Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967. 31 4'rá vígsluathöt'umni l Keflavik urkirkju á suunudag. Keflavíkurkirkja end- urvígð sl. sunnudag KHFLAVÍ KURKIRK J A var endurvígð sL sunnudag. Kirkjan, *em var byggð árið 1914 og vígð í ársbyrjun 1915, var orðin of lítii með tilliti til þess, ihve Kefla vík hefur stækkað á sl. hálfri öld, og því var ráðizt í það fyr- irtæki að stækka og endurbæta kirkjuna. Hefur hún tekið mikl- um breytingum, og eru flestir á einu máli um, að þessar breyt- ingar hafi tekizt mjög vel. Hafizt var handa um að stækka kirkjuna 1965. Var byggð ur nýr kór og nýtt skrúðhús cil hliðar öðru megin en geymsla hinu megin. Rúmgott herbergi er i kjallara, sem ætlað er fyrir safnaðarstarfsemi. f>á hefur ver- ið byggt nýtt söngloft og and- dyri að nokkru leyti. Ennfremur tiefur öll kirkjan verið klædd harðvið við gólfi og upp að glugg um, gólfið endurnýjað, og nýj- Allgóð færð um Suður- landsundirlendið MBL. hafffi í gær samband viff Vegagerff rikisins og spurffist fyrir um færð á vegum lands- ins. Fékk blaðið þær upplýsing- ar, aff allgóff færff værl um Suff urlandsundirlendið um Þrengsl- in allt austur til Víkur. Þaffan væri svo á hinn bóginn ekki fært nema fjallabílum austur yfir Mýrdalssand. Góð færð er frá Reykjavik H(pp í Borgarfjörð. Fjallvegir é Snfellsnesi eru hins vegar ó- færir, en í dag er áætlað að oþna þá vegi ef veður leyfir, og eins Bröttubrekku yfir í Dali. Ennfremur verður reynt að ryðja Holtavörðuheiði norð- ur til Skagafjarðar. Þá er áætlað að reyna að opna Öxnadalsheiði á morg- un, og á skírdag verður aftur reynt að aðstoða bíla á leiðinni milli Reykjavíkur og Skagaf jarðar. Á Vestfjörðum er ákaflega mikill snjór og þungfært, og sömu sögu er að segja um Norð austurland og Austurland. Er vart hægt að tala um að þar séu nokkrir vegir færir. FramhaliJ ráðstefnu SUS tJTANRÍKISMÁLARÁÐSTEFNU Sambands tingra sjálf- stæðismanna verður fram haldið í Valhöll við Suðurgötu kl. 20,30 í kvöld. Til þessa framhaldsfundar er boðað, þar sem ekki reyndist unnt vegna mikilla umræðna að ljúka ráðstefnunni á sunnudagskvöld eins og ráðgert hafði verið. + LÆGÐ á dag, hefur verið þá úr vestanáttinni, sem hafði einkenni umhleypinganna náð 10-11 vmdstigum sums undanfarna daga. Sú síðasta staðar vestan lands í gær. var í gær komin norðaustur NA-átt mjakaði sér jafnframt fyrir land, en ný lægð var að suður eftir Vestfjörftum með búa um sig SA aif Hvarfi. Dró 6-6° frosti. um bólstruðum bekkjum verið komið fyrir, en þá gaf systra- félagið. Nýjum predikunarstól befur einnig verið korrtið fyrir en hann gaf Ólafur Lárusson, út- gerðarmaður og fjölskylda hans. Loks er í kirkjunni nýtt pípu- orgel, en áður hefur verið greint frá því í blaðinu. Sem fyrr segir fór vígslan fram á sunnudag sl. Biskupinn yfir fslandi, herra Sigurbjörn Ein- arisson vígði, en vigsluvottar voru: séra Garðar Þorsteinsson, prófastur í Bafnarfirði, séra Guðmundur Guðmundsson, Ut- skálum, séra Jón Árni Sigurðs- son, Grindavík og séra Ólafur Skúlason, Reykjavik. Sóknar- presturinn séra Björn Jónsson flutti prédikun, kirkj.ukórinn söng við orgelundirleik Geirs Þórarinssonar, en einsöngvari var Haukur Þórðarson. Við stækkun kirkjunnar hefur sætarúmi aukizt um 60- 70 manns. og gebur kirkjan nú tekið um 300 manns. Við vígslu- athöfnina, sem var mjög hátíð- leg, var hins vegar um 500 manns, og urðu þó fjölmargir frá að hverfa. Elftir athöfnina í kirkjunni bauð sóknarnefndin til sam- sætis í félagsheimilinu Stapa, og sá systrafélagið um veitingar af mikilli rausn. Mjög fjölmennt var og þar rakti formaður sókn- arnefndar, Hermann Eiríksson, skólastjóri, sögu endurbyggingu kirkjunnar, og færði þeim mörgu, sem lagt hafa hönd á plóginn þakkir. Ennfremur tóku til máls biskupinn, Garðar Þor- steinsson, prófastur og Björn Jónsson sóknarprestur. Kvöldvaka templara ÁRNI Waag spjallar um fugla og sýnir litskuggamyndir á kvöldvöku templara í Góðtempl arahúsinu á miðvikudagskvöld 22. marz. Deildir IOGT í Reykjavík hafa i vetur efnt til nokkurra kvöldvaka með ýmsum fræðslu- og skemmtiatriðum og hafa þrjár stúkur haft samvinnu um hverja kvöldvöku. Starfsemi þessi hefur tekizt einkar vel, verið fjölsótt og ánægjuleg. Á þessari kvöldvöku mun, auk Árna Waag, koma fram Guðmundur Illugason, sem flytur ávarp. Þá verður harm- onikuleikur og kvæðaleikur. Samkoman hefst kl. 20,30. — Olíuskip Framhald af bls. 1 ist voru um 20 skip komin á staðinn, tii að berjast við ólíu- flekkinn, sem stækkaði óðfluga. Áhöfn skipsins var bjargað fljót lega eftir strandið utan skip- stjórans og tveggja annarra, sem neituðu að yfirgefa skipið, enda var veður þá að ganga nið ur á þessum slóðum. Staðurinn, sem skipið strandaði á er 7 míl- ur undan ströndinni við -Land’s end. Er málið var tekið fjcrir í neðri málstofu brezka þings- ins, um hvort ekki væri hægt að kveikja í skipinu og olíunni, til að bægja hættunni frá. Den- is Healy varnarmálaráðherra Bretlands varð fyrir svörum og ságði að miklir örðugleikar væru á að grípa til slíkra ráð- stafana, en sagði að stjórnin hefði ákveðið að veita 500 þús- und sterlingspund til björgun- araðgerðanna og væri sjávarút- vegsmálaráðherrann Maurice Foley kominn á staðinn, til að hafa yfirumsjón með björgun- araðgerðum. Sérfræðingar segja að þurfa kunni 130 þúsund lestir af efna blöndunni til að bægja hætt- unni frá og geti björgunarstarf ið tekið á aðra viku. Um 20000 lestir af olíu höfðu lekið úr skip inu, er síðast fréttist, en kafar- ar og sérfræðingar unnu að því að reyna að þétta rifurnar á skipinu. Lítil von er talin um að hægt verði að ná skipinu á flot, en tvær slíkar tilraunir hafa verið gerðar án árangurs. Enn er ekki hægt að gera sér grein fyrir skaðanum, sem olí- an getur valdið, en sérfræðing- ar segja, að ef vindáttin breyt- ist geti svo farið að mikið olíu- magn reki upp að ströndum N- Frakklands. - ÞRJÁR LÆGÐIR Framhald af bls. 32 al'lt Sogsvirkjunarsvæðið raf- magnslaust ’í klukkustund á laug ardag, er aðalrofi í Elliðastöð- inni bilaði. Smátruflanir urðu einnig í Árbæjarhverfi, en þar fóru gamlar háspennulínur. — Sáralitlar skemmdir urðu á lín- um Rafmagnsveitu ríkisins í ó- veðrinu að sögn Guðjóns Guð- mundssonar. Þó urðu nokkrar truflanir sérstaklega á Suður- landsundirlendi, sérstaklega í Rangárvallasýslu. Þar bilaði aðal línan frá Hellu til Hvolsvallar, og það hafði í för með sér að straumlaust varð í sýslunni á- samt V-Skaftafelissýslu og Vest- mannaeyjum síðari hluta dags á sunnudag. Ennfremur fór á sunnudag lína í Kjósarsveit og var þar rafmagnslaust fram effir degi, svo og í Þingvallasveit. Allt stafaði þetta af óvenju mtklu hvassviðri, sem orsakaði samslátt lína og einnig að mikil selta settist á einangranir. Að sögn Jóns Sfkúlasonar, verk fræðings hjá Landssímanum, urðu bilanir í fjórar áttir út frá símstöðinni á Brú í Hrútafirði, þ.e. til Hvamstanga, til Blöndu- óss, til Hólmavtkur og til Akiur- eyrar, en viðgerðum á þessum línum lauk í gær. Ennfremur varð bilun á línunni frá Höfn til Víkur, sem verið var að athuga það í gær, og á línunni milli Brú- ar og Patreksfjarðar varð vart við bilun skammt fyrir vestan Fossá. Þá munu hafa orðið ein- hverjar bilanir á sveitalínum, en ekki er vitað hve miklar þær eru. — Guam Framhald af bls. 1 um við að þurfa að bíða? Hversu lengi á Hanoistjórnin að njóta góðs af því að loftárásir á N- Vietnam eru takmarkaðar við hernaðarlega mikilvæga staði? Hversu lengi á Viet Cong að haldast uppi að eiga griðland í Kambodsja, þar sem þeir geta jafnan gert allar nauðsynlegar þörf og sent aftur inn i S-Viet- breytingar á herstyrk sínum, end urskipulagt hann þegar þess er nam? Hversu lengi á að leyfa sendingar hergagna til hafnar- borgarinnar Haiphong? Hversu lengi á N-Vietnam að fá að senda hermenn og vopn suður yfir markalínu landanna? Forsætisráðherrann vakti mönnum efa um afstöðu hans til friðarviðræðna er hann sagði, að væri mynduð samsteypustjórn í S-Vietnam með hlutdeild komm- únista eða væri Viet Cong leyft að koma fram sem fulltrúum ein hvers hluta suðurvietnömsku þjóðarinnar myndi það þýða að þúsundir Vietnam.a, Bandaríkja- manna og annarra hermanna sem í landinu hefðu barizt, hefðu lát ið líf sitt til einskis. Bandarískir embættismenn sem fundinn sátu, þar á meðal Dean Rusk, utanríkisráðherra og Robert McNamara, varnarmála- ráðherra, leiddu hjá sér spurn- ingar blaðamanna um „stríðsæs- inga“-ræðu Kys. Rusk sagði að ekki hefðu verið ræddar hern- aðaraðgerðir á fundinum og að Ky hefði talað um að Hanoi- stjórnin hefði vísað á bug öllum tilboðum um friðarumræður. Á fundinum kom fram að að- stoð Bandaríkjanna við S-Viet- nam önnur en hernaðaraðstoð ber góðan árangur og Bandaríkja menn og S-Vietnammenn eru nú sagðir hafa betur i styrjöldinni sjálfri. Sagði Johnson Banda- ríkjaforseti að nú ættu þessir að- ilar frumkvæðið um allar hernað araðgerðir og yllu Viet Cong og N-Vietnam miklum búsifjum. Forsetinn bætti því við að á næstu mánuðum væri það ekki síður mikilvægt að kosningarnar fyrirhuguðu í S-Vietnam færu fram eins og ráð væri fyrir gert en að vel tækist til um hernaðar- aðgerðir. Þeir er fundinn í Guam-eyju sitja halda brott frá eyjunni á morgun en Johnson forSeti mun ræða við helztu ráðgjafa .sína áð ur en hann flýgur heimleiðis. Ekki hefur verið tilkynnt að hann muni eyða páskaleyfinu á búgarði sínum í Texas, en al- mennt er gert ráð fyrir þvL — Sómalía Framhald af bls. 1 kví ilm helgina. í dag, mánudag, komu svo 300 fallhlífarhermenn til aðstoðar lögreglu- og útlend- ingahersveitum Frakka við að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir frekari óeirðir. Lögreglan í Djibouti handtók í dag 15 leiðtoga sjálfstæðis- flokks frönsku Sómalíu, „Mouve- ment Populaire" og hert var á eftirliti með öllum mannaferðum um hverfi Afríkumanna í borg- inni. Um 6000 Sómalar hafa ver- ið fluttir brott til Sómalíulýð- veldisins og horfur sagðar á að fleiri verði fluttir brott þangað næstu daga. Landstjórinn í frönsku Sómalíu sagði síðar í dag að útgöngubann það sem sett hefði verið á myndi látið gilda unz aftur væri kominn á friður og regla í landinu. Einn- ig var tilkynnt að leiðtogar sjálf- stæðisflokks frönsku Sómalíu sem áður sagfti frá hefði nú aftur verið látnir lausir. Þá var og frá því skýrt að innan tíðar myndi franska Sómalía kjósa sér þingmann til franska þingsins, en þjóðaratkvæðagreiftslan sL sunnudag var því til fyrirstöðu aft landið tæki þátt í frönsku þingkosningunum fyrr í mánuð- inum. — Kosningaaldui Framhald af bls. 32 legt Alþingi 1966.“ Hinn 5. maí sama ár kaus Al- þingi í framangreinda nefnd og hóf hún störf sín í júnibyrjun o.g hefur nú skilað áliti, sem prent- að er sem fylgiskjal með frum- varpinu, þar sem segir m. a.: „Er það sammæli nefndarinnar, að rétt sé að hverfa að því, að lækka kosningaaldur til alþingis kosninga og annarra almennra kosninga frá því sem nú er. Skiptar skoðanir voru hins veg- ar um það innan nefndarinnar, hve langt ætti að ganga í þessu efni, en nefndin er þó samxnála um það, að mæla með því, að hann verði á þessu stigi laekkað- ur um eitt ár eða niður í 20 ár.“ Einnig þykir rétt, að felld séu úr gildi ákvæði 33. greinar stjórn arskrárinnar um fimm ára bú- setu í landinu, en ákvæði þetta var sett á meðan róttarstaða ís- lands var önnur en nú og á ekki lengur við. Þá þykir og rétt, að fel'ld sé niður 3. mgr. þar sem hún heíur enga þýðingu Iengur. Yfirlit um kosningaaldur á Norðurlöndum í Danmörku er kosningaaldur bundinn við 21 árs aldur, og verð ur honum að núgildandi lögum aðeins breytt með samþykki kjóa enda í þjóðarátkvæðagreiðslu. Lögræðisaldur miðast þar einn ig við 21 árs aldur. f Noregl öðlast menn einnig kosningarrébt við 21 árs aldur, samkvæmt ákvæðum stjórnskip- unarlaga, og þarf því stjórnar- skrárbreytingu, ef hverfa á frá því aldurstakmarki. Lögræðisaldur í Noregi er bundinn við 21 árs aldur. í Svíþjóð hefur kosningaaldur verið lækkaður í 20 ár með lög- um frá 3. des. 1965, en hann var áður 21 ár. Lögræðisaldur í Svíþjóð er hins vegar enn bundinn við 21 árs aldur, en sænsku lögræðislög in eru nú í endurskoðun og er eigi enn vitað, hver verður nið- urstaða þeirrar endurskoðunar. í Finnlandi öðlast menn kosn- ingarébt við 21 árs áldur. Lögræðisaldur er þar hinn saimL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.