Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ ldOT.
4!
„Þetta er hann Matthías, sem
ég minntist á við þig um dag-
inn“ sagði Jón Tómasson.
„Djöfullinn eigi það“ sagði Jón
seglasaumari með fyrirlitningu.
Síðan hnykkti hann til höfðinu,
leit til þeirra í dúknum,
„Blaðamannstrunta í heim-
sókn“, sagði hann og drakk úr
brúsanum.
ist að vísu ekki við því að
svona iðjuleysingi hefði margt
fyrir stafni. En hann vildi bara
taka fram til að koma í veg
fyrir misskilning, að hann aetti
ekkert. Ef menn væru menn,
en ekki himpigimpi, gætu þeir
komið með sína lögg sjálfir, en
þyrftu ekki að vera með neinar
augnagotur í segldúkinn.
— með ósk um að nota hann á réttum stað,..
Ég skildi sneiðina. Það virtist
létta af honum áhyggjum.
Nú hafði Jón seglasaumari
lokið sér af í fyrstu atrennu.
Ég þóttist vita að hann væri að
velta því fyrir sér, hvort hon-
um hefði tekizt að skapa
rétt andrúmsloft við fyrstu
kynni. Og hann var augsýni-
lega harla ánægður með árang-
urinn. Þarna stóð blaðamanns-
kvikan á miðju gólfi eins og
lúbarinn hundur og komst ekki
upp með moðreyk. Það líkaði
honum. Þetta nægði, Nú gat
samtalið farið að hefjast.
Jón seglasaumari settist aftur
og tók tii hendi. „Hvað viltu
fá að vita drengur?“ spurði
hann og fór aftur að huga að
seglinu.
Nú þurfti ég á allri lagni að
halda. Það var eins gott að mis
stíga sig ekki eins og ástatt var.
En karlinn var erfiður; það
var eins og hann nyti þess að
æra upp sultinn í þessum
hungraða gesti, sem nú sat á
flísóttum hnalli andspænis hon-
um og horfði beint framan 1
hann. Mörg vopn voru notuð,
en hægt beit. Hann minntist
eitthvað á Færeyjar. „Konan
mín er ættuð frá Klakksvík“
sagði ég. Þá varð karlinn ein
eftirvæntingarhlust. Ekki hafði
Jón Tómasson haft smekk fyrir
því að geta svo veigamikillar
staðreyndar.
Öldungurinn tókst allur á
loft og það var eins og klaka-
stífla hyrfi í strauminn: „Það
var á balli í Trangisvogi. Þá
kom Færeyingsdraugur og ætl-
aði að taka flöskuna úr rass-
vasanum á mér. .. Ég greip
naglann . . Hann bað mig að
gefa sér snafs. Haltu kjafti, segi
ég og fleygi honum niður
brekkuna. Þar lá hann. Svo fór
ég á ballið og byrjaði að dansa.
nú stóð ég þarna á braggagólf-
inu við hliðina á Jóni Tómas-
syni, en við borðið sat Jón
gamli Magnússon, og tók nú
upp kaffibrúsa og saup á. Ég
renndi augum til lofts til að
sýna að mér kæmi ekkert við
þau sem sóluðu sig í tjalddúkn-
um. Jón seglasaumari leit
einnig upp, pírði augun, hvessti
þau síðan á mig. „Það míg-
lekur allt saman" sagði hann.
„Skál“, sagði maðurinn og
reis uþp við dogg. Kvenmaður-
inn strauik skolhært hárið. „Þeg
ið þið“, sagði karlinn og þau
hreiðruðu aftur um sig í segl-
inu. Öldungurinn hand'fjallaði
aftur segldúkinn, eins og annað
skipti ekki máli.
Mér fannst ísinn brotinn.
Mér leið vel. Þetta stóð heima
hjá Jóni Tómassyni. Og ég
brann í skinninu að eiga við
karlinn samtal í Morgunblaðið.
Jafnvel þó hrikti í velsæminu.
Brann í skinninu að komast
inn fyrir skrápinn.
En það var engin bagga-
braut inn í hugskotið á þessum
manni.
Hann stóð upp og haltraði til
mín. Ég var þess fullviss að
gigtin hefði hlaupið í kroppinn
á honum, eins og illur andi. Ég
hafði orð á því við hann. „Nei,
það hefur ekkert hlaupið í mig
nema bölvuð girndin", sagði
hann eins og ekkert væri sjálf-
sagðara.
Þau í „sólskininu“ flissuðu,
en hann sussaði á þau. Það fór
svo sem ekki milli mála hver
hafði lyklavöldin í þessu
braggagreni. Hann rétti mér
lúkuna, stóra og harða eins og
stungugaffal. „Það er eins og
að taka í ungpíuhönd“ sagði
hann — „fjandinn annars að
maður muni lengur hvernig
það er“, bætti hann svo við.
Hann staulaðist um braggann,
tuldrandi eitthvað um að ég
gæti vel verið, ef ég hefði ekk-
ert annað að gera; hann bygg-
Þeir sögðu að fjallatussinn væri
kominn. Ég hafði ekki farið
nema hálfhring með eina gent-
una, þegar sýslumaðurinn birt-
ist allt í einu í dyrunum —
Ég sleppti stelpunni á auga-
bragði og gekk að honum.
Hann steinþagði. En ég sá af
svip hans að hann velt vínhat-
ari . . Þá sótti ég stelpuna aftur
og reyndi að hvísla einhverju
fallegu að henni .. Nu har jeg
törvur í kroppinn, sagði ég.
Hún hváði.. .“
Meðan á frásögninni stóð, ot-
aði hann nálinni að mér, hún
var líkust spjótsoddi. Honu.m
þótti hún nauðsynlegur áherzlu
auiki.
„Þú ert ekkert of góður tCl
að muna þetta, strákur,“ sagði
hann, ef ég ætlaði að punkta
eitthvað niður hjá mér. Og
auðvitað jánkaði ég svo sjálf-
sögðum hlut.
Frásögn hans jókst orð af
orði og meira að segja þau 1
seglinu voru farin að hlusta;
alltaf óx honum ásmegin og
þegar samtölin birtust í Morg-
unblaðinu um páskaleytið fyrir
nær áratug tóku ábyrgar rabb-
kerlingar upp pólitískit tauga-
stríð á hendur blaðinu, sumar
töluðu meira að segja sjálfar
við einn af þáverandi ritstjór-
um blaðsins, Bjarna Bened'kts-
son, sem brosti á sinn hátt.
En Jón seglasaumari lét sér
fátt um finnast. Orðbragð han«
var ekki agað í aopagillum
sendiherra. Þegar ég sagði hon-
Framhald á næstu síðu.
EFTIR
MATTHÍAS JOHANNESSEN
HANN sat á hnalli með segl-
dúk í kjöltu sér. Hann leit ekki
upp úr vinnunni. Það var eins
og annað skipti ekki mán á
þeirri stund en nálin og seglið.
Hvítir hárlokkarnir risu í
lönum á höfði hans, svo mér
fannst hann einna helzt líkjast
hundraðshöfðingja á dögum
rómversks keisara. Samt var
hárið úfið og bar þess greini-
leg merki að hafa í mannsaldur
verið strokið söltum fingrum
febrúarbylja. Andlitið sterkt
og grópað þessum sömu áhrif-
um særoks og lurkveðra.
Þó hann liti upp var ekki að
sjá að hann hefði neinn áhuga
á því, sem kom utan af göt-
unni; mér ókunnugum manni,
og þessum þybbna gamla skip-
•tjóra sem með mér var.
Hann leit aðeins á okkur sem
snöggvast, virtist hundsa okk-
ur. Síðan setti hann nálina aft-
ur í gang. Það var eins og hann
vildi fá frið til að tala við hana
í einrúmi. Nei, annars, þau töl-
uðu ekki saman, þau mösuðu.
Og það fór vel á með þeim.
Við fórum okkur hægt í átt-
ina að þessu úfna trölli og ég
virti um leið fyrir mér húsa-
kynnin; óhrjálegan, gamlan
bragga í skugga af pakkhúsi
Sambandsins, fullan af allskyns
drasli — líklega gömul vöru-
skemma frá stríðsárunum. Kola
ofn og björgunarbátur Kristín-
ar KE-40 einu húsgögnin í
þessu hreysi.
Bak við hvíthærðan öldung-
inn voru dyngjur af tjalddúk
með hvítum lautum og hlýju
athvarfi. Það var varla lesbjart
í bragganum, samt grillti ég í
tvær mannpersónur, sem lágu
í tjalddúksbollunum og fann
strax að þær áttu sameiginlegt
leyndarmál ; hvorki líkamlega
ást né andleg launungarmál
fyrir opnum tjöldum, heldur
eitthvað annað, sem skipti
meira máli. Þegar við nálguð-
umst seildust þau ósjálfrátf í
eitthvað sem lá á milli þeirra.
Síðan greip hún flöskuna og
faldi ’nana undir peysunni. Þá
lagðist hann aftur rólegur, eins
og nú væri öllu borgið. Þau
horfðust í augu, dálítið bros
færðist yfir andlit þeirra, svo
hamingjusamt var þetta fólk.
Ég hafði vísit horft á þau af
of miklum áhuga, því að nú sá
ég að gamli maðurinn var hætt-
ur að splæsa og gaut auga til
mín; færði jafnvel stólinn frá
borðinu eins og til að vera við
öllu búinn. Ekki laust við að
mér fyndist hann eiga hags-
muna að gæta, að veita þeim
þarna i seglinu skjól og sjá um
að þau yrðu ekki fyrir áreitni
aðkomufólks.
Blaðamaðurinn kom upp í
mér. Ég varð að vekja traust
þessa hvíthærða öldungs, því
ekki var ég kominn hingað
eins og hver annar útsmoginn
óvinur, heldur fyrir áeggjan
góðs manns, Jóns Tómassonar,
skipstjóra, sem með mér var.
Hann hafði mætt mér niðri í
Austurstræti og sagt; „Þú
verður að hitta hann Jón Magn
ússon“. „Hver er það?“ spurði
ég. „Gamall skútukarl og skip-
stjóri, nú seglasaumari“ sagði
hann. „Það er svoddan kjaftur
i ykkur báðum að það hlýtur
að fara vel á með ykkur.“
Áhugi minn var vakinn. Og