Morgunblaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967.
3
Slökkviliðsbílar fyrir framan vinnustofu Örlygs.
Orlygur t.h. ásamt konu sinni ©g syni. Sonurinn heldur á teikningum sem björguðust.
(Ljósm. MbL Sv. Þorm.)
logatungurnar sig út En
blessaðir slökkviliðsmenn-
irnir voru fljótir á vettvang
og slökktu eldinn á auga-
bragði. Það var ekki kominn
mikill eldur í húsið sjálft en
það er eins og hafi orðið
sprenging inn í því. Eldtung
urnar hafa þotið í hveria
einustu smugu og sviðið þar
allt. Hin.s vegar náöu þær
ekki að læsa sig almenni-
lega í viðinn. Þetta er auð-
vitað fjárans mikið tjón, ég
tryggði fyrir mörgum mörg-
urú árum og hefi ekkert
hugsað um það síðan. Og
það verður áreiðanlega eng
in höll reist fyrir það trygg-
ingafé. Hins vegar var ég
heppinn að því leyti til að
ekki voru mörg málverk
þarna innL Fyrir nokkrum
árum var brotist inn í vinnu-
stofuna, og valdið miklum
skemmdum. Síðan hefi ég
jafnan geymt fullgerð
málverk í íbúðar-
húsinu. Sem betur fer
skemmdust uppistöður vinnu
stofunnar ekki, svo að ég get
byrjað að innrétta hana aft-
ur og laga tiL
VINNUSTOFA Örlygs Sig-
urðssonar, listmálara, stór-
í eldi síðastliði.in
laugardag, og eyðilögðust
þar nokkur málverk, penslar,
forláta trönur og ýmislegt
annað. Eldurinn kviknaði út
frá gömlum ofni.
— Ég var að mála eina
heióanm, sagði Örlygur við
fréttamann Morgunblaðsins,
og við ákváðum að skreppa
inn og fá okkur kaffisopa.
Það varð svo að ráði að ekki
yrði málað meira þann dag-
inn, og ég sendi son minn
út til að slökkva í ofninum.
Hann fór en kom strax aft-
ur á harðahla-upum og fleytti
kerlingar á stofugólfinu um
leið og hann tilkynnti mér
að það væri kviknað í vinnu
stofunni. Við þutum auðvit-
að upp til handa og fóta. Ég
var að tala í símann og bað
manninn sem ég var að tala
við að leggja á svo að ég gæti
hringt í slókkviliðið, en til
þess var hann ófáanlegur.
Hann þurfti endilega að fá
að vita hvað væri að brenna,
hvar væri að brenna og hvort
það væri stórbruni. Að síð-
ustu öskraði ég á hann:
Leggðu á mannfýla, og þá
loks fékk ég að hringja í
slökkviliðið. Svo hlupum við
út með vatnsfötur og ætluð-
um að bjarga því sem bjarg
að yrði. En þegar við komum
út að vinnustofunm var
reykjarmökkurinn í henni
svo þykkur að við þorðum
ekki innfyrir heldur lokuð-
um bara hurðum og giugg-
um.
Það varð þó ekki til mikils
gagns því að skömmu síðar
sprungu gluggarnir út úr
þakinu með miklum látum
og á sömu stundu teygðu
Bruni í
• •
Orlygs
vinnustofu
Sigurðss.
SVEITAKEQPPNI íslandsmótsins
1 bridge fyrir árið 1967 fer að
þessu sinni fram í Reykjavík, og
hófst keppnin sl. sunnudag, og er
epilað í SigtúnL Þátttaka í
keppninná er mjög mikil og
keppa 10 svei/tir i meistaraflokki,
en 18 sveitdr í I. flokki. í hverj-
um leík eru spiluð 40 spi'l.
Úrslit í meistarafkxkiki hafa
orðið þessi:
I. umferð
Sveit Halls Símonarsonar vann
sv. Gests Auðunssonar 6-2
— ÓQafs Guðmundss. vann
sv. Aðalst. Snæbjörnss. 6-2
— Benedilkts Jóhannss. vann
sv. Böðvars Guðm. 8-0
— Hannesar Jónssonar vann
ev. Hjalta Elíassonar 7-1
n. umferð
Sveit Hjaita vann sveit Gests 7-1
— Hannesar vann
sveit Böðvars 6-2
— Benedikts vann
svert Aðalsteins 8-0
— Agnars vann sv. Ólafs 8-0
Sveit Sigurbjörns Bjarnasoner
fná Akureyri komst ek'ki til
keppni á sunnudag, og var því
leikjum sveitarinnar í fyrstu
umferðumum frestað.
í I. flokki er spilað í tveim riðl
um, og að tveim umferðum lokn-
um eru sveitir Jóns Magnússon-
ar, sem hefir 16 stig, og sveit
Dagbjarts Grímssonar, sem hefir
12 stig, efstar í A-riðlL en sveitir
Alberts Þorsteinssónar, sem hef-
ir 14 stig, og sveit Jóns Stefáns-
sonar, sem hefir 12 stig, eístar I
B-riðlL
Eins og áður segir, hófst mótið
sl. sunnudag, og var það sett af
forseta Bridgesambands íslands,
Friðriki Karlssyni. Keppnin fer
fram, eins og áður segir, 1 Sig-
túni við Austurvöll, og var III.
umferð spiluð í gærkvöddi. IV.
umferð feor fram í kvöld og hefst
kl. 20. V. umferð fer fram á skír-
dag og hefst kl. 13,30 og VI. um-
ferð verður einnig spiluð á skír-
dag og hefst kl. 20. VII. umferð
fer fram á föstudagskvöld, VITI.
umferð á laugardag og hefst kl.
13,30, og IX. og síðasta umferð
á laugardagskvöld og hefst kl. 20.
TRYGGING
ER
NAUÐSYN
FERDATRYGGING
er nauðsynleg, jafnt á ferðalögum innanlands
sem utan. Ódýr og hagkvæm slysatrygging fyrir ferðafólk.
©
FARANGURSTRYGGING
bætir tjón, sem verða kann áfarangri. Þessi trygging
er ekki síður nauðsynleg en ferðatrygging.
ALMENNAR TRYGGINGAR £
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700
STAKSTEINAR
Hver eru afrek
Framsóknar?
FRAMSÓKNARMENN hafa ról*
á bæði borð í heilbrigðismálun-
um að undanförnu. Mundu marg
ir ætla, að hér væri um gamaJtt t
og rótgróið áhugamál þessa
flokks að ræða. — Svo er þé
ekki.
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, vék stuttlega aS
þessari staðreynd á fundi stúd-
enta í síðustu viku. Hann benti á
það, að gefnn tilefni, að einmitt
formaður Framsóknarflokksins,
Eysteinn Jónsson, væri meðal
þeirra, sem gegnt hefðu embætti
heilbrigðismálaráðherra — og
um skeið jafnframt verið fjár-
málaráðherra. Hann hefði þvi
haft ágætt tækifæri til þess að
sýna í verki áhuga flokksins á
þessu sviði.
„Það er synd, að þjóðin sknll
ekki fá að vita um afreksmann-
inn og afköst hans og flokks
hans á þessu sviði“, sagði heil-
brigðismálaráðherra meðal ann-
ars, og undir þau orð má vissu-
lega taka.
Ástæðan til þess, að þjóðin velt
ekki um þessi „afrek“ er auð-
vitað aðeins ein: Þ a u e r ■
ekki til. — Það er fyrst nú,
sem áhuginn hefur vaknað, og þá
eru ekki stóryrðin spöruð. — Stór
mannleg er þessi afstaða Fram-
sóknarmanna ekki, en hún er
það hlutskipti, sem þeir hafa
sjálfir valið sér.
Orð og gerðir
Orð og gerðir eru sitthvaS;
það sannast á Framsóknarflokkn
um í fleiri efnum en að framan
er rakið. Þannig er ekki nema
rúmlega vika liðin siðan „Tím-
inn“ talaði um það með mikilH
vandlætingu í sambandi við út-
varpið, að í seinni tíð hefðu ráS>
herrar og valdamenn tekið upp
þann hátt, „að breyta ræðum,
sem áttu að vera tækifærisræður,
í hápólitískar áróðursræður". —
Átti framsóknarmálgagnið varta *
nógu sterk orð til þess að lýsa
fordæmingu sinni á þessn at-
ferli.
Það var þvi að gefnn tilefnl,
sem rifjaður var npp í „Reykja-
vikurbréfi" Morgunblaðsins aL
sunnudag stuttur kafli úr endur-
minningum Stefáns Jóh. Stefána-
sonar, þar sem drepið var á
minnisstætt atvik af þessu tagi
frá áramótunum 1941/42. Þá
stóðu yfir á gamlársdag samn-
ingaviðræður milli iðnaðar-
manna og iðnrekenda — og líkur
á að samningar næðust.
„En fáum klukkustundum síð-
ar“, segir Stefán Jóhann, „hélt
Hermann Jónasson áramótaræðn
sína í útvarpið. Lagðist hann þar
hart og eindregið gegn öllum
kaupbækkunum og boðaði lög- “
gjöf til þess að hindra þær.
Hefur mér sjaldan
brugðið meira í stjórn-
m á 1 u m . “
Það er von að „Tíminn" gert
sér tíðrætt um „hápólitískar á-
róðursræður" og beri fram ásak-
anir í annarra garð, þegar saga
hans sjálfs geymir dæmi slík og
hér er get'ð.
Hin „nýja stefna**
Framsóknarmenn halda þvi
nú fram, að flokkurinn hyggist
taka upp nýja stefnu. I þeirrt
yfirlýsingu felst raunar athyglis-
verð viðurkenning á því, að
„stefna" sú, sem flokkurinn hef-
ur fylgt, sé ekki lengur brúkleg*
— og munu margir vilja taka
undir það. Hitt mun aftur mála
sannast, að ekkert sé fjær Fram-
sóknarflokknum en að breyta
fyrri háttum. Hann er höftunum
trúr; og tvískinnungurinn er en«
hinn sami. Það sýna glöggt þau
dæmi, sem hér að framan voru
rakin. Ekki er því ástæða fyrir
almenning að taka hinar nýju
yfirlýsingár alvarlega.