reki hana. Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélagsins, t'jáði MbL að þetta væri aðeins tillaga enn- þá. Slysavarnafélagið væri aðeins búið að hafa samband við Land- helgisgæzluna um má'lið oe. rétt byrjað að athuga það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.