Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað SUNNUÐAGUR 19. FEBRÚAR 1967 Flytja 40 tonna kísil- þurrkara í heilu lagi og spara með />ví 600-800 þús. kr. KÍSILVERKSMIÐJAN sparar 600—®00 þús. kr. með því að flytja tvo 40 tonna gufuþurrkara i heilu lagi á bílum í verksmiðj- una við Mývatn í sumar. Fóru menn um síðustu helgi norður til að athuga hvort þetta vaeri tiltækilegt og er talið að það verði hægt, að því er Pétur Pét- ursson tjáði Mtol. Brýrnar á hinni venjulegu leið frá Húsavík að Mývatni eru taldar of veikbyggðar fyrir slílk- an þungaflutning, en með því að fara út Tjörnesið, yfir Jökulsá á brúnni við Ásbyrgi, upp með ánni að austan og síðan til baka yfir brúna neðan við Grímsstaði og í Námaskarð, er þetta talið tiltækilegt með nokkrum lagfœr- ingum á veginum og brúnum og tilfæringum við flutningana. — Fóru þeir Gunnar Guðmundsson, sem rekur þungaflutningaifyrir- tæki, Erik Eylandis, verkfræð- ingur og vegaverkstjórinn fyrir norðan um sl. helgi þessa leið og gerðu áætlanir um flutninginn, sem Gunnar mun annast. Verði hægt að flytja þurrkarana á þennan hátt, sparast 600—800 þúsund krónur, 'að því er Pétur sagði. Því annars þar.f að taka þá í sundur úti og setja þá aftur saman hér og yrði auk vinnunn- ar að því mikil tímatötf. Koma þurrkararnir nú í heilu lagi með skipi og geta tvö af skipum Eim- skipafélagsins skipað þeim á land á Húsavík og á flutninga- vagna. Einnig er um að ræða fleiri þung stykki sem Kísilverksmiðj- an þartf að fá flutt að verk- smiðjunni, um 30 tonn að þyngd og er einnig verið að attouga hvernig þeim verði komið þang- að. Próf. Michael Swann, varakan sfari Edinborgarháskóla sæmir f orseta Islands, Ásgeir Ásgeirss«n, heiðursdoktorsnafnbót lagadeild ar. Nánari frásögn af athöfninni er á bls. 2. Líklegast að Kísilgúr- vegurinn verði um Reykjahlíð VEGURINN aS Kísilgúrverk- smiðjunni við Mývatn er nú ákveðinn, en ekki er unnt að skýra í aðalatriðum frá því hvernig hann verður lagður, því að eftir er að ganga formlega frá málum. Gpp hafa komið fjór *r tilögur um legu vegarins og mun sú tillaga, þar sem gert er ráð fyrir að vegurinn iiggi næst vatninu, líklega verða sú, sem framkvæmd verður. Samkvæmt upplýsingum vega málastjóra Sigurðar Jóhanns- sonar er byggðahverfið við Mý- vatn nú skipulagsskylt og sam- kvæmt því ber Vegagerðinni að framkvæma fyrirskipanir Skipu- lags bæja, kauptú/ia og sjávar- þorpa. Tillögurnar fjórar hafa verið ræddar mjög og mælti hrejtpsnefndin með svipaðri til- lögu og þeirri, sem talið er að faliizt verði á, en tillagan er nú til umsagnar hreppsnefndar. Vegurinn, sem umrædd tillaga fjallar um liggur rétt við Reykja og Reynihlíð og yfir hraunið og hefur lagning vegarins valdið töluverðum deiium og hefur Náttúruverndarráð talið að veg- urinn hafi skaðsamleg áhrif á fuglalífið við Mývatn. Lýsi rann úr geymi á Raufarhöfn Líklega farið 80-100 tonn RAUFARHÖFN, 18. feb. — Bil- un hefur komið fram á lýsis- tanki hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Raufarhötfn og hafa runnið niður á að gizka 80-100 tonn. Búið er að stöðva rennsl- ið að heita má. Bilunin kom í ljóis í gærkvöldi. Tankurinn tekur 2000 tonn, og voru um 800 tonn í honum. Síð- ast var tekið úr honum lýsi þann 9. þ.m. f gærkvöldi fór að koma upp úr jörðinni kringum tank- inn lýsi. Er talið að lekinn sé í botninum. í honum eru rör og 27 ár eru liðin síðan hann var byggður, svo þau gætu verið far- in að láta sig. Kemur ekki í ljós fyrr en búið er að tæma tankinn hvar lekinn er. Nú er búið að taka fyrir lek- ann að mestu með því að létta á tankinum og dæla lýsinu yfir í annan tank. Er þetta mikið tjón. Þó er ekki vitað hve mikið aflýsinu næst upp aftur. Lýsið storknar, en kostnaðarsamt og erfitt er að ná því upp aftur og mikið tapast alveg. — Einar. Þess má geta að markaðsverð á lýsi er nú lágt eða Ö2-56 stenl- ingspund tonnið. Og etf miðað er við 56 pund er tjónið af 100 tonnunum yfir milljón krónur. Vélkældir mjólkurgeymar á 120 bæjum á Suðurlandi UM 120 bælr í Eyjafjallahrepp- um, Hraungerðis- og Villinga- holtshreppum hafa nú fengið vélkælda mjólkurgeyma. Eru geymarnir losaðir annan hvern Fulbright öldungardeildarþingmaður og kona hans gista Island ■ tvo daga SVO SEM áður hefir verið tilkynnt, dveljast J. William Fulbright öldungardeildar- þingmaður og kona hans hér á landi 22. og 23 febrúar n.k. ! boði Menntunarstofnunar Bandaríkjanna á íslandi. Er þeim boðið hingað í tilefni 10 ára afmælis stofnunarinn- ar. Afmælisins verður minnzt með athöín í hátíðasal Há- skólans miðvikudag 22. febrú ar n.k. kl. 5.15. Aðalræðuna við þá athöfn flytur Fulbright öldungardeildarþingmaður, og stutt ávörp flytja dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, James K. Penfield sendiherra og Armann Snæv- arr háskólarektor. Aðgangur er öllum heimill eftir því sem húsrúm leyfir. Fimmtudag 23. febrúar kl. 12,15 verður haldin hádegis- verðarfundur á Hótel Sögu, þar sem Fulbright öldungar- deildarþingmaður og kona hans verða heiðursgestir. Til J. W. Fulbright öldungadeild- arþingmaður. fundarins er boðað af Is- lenzk-ameríska félaginu og stjórn Menntunarstofnunar Bandarikjanna í sameiningu. Á fundinum mun Fulbright öldungardeildarþingmaður flytja ávarp. Aðgangur að há degisverðarfundinum er öll- um heimilli, en tilkynna ber þátttöku í síma 10860 eða 23490, mánudag 20. febrú- ar. ★ James William Fulbright fæddist í Sumner í Missouri 9. apríl 1905. Hann stundaði nám m.a. við Arkansashá- skóla, Oxfordháskóla og Ge- orge Washingtonháskóla. Hann varð öldungadeildar- þingmaður í janúarmánuði 1945 og er formaður utanrík- ismálanefndar öldungardeild- arinnar. Auk þess á hann sæti í nefnd þeirri, sem fjall ar um banka- og gjaldeyris- mál. Fulbright og kona hans, Eliztabeth, eru búsett í Fay- ettville í Arkansas og þau eiga tvö börn, Elízabeth og Robert. dag og kemur tankbíll frá Mjólh- urbúi Flómanna og losar geym- ana. Á bílnum eru mælitæki og nýtist mjólkin betur auk þess sem tryggara á að vera að mjólk- in sé góð, að sögn forstöðumanns mjólkurbúsins Grétars Símonar- sonar. Að sögn Grétars eru rúm tvö ár síðan tillaga um að setja upp slika geyma kam fram. Ekki hef- ur verið unnt að hetfja notkun þeirra fyrr en nú nýlega, þvi að koma þurtfti upp nægilega mörgum geymum, sem fullnýtt gætu tankbíl og því hefur fram- kvæmd þessi verið nokkuð tíma- frek. Býst mjólkurbúið við, að í árslok þessa árs verði bæirnir, sem nota slíka geyma orðnir 180. Grétar sagði, að kostir geym- anna væru augljósir. Unnt væri að leiða mjólkina í leiðslum í geymana beint frá mjaltavélum og kældist mjólkin fljótt og vel. Bændur losnuðu við hvimleiðan brúsaþvott og ýmist amstur í sambandi við þá. Tankbílarnir, sem vinna að losun geymanna hjá bændum taka 6000 litra og á búið þegar tvo slíka. Bjóst Grét- arar við því að innan skamms yrði unnt að hafa sama hátt á * I landhelgi VARÐSKIP tók í gær Reykja- víkurbátana Kam RE 211 og Kristján RE 250 að meintum ó- löglegum togveiðum út af Hatfn- arbergi. Mál þeirra verða tekin fyrir á mánudag í Reykjavík. við mjólkurfkitninga frá Skeið- um og Austur-Landeyjum. Við teljum þetta, það sem koma skal, sagði Grétar, en þessi aðferð var fyrst notuð í Banda- rílkjunum fyrir stríð. Frumherj- ar á þessu sviði í Evrópu eru Svíar. Einnig hafa Bretar og Norðmenn tekið þessa nýjung 1 þjónustu sína. Þetta á að tryggja neytendunum betri mjólk og bændum betri nýtingu, sagði Grétar að lokum. Búnaðarþing BÚNAÐARÞING verður sett á mánudag kl. 10 í Búnaðarþing- salnum á annari hæð í Hótel Sögu. Þingið sækja að venju full trúar utan af landi, 25 talsins, stjórn Búnaðarfélagsins og flest- ir ráðunautar. Við setningu þings ins flytur Ingólfur Jónss°n, land búnaðarráðtoerra ávarp. Stjómarkosning í IVIúrarafél. í GÆR og' í dag fer fram stjórn- arkosning í Múraratfélagi Reykja víkur. Kosið er í skrifstotfu fé- lagsins Freyjugötu 27 fré kl. 1 til 10 e.to. í dag og er þó kosn- ingu lokið. Listi stjórnar- og trúnaðarráðs er A-listinn og er hann studdur af lýðræðissinn- um. A-liistinn er þannig skipaður Hilmar Guðmundsson, flormaður, Krktján Haraldsson, varaiformað ur, Brynjólfur Ámundaeon, rlt- ari, Helgi S. Karlsison, gjaldkerl félagssjóðs og Sigurður Jónaa- son, gjaldkeri styrktarejófts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.