Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967. Indverska stjórnarandstaðan kom ekki til þingsetningar — Stjórn Indlands œtlar landinu að afla sér nœgra matvœla árið 1971 Nyju Delhi, 18. marx NTB AP Indverska þingiff kom saman *8 nýju í dag og ílutti forseti landsins, Sarvapalli Radhakris- hnan, setningarræSuna að venju. Sagði hann þar meðal annars, að hin nýja stjóm landsins, undir forystu Indiru Gandhi, hefði sett sér það markmið, að Ind- verjar yrðu sjálfum sér nógir í matvælaframieiðslu árið 1971. Stjórnarandstaðan — að undan skildum Swatantra flokknum mætti ekki á þessum fyrsta þing- fundi — og var sú ráðstöfun gerð til þess að mótmæla þvi, að ríkið Rajasthan hefur verið sett undir beina stjórn forsetans. Hinsveg- ar sendi stjórnarandstaðan orð- sendingu um, að þar með væri ekki ætlunin að óvirða hinn aldna þjóðhöfðingja landsins. Ríkið Rajastíian var sett undir forsetastjórn í síðustu viku eftir nokkurra daga óeirðir í Jaipur, höfuðborginni, þar sem níu manns biðu bana og um tvö hundruð særðust. Hefur sú ráð- stöfun valdið miklum úlfaþyt. í Rajathan hefur verið ríkj- andi hernaðarástand frá því í október 1902 er því var komið á vegna ásakanna við Kína í landa mærahéruðunum. Nú er fyrir- hugað, að því er Chavan, land- vamaráðherra hefur sagt, að af- létta hernaðarástandi frá og með 1. júiá n.k. að minnsta kosti á nokkrum stöðum. Á þessu tima- bili hefur mikill fjöldi manna verið fangelsaður og haldið lengi án málshöfðunar en á síðasta ári htafa um þrjú þúsund slíkir fang ar verið látnir lausir. Flestir fanganna voru kommúnistar eða Sjálfvirk símstöð á Hvolsvelli OPNUÐ hefir verið sjálfvirk sám stöð á Hvolsvelli. Stöðin er gerð fyrir 100 númer og verða 55 síma notendur tengdir við hana, það er að segja þeir, sem eru ná- lægast þéttbýlinu og hafa sérlínu. Svæðisnúmer stöðvarinnar er 99 eins og fyrir Selfoss, en not- endurnir fá númer á milli 5100 til 5199. Langlínuafgreiðslan þar hefur númerið 5100 en utan þjón ustutíma stöðvarinnar númer 02. stuðningsmenn þeirra. Sem fyrr segir skýrði forset- iim svo frá að stjórn Indiru Gandhi ætlaði að virnia að því, að Indverjar yrðu færir um að sjá sér fyrir matvælum eftir fjög ur ár og atvinnuvegina ætti að efla svo, að landið þyrfti ekki á erlendri efnahagsaðstoð að haldia eftir 1976. Jafnframt verður hert mjög á herferð stjórnarinnar tii talkmörkunar barneigna, og er fynsta stig áætlunar í þeim efn um að fækka árlega barnsfæð- ingum um fimmtán á hverja þús und íbúa, — úr 40 í 25 börn á þúsund íbúa. Forsetinn fór nokkrum orðum um utanríkisstefnu Indverja, sagði hlutleysisstefnuna hafa reynzt vænlega og jrrði haldið áfram að reyna að efla hana og styrkja. Hyggðist stjórnin halda eins góðu samlbandi og henni væri unnt bæði við Bandaríkin og Sovétríkin, — einnig væri von til þess að samskiptin við Fakistan bötnuðu og ekkert vildu Indverjar fremur en frið- samleg samskipti við ICínverja, svo framarlega sem Kínverjar létu aí árásarstefnu sinnL Stjórnarandstaðan hefur þegar boðað vantrauststillögu á stjórn Indiru Gandhi — og er það að- eins fimmta vantrauststillaga á stjórn landsins frá því það varð sjálfstætt fyrir u.þ.b. 20 árum. HEjóðfæraleikarar Áríðandi fundur í Fél. ísl. hljómlistar- manna n.k. fimmtudag (skírdag) kL 13,30 að Óðinsgötu 7. Fundarefni: SAMNINGAU : a. Sjónvarp b. Pólýfónkórinn. STJÓRNIN. Páskavaka Stúdentafélags Reykjavíkur MIÐVIKUDAGINN 22. marz nk. mun Stúdentafélag Reykjavíkur gangast fyrir páskavöku í Súlna- sal Hótel Sögu, en hún er orðinn fastur liður í starfsemi félagsins ög á vaxandi vinsældum að fagna. Fjölmargt mun verða tQ skemmtunar á kvöldvökunni m.a. rifjar Steindór Steindórsson, sett- úr skólameistari frá Akureyrl upp minningar frá Hafnarárum Isínum. Leikihúskvartettinn mun syngja nokkur vinsæl og fjörug lög, einnig munu eldri stúdentar standa fyrir stuttum skemmti- þættL V áska lidó KaBaReTt í Lídó miðvikud. 22. mar* ★ GLÆSILEG KVÖLDSKEMMTUN ★ Úrvals skemmtiatriði í eina klukkustund. HOTEL JACK & JUDO Hljómsveit Karls Lilliendahl ásamt söng- konunni Helgu Sigþórsdóttur. Borðpantanir í síma 22321. Opið til kl. 11.30. VERIÐ VELKOMIN. MENU JAMBON FROID Á LA RAIFORT Köld skinka Raifort CONSOMME XAVIER Kjötseyði Xavier CUEUE D’HOMARD GRILLÉ Glóðarsteiktir humarhalar CANETON RÖTI BIGARADE Steiktar aliendur Bigarada PÆRFAIT Á LA LIDO Lido desert TIL SKEMMTUNAR Óperusöngvararnir SVALA NIELSEN og JÓN SIGÚR- BJÖRNSSON. Eftirhermur- snillingurinn KARL EIN- ARSSON. Leikþáttur leikinn af landsfrægum LEIKURUM. SEXTETT ÓLAFS GAUKS, og atriðið, sem vakið hefur mikla athygli: bORELLOS -k sisters ★ Dansað tU kl. L * KVÖLDVERÐUR frá kL 7. lidó Aðgöngumiðar og borðapantanir í dag kL 2—5. Sími 35938. Páskagleði iðnnema í Glaumbæ í kvöld Hljómar og Úmar Ragnarsson halda uppi gleðinn. skemmtir. Allir iðnnemar í Glaumbæ í kvöía MÁLFUNDAFÉLAG IÐNNEMA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.