Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí r eftir Stephen Ransome Auk þess hafði þetta óhugnan- lega atvik kveikt nýjan neista hjá mér. I>arna hafði ég líklega dottið niður á líklegustu líkurn- air, enn sem komið var. 10. kafli. Kl. 3 e.h. En ég varð að bíða með þessa nýju bendingu, sem ég hafði fengið. Fólk var alltaf að þvæl- ast fyrir mér. Þegar ég kom aftur til Cross- gate, hitti ég vinnumann þeirra Race-hjóna, önnum kafinn við verk sín, á sífelldum hlaupum fram og aiftur milli kjúklinga- garðana og bakdyranna á hlöð- unni. En það var einmitt þar, sem ég ætlaði að snuðra dálítið. En eftir hverju? Þetta nýaf- staðna atvik hafði kornið mér til að hugsa um vopnið, sem hafði veitt Kerry síðusárið. Ég þóttist vita, hvar og hvernig þetta hafði gerzt — en hinsveg- ar varð ég að bíða þangað til Hawley hafði lokið verki sínu til þess að gægjast inn í vinnu- stofuna hans Brads. En í millitíðinni var hádegis- verðurinn. Ég kom rétt nógu snemma í matinn, sagði Glenda, sem var nú róleg eins og ekkert hefði í skorizt, — að minnsta kosti á ytra borðinu. Brad kom inn og gleypti í sig fáeina matar bita, skuggalegur og hrjáður á srvipinn, eins og skapandi áhuga- maður, sem hefur grun um, að altt hanis erfiði verði til einskis. Hann sagði fátt. Kerry kom til okkar. Hún virtist nú vera hvíld og lét dæl'una ganga. Samt smakkaði hún varla á matnum og virtist óeðlilega kát. Kannski hefur hún verið að leiða atfhygli okkur frá hévaðan- um í slæðibátnum. Hann var nú staddur þarna beint framund an — og enn hafði sýnilega eng- in árangur orðið. Þegar við vorum búin að drekka kaffið, sneri Brad atftur til starfs síns í vinnustofunni og Glenda tók til í eldlbúsinu. Ég minnti Kerry á það, að læknir- inn hatfði fyrirskipað henni mið- degislúr, og mér til furðu ætlaði hún að hlýða þeirri skipun. 16 — En ég sef nú samt ekki al- mennilega, sagði hún. — Ég get það aldrei um miðjan daginn, hversu sem mig langar til þess. Þá ligg ég bara vakandi og er að hugsa. — Það efast ég ekki um, sagði ég óþolinmóðlega. — Gott og vel, þá hetf ég tillögu að gera. Hér hef ég nokkuð handa þér að hugsa um. Það getur orðið þér ennþá hollara en lúr. Hún leit á mig, eins og með vartfærnL — Það er um hann McNeary. f nótt sem leið, þegar hann var ekki á verði, skar einihver haus- inn af litla páfagauknum hans. Hún leit á mig, hissa og eins og með kökk í hálsinum. — Það er safct, fullvissaði ég hana. — Já, en Steve ......... Svo kom hún með þá eðlilegu spurn- ingu, hvar þetta hetfði gerzt — og ég gat ekki svarað nema því að ypta öxlum — en svo kom hún að lokum með spurningu, sem málið varðaði: — Og hvers vegna .. hversvegna í ósköpun- um........? — Ég held, að þetta sé viðvör- un. — Við .... vörun? — Já, til að minna á, að mann leg vera getur eins vel misst hötfuðið ef hún teygir það of- langt fram. Karl eða kona, eftir því, sem við á. Hún fékk aftur kökk í háls- inn. — Jæja, vertu nú væna stúlk- an og farðu upp og leggðu þig, sagði ég, — og eyddu tímanum í að hugsa um þetta — vand- lega. Hún var að ganga upp stigann, hægt og hugsandi, þegar ég gekk burt. Um leið og ég gekk framhjá, sá ég, að Hawley var að taka fram sláttuvélina. Ég gekk framhjá honum og að bakdyrunum á vinnustofu Brads og gekk þar inn. Ég kveikti á glitlampanum og horfði á öll álhöldin, sem þarna voru inni, krukkur, glös og hvers konar rannsóknaráhöld. Þarna voru líka hnífar, margir gljá- andi hnífar, í slíðrum á veggn- um og í öskjum. Ég leit á þá og sá, að þeir voru flugbeittir. En enginn kom heim við það, sem ég var að leifca að. Vopnið, sem ég hafði í huga, var þannig, að það mundi nú aldrei finnast í rannsóknarstofu, svo ég sneri að hinum dyTunum — þessum, sem Brad hafði gengið um á sunnu- dagsmorguninn — dyrunum, sem vissu út að kjúklingagörðunum. Ég gekk út og fann strax það, sem ég leitaði að. Þarna hallaðist það upp að veggnum, eins og Brad hafði skilið við það: skófla með löngu skaftL Ég tók hana upp og atlhugaði blaðið. Eggin var eins og stýfur oddur, líkastur breiðum v-bók- staf. Þurr mold var á egginni, sem var annars gljáandL Ég minntist þess, sem Mc Neary hafði óvitandi minnt mig NO DRIP SETTING GEL er notað á sama NÝTT LAGNINGAHLAUP FRÁ NODRIP SETTING GEL Kristaltært, ilmandi og handhægt hárlagninga- efni. Fæst í stærðunum: 34 gr. og 140 gr. hátt og lagningavökvi. Notið ekki of mikið, ein teskeið er nægileg, jafnvel í þykkt hár. NO DRIP SETTING GEL þornar fljótt og inniheldur engin fituefni. Kristján Jóhannesson, heildverzlun, Lokastíg 10. — Sími 22719. — Heyrðirðu ekki ve ðurspána í morgun? á — að ég hafði lýst sárinu á Kerry þannig, að það væri fjórir þumlungar á lengd, en ekki djúpt, en á því var sandblönduð for. Og Kerry hafði sagt á eftir: — Hann Isjó ekki til mín, held- ur potaði. Hvað sem hann hefur verið með í höndunum, þá stakk hann mig með því. Þarna kom það. Þessi skófla, sem venjulega var notuð til að jarða fallna áflogahana, var vopnið, sem ráðizt hafði verið með að Kerry. Eftir að hafa vegið skófluna í hendinni og athugað, hvernig hægt væri að beita hennL setti ég hana á nákvæmlega sama stað og hún hafði verið. Ég ákvað að ég yrði að þegja vandlega yfir þessari uppgötvun minni. Það síðasta, sem ég vildi var það að fara að blaða eitthvað um þetta — eins og Kerry hefði gert — og spilla þannig mílstað Brads — eða einhvers annars. En um leið og ég sneri mér frá, greip mig einhver einkenni- leg sekfcarkennd — þetta frum- stæða hugboð, sem segir mann- inum, að einhver hafði séð til hans. Einhversstaðar frá — kainnSki út um glugiga á húsinu, eða vinnustofu Brads, eða úr skóginum handa við kjúklinga- garðana — hafði einhver horít á mig. 11. kafli. Kl. 5.30 e.h. Jæja, það var nú það. Það er ekki neinn vafi á því lengur, að Evvie Lang hefur verið myrt. Nýjar upplýsingar, sem komið hafa fram í dagsljós- ið sanna það, svo að varla verð- ur um villzt Þessar upplýsingar fcom fram svo sem hálftíma eftir að ég fann skófluna. En það er því miður bara ekki hægt að halda þvi leyndu eins og skóflunni — og heldur ekki geta áhrifamiklir vinir í háum stöðum hummað það fram af sér, og þaggað það niður. Fregnin er þegar komin af stað — og það er forsíðufregn, sem getur varla annað en upp- lýst málið. PÁSKAFEROIR 1967 RHODOS H DAGAR . 19. MARZ NOREGUR 9 DAGAR . 21. MARZ 10ND0N 8 DAGAR . 25. MARZ FE RDAS KRI FSTOFAN LÖND & LEIDIR H F AOALSTRÍTI 8 REYKJAVIK SIMAfl 143 1 3 20800 Skrifstofustarf Ung stúlka með stúdentsmenntun og góða vélrit- unarkunnáttu óskar eftir vel launuðu skrifstofu- starfi. Upplýsingar í síma 40960. Útsalan heldur áfram 10 til 60% afsláttur af öllum vörum. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). LÍDÓ MEÐAL VINNINGA: 12 m kaffistell. Ferðaútvarp. Mokkastell. Brauðristar. Pottasett. o. ml. fleira. IVIANIJDAG 20. B| NGOI MÁIMUDAG 20. KL. 8.30 Dl mivs KL. 8.30 Glæsilegasta kjorbingó ársins. Vinningar at 3 borðum. Athugið: Tveir stórvinningar dregnir út. Listafólkið Les Conradi kemur fram í hléi. AÐALVINNINGAR EFTIR VALI: Sextán daga páskaferð með Sunnu til Mallorca, Kanaríeyja og London. Búið á luxushótelum með fullu uppihaldL Stokvis-ísskápur, 9,5 Cupifet eða vöruúttekt fyrir 1200.00 kr. F. F. LlDÓ BORÐAPANTANIR á morgun í síma 35930 eftir kL 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.