Morgunblaðið - 23.03.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. 7140it.NET. etscuns angiais 3» OtAMMW ENROSÉS DE CHÖCOIAT AU iAfT OAíRY M»tK JÁRNSMÍÐAVÉLAR Notaðir rennibekkir til sölu: 1 stk. NEBEL þvermál 460 m.m., lengd 2000 m.m. 2 stk. Köping þvermál 360 m.m., lengd 1250 m.m. 1 stk. MUNKTEL þvermál 500 m.m., lengd 2000 m.m. 1 stk. MUNKTEL þvermál 400 m.m., lengd 1500 m.m. Rennibekkirnir eru í góðu lagi og seljast ódýrt með fylgihlutum Hafið samband við Kolbein Jón sson. = HÉÐINN = Sími 24260. Laugardagur 25. marr 20:0O Fréttir 20:30 Kraftaverkin í Lourdes Á hverju ári streyma þúsundir manna í eins konar pílagríms- ferð til hins fræga hellis í I^ourdes í Frakklandi. Sumir til þess að öðlast andlegan styrk en aðrir í von um lækningu Mkamlegra kvilla í lindinni við hellinn. 20 :55 Biskupsvígsla 1 Stoálholti Kvikmynd frá biskupsvígslunni 1 Skálholtskirkju í september- mánuði síðast liðnum, sem var önnur biskupsvígslan á þeim stað frá upphafi. Biskupinn yfir íslandi, dr. Sig- urbjöm Einarsson, vígði þá síra Sigurð Pálsson, prófast, vdgslu- biskup Skálholtsbiskupsdæmis hins forna. Þulur er Ólafur Ragnarsson. 21:35 Rembrandt Mynd þessa gerði Alexander Korda árið 1036. Handritið gerði Carl Zuckmayer. Rembrandt: Charles La-ughton Gretje: Gertrude Lawrence Hendrickje: Elsa Lanchester Fabrizius: Edward Chapman Banning Coq: Walter Hudd Beggar Saul: Roger Livesey íslenzkan texta gerði Ingibjörg Jónsdóttir. Sunnudagur 26. xnarz Páskadagur 16:00 Páskaguðsþjónusta Prestur er séra Jón Auðuns 17:00 Stundin okkar Þáttur fyrir börnin í umsjá Hinriks Bjarnasonar. Meðal efnis: Börn úr tónlistarskóla Garða- hrepps leika, og nemendur úr Réttarholtsskóla flytja þátt úr Skugga Sveini eftir Matthias Jochumsson, Grasafjallið. 17:50 Hann er upprisinn Þessi mynd er í svipuðum stfl og „Koma frelsarans*, sem sýnd var um jólin, byggð á málverk- um eftir heimfræga meistara miðalda- og Renaissance tímans er sýna ásjónu Krists, eins og þeir hugsuðu sér hann. Saga myndarinnar snýst um siðustu daga Krists á jörðunni. Robert Russell Bennett samdi hljóm- listina, sem er symfonískt verk í fjórum þáttum. Þýðandi textans og þulur er eéra Arngrímur Jónsson. 16:15 Dagskrárlok. Mánudagur 27. marz Annar í páskum 20:00 Fréttir 20:30 Bragðarefir Þessl þáttur nefnist ,.OHa og ættarbönd* Aðalhlutverkið leik ur Gig Young. í gestahlutverki er Joanna Moore. íslenzkur texti: Eiður Guðna- eon. 21:20 í tónum og tali Að þessu sinni er fjallað um Emil Thoroddsen. Þorkell Sig- urbjörnsson kynnir tónskáldið, og söngflo'kkur syngur nokkur þekkt lög þess. Einsöngvarar eru Svala Nielseil og Kristinn Hallsson. 21:50 Farandtrúðarnir (Los Forains) Franskl ballett- meistarinn Roland Petit hefur eamið þennan ballett, sem fjall ar um farandsirkus, sem kemur í lítið þorp til þess að skemmta. Auk Roland Petit dansar m.a. Zizi Jeanmaire. en tónlistin er eftir Henri Sauguet. 22:20 Öld konunganna Leikrit eftir William Shakespeare, búin til flutnings fyrir sjónvarp. VIII hluti — Bræðralagið. Ævar R. Kvaran flytur inngang* orð. Söguþráður: Hinn ungi Hinrik konungur dulbýr sig og gengur á meðal manna sinna í þvi skyni að kanna hugi þeirra, því að i vændum er orusta við ofurefli liðs. Hann rökræðir við her- menn sfna sem einn þeirra og hlýðir á tal þeirra og verður þá enn ljósari hin þunga ábyrgð, sem hvílir á herðum hans. Hann leggst á bæn og biður um fyrir- gefningu synda sinna og föður síns og um styrk til hinnar miklu mannrauna í orustunni daginn eftir. — Morguninn eftir hafnar konungur með fyrirlitn- ingu þeiri beiðni franska mar- skálksins að hafa sig á burt og fylkir nú ótrauður liði til orustu Frakkar bíða hinn herfilegast ósigu enda her þeirra lila stjórn að og brezki herinn að sama skapi undir stjórn viljastérks og þróttmikils herforingja. Missa Frakkar tiu þúsund menn en Bretar aðeins tuttugu og niu. Hinrik konungur þakkar guðl einum þennan mikla sigur og heldur til London sigri hrósandi. Fyrir milligöngu hertogans al Búrgund kemst á friður milli landanna, og friðurinn er stað- festur með trúlofun og hjóna- bandi Hinriks V og Katrínar, dóttur Frakkakonungs. Fylgir það skilyrði, að barn þeirra skuli erfa bæði rikin, Frakkland og Bretland, að konungum þeirra látnum og þau sameinast þann- ig undir einum konungi. 23:30 Dagskrárlok. Nú er verið að hefja byggingu á húsum samkvæmt teikningu þessari við Fögru- kinn í Hafnarfirði. íbúðirnar eru 101,4 ferm. að stærð. Á hvorri hæð eru 3 svefn- herbergi, eldhús, stór stofa, bað og þvotta hús. Sameiginlegur kyndiklefi fyrir báð- ar hæðirnar, undir tröppum efri hæðar. íbúðirnar verða seldar fokheldar, með bárujárni á þaki og tvöföldu verksmiðju- gleri í gluggum. Efri hæð verð kr. 525 þús- und. I. greiðsla kr. 200 þúsimd. Neðri hæð verð 475 þús. 1. greiðsla kr. 175 þúsund. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON HRL. Linnetsstíg 3, Hafnarfirði. Sími 50960.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.