Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 16
• 16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. Fra athofmnn' er Kennedy forseti sæmdi Glenn heiðursmerki. 5 ár frá geimferð Clenns Þann 20. febrúar eru 5 ár liðin síðan Bandaríkjam. settu fyrsta geimfar sitt á braut umhverfis jörðu. Með fáum atburðum hef- ur verið fylgzt af jafn miklum áhuga, enda var þetta í fyrsta sinn, sem almenningur um heim allan gat fylgzt með geimferð, á meðan hún var að gerast, um útvarp, sjónvarp og blöð. Meira en fimm hundruð frétta menn, frá fjölda landa, voru saman komnir á Cape Kanaveral, sem síðan hefur verið nefndur Cape Kennedy. Sendu þeir upp- lýsingar og fréttir af öllum þátt- um ferðarinnar um alan heim og er vafasamt að nokkur at- burður hafi verið eins náið kynntur fyrir almenningi. Það var klukkan 9.47 að stað- artíma, klukkan 13.47 eftir ís- lenzkum tíma, sem geimfaranum John H. Glenn jr. var skotið á loft, eftir margar og erfiðar taf- ir. Hann sat inni í keilulaga Mercury-geimfari, sem var 1.5 tonn að þyngd, þar sem rétt var rúm fyrir hann og nauðsynleg tæki. Hann hafði nefnt geim- farið „Friendship 7“ og var því skotið upp af 20 metra hárri Atlas eldflaug. f nokkra klukutíma, áður en geimfarið hófst á loft, hafði und- irbúningi verið lýst í útvarpi. Sjónvarpsseningar hófust sdðan nokkrum mínútum áður. Aætl- að er, að um hundrað milljónir manna, hafi horft á skotið í sjón varpi, bæði í Bandaríkjunum og Kanada og á næstu fjórum og hálfum tíma varð nafn John Glenns kunnugt um heim allan. Eftir þrjá hringi um jörðu, sem hver tók um 90 mínútur, lenti geimfarið í Atlantshafinu, svo til nákvæmlega þar, sem áætlað hafði verið og var flutt um borð í skip af þyrlum. Ferðin hafði heppnast fulkomlega, frá læknisfræðilegum, vísindalegum Framhald á bls. 16. - (UR VERINU Framhald af bls. 3 Þetta er ekki sérstaklega skemmtilegt fyrir frystilhúsin, en ekki er við öðru að búast, á meðan þau hafa ekki upp á að bjóða stöðuga atvinnu. Þegar að því kemur, að togarar eða tog bátar fara að landa í frystihús- in reglulega allan ársins hring, svo að vinna fellur vart niður' einn einasta dag, eru frystihús- in orðin samkeppnisfær við ann- an atvinnurekstur, en fyrr ekki. Einnig er hægt að leysa hráefn- isvandamál frystihúsanna me5 linuútgerð, þar sem það hentar, en hún er bara miklu dýrari út- gerð. í Norður-Noregi hefur Findus leyst sín hráefnisvanda- mál með togaraútgerð. Hinir nýju síldveiðibátar munu gera miklu meira en bæta upp gjaldeyrislega það, sem dregur úr við fækkun minni bátanna og togarann. En hitt er líka jafn rétt að draga kann úr þorskveið- unum, en metin verða jöfnuð með aukinni síld- og loðnuveiði. Þó fara margir þessara nýju báta á þorskveiðar. Með þessu er þó ekki verið að segja, að ekki þurfi að efla útgerð minni báta, sem ekki stunda síldveiðar. I>að er bráðnauðsynlegt, til þess að at- vinnuvegirnir verði ekki of ein- hæfir. Um mikilvægi togaranna til hráefnisöflunar er áður rætt. Erfitt er að spá um aflabrögðin og bezt að láta fiskifræðingunum það eftir. En enginn gerir ráð fyrir minnkandi síldarafla á þessu ári, þvert á móti ætti að mega gera ráð fyrir 16-20% meiri afla með sömu aðstæðum vegna fjölgunar stórra síldar- báta síðari hluta 1966 og í ár. Þetta gæti numið 400-500 millj. króna útflutningsverðmæti. Það verður engin kreppa með slíkum auknum útflutningi. En hér get- ur fiskigengd, tiðarfar og verð- lag komið til með að gera strik í reikninginn. Hinar miklu tekjur, sem síld- veiðarnar gefa, mynda mikla kaupgetu, sem einkum kemur fram í miklum innflutningi og byggingum. Það er mjög vafa- samt, að nokkuð dragi úr hFgg- ingum, sem heitið getur á þessu ári, og þá verður mikil atvinna í byggingariðnaðinum. Hingsð til hefur ekki verið unnt að full- nægja eftirspurninni eftir liús- næði, en það hefði komizt næst því nú, ef annað hefði ekki kom- ið til, og það er vöntun lúða. Þessi lóðaskortur hefur enn ýtt undir húsaverðið. Ekki má held- ur gleyma virkjunarframkvæmd unum, þegar rætt er um acvinnu ástandið. Þær hljóta að draga til sín verulegt vinnuafL Það er því bjart fram undan hjá þjóðinni á hinu nýbyrjaða árL og má þakka það fyrs'. og fremst hinum öfluga nýja síldar- flota og afkastamiklu síldarverk- smiðjum. Margt gæti bent til þess, að náð yrði nýju útflutn- ingsmeti í ár þrátt fyrir erfið- leika ýmissa greina atvinnu- lífsins, sem reynt verður að leysa á viðunandi hátt. BR^UURNIR KAMPAKÁTU TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN HOT4L Sf\<tA SÚLNASALUR = HÉÐINN = Vélaverzlun . Siml 24260 Heimsins stærsta leynilögreglu- ,' skrifstofa ' Þegar Pmkerton dó árið 1884 tóku syn- Ir hans tveir við leynilögregluskrifstof- unni, en á þeim árum er skrifstofan eink- nm minnisstæð fyrir tillitslausa og hrotta- fengna framkomu og þátttökn í bardög- um á vinnustöðum. Góðviðrisdag einn í júní árið 1892 kom gufuskip siglandi með geysistóra pramma upp Monangehale- fljótið. Um borð í skipinu voru 50 vopn- aðir Pinkerton-menn. Þegar þeir lögðn npp aS bryggju Andrew Carnegie Holm- stead vorn þar fyrir 10.000 vopnaðir verkamenn. Og skotárás hófst. Eftir fyrstu hríðina lágu 30 verkamenn látnir á jörðinni en enginn af Pinkerton-mönn- unum fékk að stíga fæti á land. Fyrsta dag striðsins féllu alls 35 menn en 4000 seerðust Skemmtileg nýjung i baðherbergið. Blandar heitu og köldu vatni í nákvæmlega það hitastig, sem óskað er. Blöndunartækið kemur í veg fyrir óþægindi af þrýstings- og hita- breytingum, þæði á heita og kalcla afrenns- lisvatninu og tryggir stöðugt hitastig án tillits til breytinga. * Talið við HÉÐINN og leitið frekari upplýsinga Stóri maðurinn og félagi hans eru hin- Ir ánægðustu með veðmálið, þótt líkurn- ar fyrir því að þeir vinni virðist ekki miklar. í rómantík næturinnar hverfa þessir dularfullu náungar alveg úr huga Bonds, þar sem hann heldur til klefa sins í fylgd Tiffanys. KVIKSJA FRÓÐLEIKSMOLAR Eftir: IAN FLEMTNG Árshátíð önfirðingafélagsins MÍMISBAR OPINN FRÁ KL.19 Sjálfvirkt blöndunartæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.