Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. 3 Sr. Jón Auðuns dómprófastur SðRDEIG, - EBA? Ég var að lesa fyrir fáum dög- um í annað sinn bók eftir einn af biskupum brezku kiókjunn- ar (Dr. Robinson: New Re- íormation?). Hann er hreinskil- inn maður, þessi biskup. Hann harmar hnignun hinnar háþró- uðu brezku helgisiðakirkju og segir: „Kirkjan er orðin að stofnun ■við hlið ríkisins. Hún er ekki súrdeig í heiminum, sem hún er kölluð til að umskapa ‘. Hinn víðtkiyini bis'kup telur kirkjuna hafa brugðizt því hlut- verki, að vera í þjóðfélögunum súrdeigið, sem Kristur talar um, og gegnsýra þau anda hans og ©rði. Sú hefir jafnan verið hneigð hjá vissri gerð kirkjumánna, að gera kirkjuna að ríki í ríkinu, sjálfstæðri stofnun og sterkri við hlið rikisins. Að vis®u marki getur það verið gott. En sé farið yfir markið, verður kirkjan ann- að en það, sem Kristur ætlaði söfnuði sínum að verða. Og kirkju Krists hafa þrásinnis orð- ið hollari rétt afskipti ríkis- valdsins en klerklegt einræði. Su saga er gömul og ný, að klerkaveldiskirkja dregur áhrif og völd úr höndum safnaðar- fólksins. Söfnuðurinn er ekki spurður um messuform og siði. Honum er ætlað að sækja guðs- húsið, hlýða á predikun, syngja sinn söng og horfa á abhafnir prestsins. Frá ,.æðri stöðum“ á söfnuðurinn að þiggja það, sem að honum er rétt. Mikill hluti íslendinga gæti naumast átt heima í slíkri kirkju. íhlutunarréttur safnaðanna er okkur svo sjálfsagður, að við einræði hinna æðstu sætta menn sig ekki. Og sízt ef einræðið er stutt fánýtum rökum og hégóm- legum. Kirkjan er fólkið en ekki sam- félag klerka. Vígðir menn eru samverkamenn safnaðanna en ekki herrar þeirra og húsbænd- ur. íslendingar hafa metið prest- inn eftir manndómi hans og verðleikum, en ekki klæðunum, sem hann ber utan kirkju og innan. Það var hressilegt að heyra vitnað nýlega í bréf frá Lúter. Prófastur nokkur hafði spurt hann, hvort hann mætti nota kaþólska kórkápu. Lúter svar- aði, að ef honum nægði ekki ein, skyldi hann fara í þær þrjár! Lúter var gæddur ríkri kímni- gáfu og hefir auðvitað hlegið með sjálfum sér að öllum hé- gómaskapnum. Víst er þetta al- gert aukaatriði í kristinni boð- un, og svo mætti sýnast, sem þeir sem gaman hafa af slíkum barnaskap, ættu að fá að iðka hann í friði, meðan hann er ekki látinn sitja í fyrirrúmi öðru nauðsynlegra. Frá Bandaríkjunum fregnaði ég nýlega að ótrúlega fáir hundr aðsihlutar þjóðarinnar v æ r u skráðir í einhver trúfélög. Trú- lega taka fleiri þátt í trúariðk- unum og — lífi. Þessi raunalega staðreynd mun ýta undir það, sem annar vinur minn skriíar mér fyrir skömmu frá Vestur- heimi, að þar væri risin alda, frjálslynd og djörf, til að losa kirkjuna við sitt hvað í gömlum kenningaarfi, sem er nútírna- manni hneykslunarhella og flæm ir hann frá kristni og kirkjulífi. Að gera sér þessa brýnu nauð- syn ljósa kynni að vera kristni nútímans gagnlegra en að eyða orkunni að vafasamri endurlífg- un gamalla helgisiða og boða í góðri trú gersamlega úreltar trú- arhugmyndir, sem loka leiðum þorra mánna til Krists. Ömurlegur harmleikur er það, að vinna skaða málefni, sem maður vilLaf alhug veL Þeim, sem þetta skrifar, var fyrir nokkur láð, að hafa fellt of harðán dóm um hina prúð- búnu sænsku kirkju. f>eirri ásök- un hefði eins mátt beina gegn Svíum sjálfum. í sjónvarpsþætti sænskum um Svíþjóð í dag, sem ísl. sjónvarpið flutti fyrir skömmu, var fullyrt, að hvergi í kristnu landi væri eins lítið trúarlíf og í Svíþjóð. Það er erf- itt að færa sönnur á slikt. En svona líta sænskir menn á. Enn- þá harðari dómur um sænskt kirkjulíf fólst i athyglisverðu bréfi frá velmetnum sænskum guðfræðikennara, sem birt var í nóv. hefti Kirkjuritsins. Við höfum verið frædd um það upp á síðkastið, að það sé hægt að „drekkja syndinni" í liilum börnum. Vera má. En með viss- börnum. Vera má. En með vissu er hægt að drekkja andanum 1 kirkjuumbúðum og kreddufestu. Sumstaðar um heim fara nú vorvindar um hina öldnu, helgu stofnun. Þeir vekja vonir, sem gott er að mega ala í brjósti um framtíð kristni og kirkju, vonir um að spádómslíking Krists megi rætast, að kirkjan verði súrdeigið, sem gegnsýrir þjóð- félögin dýrmætustu arfleifðinni, arfinum frá Jesú Kristi. Að hann finni leið að manns- sálunum, er eina atriöið, sem máli skiptir. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík. 2 netabátar vitjuðu um á fimmtudaginn, Asþór var með 26 14 lest eftir 8 daga legu og Her- móður 14 lestir eftir 10 daga. Magnús IV var á sjó seinni hluta vikunnar og fékk 3-4 lestir í róðri. Báturinn, sem róið hefur með ýsunet, hefur fengið lítið síðustu daga 1200-1500 kg., og er nú að skipta um yfir á þorskanet. 5 loðnubátar lönduðu á föstu- daginn, Þorsteinn tvær landanir 1'5S lestir og Gísli Árni 300 lestir Vigri, Arnar og Sigurvon hver með 170-200 lestir. Enginn togari lagði á land afla f Reykjavík sl. viku, en nokkrir togarar á leið á erlendan mark- að komu inn til þess að setja hluta af skipshöfninni á land, áð ur en siglt væri út. Meðal þeirra var Þormóður goði, sem var með 150 lestir af fiski og Jón Þor- láksson með 125 lestir. Það sem frétzt hefur af afla- brögðum er, að Víkingur og Sig- urður séu að afla vel við Austur- Grænland. Röðull er fyrir sunn- an land og hefur verið að fá sæmilegan afla. Þessir togarar seldu afla sinn 1 síðustu viku, allir í Englandi: Lestir Krónur Kg. Karlsefnl 136 1.008.204 8/01 Surprise 104 973,390 9/40 Ing. Arnars. 145 1.179.430 8/13 Egill Sk.gr 103 928259 9/01 Keflavik. Á fimmtudaginn var fyrst róið eftir 9 daga landlegu. Aflinn hjá þeim 12 bátum, sem róa með línu var 714—10 lestir, og var uppistaðan í aflanum ágætur þorskur. Þetta er mun betri og jafnari afli en verið hefur hingað til. Svo var róið áfram út vikuna og hélzt þessi góði afli. 10 bátar eru búnir að leggja net, og hefur afli hjá. þeim verið rýr. Margir bátar komu með loðnu síðustu daga vikunnar. Þessir bátar komu á föstudag- lnn með loðnu: Þórður Jónasson 140 lestir, Guðbjörg 140 lestir, Gullberg 160 lestir, Vonin 50 lestir og Örn 200 lestir. Það var sérstætt við löndun- lna á loðnunni úr Erninum, að henni var dælt í skiljara þann, •em fylgir síldardælunum og stendur á þilfari báta þeirra, sem •ru með slíkar dælur. Vélsmiðja Njarðvíkur hafði búið um fest- ingu skiljarans þannið að losa mátti 'hann af þilfarinu og lyfta honum upp á bryggj- una. Stóð hann þar á grind, sem bílar áttu auðvelt með að komast undir. Gekk losun svo vel með þessum hæti, að ekki tók svipstund að fylla bíl- inn, og hefði þurft fjölda bíla til þess að hafa við dælunni. Þetta er í fyrsta sinn, sem skiljari sá, sem fylgir dælunum, er notaður við löndun, þó að loðnu hafi áður verið dælt í land í tæki ,sem sérstaklega voru þá búin út til þess að skilja sjóinn frá. Útbúnaður þessi var gerður eftir fyrirsögn skipstjórans. Akranes. 7 línubátar réru á fimmtudag- inn eftir mjög langa landlegu. Afli var algengast 5-6 lestir og komst upp í 8 lestir. Afli var tregur hjá þeim 3 neta bátum, sem eru búnir að leggja. Nokkrir bátar komu með loðnu síðari hluta vikunnar, þeirra á meðal Jörundur II. og Reykja- borg með 140 lestir hvor. Sandgerði. Á fimmtudaginn fengu 5 bátar sæmilegan afla, 7-9 lestir, en hin- ir 3-4 lestir. Á föstudag og laug- ardag var svipaður afli. Sigurpáll og Kr. Valgeir komu báðir með fullfermi af loðnu á föstudaginn. Tveir bátar komu á föstudag- inn úr netum, Blakkur með 15 lestir og Þorsteinrt Gíslason með 10 lestir. Fleiri bátar eru nú að fara á net. Vestmannaeyjar. Landlega var alla vikuna, sí- felldir umihleypingar. Faereysk síldarskip vestur á bóg- inn. Tvo 127 feta (um 330 lesta) síldanskip, sem smíðuð voru fyr- ir 2 árum í Noregi, fyrir Færey- inga, voru nýlega búin út í Nor- egi til síldveiða við Nýfundna- land. Skipin höfðu 92 faðma djúpar síldarnætur og 227 faðma langar. ^ Skipin fengu kanadisk skrá- setningarskjöl og munu leggja á land afla sinn, sem einkum verður síld og loðna, í höfuðiborg Nýfundnalands, St. John’s. Slæmt útlit með þorskinn. „Útlitið með grænlenzku þorsk veiðarnar er ekki sem bezt. Þorskirium hefur raunvérulega verið eytt við Lofoten við Nor- eg og í Barentshafinu og er á góðri leið með að verða útrýmt við ísland og Grænland. Hinar dönsku og erlendu vísindarann- sóknir 1966 leiða í ljós, að mjög lítið þorskklak er í sjónum við Grænland. Áður var kunnugt, að ’síðustu árgangar af þorski voru mjög lélegir, og togararnir eru svo aðgangsfrekir við stofn- inn, að þekktur þýzkur fiski- fræðingur hefur sagt, að veiðarn ar við Grænland séu ekki lengur fiskveiðar, en verði að teijast rányrkja". Á þessa leið farast forstjóra Fiski- og hafrannsóknarstofnun- ar Grænlands orð, dr. phil. Paul M. Hansen. Skotar taka síldarskip á leigu. Skozkt fyrirtæki hefur tekið á leigu 120 feta (300 lesta) snurpu síldarskip í Hollandi til að veiða fyrir ströndum Skotlands. Gert er ráð fyrir, ef þessi tilraun heppnast, að fleiri skip komi á eftir. Mikil síld við Noreg. Finn Devold segir: „Það er langt síðan við höfupi orðið var- ir við svo mikla síld. Við höfum fundið torfur, sem hafa verið fjórðungur úr mílu á lengd og 100 m. þykkar. Verði táðin sæmi legð, má gera ráð fyrir, að vetrar síldveiðarnar revnist um 500.000 lestir". Hagstæð lán. Fiskeribanken danski lánar '«>"* &***vi>«. *%<*.** f< oó 4MO*. •»)!»>"« * W> 'tuóo* >M wíkox- :«im/ m« n>» feo* »«/. 'rv'xöxú::1: / ' :• ; Með kremi og rjúmasúkkulaðihúð. Auk þess 4 tegundir af ískökum. V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hf. 85% til kaupa á fiskiskipum, og þurfa eigendur að leggja fram 15%. Stór landhelgi. Argentína færði í byrjun þessa mánaðar landhelgi sína í 200 mílur, áður hafði hún verið 12 mílur. Blysför í Leirvík. Norskir, danskir og rússneskir sjómenn voru nýlega í hinni árlegu blysför, sem haldin er í Leirvík, höfuðborg þeirra Shet- landseyinga. 600 af íbúum borgarinnar gengu um göturnar Fornmanna- búningum með blys og 30 metra langt vikingaskip. í ráðhúsiru var svo skálað óspart. EBE Nefnd frá Efnalhagsbandalagi Evrópu kemur til Noregs í apríl n.k. til að kynna sér sjávarútvegs mál með tilliti til, að samningar gætu ef til vill farið fram um aðild Noregs að EBE — sameigin lega markaðinum. Áhugi Breta á síldveiðum. Brezkir útgerðarmenn sýna meiri og meiri áhuga á að veiða síld með ánurpunót. Hingað til hafa þeir eingöngu stundað rek- netaveiðar eins og Rússar. Verið er að smíða 80 feta, um 150 lesta, síldveiðiskip, í skozkri skipasmíðastöð. Perú takmarkar framleiðsluna. Talið er, að Perú muni stöðva veiðarnar um einihvern tima vegna erfiðleika á sölu, en þar eru nú taldar 600.000 lestir í birgðum af fiskimjöli. Er samdráttur framundan? Mörgum þykir vegna verð- falls sjávarafurða syrta nokkuð að i atvinnulíli og verzlun. Út- flutningurinn segir mikið hvers vænta má í þessum efnum. 1966 fór heildarútflutningur- inn í fyrsta sinn fram úr 6 (6.05) milljörðum króna og reyndist 14 milljarð meiri en árið áður. Það dró hlutfallslega ekkert úr útflutningnum síðari helming ársins, þrátt fyrir verðfallið. Óvenju stirð tíð hefur verið I janúar og það, sem af er febrúar, og því erfitt um sjósókn og bygg ingar, sem eru helztu viðfangs- efni um þetta leyti árs. Samt er ekki kvartað almennt undan at- vinnuleysi, og enginn lét skrá sig í Reykjavík, þegar skráning átti að fara fram fyrir nokkru. Það vantar áreiðanlega mikið af mönnum á minni bátana, sem verður að ráða bót á með útlend ingum, einkum Færeyingum. Færeyingar verða einnig mikið í vetur í almennri frystihúsa- vinnu eins og undanfarin ár. Á meðan mikið af útlendingum er hér í atvinnu, er ekki hægt að tala um atvinnuleysi. Þó mun ekki vera eins mikið kapphlaup um að fá verkamenn og áður. En það er ekki mikið að marka það enn. Varla er hægt að segja, að vertíðin sé byrjuð Þegar fer að fiskast, eykst eftirspurnin eftrr verkafólki eins og undanfarin ár. Hinum smærri vélbátum hefur að vísu fækkað og togurunum, sem kemur niður á vinnu 1 frystiihúsunum, einkum hér 1 Reykjavík og Hafnarfirði. Sér- staklega á þetta við um kven- fólk, sem stundað hefur frysti húsavinnu undanfarin ár, en því hefur alltaf verið að fækka. Mjög margt kvenfólk er bundið við alls konar þjónustustörf, og með vaxandi velmegun heldur sú þróun áfram. Framhald á bls. 16 M O K U M T U M TÖKUM AÐ OKKUR. STÆRRI OG SM/tRRI VERK G R Ö F U M ÝTAN HF. SIMI 38194

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.