Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1»67. Fyrsta formlega saksóknin — vegtia Kennedy-morðsins New Orlsans, 18. marz. AP, NTB. EINS og þegar hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, bar Jim Garrison saksóknari í New Orleans sigur af hólmi í fyrstu lotu viðleitni sinnar til þess að sanna að samsæri liggi að baki morðinu á Kennedy Bandaríkja- forseta, er sérstakur dómstóll þriggja dómara kvað í gær upp þann úrskurð, að höfða beri op- Inbert mál gegn Clay Shaw fyr- Ir aðild að téðu samsæri. Slhaw, sem varð 54 ára f gær, er fyrsti maðurinn sem saksótt- ur er vegna Ker.nedy-morðsins, og að sögn Garrisons saksókn- ara þó aðeins hinn fyrsti af mörgum. Sannist sök á Slhaw, á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangielsisdóm. Hann fer frjáls ferða sinna þrátt fyrir máls- höfðunina og hefur trygging sú sem hann setti er hann fyrst var handtekinn, 10 þúsund dalir, verið látin gilda álfram. Helzta vitni Garrisons gegn Shaw var Perry Raymond Russo, tryggingasölumaður frá Baton Rouge, 25 ára gamall. Russo skýrði frá því fyrir rétti að hann hefði verið vitni að því í ibúð David W Ferrie um miðj- an septembermánuð 1963 er Lee Harvey Oswald, Clay Slhaw og Ferrie lögðu á ráðin um hversu skyldi fara að því að ráða Kennedy forseta af dögum. Ráða gerð þeirra fól m.a. í sér, að sögn Russos, skot úr þremur áttum, villuskot, hugsanlegan flótta til Kúbu og það með að einn þeirra skyldi taka á sig alla sök svo hinir fengju flúið. Af samsærismönnunum meintu ÓLAFUR SIGURÐSSOJNT SKRIFAR ÚM: KVIKMYNDIR Gamla bíó. Sjö andlit Dr. Lao. Myndin gerist í Vesturríkjun «m í Bandaríkjimum upp úr •ldamótum. Fjallar hún um það að skrítinn Kínverji að nafni dr. Lao kemur til bæjarins með sirk- us sinn. Ýmis vandamál þjá þetta þorp og verst af þeim er það, að rík tir og valdamikill ráaður hefur 611 ráð í hendi sér og notar þau sér til fjárhagslegs fram- dráttar, frekar en borgurunum til heilla. Eina mótstaðan sem hann fær, er frá ungum blaða- manni á staðnum. Alt ér þetta skelfing venju- legt, en Dr. Lao reynist vera enn skrítnari en í fyrstu virt- Ist, því hann hefur yfirnáttúr- lega hæfileika. Hann getur lagt menn að velli með því að blása á þá, og getur lagað það sem brotið er með augnaráðinu einu og töfrasprota. Tony Randall leikur Dr. Lao og allt hans fólk, þar á meðal dapran töframann, snjómanninn úr Himalyafjöllunum og fleiri, og er í ölum hlutverkum óþekkj anlegur. Úr þessu hefði getað orðið líf legt og skemmtilegt ævintýri en svo fer þó ekki. Handritið er væmið og skortir imyndunarafl. Leikstjórnin er svo hæg, að mað ur undrast stundum hvort mynd in muni ekki hætta að hreyfast af sjálfu sér. Framleiðendur myndarinnar hafa ekki gert upp við sig hvort þeir voru að gera ævintýri fyr- ir fullorðna eða börn, né held- ur hvort myndin á að vera gam anmynd eða dæmisaga, með þeim árangri, að hún er ekkert af þessu. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Háskólabíó. Spéspæjararnlr (Spylarks). Brezk mynd. Framleiðandi: Hugh Stewart. Aðalhlutverk: Eric Morecambe, Emie Wise. STUNDUM hefur verið sagt, að felenákir leikarar séu bezt hæfir I gamanhlutverk og íslenzkt „publikum“ skilji helzt elkki önn- ur leikrit en gamanleikrit. — Kannski er eitthvað til 1 þessu. En hvernig samrýmist það hinu margumtalaða húmorleysi okk- ar íslendinga? Það má kannski segja, að „senuhúmor" sé ódýrari og opn- ari í útfærslu en húmor ýmissa annarra listgreina og sé því nær- tækari þjóðuim, sem ekki hafa beinlínis fínpússað skopsikyn. Og líklegt er, að fleiri gagnvegir liggi milli fíns skopkyns og trag- fekra viðfangsefna en sömu við- fangsefni og grófs húmors. Það orð hefur löngum farið af Brertum, að þeir hefðu gobt skop- »kyn. En ef dæma skyldi eftir þessari mynd, þá ætti það þó ekki að liggja mjög fjarri smekk okkar íslendinga. Svo mikla orku lögðu margir í að hlæja að mynd þessari, í það skipiti sem ég sá hana að minnsta kosti, að hug vitssamir raunvísindamenn, sem þama voru staddir, hljóta að hafa gaumgæft það úrræði að smiða sérstakar hlátursvélar í náinni framtíð, tfl að létta af mönnum strangasta erfiði þese- arar annars vinsælu athafnar. Ég var þó einn í þeirra hópi, sem sáu ekki ástæðu til að hlæja sér til skaða við þetta tækifæri. Mér fannst spaugið of yfirdrifið og afkáralegt til þess að vera verulega skemmtilegt. Það eru skrípakaUar tveir, Eric og Emie að nafni, sem fara með stærstu gamanhlutverkin í myndinini. Eru þeir búnir út til njósnastarfa, til að koma upp um starfsemi glæpahrinigs eins, sem gerir það að sínu höfuðverkefni að spilla vinsamlegum samskipt- um milli Breta og Rússa og vílar ekki fyrir sér að ryðja einstakl- ingum úr vegi til að ná því mark miðL Þessum kátlegu köllum heppn- ast svo að lökum að flétta ofan af glæpastarfsemi eins kaldrifj- aðasta útsendara hringsins á þeirra starfssvæði. Því þó svo þeir virtust fara að öllum hlut- um skakkt í viðureign sinni við glæpahringinn, þá varð ávallt eitthvað til að bjarga lífi þeirra og fjarstæðukennduim áformum á síðustu stundu. Er ástæðulaust að rekja þann efnisþráð náið. Mér virðist fram ganga af við- brögðum fólks við mynd þessari, að annað hvort séu íslendingar upp til hópa ekki svo slakir húm oristar sem af er látið, eða þá að mynd þessi sé efeki sérstaklega einkennandi fyrir hinn „fína brezika húmor“. Til þess að sýna einhvern vott af þjóðhollustu, held ég, að maður verði fremur að halla sér að fyrri skýring- unnL - þremur er nú aðeins Slhaw á lifL Oswald var eins og kunnugt er skotinn til bana á lögreglu- stöð í Dallas tveimur dögum eftir morðið á fonsetanum og David W Ferrie fannst látinn í rúmi sínu 22. febrúar sl. og taldi líkskoðari að allt væri með felldu með dauða hans, hann hefði borið að með eðlilegum hætti. 9haw bai ákaft á móti því er hann var handtekinn að nokkuð væri hæft í ásökunum Garrisons . og sagðist ekki hafa þekkt Harvey Lee Oswald né heldur að sínu viti neinn þann er hann hefði þekkt, enga aðild ________________________UV hafa átt að nokkru samsæri og yfirleitt væri hann alsaklaus 1 alla staðL ^__ Garrison leiddi þá fram tvð vitni að meintum kynnum 9haws og Oswalds, Russo þann er áður gat og Vernon Bundy, Framhald á blaðsíðu 22. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum í smíði á handriðum á stiga og kjallara- .tröppum 6 f jölbýlishúsa í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora frá þriðju- deginum 21. marz 1967 fyrir 1000,00 kr. skila- tryggingu. Snigill banar sex nautum Pinerolo, ftalíu, 17. marz, AP. ÞAD bar við hér í nágrenn- inu, á bóndabýli í Bauden- asca, í dag að snigill skreið eftir rafmagnsvír sem tengdur var dæluvél í brunni við býlið og olli skammhlaupi rétt í þann mund er sex naut slökktu þorsta sinn í brynn- ingartrogi sem dæluvélin veitti vatni L Varð þetta þeirra bani. Fjölskyldan á bænum gekk fram á nautin sex er farið var að leita uppi orsök þess að skyndilega varð allt raf- magnislaust. Er nánar var að gáð fannst svo snigillinn. UTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum í hita- og hreinlætislagnir (efni og vinna) í 6 fjölbýlishús í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja frá 21. marz 1967 gegn 3000,00 kr. skilatryggingu. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingáráætlunar óskar eftir tilboðum í sölu á miðstöðvarofnum í 6 fjölbýlis- hús í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja frá 21. marz 1967 gegn 500,00 kr. skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 80RGARTÚNI 7 SÍMI 10140 BMW bif reiðar í sérf lokki BMW bifreiðarnar uppfylla flestar óskir hins vandláfa ökumanns 1967 BMW 2000 KRAFTMIKILL CÓÐ ENDING STERKBYCCÐUR LÍTIÐ VIÐHALD V ANDADUR ÓDÝR í REKSTRI 1600 Vér leggjum áherzlu á góða þjónustu við viðskiptavini vora og leitumst við að hafa ávallt á lag er varahluti í BMW bifreiðamar. Beztu meðmæli BMW bifreiðan na er fengin reynsla þeirra. Leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála. Kiistiiin GuHnason hf. Klapparstíg 27 — Sími 22675.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.