Morgunblaðið - 23.03.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1&67.
s .
*tóð við björgunarstörf í
sprengjuJhríð frá flugvélum
Bandamanna. En hann sagði
ekki, að hann hefði orðið að
flýja til Bandamanna, er Ra.uði
herinn nálgaðist. né hvernig til
þess kom, að hann gerðist trú-
arleiðtogi Duohobortza í
Kanada. Þann þátt ævisögu
hans heyrði ég af vörum eigin-
konu hans og Landis skóla-
stjóra.
En hverfum nú um stund aft
ur í tímann, — til miðrar sautj
ándu aldar. Þá bar svo við í
trúarlífi Rússlands að nokkr-
ir hópar manna sögðu skilið
við grísk-kaþókku kirkjuna
vegna óánægju út af endur-
•koðun kirkjubóka, er gerð var
árið 1666, að tilhlutan Nikons
patriarka. Mynduðust af þess-
um hópum sértrúarflokkar,
sem nefndir voru einu nafni
Raskolniki. Sértrúarflokkum
þessum óx skjótt fylgi og þeir
háðu þó nokkra baráttu hver
við annan. Síðan fléttuðust
allskonar veraldleg mál inn í
•tefnu þeirra og þjóðernis-
ítefna varð þar tíðum öfga-
full. Fylgismenn þeirra voru
•ndvígir öllum tilraunum til að
•uka áhrif Vestur'landa og
töldu Rússum hættu búna af
innleiðingu vestrænnar tækni
og menningar. Varð þetta til
þess, að beir voru mjög ofsótt-
ir af stjórnarvöldum og fram-
farasinnum.
Um miðja átjándu öldina er
fyrst getið flokks, er nefndist
Duchobortzar, — fyrst í ná-
grenni Jekaterinoslav en síðan
breiddist hann út 'til héraðanna
við Tambov, Saratov og Arkan-
gelsk. Framan af urðu fylgis-
menn hams fyrir blóðugum of-
•óknum, en Alexander II keis-
•ri dró úr þeim um hríð og
leyfði þeim að lifa nokkurn
veginn í friði á nokkrum stöð-
um í Suður-Rússlandi, — eink-
um við ána Dniepr.
Duöhobortzar tiúðu blint á
bókstaf biblíunnar en afneit-
uðu prestum og sakramentum.
Guðsþjónustur þeirra voru af-
•r fábrotnar, þeir fordæmdu
blóðsúthellingar og eru fræði-
kenningar þeirra að nokkru
blandaðar dulspeki.
Guðdómurinn opinberaðist
•ð þeirra áliti í ýmsum mynd-
um, faðirinn t.d. sem ljósið,
•onurinn sem lífið og heilagyr
•ndi sem hvíldin og þessar
myndir guðdómsins áttu að
eiga sér samsvörun í eiginleik-
um mannanna, minni, skyn-
•emi og vilja. Sálin er að þeirra
áliti guðleg en hefur skilið við
guðdóminn, áður en maðurinn
fæðist — á hinn bóginn tselja
þeir líkö>mnun Guðs í Jesú
Kristi ekkert einsdæmi og
*egja að hún endurtaki sig allt
»f öðru hverju meðal hinna
trúuðu. Hin sanna kirkja er að
þeirra áliti innra ljós hverrar
mannssálar.
í lok síðustu aldar voru farn
•r ofboðslegar hierferðir gegn
þessum sértrúarflokki og um
fimmtán þúsund manns drepn-
ir með hinum hroðalegasta
hætti. Varð það blóðbað til
þess, að margir menn tóku
svari þeirra, meðal annars rit-
höfundurinn Tolstoi, sem hjálp
aði um það bil tíu þúsund
Duchobortzum að flytjast til
Kanada. Áðui en þeir fóru-
brenndu þeir bæi sína og eig-
ur allar og sömuleiðis vopn öll,
er þeim hafði verið fengin í
hendur.
Síðan hefur fólk þetta lifað
Út af fyrir sig í Kanada, frem-
ur einangrað til skamms tíma,
en endrum og eins hefur það
vakið athygli umheimsins með
því að brenna hús sín og klæði
til áréttingar afstöðu sinni í
ýmsum málum —- til dæmis
gegn herþjónustu. Eldri kyn-
slóðir tala enn aðeins rúss-
nesku og viðhalda í einu og
öllu rússneskum siðum og hátt
um, en yngri kynslóðirnar líta
jafnframt á sig sem Kanada-
búa og semja sig meira að sið-
um, háttum og ríkjandi tung-
um í Kanada.
Þegar Valentin Sorokin kom
til byggða Duahobortza í
Kanada upp úr styrjaldarlok-
unum, var hann enn ungur
maður og glæsilegur. Þá var
svo ástatt í þessu litla rússneska
samfélagi að leiðtogi þess, and-
legur og veraldlegur, — full-
trúi Guðs á jörðu — var lát-
inn fyrir sköinmu og voru nú
Duöhobortzar sem höfuð'laus
her. Þeir biðu þess, að guð
sendi þeim nýjan leiðtoga til
að taka við handleiðshi þeirra.
Þegar Sorokiri hóf. upp raust
sína meðal þeirra, söng söngva
sína og sagði frá björgunaraf-
rekum í Þýzkalandi, fór þ >8
smám saman að kvisast, að
hér væri kominn sá, er beðið
var eftir. Sorokin var fljótur
að átta sig og beitti svo með-
fæddri mælskulist sinni, að
innan tíðar höfðu kanadískir
Duchobortzar lagt öll sín mál,
veraldleg og andleg, í hans
hendur. Liðu svo fáein ár. Soro-
kin var maður virtur og naut
skilyrðislausrai hlýðni þegna
sinna. ,
En svo kom að því einn góð-
an veðurdag, að verðir laganna
börðu að dyrum hjá honum.
Hann hafði gerzt sekur um
ólöglegt atíhæfi í fjármálum og
var nú tjáð eiidanlega að um-
sókn hans um ríkisborgararétt-
indi í Kanadg hefði verið synj-
að og dvalarleyfi hans í land-
inu væri útrunnið. Um betta
mál vissu aðeins örfáir Duöho-
bortzar — ennþá — og þeir voru
fljótir að bregðast við, þegar
Sorokin bauð þeim að leggja
fram fé í sjóð, er hann ætlaði
að nota til að kaupa þeim dval-
arleyfi í Sovétríkjunum á ný
og land, þar sem þeir gætu Iif-
að saman í friði. Flestir Ducho-
bortzar — einbum þó þeir eld-i
— þráðu að komast aftur til
gamla landsins. þó ekki væri
nema til að bera þar beinin.
Þeir tóku því fagnandi þeun
fréttum, að Sorokin hefði náð
sambandi við Sovétstjórn'.na
um hugsanlegan heimflutning
þeirra. En Sorokin fór ekki til
Sovétríkjanna. Hann hélt úr
landi með stórfé í höndum og
lagði leið sína til Suður-Ame-
ríku, Hann hafði líka meðferð-
is unga konu — „hann kom
einn daginn, sagði hún — hann
gekk inn í eldhúsið heima og
sagði: „ég er að fara, þú kem-
ur með mér, strax“. Ég þorði
ekki annað en hlýða honum,
nauðug viljug. Víst var ég
undir áhrifavaldi hans — sterk
lega — og að Vissuleyti elskaði
ég hann og geri enn. En hann
er afskaplega undarlegur, ein-
ráður og að mörgu leyti erfið-
ur maður“.
í Uruguay keypti Sorokin
stórbýsi í borg og sveitasetur
úti við strönd og þar lifa þau
hjónin i vellystingum, ásamt
tveimur ung.um börnum. Ekki
verður þó um Sorokin sagt, að
hann hafi algerlega slitið sam-
skiptum við Duöhobortza. Þeir
heyrðu frá honum annað veif-
ið og hann íékk stundum frá
þeim meiri peninga. Hann sótti
um leyfi til að ferðast til Sov-
étríbjanna og s-krifaði þeim, að
hann ætlaði að leita að hent-
ugum stað og ræða við yfir-
völdin. Sama sagði hann Land-
is mæðginunum, en aldrei urð-
um við þess vör. að hann hefði
samband við opinbera aðila um
málefni Duöhobortza.
Kona hans stóð í stöðugum
ótta um, að fortíð hans mundi
koma honum í koll í ferðinni
— en ekkert gerðist, annað en
að tilraunir hans til að ná sam-
bandi við ættingja sína urðu
árangurslausar. Hann komst að
því, að kona hans og börn
væru enn búsett í þorpinu hans
litla í Ukraínu, en er hann
sendi þeim símskeyti og bað
þau að koma til móte við sig
í Kiev 'fékk hann ekkert svar.
Sjálfur gat hann ekki breytt1
þeirri ferðaáætlun, sem hann
hafði gefið upp við sovézk
ferðayfirvöld. — Við vorum
þrjá daga í Kiev og var tæpast,
að hann fengist frá gistilhúsinu,
— hann vildi vera viðbúinn, ef
eitthvert svar bærist. En hann
fékk ekkert svar.
Konu hans tók sárt að sjá
vonbrigði hans, en hún virtist
skilja betur en kann, liTtrntg
ættingjar hans nundu lKa á
það, sem hann hafði gert. nig
get sett mig í *por konunnar
hans, sem hann skildi eftir mefl
tvö ung börn, sagði hún — éfl
er líka móðir tveggja ungr»
barna hans. Ef hann gerði mér
það, sem hann gerði henni,
mundi ég aldrei líta við hon-
um framar, ég mundi reyna afl
má hann úr huga mér og barn*
minna“.
Aðalfundur
Byggingarsamvinnufélags verkamanna og sjó-
manna verður haldinn 30. marz kl. 8 e.h. í Breið-
firðingabúð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Suntarvinna í Englandi
Getum útvegað íslenzkum stúlkum, 18
ára og eldri með nokkra enskukunnáttu,
sumarvinnu í Englandi við hóteiaf-
greiðslu, verzlun og veitingastörf.
Einnig dvöl og vinnu á enskum heimilum.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN,
Austurstræti 17.
Fermingagjafir
Síðumúla 23, sími 36503, (erum fluttir af Laugavegi 62).
ALLAR GERÐIR TIL AFGREIÐSLU í APRÍL.
DRAGIÐ EKKI AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR.
Kraftur hf.
Hringbraut 121 — Sími 12535.