Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1S>67, Brunabóiafél. gaf Hand- rifasfofnuninni 100 þús. ÁSGEIR Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags íslands, af- henti í gærdag Handritastofn- uninni að gjöf kundrað þús- und krónur frá félaginu. Próf- essor Einar Ólafur Sveinsson, veitti gjöfinni viðtöku á heim- ili sínu, að viðstaddum Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamála- ráðherra og frú, og Ingólfi Jóns syni, utanríkisráðherra, og frú, ásamt fleiri gestum. Ásgeir sagði m. a. að hann teldi töf þá og umræður sem I orðið hefðu um afhendingu! handritanna sízt vera til baga fyrir íslendinga, því að þær hefðu öðru fremur orðið til að vekja menn til umhugsunar um málið og sameinast um að fá þennan menningararf heim. Bað hann handritastofnunina vel að njóta gjafarinnar. Próf. Einar Ólafur sagðí að margar væru húmanns raunir og þá ekki síst frumbýlinga. Að Hafnarfjörður — Hafnarfjörður i ijanasmaiaieiagio x ram, namamroi neiaur xuna annað kvöld miðvikudag 22. þessa mánaðar kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. SVERRIR JÚLÍUSSON, alþingismaður ræðir þjóðmálin og væntanlegar alþingiskosningar. 2. Kosning fulltrúa á landsþing Sjálfstæðis- flokksins. 3. Rætt um 40 ára afmæli Fram. Skorað er á Sjálfstæðisfólk að fjölmenna á fundinn. STJÓRNIN. SVERRIR JÚLÍUSSON. Handritastofnuninni steðjuðu ýmis vandamál og ekki síst fjárhagsleg. Væri því mikill styrkur að allri aðstoð og bað hann Ásgeir að færa Bruna- bótafélaginu hugheilar. Þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Þessar himdrað þúsund krónur voru gefnar í tilefni af hálfrar aldar afmæli Brunabótafélags ís- lands. Ásgeir Ólafsson afhendir próf. Einari Ólafi Sveinssyni gjöfina frá Brunabótafélagino. - LEIKAFMÆLI Framihald af bls. 5 Tvímælalaust er Durrenmatt einn áihrifamesti og merkasti rit- höfundur, sem nú ritar á þýzka tungu. Hann Ihefur skapað sér sterkan og sérkennilegan stfl, og á marga aðdáendur um víða ver- öld, en hefur einnig verið uim- deildur af öðrurn. Helztu leikrit hans eru: Rómúlus mildi, flutt hér í útvarpinu fyrir nokkru, Sú gamla kemur í Iheimisókn, og Eðlisfræðingarnar, en bæði þessi leikrit voru sýnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur fyrir nokkru, þá hefur hann einnig skrifað, Hjónaband herra Missisippi og Herkúlus og Ágíasarfjósið, en það var sýnt hjá Leik/húsi æsk- unnar. Auk þess hefur hann skrifað nokkur útvarpsleikrit. Eins og fyrr segir, er Loft- steinninn nýjasta leikrit Dúrr- enmatts og er það fyrsta leikrit- Hótel Borg - Hótel Borg - Hðtel Borg Heimdallarskemmfun oð Hótel Borg i kvöld Dansad til kl. I — Allir velkomnir Nefndin 18, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir hann. Loftsteinninn er gamanleikur og fjallar um frægt nófbelsskáld, Wolígang Sohwitter, jem bíður dauða síns með óþreyju. En það gengur ekki hljóðalaust fyrir frægt nóbelsskáld að deyja og mikið vatnsmagn rennur ttt sjávar áður en Sdhwitter tekst það. Þessi sknumgjarna auglýs* ingaveröld, sem við lifum I, gefur okkur ekki næði til að deyja í friði, og eins og nobels- skáldið kemst að orði í leikslok: „£Þið eruð alltaf að trufla mig við að deyja“. En þótt mikið sé rætt um dauð ann í þessum leÍK þá f jallar hann ekki um dauðann, helduir uppris- una, Wolfgang Schwitter, nóbels- skáld, er Lazarus okkar tiroa. Á yfirborðinu virðist, að leik- rit Dúrrenmatts séu hörð ádeila á samtíðina og þjóðfélagið, þó fjalla þau fyrst og fremst um grundvallaratriði, en eru klædd í samtímabúning. Þau fjalla ekki um velferðarríkið, hvorki um kapítalisma né kjarnorku- styrjöld, heldui' um á'byrgð mannsins, svik, sekt, frelsi og réttlæti og þá fyrst og fremst um siðferði í algerri merkingu þess orðs. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU - TEIKNARL JÖRGEN MOGENSEN KVIKSJA —— — — — FROÐLLiKSMOLAR VITAÐ er að pappírsklemm- nr hafa verið notaðar allt frá 13. öld. Þýzkt fyrirtæki hefur látið gera rannsókn á notkun þessara klemma, og kom í Ijós að þær eru notaðar í nk- um mæli umfram það, sem ætlað var. Rannsakað var til hvers ákveðnar 100.000 klemm ur væru notaðar. Og eru nið- urstöðurnar, sem hér segir. Af þessum 100.000 klemmum voru aoeins 20.000 notaðar til að klemma saman pappír. 19.413 voru notaðar sem spila- peningar, 15,842 til að hreinsa ritvélar (og þá voru klemm- urnar vafðar inn í servíettu), 14,163 voru eyðilagðar af fóiki í „fáti“, 7,212 voru notaðar til að halda uppi kvenmannssokk um, 5,432 voru notaðar sem tannstönglar, 3,196 voru not- aðar sem pípuhreinsarar. Hin ar hurfu út í buskann. Gísli Alfreðsson er leikstjóri við þetta leikrit og er þetta ann- að leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóðleikhúsinu. Leikmyd- ir eru gerðar af Gunnari Bjarna- syni. í Loftsteininum eru 14 hlut- verk og leikur Valur Gíslason aðal'hlutverkið, nóbel'sskáldið, Wolfgang Sehwitter. Aðrir leik- arar eru Ævar Kvaran, BaMvin Halldórssort, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Helga Valtýs- dóttir, Krisftbjörg Kjeld, Sigríður Þorvaldsdóttir og fleiri . Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að Valur Gíslason lék sitt fyrsta 'hlutverk. Fjörutíu ára leikaraafmælis Vals verður minnst með þessari sýningu á Loftsteininum, þar sem VaLur leikur aðalhlutverkið, nóbels- skáldið Wolfgang Sdhwitter, eins og fyrr segir. Valur Gíslason, hefur verið einn af aðalleikur- um Þjóðleikhússins, frá því það tók til starfa árið 1960 og hefur leikið þar fleiri aðalhlutverk en nokkur annar. Hann var áður 1 mörg ár einn af aðall'eikurum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og um margra ára bil var hann 1 stjórn L.R. Valur hefur starfað mikið að félagsmálum fyrir stétt sína og hefur hann gegnt formanns- stöðu í Félagi íislenzkra leikara í samfleytt 10 ár, eða lengur en nokkur annar. _ (Frá Þjóðleikhúsinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.