Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. Kalldóra Sigurðar- dóttir - Minningurorð Fsedd 14. ágúst 1884. Dáin 10. febrúar 1967. IHINN 10 febrúar sl. lézt í Lands spítalanum í Reykjavík frú Hall dóra Sigurðardóttir, frá Siglu- firði, eftir langvarandi van- heilsu á 83. aldursári. Frú Halldóra var fædd að Vík Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jóhann Jens Albertsson, frá Klukkufeili, Framnesvegi 42, lézt 16. febrúar sl. F. h. vandamanna, Helga Jónsdóttir. Maðurinn minn, Bjarni Pálsson, vélstjóri, lézt af slysförum hinn 17. þ.m. Fyrir mina hönd og barna hans, Matthildur Þórðardóttir. Fraenka okkar, Friðrikka Gunnlögsson, andaðist í Holbæk 17. þ. m. Fyrir hönd annarra að- standenda, Margrét Hemmert, Margrét Halldórsdóttir. Systir okkar, Nanna Þ. Gislason, lézt á Landsspitalanum sunnu daginn, 12. febrúar. Útförin hefur farið fram. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð. Baldur Þ. Gíslason, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Freyr Þ. Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Páll Ingi Gunnarsson, Brávallagötu 16 A, andaðist í Borgarspítalanum 15. febrúar. Gunnhildur Pálsdóttir, Kristinn Einarsson, Esther Pálsdóttir, Friðrik Friðriksson, Gyða Pálsdóttir, Haraldur Kristmarsson, •g barnabörn. í Héðinsfirð.i, 14. ágúst 1884. For eldrar hennar voru hjónin Sig- urður Pétursson, skipstjóri og útvegsbóndi, og kona hans, Guð- ný Pálsdóttir Þorvaldssonar frá Dalabæ í Úlfsdölum í Skaga- fjarðarsýslu. Ólst Halldóra upp í foreldrahúsum, en fluttist ung með foreldrum sínum til Haga- nesvíkur og síðar þaðan að Stað- arhóli í Siglufirði. >ar stundaði faðir hennar búskap og útveg til ársins 1897 að hann andaðist. Frú Guðný bjó áfram á Staðar- hóli með Þorvaldi syni sínum og yngri bömunum tvö næstu árin, eða þar til að hún varð fyrir þeirri þungu sorg og missa Þor- vald son sinn sem drukknaði ár- ið 1899. >á fluttist frú Guðný til Akureyrar með börn sín, og þar dvelur Halldóra til fullorðins- aldurs. Árið 1906 giftist hún Þor steini Péturssyni verzlunar- manni, ættuðum af Svalbarðs- strönd, mikilhæfum ágætis- manni. Reistu þau bú fyrst á Akureyri, fluttust um táma til ísafjarðar og þaðan til Siglu- fjarðar árið 1912, þar sem þau áttu heima i rúm 40 ár. Á Siglu firði rak Þorsteinn Pétursson bæði verzlun og útgerð um ára- bil. Heimili þeirra þar var brátt rómað fyrir gestrisni og myndar skap ,enda var frú Halldóra mik ilhæf húsmóðir og frábær hann- yrðakona. Hér áður fyrr var ekk ert gistihús á Siglufirði. Var þá oft leitað til frú Halldóru og Þor steins um að veita móttöku inn- lendum sem erlendum gestum til dvalar á þeirra heimili til lengri eða skemmri tíma. Frú Halldóra og Þorsteinn eignuðust 8 efnileg börn, en nú eru aðeins 5 þeirra á lífL Auk þess ólu þau upp eina fóstur- dóttur. Eiginmann sinn missti Maðurinn minn, Böðvar Pétursson, lézt í Landsspitalanum 15. febr. Útförin fer fram í Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 23. febr. kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkað. Ingigerður G. Jónsdóttir. Kveðjuathöfn vegna fráfalls eiginmanns míns, Jóns E. Sigurðssonar, forstjóra, fer fram í Akureyrarkirkju þriðjud. 21. þ. m. kL 13.30. Laufey Pálsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Ingimar Magnús Björnsson, vélvirki, Meðalholti 9, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 21. febrúar kl. 1.30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. María Hannesdóttir, Jóhanna Þórunn Ingimarsd. Herdís Jónsdóttir, Hannes Jónsson, Karin W. Jónsson og barnabörn. frú Halldóra árið 1952. Eftir það átti hún heima í nokkur ár á Siglufirði, en fluttist til Reykja víkur árið 1959, þar sem flest öll börriin voru þá komin suð- ur. Frú Halldóra átti lítið og fallegt heimili að Austurbrún 4 hér í borg. Þangað var gott að koma. Ég kvnntist Halldóru er ég var unglingur á SMufirði frostaveturinn 1918, og í öllum þeim mikla kulda tókst með henni og fjölskvldu minni hlý vinátta, sem entist til æviloka hennar. Að endingu votta ég börnum hennar fósturdóttur, tengdabörn um, barnabörnum og öðrum ætt ingjum hennar innilega samúð. Kveðjuathöfn fór fram þann 15. þ.m. í Fossvogskapellu að viðstöddu fjölmenni. Jarðsett verður á Siglufirði mánudaginn 20. þ.m. Blessuð sé minning hennar. Valgerður Björnsdóttir. - GEYSIR Fraimhald af bls. 10. ur og sýnir mér ljósprent af frásögnum og myndum í göml- um bókum, sem hann hefur dreg ið að sér. — Tíð gos í Geysi hafa væntanlega aðeins verið skvettur einar og því villandi að miða núverandi ástands Geys is við slík tímabil. Aður er gtV ið um, að gosum hafl í rauninni farið að hraka um 1850. Aðalbreytingar í efri hluta hvers ins. — Hvað snertir rennsli og hita stig vatnsins á botni hverpípunn ar í Geysi, virðist mér það hafa breytzt tiltölulega lítið í rúm.a öld, ef miðað er við þær eldri mælingar, sem áreiðanlegastar eru. Má skjóta því inn í til gam- ans, að Jónas Hallgrímsson mældi hita í Geysi árið 1837. Aftur á móti tel ég, að aða,- Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og jarðar- för, Þorsteins Kristinssonar, Kirkjuvogi, Höfnum. Erlendína Magnúsdóttir, börn, tengdadætur, barnabörn og systir. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föð- ur, tengdaföður og afa, Ágústar J. Péturssonar, Hlíðarveg 4. Sigríður M. Sigurðardóttir, Ágústína G. Ágústsdóttir, Kristjana Ágústsdóttir, Sigurður Ágústsson, Petrína R. Ágústsdóttir, tengdabörn og barnabörn. breytingarnar hafi átt sér stað í efri hluta Geysis, m.a. stærð vatnsyfirborðs ' og í skálinni. Mestöll kælingin á vatninu í Geysi stafar af yfirborðskælingu í skálinni við uppgufun. Með það fyrir augum að minnka þessa kælingu, gerði ég tilraun ir með Isleifi Jónssyni árið 1960 ineð efni til hindrunar á upp- gufun, sem dreift var á yfirborð ið. Með því tókst að draga veru- lega úr uppgufuninni (um 27%). Kom í ljós við þær tilraunir, að hægt var að „hita“ Geysi nægi- lega upp til þess að fá fram gos með sápu. Ýmsir aðrir þætt- ir, sem áhrif hafa á gosmögu- leika hans, komu þó í ljós M.a. náðist ekki alltaf upp gos, þótt hægt væri að koma Geysi af stað. Virtist bá skálin geta tek- ið við mestöllu vatninu, sem upp kom, án þess að út úr henni flæ^L Þ°ss má geta í því sam- baryi, að rúmmál skálarinnar ofan við vatnsborð er svipað og rúmmál efri pípunnar. Ekki twj bora í Geysl — Ef gera ætti eitthvað til að auka goshæfni Geysis sem er að mínu áliti að færa hann í sama ástand, sem hann var í fyrir 100 árum eða meir, þá tel ég. að lækka þvrfti skálina. Slík aðgerð væri eðlilegri og i alla staði miklu áhættuminni en að reyna að auka innrennsli í hverinn, sem ég tel að myndi gjörbreyta goseiginleikum Geys- is. En fyrir þá er hann fræg- astur. Við gætum jafnvel hugs- anlega farið að fá sígos upp úr honum eða gera hann að „pissu- dúkku“, eins og Sigurður Þór- arinsson myndi orða það. Hvað veit maður um það? Á árunum 1964-1965 voru gerð ar allýtarlegar og nær samfelld-> ar mælingar á botnhitanum í Geysi, ásamt gostilraunum. Flestar hitamælingar gerði Þór- ir Sigurðsson Greipsonar með hjálp góðra manna. Kom í ljós, að meðalhitinn í hvernum er yfir árið aðeins um 1 stigi lægri en það hitastig, sem þarf til að hægt sé að láta hann gjósa með sápu við núverandi að- stæður. Með botnhitamælingum reyndist mögulegt að spá fyrir um, hvenær hægt yrði að fá Geysi til að gjósa með sápu. Hitamælingarnar gefa enn- fremur til kynna að botnhit- inn sveiflist óháð veðurskilyrð- um, og er eðlilegra að telja að vatnsrennslið I hverinn ráði sveiflunum. Að sjálfsögðu hefur veðurfar áhrif á kælingu vatns- ins í skálinni. Kælingin ein ástæða gossins. — Það merkilegasta er, að ein af ástæðunum fyrir gosi í Geysi er einmitt kælingin. Það stafar af þvi, að heitar vatnstungur ná suðusvæðinu á 12 metra dýpi, einmitt af því að kælda vatnið á yfirborðinu, sem aðeins að hluta rennur út, sekkur í hver- inn niður fyrir þrengslin á 8 m. dýpi þar sem það blandast í míklu róti smám saman heita vatninu, er upp stígur. — Þær rannsóknir, sem hafa verið gerðar, eru að sjálfsögðu ekki nema brot af því sem gera þarf, sagði Sigurður Hallsson undir lok viðtalsins. Þær athug- anir, sem ég gerði 1964-1965, voru gerðar með leyfi Geysis- nefndar, sem upphaflega stóð að athugunum minum og vakti þar með áhuga minn, og síðan hafa ýmsir áhugamenn stutt mig og hjálpað. Umtal um að fara að bora í Geysi örvaði líka áhug- an hjá mér, svo og vitneskjan Innilegar þakkir færi ég öllum er með heillaskeytum, heimsóknum, hlýjum hand- tökum og góðum gjöfum, gjörðu mér sextugsafmæli mitt ógleymanlegt. Vinsamlegast. Lýtingnr Jónsson. run það, hve menn vita almennt lítið um Geysi. En áður en nokk uð yrði gert við hverinn, er nauðsynlegt að hann verði full- rannsakaður jarðfræðilega og j arðeðlisfr æðilega. Af framanskráðu er væntan- lega augljóst hverjum manni, að rannsaka þarf Geysi og Geysis- svæðið með þeim vísindalegu aðferðum, sem nú eru þekktar hér á landi og beitt hefur verið á öðrum jarðhitasvæðum. En eins og fram hefur komið áð- ur, þá tel ég, sagði Sigurður að lokum að reyna eigi að koma hvernum í eðlilegt horf að af- loknum rannsóknum. Ef sk'ál- in væri lækkuð, þá yrði vatnið t.d. látið fljóta yfir skálarbarm- ana, sem er hið eðlilega ástand Geysis. Bið eftir gosi er að vísu illa séð af ferðamönnum, sem alltaf eru á hraðri ferð. en eftir irvæntingin er einmitt eitt af bví sem heillandi er við gos Geysis — E. F. -LONDON Framhald af bls. 11. að aðeins sást lítill hluti mynd- arinnar í senn. Þetta kallaði listamaðurinn „Tuttugu og fjór ar klukkustundir", skemmti- leg hugdetta, sem var þegar seld ásamt mörgum öðrum verkum á þessari sýningu Grants, Á öðrum stað sá ég merkilega sýningu af Litho- grafum, eftir marga þekktustu listamenn í heimi. Þar var það Braque og Arp, sem báru af með sterk og einföld verk. Ýmislegt fleira sá ég, en það yrði of langt mál að segja frá því hér. Þetta ætti að nægja til að sýna íslendingum, að það má sjá furðumargt í London á ein- um degi, ef hann er notaður til einhvers annars en að ráfa í verzlanir og reikna út, hve margar krónur er hægt að spara sér með því að verzla við Bretann. Það mundi ekki saka, þótt við bæði verzluð- um, fengjum okkur pint af góðu öli og litum dáltíið á myndlist, þegar komið er til London. Leikhús og hljómleik- ar eru auðvitað á hverju kvöldi, og þegar við erum stödd í London, erum við í brennidepli menningarstrauma Evrópu, eða alls heimsins, og við ættum að nota tækifærið. Það er svo margt, sem þessi óvenjulega mennska borg bíð- ur. Galdurinn er einfaldlega sá að kunna að velja og hafna. Við erum ein fámennasta þjóð veraldar, en við eigum menn- ingu, sem þolir og verður að nýta utanaðkomandi áhrif. Ein angrun okkar er óðum að rofna og við að komast í nábýli við stórþjóðir. Því verðum við að opna okkur, ekki síður en Bretar, fyrir þeim tima, er við lifum á, og það er menning okkar á komandi árum, sem ræður því, hvort við rísum undir þvi að vera sjálfstæðir eða ekki. Hinn fyrryerandi voldugi Breti hefur skilið þetta, þegar halla fór undan fæti fyrir heimsveldinu. Fisk- ur og krónutala er ekki ein- asta máttaraflið. Hér höfum við nærtækt og lærdómsríkt fordæmi, sem orðið hefur við okkar nýju bæjardyr. Valtýr Pétursson. Frá Skákþingi 5 UMFERÐUM af 7 er nú lokið i úrslitariðli meistaraflokks. Benóny Benediktsson heldur enn forystunni með 4% vinning, en Björn Þorsteinsson er í 2. sæti með 3% vinning og biðskák, sem liklega er jafntefli. í b-riðli meistaraflokks skipar Bragi Björnsson fyrsta sæti með 5 vinninga af 5 mögulegum. í 1. floki er Guðmundur Vigfússon efstur með 7 vinninga, en í 2. flokki Gunnar Arnkelsson með 6!4vinning og I unglingaflokki Barði Þorkelsson með 6 vinn- inga. Tvær síðustu umferðirnar 1 úrslitum meistaraflokks verða tefldar á sunnudag og fimmtudag í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.