Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967. Bdlusetningarherferð mislingum í Bandaríkjunum Stefnt að því að úfrýma s/úkdómnum þar í landi BANDARÍSKA ríkisstjórnin skýrði frá því í síðustu viku, að hún hefði ákveðið að hef ja bólusetningarherferð gegn mislingum og reyna með henni að útrýma sjúkdómn- um frá Bandaríkjunum á þessu ári. Skýrðu heilbrigðis- yfirvöldln frá því, að milli 8 og 10 milljónir barna á aldr- inum 1-7 ára yrðu bólusett á þessu ári og myndi kostnað- urinn við bólusetninguna að miklu leyti verða greiddur af stjóminni og heilbrigðisyfir- völdum 42 fyikja og 61 borgar i Bandaríkjunum. Herferð þessi er eingöngu farin gegn mislingum, en ekki rauðum (hundum, sem margir rugla saman við mislinga, en bóluefni gegn rauð'um hund- um 'hefur enn ekki verið full- unnið. Rauðir hundar eru yfirleitt mildur og meinlaus sjúkdómur, nema hjá konum á fyrstu vikum meðgöngu- tímans, en í slíkum tilfellum veldur sjúkdómurinn mjög oft dauða fóstursins eða van- sköpun. Mislingar er sá sjúkdómur barnaeskunnar, sem me3t hætta er á að hafi eftirköst, en vegna þess hve óihj'ákvæmi legur fólki hefur alltaf virzt hann, hefur hættan, sem hon- um fylgir ekki verið talin jafnmikil, sem skyldL Áður en farið var að bólusetja í stórum stíl við mislingum voru 4 milljónir sjúkdómstil- felia í Bandaríkjunum á ári hverju og þar af 500 þúsund tilfelli, sem höfðu eftirköst, sem eyrnabólgur, 400 tilfelli oil'U heilabólgu, sem síðar leiddi til þess að barnið varð andlega vangefið, blint eða heyrnarlaust og í 500 til- fellum olli sjúkdómurinn dauða. Frumkvöðlar bólusetningar herferðarinnar mættu i upp- hafi litlum skilningi hjá al- menningi og áhugaleysL en þrotlaus og þolinmóð barátta þeirra gaf árangur. Eðli sjúk- dómsins varð þannig einnig til hjólpar, en mislingaveiran sem inniheidur lifandi en þynnta mislingaveiru veldur ævilöngu ónæmL Mislinga- veiran lifir aðeins í mannin- um, og sé henni útrýmt þar getur hún ekki kviknað anu- arsstaðar. Á síðasta ári var farin bólu setningarherferð í 5 fylkjum Bandaríkjanna og hefur ár- angurinn verið frábær. f einu fylkjanna í New Hampshire hefur ekki orðið vart við eitt einasta mislingatilfelli síðan í september sl. og í hinum fylkjunum aðeins örfá, en hvergi hefur komið upp far- aldur. Hafa nú alls 18 milljón ir barna verið bólusett í er aðeins ein á móti t.d. þrem ur lömunarvtíikisveirum. Ein sprauta af mislinga'bóluetfni, Bandaríkj unum. Á þessu ári ,er sem áður seg ir áætlað að bólusetja 8-10 milljónir barna. Er hér um að ræða 4 milljónir unglbarna, 4 milljónir barna 1 fyrstu bekkjum barnaskólanna og 2 milljónir barna á barnaheim- ilum, fóstruheimilum og 1 sunnudagaskólum. Ekki eru öll þessi börn móttækileg, en nauðsynlegt ei að bólusetja þau öll, til að útiloka misl- ingafaraldra. Dr. Dull, for- stöðumaður bandarísku heilsu verndarstöðvarinnar gegn smitnæmum sjúkdómum seg- ir að þegar % hlutar allra barna í hverju svæði séu orð- in ónæm, þá muni sjúkdóm- urinn hreinlega deyja út. Skýrslur stöðvarinnar sýna að á þessu ári hafa misl- Misiingabólusetning með loft- sprautu. Stúlkan grettir sig aðeins af þvi að hún heldur að þetta sé sárt. ingatilfelli aðeins verið þriðj- ungur þess fjölda, sem vitað var um á sl. ári og er þetta góð byrjun, og sagði dr. Dull í þessu sambandi að aldrei hefði áður verið reynt í sögu læknavísindanna að útrýma einum sjúkdómi á einu árL en ekki sé ástæða til að ætla annað en það sé gerlegt. 1 herferðinni, sem nú er að hefjast verða notaðar loft- sprautur og gengur bólu- setningin með þeim svo hratt fyrir sig, að börnin verða hennar ekki vör. i gær IVieðri deild Atkvæðagreiðsla var um frv. um veiting ríkisborgararéttar. Allsherjarnefnd gerði breyting- artillögur um, að einum aðila enn yrði veittur ríkisborgararétt- ur. Var tillagan samþykkt og frv. endursent forseta efri deild- ar. Bjarni Benediktsson mælti fyrir frv. um breyting á lögum um iðnlánasjóð í fjarveru iðn- aðarmálaráðherra. Var frv. vísað til annarrar umræðu og iðnaðar- málanefndar. Frv. til laga nm Háskóla fs- lands var til annarrar umræðu. Benedikt Gröndal (A) mælti fyr- ir nefndaráliti og var frv. síðan. samþykkt og því vísað til þriðju umræðu. Ingólfur Jónsson mælti fyrir frv. um Búrei'kningastofu land- búnaðarins við fyrstu umræðu málsins í neðri deild. Gísli Guð- mundsson (F) tók einnig s.tutt- lega til máls. Var frv. vísað til annarrar umræðu og landbúnað- arnefndar. Efri deild Rætt var um frumvarp um lítf- eyrissjóð barnakennara og ríkis- starfsmanna. — Til máls tóku Magnús Jónsson (S) og Altfreð Gíslason (K). Mikið mann- tjón í Brasiliu Sao Paulo, 20. marz, NTB-AP AD minnsta kosti 100 lík hafa fundizt í strandbænum Caragu- atatuba í Brasilíu, sem á herj- aði óveður og flóð um helgina og er óttast að tala látinna nál fjórum hundruðum áður en ljúkL Björgunarstarf er mjög erfitt, því bærinn er nær sam- bandslaus við umheiminn af völdum flóða og jarðrasks en stórsjóar eru úti fyrir landi og jafn erfitt að komast þangað sjóveg og landveg. Athyglisvert st/Órnarfrv. lagt fram á Alþingi í gœr: Betri nýting framkvæmdafjár og kætt skipulag ríkisframkvæmda — Stefnt að lögfestingu aðdraganda um framkvœmdir á vegum ríkisins Samstarfsnefnd um málefni ríkismannvirk/a — RtM RfKlSSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi ítarlegt frv. til laga um skipulag framkvæmda á vegum ríkisins. Með frv. þéssu er stefnt að því að lögfesta hvaða aðdraganda ákvörðun um að ráðast í framkvæmd á vegum ríkisins skuli haía og reyná á þann bátt að koma fram um- bótum á sviði ríkisrekstrar, þannig að fé skattgreiðenda nýt- ist sem bézt. Meginatriði frv. eru þessi: Sett verði á stofn samstarfs- nefnd um mál-efni, sem snerta ríkismannvirkL svonefnd RÍM- nefnd sem s'kal hafa það hlut- verk að hafa forræði á undir- búningi hverrar framkvæmdar að lokinni frumathugun hlutað- eigandi ráðheria, hafa forræði um framkvæmdir eftir að Al- þingi eða ráðuneyti hefur tekið ákvörðun um framkvæmd, henni ber að hafa frumkvæði um stöðl- un mannvirkja svo og um hvers konar tækniiegar og félagslegar framfarir. Sverrii JnlinssoB tnld á fundi í HnfnoiMÍiði LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram í Hafnarfirði efnir til fundar í Sj'álfstæðishúsdnu Hafnarfirði nk. miðviikudag og hefst fundurinin kl. 20.30. Á fundinum mun Sverrir Júiíussoix ajþm. halda ræða, kjörnir verða fulltrúar á Landsfund og rætt verður um 40 ára afmæli fé'agsins. — Sjálifistæðisfólk í Hafnarfirði er hvatt til þess að fjöimenna á fundinn. Með frv. er mörkuð sú stefna, að framkvaemd á vegum rí'kisins skuli unnin í ákvæðisvinnu .skv. útboði ef ætla má að það sé hag- kvæmt. í>á eru einnig í frv. ítarleg ákvæði um það, hvernig taka skuli ákvörðun um framkvæmd á vegum ríkisins og hvaða skil- yrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að t'aka slrka ákvörðun. Hér fer á eftir kafli úr áliti nefndar þéirrar er samdi frv. og send var fjármálaráðherra. Almennar athugasemdir. Til grundvallar skipunar nefndarinnar um opinberar fram kvæmdir mun hafa legið S'ú vissa að'opinbarar framkvæmdir hér á landi séu að jafnaði mun dýr- ari en vera þyrfti. Nefndin telur þessa ályktun rétta og telur liggja til þess .fjölmargar orsak- ir, sem hún telur ógerlegt að gera tæmandi grein fyrir. Við- leitni til að finna slíkar orsakir og fyrirbyggja þær hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera verk sem er óaðskiljanlegur. hluti vinnunnar við undirbúning veika og framkvæmd þeirra, en verður aldrei lokið. Hér að framan í köflum 4. og 5. er getið ýmissa slíkra orsaka, sem nefndin telur sig hafa greint. Nokkrar helztu orsakirnar vill nefndin draga saman bér á eftir. 6.1 Orsakir, sern lúta að stefnu í fjármálum opinberra frám- kvæmda. Ráðizt er £ fleiri framkvæmd- ir í einu en fjármagnið leyfir, sem til þeirra er veitt, svo að unnt sé að halda hvérju verki átfram með þeim hriða, sem er nauðsynlegur til að hagkvæm framkvæmd verkanna geti átt sér stað. Þessi aðferð hefur keðj'uverkandi álhrif, seim öll leiða til óihæfilegs kostnaðar hvers mannvirkis og fækkunar þeirra mánnvirkja, sem' lokið er ár hvert. Sífelldur fjárskortur veldur töfúm, sém verðia béinn kostn- aðarauki og draga auk þess verk öeðlilega á Ianginn og valda þannig óbeinum aukákostnaði. Fjárskortur veldur þvL að hugsun þeirra sem kvæmkvæma verkin, beinist meir að fj'áröflun en góðri nýtingu fjárins. Útboftum verður ekki bsitt, þegar fjárhagsgrundvöllur fram- kvæmdar er í óvissu og ekki unnt að gera fasta greiðslusamn inga, sem víst er um efndir á. Fjárskorturinn leiðir viljandi og óviljandi til heimildarlausra fjiárskuldbindinga og samisafns af reikningum, sem ek'ki eru tök á að greiða, þegai þeir eru gjald fallnir. Ekki eru gerðar sérstakar ráð stafanir til að mæta útgjöldum, sam eðlilega gota fallið til um- fram áætlun. 6.2 Málsmeðfeið við ákvarð- anir uim opinberai framkvæmdir. Reglur eru engar til, sem tryggja ákveðna málsmeðferð við ákvörðun um að hetfja opin- berar framkvæmdir. Þetta ástand hefur keðjuverkandi éhrif ; á sama hátt og rakið var undir lið Framhald á bls. 19 Bjmni Benediktsson n lundi í Kópnvogi í kvöíd SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópavogs efnir til fundar í Sjálfstæðisihúsinu í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Á fundinum mun dr. Bjarni Benedi'ktsson, forsætisráðherra halda ræðu um stjórn'málaviðhorfið og kosnir verða fulltrúar | á Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðisfólk í Kópa- vogi er hvatt til þess að fjöl- mienna á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.