Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
EFTIR
EDWARD TAYLOR.
Blaðamennska er starfi,
sem gefur tilefni til lauslegra
eða náinna kynna af ótrúleg-
um fjölda fólks, alls konar
fólki, góðu fólki og vondu
fólki, snillingum og misheppn
uðum gáfumönnum, stjórn-
málamönnum og taugabiluð-
um óperusöngkonum, sjómönn
um og örvasa öldungum. Góð-
ur blaðamaður er áhugamaður
um mannlífið. Góðum blaða-
manni þykir mjög vænt um
mennina, mönnunum þykir
hins vegar, misjafnlega vænt
um hann. En laun blaðamanns
ins eru vissulega oftast van-
þakklæti og hann hættir venju
lega milli þrítugs og fertugs
og snýr sér að öðrum störfum,
sem væntanlegri eru til fram-
gangs í veröldinni.
Blaðamenn eru taldir lygn-
ir af almenningi; það er mik-
ilil misskilningur, ég þekk.i
fólk úr mörgum stéttum, sem
er svo stórlygið, að blaðamenn
verða sem saklaus ungbörn
við hliðina á því. Yfirleitt eru
blaðamenn grandvarir og
enga tekur það sárar en þá
sjálfa, ef þeir fara með rangt
mál, eða gera sig seka um
smekkleysur í málfari. Hitt er
annað mál, að það er hægt að
skýra frá staðreyndum á ýms-
an máta. Frétt er fyrst vel
skrifuð, þegar engum dettur í
hug, að neinn sérstakur hafi
skrifað hana, þegar menn
álíta, að eitthvað ópersónulegt
afl, Morgunblaðið sj'álft, standi
á bak við þessa frétt og hafi
á einhvern yfinskilvitlegan
hátt ritað hana.
Ella Fitzgerland mun hafa
virzt fremur geðugur kven-
maður og sómi sinnar stéttar,
þegar hún kom til Reykjavík-
ur fyrir ári, í augum þeirra
sem lásu fréttina um hingað
komu hennar. „Ósköp hefur
hún verið þreytt, auminginn",
sagði við mig maður á götu,
daginn sem fréttin birtist. Satt
var það. Hún var að niðurlot-
um komin, veslings konan,
ég man þó ekki til þess að
hafa séð öllu vansælli og tor-
tryggnari veru.
Þegar hún steig út úr flug-
vélinni að kvöldi dags lýstu
blossaperur ljósmyndaranna
hana upp af hreinræktuðu
samvizkuleysi, enda kveinaði
hún í miðjum landgöngustig-
anum:
„You’re blinding me!“
En ljósmyndararnir héldu
kaldrifjaðir áfram að blinda
hana. Hún hefur ekki gert sér
ýkja háar hugmyndir um veð-
urfar á íslandi, því hún var
íklædd þremur loðkápum, að
því bezt varð séð, og bar mjög
furðulegt höfuðfat, einhvers
konar millistig af baðhettu og
sjóhatti.
Á eftir henni komu þrír á-
búðarmiklir negrar og kona,
sem leit út eins og vasaútgáfa
af Ellu, kannske systir henn-
ar, og loks Ameríkani hvítur,
eða öllu heldur blárauður, sér
legur umboðsmaður frúarinn-
ar, fremur óviðfelldinn, jafn-
vel í fjarlægð. Nokkuð blánefj
uð ungmenni höfðu safnast
saman fyrir utan flugvallar-
girðinguna en voru stillt, enda
hér hvorki um liverpúlskar
hetjur eða heimsfræg gaul-
menni af öðru tagi að ræða.
Einn negranna blístraði músik
alskt og horfði spozkur á næt-
urhimininn. Hinir voru ekki
eins kátir og geispuðu. Frú
Ella sigldi með þungum and-
vörpum inn í flugstöðvarbygg-
inguna með litla handtösku
Ég hefði haldið að hún væri
grennri en ltklega vegna radd-
arinnar. Rödd hennar er grönn
og spengileg.
Brátt tilkynnti sérlegur túlk
ur og handhafi frúarinnar á
íslandi, að við mættum ræða
við hana í 60 sekúndur. Hún
væri þreytt eftir langt ferða-
lag og syfjuð og þyrfti að fara
að leggja sig. Meðan við rædd
um við Ellu í einu herbergja
flugstöðvarinnar vappaði hinn
blárauði Ameríkani fyrir ut-
an, væntanlega með skeið-
klukku upp á vasann.
Hin marglofaða söngdis 1
djassheiminum og vildarvina
manna eins og Louis Arm-
strong og Ellingtons og fleiri
þvílíkra stórmenna hlammaði
sér niður á stólræfil og dæsti
umkomulaus og horfði á fæt-
urnar á sér eins og hún vænti
sér í þeim styrks og aðhalds á
því grimma íslandi. Hún svar-
aði spurningum með jáum og
neium eins og leik-
ritaskáld, sem eru
að debútera á Fróni. Hún var
að auki ekki vel ánægð með
spurningarna og bað okkur
að spyrja sig að einhverju
Arnarnes
Til sölu er sjávarlóð á bezta stað í Arnarnesi.
UppL í sima 22607.
Ný íbúð til leigu
4—5 herbergja á bezta stað í Árbæjarhverfi. Til-
boð sendist afgr. Morgunbl. merkt: „2075“ fyrir
29. marz.
m&LON
NÝJA EFNID
SEM VEKUR
GÍFURLEGA ATHYGLI
Firmað GEBRÚDER COLSMAN, Essen Þýzkalanðl, er einn
stcersti kjólaefnaframleiðandi Evrópu. Hefur það lengi ver
ið brautryðjandl á sviði hinna nýrri gerfiefna, sem lagt
hafa undir sig markaðinn á örskömmum tíma.
COLSMAN hefur nú fullkomnað og sett á markaðinn nýja
gerð af Polyesterefnum (sama og Terylene), undir nafninu
100% DIOLEN Tex
turé.
Þcss! nýjtt efnl
hafa sérlega mjúka
og fallega óferð,
og einnig þann
kost umfram eldrt
gerðir af Terýlene, að þau hindra ekki eðlilega svitaútgufun
likamans, og eru því „opin“ á sama hátt og ull og bómull.
AFGHALON-efni eru þcssvegna hlý f kulda, en svöi 1
hita
AFGHALON-efnl fást nú .þegar í mörgum gerðum bæði
einlit og mynstruð*
a gt la •n
NOVALtTnJ
JAPON
Flíkur úr Afghalon. sem eru fóðraðar með ;NOVALIN fóðri frá COLSMAN (það
hieypur ekki), MÁ ÞVO. EFTIR VILD, og hengja upp blautar að kveldi, og fara f
sem nýjar að morgni. — Breyttar aðstæð ur og hraði nútímans krefst hættra og
_________________________hagkvæmra efna, tii að spara tíma og fyrirhöfn. Fatnaður úr AFGHALON
með NOVALIN fóðri, fullnægir þessum þörfum á hinn hagkvæmasta hátt. — Allar nánari upplýsingar gefa undirritaðir
umboðsmenn verksmiðjanna á íslandi.
Ágúst Ármann Hf. - Sími 22100
öðru, blaðamenn væru alls
staðar eins, þeir spyrðu alls
staðar sömu spurninganna,
henni fannst lítið til um frura
leik blaðamanna í heiminum.
• „Nú, jæja, spyrjið mig að
einhverju", sagði blessuð kon
an. í>á var hún spurð að ein-
hverju og brást hin versta við
og mælti í sárum einstæðings-
tón: „Af hverju spyrjið þið
mig að þessu? Af hverju spyrj
ið þið mig ekki að einhverju
öðru?“ Þetta var mikið vand-
ræðaástand og frúin sat hvap
holda í keng á stólnum og
stundi og ég hefði það á til-
finningunni, að hún mundi þá
og þegar síga saffian og verða
að einhvers konar polli á góif
inu. Það varð að hafa hraðann
á. 60 sekúndur eru stuttur
tími að ræða við ástfólgna
söngkonu, heimsfræga alls
staðar, og sem þar að auki
þarf að fara að leggja sig.
Undirritaður hafði ekki
kynnt sér gerla dagsskrá frú-
arinnar á íslandi og spurði þvl
frómur hversu lengi hún
hyggðist heiðra landið með
nærveru sinni. Hún var ófróð
um þau efni. „Hvað veit ég um
það“, sagði hún af þjósti mikl
um, „þú ert héðan, þú ættir
að vita það betur en ég.“
Síðan hélt hún áfram að
stynja og dæsa svo maður
fékk fyrir hjartað að hlusta
á hana.
„Þér eruð að koma frá
Spáni?“ spurði einn blaða-
mannanna hógvær, til að rjúfa
andartaksþögn.
„Já,“ sagði Ella dapurlega.
„Ég kom frá Spáni, lenti í
París, söng í París, flaug til
Lundúna, lenti þar og söng og
fiaug til íslands."
„Dg lentuð hér?“ sagði einn
blaðamannanna, og það hlakk
aði ofurlítið í hcnnum. Frúin
var hátt yfir slíka aulafyndni
hafin og þagði eins og steinn.
Blárauði Ameríkaninn stakk
andlitinu í gættina ocg skim-
aði í kringum sig. Hann horfði
tortryggnislega á eiinn blaða-
manninn, sem var með segul-
bandstæki og hélt hljóðnem-
anum að vitunum á söngkon-
unni.
„Ask me something", sagði
hún mæðulega. „What do you
think I’m here for?“
Svo var hún spurð og svar-
aði með neii, sem hún ítrek-
aði í annarri tilraun. Þá var
mínútan liðin, guði sé lof.
„Þeir spurðu mig aðein*
þriggja spurninga", sagði söng
konan, þegar hún gekk út.
Það var eins og þimgu fargi
hefið verið létt af hennar
mædda hjarta. Samlagning er
áreiðanlega ekki sterkasta hlið
Ellu, spurningarnar voru mun
fleiri, hins vegar hefur hún
líklega álitið að einungis þrjár
þeirra hefðu verið svaraverð
ar.
Þetta var mikil tragedía fyr-
ir . fréttaþjónustuma. Blaða-
mennirnir rifu í hár sér og
spurðu hvaða viit væri í að
skammta manni eina minútu
til að tala við konuna. „Hún
var ekki komin í gang“, sagði
einn. „Fólk eiins og hún þarf
fimm mínútur til að komast í
gang.“ Einn kvaðst aldrei hafa
vitað annað eins og var mjög
gramur vegna alls þessa.
Það kom þó ekki í veg fyr-
ir, að daginn eftir birti blað
hans baksíðufrétt um hingað-
komu hins aldraða næturgala
úr vestrinu. Það var engu lík-
ara en Islendingar hefðu beð-
ið eftir þessu einstæða tæki-
færi í þúsund ár.
Það kom þó í ljós seinna, að
þeir voru ekki margir, sem
virtust hafa áhuga á að hlýða
á söng hennar, ef til vill hefur
óhóflegt verð aðgöngumiða
ráðið því, en Ella Fitzgerald
varð að láta sér nægja hálf-
skipað Háskólabíó tvö kvöld 1
röð. Ég hygg að það yrði lít-
i landkynning fyrir ísland, et
frúin einhvern tíma ritar end-
urminningar sínar, ef hún þá
minnist á það einu aukateknw
orðL Sem mér þykir haria 4-
trúlegt.