Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. Ekki má hætta á að breyta hinum frægu goseiginleikum Geysis Viðtal við Sigurð Hallsson, efnaverkfræðing ©AMLI Geysir og hin stórkost- legu gos hans eru fræg um allan heim, enda hefur hann gef- ið minni bræðrum sínum í hópi goshvera samheitið „geysar” á fmsum tungumálum, og flestar kenningar um starfsemi gos- hvera eru til orðnar í sambandi við hann. Síðan 1958 hefur ung- ur efnaverkfræðingur lagt í mikl ar rannsóknir á Geysi, síðustu árin eingöngu af áhuga. Þessi maður er Sigurður Hallsson. Hann hefur dvalið fyrir austan við athuganir og mælingar tím- auðveldara væri að yfirlhita hreint vatn en sápuvatn, þ.e. hita það upp fyrir suðumark án þess að vatnið sjóði. Til- raunir, sem Magnús Magwússon, prófessor hafði gert og tilraun- ir erlendis studdu þessa niður- stöðu. Því dró ég þá ályktun, að sápa auðveldaði suðu í Geysi og gerði 'hana kröftugri. En fleira kemur þarna inn í, eins og t.d. áhrif sápufroðunnar á gufuvatnsmassann, sem hossar upp og niður í upphafi goss, ef svo má að orði komast. andi kvæði Stefáns G. um Geysi, þá liðu 26 klst. frá því hverinn gaus og þar til hverpípan var orðin full aftur. Ef gert er ráð fyrir að meðalrennsli inn í hver- inn sé um 3 lítrar á sekúndu, samsvarar það því að rúmmál hverpípunnar eða pípanna sé um 280 rúmmetrar. Samkvæmt at- hugunum á þverskurði hverpíp- unnar niður á 20 m. dýpi, hefi ég áætlað að rúmmál hannar GEY51R sé 130 rúmmetrar, ef miðað er við hæð yfirborðsins, eins og það er venjulega. Þetta bendir til þess að um sé að ræða aðra pípu neðan við 20 metrana, eða hinn þekkta botn, og væri hún þá að rúmmáli um 150 rúm- metrar. Gufugosið kæmi þá úr þessari neðri pípti. Gosum hefur fækkað i eina öld. — Eins og kunnugt er, gýs Geysir ekki nema örsjaldan og hefur gosum hans farið fækk- andi. Mín skoðun er sú, að eðli- legum gosum í Geysi hafi lokið um miðja síðustu öld. Síðan hafi af honum dregið og fram að síðustu aldamótum hafi gosum farið fækkandi, þar til þau hættu alveg og hófust ekki aftur fyrr en gerð var rauf í skálar- barminn, eins og frægt er orðið. Með því að gera þessa rauf, var með lítilli gripkló, kom I ljós að á um 8 m. dýpi er hverpíp- an það þröng að gripklóin gekk ekki niður í gegn. Er pípan þvi innan við 40 sm. þröng. Talið er að kísilútfelling geti átt sér stað í hverpípunni, en ég tel að útfellingin á kísil sé í hverskál- inni og utan við hana. Kisilútfell Rannsóknir á íslandi vnum saman og unnið úr rann- sóknarefninu í Reykjavík, enda hefur hann myndað sér skoð- anir á því hvernig gospipan er, hvernig gosin verða eða ná ekki að verða og hann telur, að alls ekki megi hætta á borun, eins og ytungið hefur verið upp á, heldur skuli skálin lækkuð. En íyrst og fremst þurfi að rann- «aka Geysi og Geysissvæðið með vísindalegum aðferðum, sem þekktar eru hér og beitt hefur verið á öðrum jarðhitasvæðum. Hann álítur að Geysir sé alls ekki „dauður“, þó sæta þurfi lagi til að fá hann til að gjósa aftur. Þar sem við hljótum öll að láta okkur varða Geysi gamla, þá höfum við átt tal við Sigurð um rannsóknir hans fyrir austan. í upphafi samtalsins var hann apurður um tilefni þess að hann fékk svona mikinn áhuga á þessu máli. — Það var árið 1958, er ég vann hjá Raforku- málastjórninni, að Geysisnefnd fór fram á það, að ég gerði at- hugun á áhrifum sápu á hvera- vatn, sagði Sigurður. Slíkar at- huganir höfðu áður verið gerð- ar. En til þess að vatn gjósi, þarf það að yfirhitna. Brátt beindist athyglin að suðunni sjálfri. Þær athuganir, sem ég gerði, bentu til þess að auð- veldar sjóði 1 vatni með sápu, þ.e. suðubólurnar vaxa hraðar I sápu, einkum e< þær eru smá- ar. Þar að auki sýður á fleiri stöðum í einu í sápuvatni en hreinu vatni. Ef notað er 1 gramm af sápu í lítra af vatni, þarf 8 sinnum minni orku til aS mynda suðubólukjarna, sem •r upphaf á suðubólu. Niður- staða fjölda samanburðartil- rauna með suðu í vatni með eða án sápu var sú, að mun Sigurður Hallsson við Geysi. Þrengsli á 8 m. dýpi. Þetta vakti þvílíkan áhuga hjá mér, að ég fór að rannsaka Geysi sjálfan og var í því verk- efni meira og minna í 4 mánuði árið 1958. Var þá aðallega unn- ið að hitamælingum í Geysi, m.a. til að sjá hvar vatnið syði í hverpípunni. Slíkar hitamæl- ingar hafði prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson gert nokkrum ár- um áður og komizt að því, að hitastigið á um 12 m. dýpi komst upp fyrir suðumark. Mínum mælingum bar mjög vel sam- an við þær eldri. — Jafnframt þessu var reynt að gera sér grein fyrir lögun pípunnar með tilliti til goshæfni hversins. I ljós kom eitt mjög mikilvægt atriði. Mikil þrengsli eru í pípunni á 8 m. dýpi, og er það ef til vill aðalástæðan fyrir goshæfni Geysis. Smám saman leiddist ég svo með þess- um frumathugunum út í að velta fyrir því fyrir mér af hverju Geysir gysi. Tilraunir voru gerðar með að setja sópu í Geysi og gaus hann við það sæmilegum gosum. — Astæðan fyrir því að Geys- ir gýs er sennilega orðin ljós af því sem fyrr er sagt, sagði Sig- urður, sem svar við spurningu blaðamannsins. Þáð gerist ef' vatnið nær að sjóða nægilega á' 12 m. dýpi til þess að lyfta vatns súlunni ofan við suðudýpið og lækka þar með þrýstingin nægi lega mikið til að kröftug suða geti átt sér stað, sem smám sam- an færist neðar og neðar í hver- inn eftir því sem meira vatn skvettist út fyrir hverskálina og þar með er komið af stað gosi. — Hina frægu dynki í Geysi er eðlilegast að skýra með svo- nefndum „vatnshömrum“, sem í Geysi koma fram við að fyrstu gufubólurnar falla aftur saman. Þess ber að geta að sápa hefur einnig áhrif á uppgufunina frá yfirborðinu með því að sápu- himna leggst á yfirborðið og hitnar því Geysir nokkuð allur eftir að sápa er sett í hann. Seinni 11 mín. mikilfengastar. — Ef um fullkomið gos er að ræða, tekur það Geysi 11 mínút- ur að ná af sér öllu vatninu úr hverpípunni niður að þeim botni, sem þekktur er, en hann er á um 20 m. dýpi (hefur mælzt 18-22 m.) þá liggur hver- inn niðri um 14 mínútu, en gýs svo 11 mínútna gufugosi, sem er hinn mikilfengasti hluti Geys- isgossins. — í einu stærsta gosinu, sem ég hefi tekið þátt í að framkalla 20. júní 1964, m a. með tólgar- sápu frá Sigrúnu konu Sigurðar Greipsonar og með hann kveð- 4i SUÐU >1 11 I Svona telur Sigurður að Geysir sé neðanjarðar og er dýpt í metrum sýnd mcð tölum. Þrengsli eru í gospípunni á 8 m. dýpi. Þekkti botninn er á um 2Ó m. dýpi, en Sigurður telur að önnur pípa sé þar neðan við og gufugosið komi úr henni. þrýstingnum létt af Geysi og honum gert kleift að sjóða. Þann ig reyndist unnt að koma af stað gosum. Jafnframt hefur Geysir verið örvaður með sápu. feíðan 1936 hefur gosum aftur verið að fækka, þrátt fyrir rauf- ina. — Er þessi sáounotkun í hveri íslenzkt uppátælii? — Það veit ég ekki. Ekki þori ég um það að segja hvort hug- myndin um að nota sápu í Geysi sé komin frá Bandarikjunum. En þar gengur sú saga, að kínversk- ingin, leysanleiki kísil í mismun- andi formi í mismunandi heitu vatni og ákvarðanir á mesta hita hvervatnsins eftir kísilinnihaldi vatnsins eru meðal margra st^r- merkilegra viðfangsefna, sem Geysir býður upp á. — Mér þykir líklegt að kísill- inn í Geysisvatninu hafi áhrif á gos í byrjun, m.a. vegna áhrifa hitasveiflna á leysanleika kísils- ins. Ég tel að mjög gróflega áætl að hafi útfellingin í hverskálinnl hækkað Geysi um 1 sm. á ári að meðaltali. Ef það reyndist Geysir að byrja að gjósa í tilraun, sem gerð var með gos i honum sumarið 1964. ur þvottakarl hafi misst sápu ofan í hver í Yellowstonepark og tjaldið hafi fokið ofan af hon- um í miklu gosi. — Af hverju hefur gosunum fækkað svona í Geysi? — Vegna þess að vatnið í hver pípunni nær ekki að sjóða, en ástæðuna tel ég m.a. hækkun hversins og stækkun hverskál- arinnar. Rennslið í hverinn gæti og hafa breytzt eitthvað, en þyrfti mjög lítið að aukast til þess að meðalhitinn á suðusvæð inu yrði nógu hár til að gos íengjust að jafnaði. Komið hef- ur fram 9Ú skoðun á undan- förnum árum, að ástæðan fyrir fækkun gosa sé mjög minnkandi rennsli inn í hverpípuna, og að koma mætti Geysi til að gjósa aftur eðlilegum gosum með því að bora niður í gegnum botn- inn á 20 m. dýpi og hreinsa þar með innrennslisrásina, sem sum- ir telja að stýflast hafi af kís- ilútfellingum eða aðvífandi hlut- um, sem hent hefur verið í hver- inn. Þó ekki sé ræddur réttur okkar núlifandi íslendinga til að taka á okkur þá ábyrgð gagn- vart komandi kynslóðum að bora í Geysi, þá tel ég að bor- un sé óþörf, ómakleg og óvísinda leg. Við tilraun, sem ég gerði ásamt ísleifi Jónssyni, verkfræð- ingi 1959, til að ná upp af botn- inum lausum aðskotahlutum rétt, mætti láta sér detta í hug að Geysir hafi frá því um 1300, er fyrst er getið gosa, hækkað um 8 m. eða þann hluta, sem er ofan við þrengslin. Þarna hafí verið fyrir gamall útdauður hver, sem hafi rifnað upp í jarð* skjálftunum miklu 1298. Ef þann ig væri haldið áfram niður eft- ir hvernum, yrði aldursákvörð- unin á botni efri hverpípunnar á 20 m. dýpi um 2000 ár. Og ef hugmyndaflugið fengi svo að ráða og gert ráð fyrir að neðri hverpípan væri lóðrétt og enn- fremur að hverinn væri I sprungu í gili, þá væri aldur botnsins í neðri pípunni um 4000 óra gamall. Hvort sem rani* sóknir á hvernum styðja þessa kenningu eða ekki, má ætla a<J Geysir sé æfaforn hver, saman- ber aldursákvörðun dr. Sigurð- ar Þórarinssonar. Gamlir, út- kólnaðir hverir austan við Geys- issvæðið gefa til kynna að hver- ir eigi sinn aldur og er t.d. 1 Rússlandi talið að hverir eigi sér stuttan aldur. Geysir er þvl væntanlega einn af mjög fáum hverum í heiminum, sem eiga sér langa sögu. — Heimildir um gos 1 Geysl eru ákaflega óljósar og oft á tíðum mjög villandi um gos- hæfileika hans á liðnum öldum, segir Sigurður Hallsson ennfrena Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.