Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. 5 í>AÐ var fremur rólegt á Al- þingi i liðinni viku. Fátt merkra mála kom fram og lítilla tilþrifa gætti í umræðum. Á meðan beð- ið er eftir ýmsum stórum mál- um, sem búizt er við frá ríkis- stjórninni innan tíðar, sérstak- lega varðandi sjávarútveginn, hafa þingnefndir lagt áherzLu á að afgreiða þau mál, sem fyrir liggja hjá þeim, en þau söfnuð- ust nokkuð upp fyrir jólin. Lögð voru fram 8 lagafrv., tvö stjórnarfrv. og sex þingmanna- frumvörp. Þingmenn Alþýðubl. lögðu fram þrjú frv., tvö í Neðri deild og eitt í Efri deild, eitt frv. var lagt fram af þing- manni Sjálfstæðisflokksins í Neðri deild, eitt af Alþýðuflokks- mönnum einnig í Neðri deild og Framsóknarmenn lögðu fram frv. í Efri deild. Þrjár þingsályk*unartillögur voru fluttar, tvær af Framsókn- armönnum og ein af Alþbl.- mönnum. Einnig voru lagðar fram fjórar fyrirspurnir. Stjórnarfrv., sem fram komu, munu mörgum fagnaðarefni, en annað þeirra fjallar um afnám ríkiseinkasölu á viðtækjum og hitt um nauðsynlegar tollabreyt- lngar vegna afnáms einkasölu- gjalds. Viðtækjaverzlun ríkisins hefur ekki haft neinu skynsam- legu hlutverki að gegna í mörg ár. Hún hefur einungis verið innheimtustofnun fyrir ríkissjóð og að margra mati staðið óþægi- lega í vegi fyrir eðlilegum inn- flutningi viðtækja. Þar við bæt- ist að rekstur hennar hefur ekki verið hallalaus. T. d. varð rekstr- artap á árinu 1964 tæp ein milljón króna og hún er talin skulda ri'kissjóði 7 milljónir króna. Vonandi er hér um að ræða fyrsta skrefið í þá átt, að ríkið losi sig við óþarfan at- vinnurekstur, svo sem Lands- smiðju, en engin skynsamleg rök virðast mæla með því, að ríkið reki járnsmiðju. Af þingmannafrv. má nefna frv. Péturs Sigurðssonar um rýmkun aðildar að lífeyrissjóði togarasjómanna. Þar virðist vera um sjálfsagt réttlætismál að ræða, sem jafnframt er líklegt til að styrkja þennan sjóð veru- lega. Pétur hefur flutt þetta frv. einu sinni áður og náði það þá ekki afgreiðslu, en nú er þess að vænta, að Alþingi afgreiði það á jákvæðan hátt. Alfreð Gíslason hefur flutt frumvarp um bann við tóbaks- auglýsingum, samhljóða frum- varpi því, sem Magnús Jónsson flutti á Alþingi fyrir tveimur árum. Frv. Magnúsar fékk þá greiða afgreiðslu í Efri deild en stöðvaðist í Neðri deild og var vísað til ríkisstjórnarinnar, sem hefur fengið því áorkað, að tóbaksauglýsingar eru hvorki birtar í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi. Engu skal spáð um af- drif frv. Alfreðs Gíslasonar nú. Hér rekast augljóslega á miklir hagsmunir, en benda má á, að gagnslítið kann að vera að banna tóbaksauglýsingar í íslenzkum blöðum, þegar erlend blöð með slíkum auglýsingum streyma inn í landið vikulega. Á það raunar einnig við um áfengisauglýsing- ar. Töluverðar umræður urðu um starf utanríkismálanefndar Al- þingis sl. miðvikudag og gerði utanríkisráðherra frekari grein fyrir þeim trúnaðarbrotum, sem einstakir meðlimir nefndarinnar gerðu sig seka um árin 1960— 1961. Þórarinn Þórarinsson hef- ur tekið þessar .ásakanir óstinnt upp og sett fram' kröfu um rann- sóknarnefnd vegna málsins. — Kommúnistar hafa hins vegar haft uppi litla tilburði til þess að bera af sér sakir og er það raunar kjarni málsins, að erfitt er að skýra frá trúnaðarmálum í nefnd, sem kommúnistar eiga sæti í. Hins vegar er það auð- vitað sjálfsagt við eðlilegar að- stæður, að Alþingi fylgjist með því, sem gerist á sviði utanríkis- mála, en óneitanlega er erfitt að koma því fyrir, meðan kommún- istar eiga fulltrúa í nefndinni. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra flutti yfirgripsmikla ræðu um utanríkis- og varnar- mál sl. fimmtudag og er sú ræða mikilvæg ekki sízt fyrir þá sök, að ný viðhorf eru að skapast í evrópskum stjórnmálum og eðli- legt, að íslendingar geri sér grein fyrir því, að hve miklu leyti þær breytingar hafa á'hrif á okkar aðstöðu. Forsætisráð- herra lagði áherzlu á það í ræðu sinni, að hinar friðvænlegri horf- ur í Evrópu væru fyrst og fremst árangur af starfi og samheldni AtlantShafsbandalags- ins. Enn væri ekki ljóst hvort hugarfarsbreyting Sovétrikjanna væri raunveruleg og það væri hreint fjandskiparbragð við frið- inn að rjúfa meðan svo væri þau samtök, sem honum hefðu náð. Þá benti forsætisráðherra enn- fremur á, að íslendingar yrðu að hafa kjark til þess að gera það upp við sig, hvort þeir vildu varnir eða ekki og þá með hverj- um hætti. Óljóst tal um „sér- fræðinga" væri gagnslítið. Segja má, að Bjarni Benediktsson sé aðalhöfundur þeirrar utanríkis- stefnu, sem við höfum fylgt allt frá stríðslokum. Þess vegna eru orð hans nú, á miklum breyt- ingatímum í sögu Evrópu, hin athyglisverðustu og ástæða til að hvetja fólk til þess að kynna sér þau, en Mbl. birti ítarlega frá- sögn af ræðu ráðherrans sl. föstudag. Styrmir Gunnarsson. Aðeins 12 aura kostar hvert frímerki í ódýrustu pökk- unum okkar. 250 mismun. allur heimurinn kr. 30.— 333 mismun. allur heimurinn kr. 40.— 500 mismun. allur heimurinn kr. 69.— 1000 mismun. allur heimurinn kr. 150.— 2000 mismun. allur heimurinn kr. 330.— 3000 mismun. allur heimurinn kr. 550.— Sendum í póstkröfu um allt land. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN S.F. Týsgötu 1 — Sími 21170. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Skerjafjörður — Lambastaðahverfi Sjafnargata sunnan flugv. Skólavörðustígur Baldursgata Túngat.a Kaplaskjólsvegur Talið við afareiðsluna, sími 22480 Skrifstofustúlka óskast Opinber skrifstofa í Miðborginni óskar að ráða stúlku til venjulegra skrifstofustarfa nú þegar. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Umsóknir um starf þetta sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ. m., merktar: „Ábyggileg — 8883“. England Mímir leiðbeinir foreldrum við val skóla í Eng- landi. Er skrifstofa Mímis opin kl. 1—7 daglega. Beztu skólarnir eru oft fullskipaðir löngu fyrir- fram, svo að foreldrum er ráðlagt að leita upplýs- inga snemma. Hægt er að útvega skóla hvenær, sem er ársins. Við erum nú að ganga frá sumarnám- skeiðum. Haldið verður námskeið fyrir þá unglinga, sem ætla til Englands í sumar dagana 14.—28. apríl. Öllum unglingum er heimil þátttaka hvort sem þeir setla út á vegum Mímis eða ekki. Á þessu námskeiði kennir enskur kennari og verður farið yfir það helzta sem unglingum ber að vita við komuna út svo sem svör í útlendingaeftirliti, tolli, við pöntun leigubíla, síma, för á matsölustaði, í verzlanir o. s. frv. Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4. — Sími 1-000-4 kl. 1—7 e.h. «5 > §1 _ ^ VIÐ ERUM HERI MYFERD rennibekkir Vélareimar Handverkfæri og Rafmagnsverkfæri Kranar Boltar Skrúfur MD. PODLSEH Suðurlandsbraut 10, sími 38520 NÆG BÍLASTÆÐI Konu dagurinn HJÁ MICHELSEN blómabúd MIGBELSEN Suðurlandsbraut 10, sími 31099. REYKINGAMENN allt fyrir ykkur RONSON- gaskveikjarar REYKJAPÍPUR TÓBAKSVÖRUR ÁVEXTIR nýir — niðursoðnir KEX-KÖKUR BJAmBBÍI Suðurlandsbraut 10, sími 15320.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.