Morgunblaðið - 23.03.1967, Qupperneq 1
BLAÐ II
Fimmtud. 23. marz
mctttitiStfftfetfr
EFTIR
BJÖRN JÓHANNSSON.
UM miðjan febrúarmánuð árið
1963 kom einn ritstjóranna að
máli við mig og bað mig um
að eiga viðtal við mann, sem
hefur orðið mér einna minni-
etæðastur allra þeirra, sem ég
hef hitt á blaðamannsferli mín-
■um — Hans Lenz, fyrrum vís-
indamálaráðherra Vestur-Þjóð-
verja.
Ritstjórinn hafði verið að
lesa þýzkt blað og rekizt þar á
grein um ráðherra, sem í des-
emermánuði 1962 hafði verið
skipaður í nýtt embætti í ríkis-
stjórn Konrad Adenauers,
embætti vísindamálaráðherra.
Nafn hans var Hans Lenz og í
greininni um hann sá ritstjór-
inn að hinn nýi ráðherra hafði
m. a. stundað nám við Háskóla
íslands. Honum lék því hugur
á að vita nánar um dvöl hans
hér á landi.
Fyrir milligöngu þýzka sendi
ráðsins í Reykjavík féllst ráð-
herrann á að veita viðtalið sím-
leiðis. Óskaði hann eftir því, að
það færi fram snemma morg-
uns áður en hann færi í ráðu-
neyti sitt í Bonn, en hann bjó
í Bad Godesberg, sem er
skammt frá höfuðborginni.
Samkvæmt umtali átti ég að
hringja til Lenz klukkan 9 að
morgni hinn 22. febrúar, að
þýzkum tíma að sjálfsögðu. Það
þýddi, að ég þurfti að vera
mættur á ritstjórn Morgun-
blaðsins fyrir kl. 7 um morgun
inn og það um hávetur. Það er
ekki alltaf sældarbrauð að vera
blaðamaður.
Á réttum tíma fékk ég sam-
talið við Lenz. Hann var hress
í bragði og það virtist pleðja
hann að heyra frá fslandi. Lenz
sagði frá því, að hann hefði
lagt stund á tungumálanám og
verið i tímum hjá Alexander
Jóhannessyni og Sigurði Nor-
dal í háskólanum i Revkíavík
1930—1931 og m. a. skrifað rit-
'.•.v.v.v.v.:
gerð um íslenzkar fornsögur.
Ráðherrann minntist á ýmsa
kunningja og vini frá Islands-
dvölinni, sagði frá því að hann
hefði farið gangandi frá Akur-
eyri til Reykjavíkur, leikið 1
Faust í litlu leikhúsi við Tjörn-
ina (jú pað hét Iðnó), haft gam
an af að hlusta á Jónas Jónas-
son tala á Alþingi, og verið ást
fanginn af íslenzkri stúlku.
Hann drap á margt annað og
lýsti þeirri von sinni, að hann
gæti komið til fslands þá um
sumarið enda lengi þráð að
koma hingað aftur.
Þegar viðtali okkar Lenz var
lokið leitaði ég í MorgunbiaS-
inu að umsögnum um Faust-
Aðalpersónur voru Mohr, er
lék Faust, Lenz er lék Djoful-
inn, og Auður Auðuns, er lék
Gretchen.
Áður en leikurinn hófst út-
skýrði dr. Alexander Jóhann-
esson Frum-Faust.
Beztur þótti leikur Lenz.
Mohr tókst ekki eins vel með
Faust-hlutverkið, var sýnilega
of ungur og óreyndur. Tilþrif
voru í leik Auðar Auðuns og
tiltakanlega vel gert af henni
að leika jafnvel og hún lék á
þýzka tungu og hafa aldrei til
Þýzkalands komið.
Óvíst er, hvort leikið verður
aftur.“
Síðar um daginn talaði ég
Morgunblaðinu daginn eftir, 23.
febrúar 1963 og vakti mikla at
hygli.
Það varð allt í einu ljóst, að
ísland átti góðan talsmann og
vin I vestur-þýzku ríkisstjórn-
inni, ráðherra, sem þráði að
endurnýja gömul tengsl. Gylfi
Þ. Gislason, menntamálaráð-
herra, og ríkisstjórnin ákváðu
því að bjóða Hans Lenz
vísindamálaráðherra Vestur-
Þýzkalands, til fslands.
•
Hinn 1. september 1963 kom
Hans Lenz til Reykjavikur
ésamt li onu sinni og dóttur.
Menntamálaráðherra fagnaði
þeim vel og sýndi hinn mesta
sýninguna f Iðnó, enda hafði
Lenz sagt að hún hefði fengið
góða dóma. f ljós kom, að þann
9. april 1931 hafði ,Ahorfar.di“
skrifað um sýninguna i Morg-
unblaðið. Þar sagði:
„Hin fyrsta þýzka leiksýn-
ing. sem hér hefur verið hald-
in, Faust-sýning þýzku stúdent
anna í Iðnó í fyrrakvöld, var
leikin fyrir fullu húsi og vel
tekið.
við frú Auði Auðuns og skýrði
henni frá viðtalinu við Hans
Lenz. Hún mundi vel eftir hon
um og kvaðst eiga í fórum
sínum mynd af leikendum.
Fékkst myndin góðfúslega lán-
uð. H'm var tekin í vinnu-
stofu Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal, en hann var mikill
vinur Lenz.
Viðtalið við Lenz og mvndin
af leikendahópnum birtist í
sóma. Varð fslandsferðin Lenz
ógleymanleg, konu hans og
dóttur.
Þriðjudaginn 3. september
bauð menntamálaráðherra hin-
um þýzku gestum í hringferð
um Þingvelli. G”ysi, Gullfoss,
Skálholt og Hvera«erði. Ákveð
ið var, að ég skvldi fara í þessa
ferð af hálfu Morgunblaðsins
til að skrifa um hana. Lagt var
af stað um kl. 10.30 árdegis og
stóð ferðalagið fram á kvöld.
Var hún einstaklega vel heppn
uð, enda er Gylfi Þ. Gíslason
frábær gestgjafi.
Blíðskaparveður var um
morguninn og fagurt um að lit-
ast á Þingvöllum er þangað var
komið. Fyrst var stanzað við út
sýnisskífuna við Almannagjá.
Þá sá ég Hans Lenz fyrst í eigin
persónu.
Hann er fremur lágur vexti,
þrekinn og þéttur á velli. At-
hyglin beindist begar að því. að
hann gengur við hækjur. Hann
særðist alvarlega í heimsstyrj-
öldinni og fætur hans eru svo
illa farnir að hann á mjög
erfitt með gang, þrátt fyrir
hækjurnar.
Það kostar hann mikla
áreynslu og fyrirhöfn að fara
inn og út úr bíl, og það tekur
hann margar mínútur að kom-
ast nokkra metra, gangandi við
hækjur sínar. Samt vildi Lenz
ekki heyra á annað minnzt, en
að hann færi upp á klettinn að
útsýnisskífunni til að virða
fyrir sér fegurð Þingvalla. Þessi
ákvörðun hans kostaði ofur-
mannlegt átak við að fylgja
hinum eftir. Það var einmitt þá
að ég held, sem aðdáun mín á
manninum vaknaði.
Lenz hafði kohaið einu sinnl
til Þingvalla á stúdentsárum
sinum og var hann mjög hrærð
ur að líta staðinn aftur. Rúmir
þrír áratugir höfðu liðið frá þvl
hann kom þar fyrst. En það
var meira en tíminn þar á milli,
það var baráttan við nazist-
anna, sem eyðilögðu draum
hins unga stúdents að verða
prófessor í málvísindum, það
voru hörmungar heimsstyrjald-
arinnar, sem hafði krafizt fóta
hans, það var hrun Þýzkalands.
Nú var hann einn áhrifamesti
ráðamaður lands síns, ham-
ingjusamlega kvæntur og
þriggja barna faðir, hafði not-
ið ánægjunnar af því að stuðla
að uppbyggingu Vestur-Þýzka-
lands innan raða frjálsra demo
krata.
Það fór ekki m’lli mála, að
Hans Lenz var hamingjusamur
fjölskyldufaðir. Eiginkona hans
og dóttirin Sabena sýndu hon-
um mikla nærfærni og voru
ætíð reiðubúnar að aðstoða
hann. Höfðu þær auga með því,
að hann ofreyndi sig ekki, en
aldrei hevrði ég þær vera með
úrtölur við hann, er hann var
ákveðinn að sigrast á torfær-
um, sem þeim leizt ekki á.
1 ValhöU beið hádegisverður
hópsins. Áður en sezt var að
borðum kynnti Gylfi okkur
Lenz og sagði honum, að ég
væri blaðamaðurinn, sem hefði
átt við hann viðMig. Lenz tók
mér vel og sniöUuðum við sam-
an stutta stund.
Lenz dró mig afsíðis þakkaði
mér fyrir viðtalið og sagði mér,
að sendi*-t>ð;ð í P'-vViavfk h°fði
sent sér það þýtt á þýzku.
Hefði fiölskyldan safnazt sam-
an til að hlusta á það lesið upp.
Nú vottaði fyrir brosi hjá Lenz
og sagði hann mér, að það hefði
verið hlustað með sérstakri at-
hygli á kaflann, þar sem
minnst var á, að hann hefði ver
ið ástfanginn í Reykjavik.
Sagði hann að þetta væri að
vísu rétt, en oft mætti satt
kyrrt Ugja.
Það runnu á mig tvær grím-
ur. Mér hafði ekki komið til
hugar, að þetta gæti komið hon
um í bobba. En ég huggaði mig
við það, að greinílega væri
kona hans búin að fyrirgefa
honum (Ef þýzka sendiráðið
lætur þýða þessa grein heíd ég
að það sé rétt að sleppa þess-
um kafla greinarinnar. Allur er
varinn góður).
í Valhöll var fyrirtaks lax
snæddur og drukkið kaffi á
eftir á stéttinni fyrir utan.
Þetta var hihn ágætasti fagn-
aður og kom menntamálaráð-
hera öllum í sólskinsskap með
smellnum sögum, m. a. af Kjar-
val.
Þegar lagt var af stað til Gull
foss og Geysis var veður farið
að versna. dimmt var yfir, kalt
Framhald á bls. 2.